Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987 flokkslínunni. Sú saga verður ekki rakin hér. Deilan um verkalýðs- hreyfinguna snýst líka um tengsl hennar við fiokkinn og hvernig mæta beri hagsmuna- árekstrum innan og á milli samtaka launafólks, svo sem á milli ASÍ og BSRB. Um Þjóðviljann segir Svavar Gestsson að tveir möguleikar séu til: „1. Að blaðið verði með skýrari hætti en verið hefur málgagn flokks- ins til dæmis á því stigi sem Sjálf- stæðisflokkurinn stendur gagnvart Morgunblaðinu. 2. Að blaðið og flokkurinn losi enn frekar um tengsl- in en orðið er.“ Niðurstaða Svavars er að fara beri fyrri leiðina . „Ég tel fyrir mitt leyti ekki koma til greina að afhenda Þjóðviljann ein- hveiju óháðu útgáfufélagi. Það getur þá rétt eins fundið nafn á blað- ið annars staðar. Og kemur okkur þá ekki við.“ Olafur Ragnar Grímsson er annarrar skoðunan „Breytingamar sem orðið hafa á íslenskum fjölmiðlum á undanföm- um árum sýna að tími hinna þröngu flokksmálgagna er liðinn ef menn vilja gefa út öflug blöð. Eigi Þjóðvilj- inn að halda sögulegum styrk sínum í íslensku þjóðfélagi hlýtur hann að halda áfram á þeirri þróunarbraut sem hófst upp úr 1970.“ Og hann segir síðan: „Forystumenn flokksins eiga nú einnig kost á að flytja mál sitt í öllum öðrum blöðum eins og Hjörleifur Guttormsson hefur til dæmis gert svo myndarlega í Morg- unblaðinu, Tímanum og DV. Þeir eiga aðgang að útvarpstöðvum og sjónvarpsstöðvum og hann getur jafnvel orðið greiður ef erindið er klætt í forvitnilegan búning. Þess vegna er Þjóðviljinn ekki sama sálu- hjálpartækið og áður.“ Rétt er að vekja athygli á því að ágreiningur Svavars og Olafs Ragn- ars um Þjóðviljann snýst ekki um það hvort blaðið eigi að vera óháður fréttamiðill eða pólitískt málgagn. Talsvert bar á þessum misskilningi fyrir nokkrum misserum og þá var mikið skrafað um „aðför að fijálsri blaðamennsku". Sannleikurinn er sá að þeir félagar eru báðir þeirrar skoðunar að Þjóðviljinn eigi að vera pólitískt málgagn, en skoðanamun- urinn snýst um það af hvaða tagi þetta málgagn eigi að vera. Svavar vill að það fylgi flokkslínu og hjálpi til við að móta hana í samvinnu við flokksforystuna. Ólafur Ragnar vill að blaðið móti sína eigin stefnu og lúti ekki tilskipunum frá flokknum en fylgi honum að málum í meginat- riðum. Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig að Svavar Gestsson skuli nefna Morgunblaðið í sömu andránni og eigin hugmynd um að gera Þjóð- viljann „með skýrari hætti en verið hefur" að flokksmálgagni. Skyldi hann trúa því sjálfur að Morgun- blaðið sé málgagn Sjálfstæðisflokks- ins og ritstjórar þess láti það hvarfla að sér að taka við fyrirskipunum frá flokknum? Ekki virðast félagar Sva- vars, sem rita greinar hér í blaðið, slegnir þessari blindu. Flokksform- aðurinn er sannarlega úti að aka! Deilur alþýðubandalagsmanna um tengslin við verkalýðshrejrfinguna hafa ekki verið settar niður. Skýrsl- umar gefa hins vegar til kynna að foiystumennimir sex geri sér grein fyrir því að vemlegar breytingar hafa orðið á högum launafólks á síðustu ámm og áratugum og gaml- ar kenningar sósíalista um „verka- lyðinn" þarfnist endurskoðunar Olafur Ragnar vill beinlinis hætta að nota orðið „verkalýður" og tala um „launafólk" í staðinn. Hann legg- ur áherslu á að stuðningur við kjarabaráttu langskólagengis fólks hafi ekki minni þýðingu en stuðning- ur við þá hópa sem hefðbundið er að telja til verkalýðs. Svavar Gests- son viðurkennir að verkalýðshreyf- ingin eigi við innbyrðis vanda að etja, hugmyndalegan og skipulags- legan, en segir ekkert um það hvemig bregðast eigi við. Alþýðu- bandalagið eigi hins vegar að vera sjálfstætt afl „sem hefur miklu víðtækari sýn en einstök verkalýðs- félög geta að jafnaði haft“. Afstaða til kjarasamninga eigi að vera ,já, en . . .