Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Skattstofnar og skattstigar •• Ollum mátti ljóst vera að aukin skattheimta — í ein- hveiju formi — yrði fylgifiskir nýrrar ríkisstjórnar, eins og stað- an í efnahagsmálum og einkum ríkisfjármálum var metin af tveimur núverandi stjórnarflokk- um. Niðurstaðan af samninga- viðræðum flokkanna var sú að brýnt væri að draga úr þenslu í þjóðarbúskapnum og hamla gegn verðbólgu, sem sýnt hefur greini- leg vaxtarmerki. í annan stað var rekstrarhalli ríkissjóðs hálfur fimmti milljarður króna tvö næstliðin ár og fyrirsjáanlegur halli líðandi árs, að óbreyttum gjalda- og tekjuáætlunum, rúm- lega hálfur fjórði milljarður til viðbótar. Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram, að þessi halli væri að langstærstum hluta her- kostnaður í baráttunni gegn verðbólgu og fyrir jafnvægi og stöðugleika í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið uppi sterkar raddir um að engin sérstök hætta væri samfara hallarekstri á ríkissjóði að því tilskyldu, að sá halli væri fjár- magnaður með innlendum lán- tökum. Þetta sjónarmið nýtur takmarkaðs stuðnings í hinum stjómarflokkunum. Eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar er að eyða þessum halla á næstu þremur árum. Til þess að ná því marki eru tvær leiðir til. Annarsvegar að auka tekjur ríkissjóðs eftir gamal- kunnum tekjuöflunarleiðum, það er skattheimtu. Hinsvegar að að beita niðurskurði, aðhaldi og hagræðingu í ríkisbúskapnum, laga útgjöldin að áætluðum tekj- um og fjárhagsgetu ríkissjóðsins. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafa krafizt aukinnar skattheimtu, en veikleiki Sjálf- stæðisflokksins er sá, að tveimur fjármálaráðherrum úr röðum Sjálfstæðismanna hefur mis- tekizt á sl. ijórum árum að ná fram nokkrum umtalsverðum niðurskurði á útgjöldum. Aðild og stjórnarforysta Sjálf- stæðisflokks tryggir, að skatt- heimtan verður hóflegri en ella. Niðurstaða stjórnarflokkanna er sátt, sem kemur fyrir augu þjóð- arinnar í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkistjómarinnar. Þar er því meðal annars heitið „að endurskoða útgjöld ríkisins þannig að skatttekjur nýtist sem bezt“ og að „útgjöld hins opin- bera vaxi ekki örar en þjóðartekj- ur“. Eins og við er að búast fá skattheimtuleiðir, sem stjórnar- sáttmálinn boðar, misjafnar undirtektir. Morgunblaðið tekur undir gagnrýni Félags íslenzkra iðnrekenda á skattheimtu, sem leiðir til fjórðungsverðhækkunar tölva og tölvubúnaðar. Tölvur eru mikilvægur hluti af tækni- búnaði nútíma atvinnurekstrar. Það á að auðvelda en ekki tor- velda íslenzkum fyrirtækjum að styrkja samkeppnisstöðu sína að þessu leyti, enda ráðast lífskjör í landinu — til lengri tíma litið — fyrst og fremst af því, hvemig okkur tekst að laga atvinnulíf okkar að breyttum aðstæðum, nýrri tækni og harðnandi sam- keppni. Astæða er og til að vara við ótímabærum hugmyndum um skattheimtu á framtak eða sparnað landsmanna. Skatta- reglur eiga að hvetja fremur en letja bæði til framtaks í atvinnu- lífinu og almennrar sparifjár- myndunar. Meginorsök erlendrar skuldasöfnunar á verðbólguárun- um, sem rýrir til langrar fram- tíðar lífskjör í landinu, var sú, að innlend spariijármyndun var lögð í rúst eða svo gott sem. Hmn innlends sparnaðar gerði íslenzkt atvinnulíf og raunar ríkisbúskapinn einnig háðari er- lendum sparendum en góðu hófi gegndi. Sá sproti sparnaðar, sem festi rætur hjá almenningi í tíð fráfarinnar ríkisstjórnar, þarf að eiga áframhaldandi vaxtarskil- yrði. Hann þolir hinsvegar ekki beitarálag ótímabærrar skatt- heimtu. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið „að stuðla að jafnvægi, stöðugleika og nýsköpun í efna- hags- og atvinnulífi, bæta lífskjör og draga úr verðbólgu". Þetta markmið er góðra gjalda vert. En það eru verkin, sem skipta máli og nú er að sjá, hvort hinni nýju ríkisstjórn tekzt að standa við þau fyrirheit, sem hún gefur í stjórnarsáttmála. Til lengri tíma litið er það mun vænlegri og tryggari leið til tekjuöflunar og tekjuaukningar ríkissjóðs að stuðla að auknum umsvifum í þjóðarbúskapnum, en hækka skattstigana. Ofskött- un hefur þvert á móti hliðstæð áhrif á almennt vinnuframlag og atvinnulífið og ofveiði á nytja- fiska. Höfuðstóllinn minnkar. Til lengri tíma litið eru það því hags- munir ríkissjóðs engu síður en þjóðarbúskaparins í heild að tekjuöflun ríkissjóðs fari ekki yfir skattaleg „nýtingarmörk" atvinnuvega og almennings. NY RIKISSTJORN TEKIN I/10 VOLDUM Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra: Bráðabirgðalög fyrsta verkefnið JÓN Baldvin Hannibalsson tók við lyklavöldum að fjármála- ráðuneytinu síðdegis í gær úr hendi Þorsteins Pálssonar, frá- farandi fjármálaráðherra. Þorsteinn sagði þegar hann af- henti Jóni Baldvin lyklana að auðvitað stæði kratarós á borði í ráðuneytinu, nýja fjármálaráð- herranum tií heiðurs. Jafnframt afhenti Þorsteinn fjármálaráð- herra sparibaukinn Óskar, sem hann sagði að fylgt hefði sér í fjármálatíð sinni. Bauknum fylgdi 10 króna framlag forsæt- isráðherra, sem hann sagði vera sitt fyrsta framlag í ríkissjóð undir stjórn Jóns Baldvins! „Mitt fyrsta verkefni verður að „ÞAÐ fyrsta sem ég mun gera er að skoða þau verkefni sem er verið að vinna að hér í ráðuneyt- inu og setja mig inn í þetta nýja starf,“ sagði Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, i samtali við Morgunblaðið, eftir að hafa tekið við lyklum að ráðuneytinu frá Þorsteini Pálssynij fráfarandi iðnaðarráðherra. „Eg mun síðan fylgja eftir þeirri starfsáætlun sem stjórnin hefur sett sér i stjórnarsáttmálanum." „Það þarf í fyrsta lagi að endur- skoða skipulag orkumála og verður byijað á því innan tíðar. í öðru lagi þarf að hafa vakandi auga fyrir hugsanlegri samvinnu við erlend fyrirtæki á sviði stóriðju. Það hefur líta grannt yfir texta bráðabirgða- laga og reglugerða, vegna fyrstu aðgerða þessarar ríkisstjórnar," sagði Jón Baldvin, er hann var spurður hvert yrði hans fyrsta verk sem fjármálaráðherra. Bráða- birgðalögin verða til afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi kl. 10 árdegis í dag. Jón Baldvin var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýni þá sem hefur komið fram á ákvæðin um afnám undanþága frá sölu- skatti: „Þó það nú væri. Það væri til lítils ef ríkisstjómin færi af stað með tómri blíðmælgi og fengi ekk- ert nema rósir,“ sagði fjármálaráð- herra. að vísu slegið nokkuð í bakseglin að undanförnu en við verðum samt sem áður að fylgjast með öllum þeim möguleikum sem kunna að bjóðast. Þriðja og stærsta verkefnið, og það sem mun snerta allan allmenn- an iðnað í landinu, er að jafna starfsskilyrði atvinnugreinanna. Ríkisstjórnin ætlar að skapa fyrir- tækjum jafna möguleika og skatt- leggja jafnt hvort sem þau starfa á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar eða einhvers annars. Það er vitað mál að iðnaðurinn hefur ekki búið við sömu starfsskilyrði og aðrar atvinnugreinar fram að þessu," sagði Friðrik að lokum. „Vinna, vinna og aftur vinna,“ ví Stefánsson gaf Jóhönnu Sigurðar Jóhanna Sigurðard ráðherra: Launajafr kynjanna f organgs1 ÞEGAR Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti félagsmálaráð- herra af Alexander Stefánssyni í ráðuneytinu í gær bað hún að skilnaði um vegarnesti. Svar hans var: „Vinna, vinna og aftur vinna.“ í samtali við Morgun- blaðið sagði Jóhanna að meðal forgangsverkefna sinna yrði að vinna að launajafnrétti kynjanna, í samræmi við eindregna yfirlýs- ingu í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. „Til eru lög um launajafnrétti sem þverbrotin eru bæði af hinu opinbera og á hinum almenna vinnumarkaði. Tel ég það hlutverk ríkisins að ganga á undan með góðu fordæmi. Fyrst minnst var á þetta í málefnasamn- ingi hljótum við sem að stjóminni stöndum að meina það sem við segj- um,“ sagði hún. Jóhanna sagðist telja húsnæðis- málin vandmeðfarin málaflokk. Vildi hún fara yfir gögn ráðuneytisins og skoða stöðuna mjög vandlega. Hafist Birgir ísleifur Gunnarsson tekur neytinu úr hendi Sverris Hermann: herra. Birgir ísleifur Gun málaráðherra: Verndun ar megin „Menntamálaráðuneytið er afar umfangsmikið ráðuneyti en grundvallarverkefnið er auðvitað að vernda íslenska tungu og efla islenska menningu. Ég sest í þetta ráðuneyti með þau markmið að Ieiðarljósi,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra aðspurður um helstu verkefni sem væru framundan í menntamála- ráðuneytinu. Birgir sagði að í stjórnarsáttmála ríkisstjómarinnar væru ítarleg ákvæði um menningar- og mennta- mál þar sem kveðið væri á um mörg Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson takast brosandi í hendur eftir að Þorsteinn afhenti Friðrik lyklana að iðnaðarráðuneytinu að viðstöddu starfsfólki ráðuneytisins. Morgunblaðið/RAX Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kominn með lykil fjár- málaráðuneytisins í hönd úr hendi Þorsteins Pálssonar, fráfarandi fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra: Starf sskilyrði atvinnugrein- anna verði jöfnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.