“, þ.e. samþykkja það sem vel er gert en setja fram kröfur um úrbætur og ábendingar um að ekki sé þetta nú allt fullkomið. Þetta þýðir væntanlega að flokkurinn eigi t.d. ekki að fordæma kjarasamninga eða beita sér fyrir því að þeir verði felldir þótt þeir séu mörgum flokks- mönnum ekki að skapi. En Svavar segir ekkert um það hvemig taka eigi á á deilum innan og á milli sam- taka launafólks. Raunar er Ólafur Ragnar undir sömu sök seldur en svo virðist sem hann telji að fylgja eigi þeim hópi sem lengst vill ganga hveiju sinni. Hver er stefna Alþýðubandalagsins? Eitt hið athyglisverðasta í skýrsl- unum, sem hér em til umræðu, em játningar í þá vem að Alþýðubanda- lagið hafi ekki stefnu eða þá mjög óljósa stefnu í veigamiklum málum. Fyrr var vikið að ummælum Ás- mundar Stefánssonar um þetta atriði, en hann telur að flokkurinn hafi ekki mótað samhljóða stefnu í ýmsum málum sem tekist er á um í þjóðfélaginu. í skýrslunum er bent á að forystumenn flokksins, þ. á m. þingmenn, hafi í opinberum mál- flutningi uppi ólík sjónarmið um mikilvæg stefnumál, s.s. kvótakerfið og stefnu í efnahags- og kjaramál- um. Athyglisverðar eru þær upplýs- ingar, sem fram koma í skýrslunum, um stefnumörkun Alþýðubandalags- ins í efnahags- og atvinnumálum fyrir síðustu kosningar. Upplýst er að sérstök nefnd hafi skilað álits- gerð þar að lútandi í febrúarmánuði og sé í henni að finna ýtarlega grein- ingu og tillögur. Ragnar Amalds segir að álitsgerðin hafi komið svo seint fram að hún nýttist ekki í kosn- ingabaráttunni. Og hann segir ennfremur „Nefndin hafði lítið sam- starf við þingflokkinn. Þó var ljóst að í mikilvægum málum var veruleg- ur munur á áherslum nefndarinnar og þingflokksins." Hann segir að á seinustu stundu hafi verið gripið til þess ráðs fáum vikum fyrir kosning- ar að setja saman 60 áherslupunkta í rúmlega 200 orðum „til þess að frambjóðendur færu ekki alveg tóm- hentir út í kosningabaráttuna". Síðan segir hann: „Þó held ég að engan hafi órað fyrir því á lands- fundi 1985 eftir þá vinnu sem þá lá þegar fyrir að einu og hálfu ári seínna legðu menn út í kosningabar- áttu með ekki merkilegra plagg en áherslupunktamir vom. Þama urði mikil mistök í flokksstarfi okkar sem fráleitt er að nefna ekki og kannski má eitthvað læra af.“ Mistökin í sambandi við kosninga- stefnuna í efnahags- og atvinnumál- um em augljóslega ekki aðeins skipulagslegs eðlis. Þau birta okkur sem í skuggsjá kjamann í því sem kalla má tilvistarkreppu Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalagið er flokkur fortíðar, mnnið upp úr Kom- múnistaflokknum og Sósíalista- flokknum, og það hefur aldrei treyst sér til að kveða upp úr um það hver hinn pólitíski gmndvöllur þess er. Það var auðvelt að halda flokknum saman þegar hann var í stjómarand- stöðu og afstaðan til vamarliðsins sameinaði flokkinn. Síðan 1971 hef- ur Alþýðubandalagið hins vegar verið jafnlengi í ríkisstjóm og Sjálf- stæðisflokkurinn og um sjö sinnum lengur en Alþýðuflokkurinn, eins og Ólafur Ragnar Grímsson bendir á í greinargerð sinni. Þá hefur andstaða flokksins við vamarliðið og NATO linast vemlega. Spumingar um það fyrir hvað Alþýðubandalagið stendur í rauninni hafa þvi orðið æ meira áberandi á síðustu ámm. Árið 1974 setti flokkurinn sér ákaflega sér- •cennilega stefnuskrá í marxískum anda en hún þykir slík tímaskekkja nú að eifitt er koma höndum yfir eintak af henni! Ein birtingarmynd tilvistarkrepp- unnar er feimni alþýðubandalags- manna við að nota hugtakið sósíalismi og útskýra hvað þeir telji að felist í því. Þetta er skiljanlegt vegna þess að i huga almennings er sósialismi stefna fortíðar, stefna sem varð endanlega gjaldþrota i Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Ólafur Ragnar vill að menn kenni sig jöfnum höndum við sósialisma og jafnaðarstefnu en hætti að tala um sjálfa sig sem „komma". En hvað felst í sósialisma Alþýðubanda- lagsins? Við því em ákaflega óljós svör til. Vill flokkurinn auka ríkisumsvifin eða draga úr þeim? Ekkert svar. Og ef hann er hlynntur þvi að atvinnufyrirtæki starfi áfram í einkaeign, en verði ekki þjóðnýtt (sem efast má um), hvemig skilyrði ætlar hann þá að búa þeim? Ekkert svar. Allur málflutningur Alþýðu- bandalagsins hnígur í þá átt að kaupsýsla og annað framtak ein- staklinga í atvinnulífinu sé ámælis- verð „gróðahyggja" og maðkur hljóti að vera í mysunni. Ófrægingarskrif Þjóðviljans um verslun og fijáls við- skipti em alkunn. Er nema eðlilegt að menn dragi þá ályktun að komist Alþýðubandalagið til valda hverfum við marga áratugi aftur í tímann? Og er reynslan af stjómarsetu Al- þýðubandalagsins frá 1971 ekki ólygnust? „Við“ og „annað fólk“ Einhver máttugasta goðsögn í hinni alþjóðlegu vinstri hreyfingu er sú að vinstri menn og sósíalistar séu betri en annað fólk. Vinstri menn trúi á frið og fagurt mannlíf, listir og frjálsa sköpun einstaklingsins, eins og stundum er komist að orði. „Hinir" séu annaðhvort einfeldning- ar sem ekki viti sitt ráð eða aðhyllist stríð og miskunnarlausa samkeppni, þar sem hinn sterki vinnur ætíð sig- ur, trúi á peninga og tækni en ekki mannúð og fegurð lífsins, svo gripið sé til annarrar klisju. Þessi undar- lega árátta vinstri manna hefur ekki farið framhjá fólki svo sem orð Kristínar Á. Ólafsdóttur hér að framan em til marks um: „Við emm sögð haga okkur sem handhafar sannleikans og réttlætis og dæma skoðanaandstæðinga sem illmenni og einfeldninga." Lokaorðin í greinargerð Guðrúnar Helgadóttur til miðstjómar Alþýðu- bandalagsins em þess eðlis að þau verðskulda endurprentun hér. Hún skrifar eftir að hafa velt fyrir sér réttmæti hinnar opinbem sjálfs- gagnrýni sem geti komið sér vel fyrir Staksteinahöfund Morgun- blaðsins. „Svarið er þetta: Af því að málstaður okkar er of réttur til að vera í kreppu. Af því að við eigum betra skilið en að líða illa í eigin flokki. Af því að á bak við ergelsi okkar og illdeilur stendur það sem ekkert okkar kemst frá: trú á betra mannlíf, á betri heim, réttlátara þjóðfélag. Svo djúpar tilfinningar mun Staksteinahöfimdur Morgun- blaðsins hvort sem er aldrei skilja, þess vegna gildir það einu hvað hann kann að fletja út af því sem hér hefur verið sagt og aðrir munu segja. Hans menn settu rekstrar- hagfræðinga í eigin kreppu, við viljum leysa hana sjálf. Saman.“ Þurfa menn frekari sannanir fyrir því að „ímynd" alþýðubandalags- manna er ekki tilbúningur? Hún er sköpuð af þeim sjálfum. Jafnvel Guðrún Helgadóttir, sem mestar ábyggjur hefur af ímyndinni, leynir ekki belgingi sínum og lítilsvirðingu á fólki sem leyfir sér að hafa aðrar skoðanir en hún. Og svo kvartar hún yfir hroka annarra! Auðvitað er alþýðubandalagsfólk hvorki betra né verra en annað fólk og það er timi til kominn að það geri sér grein fyrir því. Eftir næstu kosningar kynni það að verða of seint, því eins og Ólafur Ragnar Grímsson segir í skýrslu sinni er það raunhæfur möguleiki að Alþýðu- bandalagið geti haldið áfram að tapa. Að lokum kann svo að fara að flokkurinn hverfi með öllu. Sá tími er ef til vill nær en marga grunar. Frá miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins að Varmalandi í Borgarfirði i síðasta mánuði. Þar var ákveð- ið að fela forystumönnunum sex að skrifa greinargerðir um vanda og ímynd flokksins. 19 Siglufjörður: Safnað fyr- ir lyftu í Dvalarheimili aldraðra Siglufirði. LIONSKLÚBBUR Siglufjarðar stendur fyrir söfnun og á féð að renna til Dvalarheimilis aldr- aðra á Siglufirði. Fyrsti áfangi Dvalarheimilis aldraðra var tekinn í notkun nú fyrir stuttu og er nú unnið af fullu kappi við annan áfanga. En til þess að heimilið geti gegnt hlut- verki sínu að fullu þarf að koma til lyfta þar sem húsið er á þrem- ur hæðum. Lionsklúbbur Siglufjarðar, sem er næst elsti Lionsklúbbur lands- ins, hefur ákveðið að standa fyrir söfnun og á að nota ágóðann af þeirri söfnun í kaup á lyftu. Nú þegar hafa fyrirtæki á staðnum og þau sem eiga mikil viðskipti við Siglufjörð lagt sitt af mörkum. Síðastliðinn vetur hefur Lions- klúbburinn hér stutt við bakið á mörgum góðum málefnum, m.a. var Sjúkrahúsinu gefín svonefnd öndunarvél, en það tæki gaf einn- ig Kiwanisklúbburinn Skjöldur. Síðastliðinn vetur gaf Lionsklúbb- urinn björgunarsveitinni Strákum farsíma, Æskulýðsheimilinu leikjatölvu, en yfír fjögur hundruð þúsunda hefur verið varið af hálfu klúbbsins til félags-, menningar- og líknarmála hér á staðnum síðastliðinn vetur. Nú er það von klúbbfélaga að fyrirtæki og félög bregðist vel við söfnuninni til Dvalarheimilisins svo að lyftan verði sem fyrst kom- in á heimilið, þar sem eldri borgaramir eiga sér fagurt ævi- kvöld. - MJ Plötur vænt- anlegar frá Greifum og Stuðkompaníi Hljómsveitin Greifarnir er þessa dagana að vinna að nýrri fjögurra laga liljómplötu sem á að koma út 9. júlí n.k. Platan mun heita Sviðsmynd og hafa þijú af fjórum lögum hennar ekki heyrst áður. Að sögn Jónatans Garðarssonar, hjá Steinum hf, eru Greifamir nú á hljómleikaferðalagi og munu spila um allt land í sumar. Þeir verða á Norðurlandi í lok júní- mánaðar en he§a ferð um Austur- land í byijun júlí. Að lokum munu þeir, ásamt öðrum hljómsveitum, spila fyrir dansi á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum 31. júlí til 2. ágúst. Stuðkompaníið frá Akureyri, sem sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar nýverið, er í þann veginn að senda frá sér sína fyrstu hljómplötu. Hún er væntanleg á markaðinn 2. júlí n.k. og heitir Skýjum ofar. Á plötunni eru Qögur frumsamin lög við íslenska texta, þau hin sömu og færðu meðlimum hljómsveitarinn- ar sigur í Músíktilraunum. Jónatan sagði að Stuðkompaníið myndi fylgja plötunni úr hlaði með tón- leikum á Lækjartorgi daginn sem platan kemur út. Helgina eftir spila þeir á skemmtistaðnum Evrópu og verið er að bóka þá á fleiri dans- leiki í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.