Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Dr. Selma Jónsdóttir listíræðingvr - Minning prinsessa um stund. Allt það bezta, sem til var, var borið fram. Það var hátíð með ljósum, blómum, hvítum dúkum og silfurskálum. Ekkert var of gott fyrir gestinn. Allt viðmótið var ógleymanlegt. Þegar Selma eignaðist sitt eigið heimili, var þar sömu rausn og hlýju að mæta. Og nú er allt þetta liðið og horfíð í tímans haf. Silfurþráðurinn slitinn og gullskálin brotin. Eg kveð þess vinkonu mína með djúpri þökk fyrir allt. Þorbjörg Björnsdóttir Um þær mundir sem ég fór að taka eftir umhverfí mínu og umræð- um fólks heyrði ég oft talað um Borgames og heimili þeirra Jóns Bjömssonar frá Bæ og Helgu Bjömsdóttur frá Svarfhóli. Amma mín var náskyld því Svarfhólsfólki og alin upp þar á Svarfhóli, og frænka hennar, Helga, var leiksyst- ir hennar og síðar náin vinkona. Móðursystir mín hafði verið í vist hjá þessu frændfólki sínu í Borgar- nesi, og þar var ævinlega minnst með sérstakri virðingu á þau Jón og Helgu. Eitt bama þeirra hjóna var Selma, Demma eins og hún var kölluð, sem í dag er borin til graf- ar. — Löngu síðar átti ég eftir að kynnast henni betur og hafa við hana náin samskipti, enda varð starfsvettvangur okkar í ýmsu sam- eiginlegur, vinnustaður í sama húsi og oft dagleg umgengni. Selmu Jónsdóttur hafði ég samt kynnzt nokkru áður en ég fór að starfa í Þjóðminjasafninu. Okkar fólk hittist stundum og ég veitti þessari frænku minni athygli. Hún kom oft að máli við mig er við sáumst, enda fór Selma aldrei í manngreinarálit. Hún vildi ræða og spjalla við fólk, og er Selma heyrði, að ég ætlaði að læra einhveija menningarsögulega grein, hvatti hún mig af alhug til dáða, og fyrir það er ég henni ævinlega þakklátur. Síðar urðu kynni okkar meiri er ég hóf störf í Þjóðminjasafninu, í því húsi er var alla tíð daglegur vinnustaður hennar. Listasafn Is- lands hefur lengi verið nátengt Þjóðminjasafni og er það varð sjálf- stæð stofnun, 1951, varþví fenginn samastaður í Þjóðminjasafnshúsinu og Selma skipuð umsjónarmaður þess. Starfsvettvangur okkar Selmu varð því nátengdur, þótt hann væri samt aðskilinn að stofnunum. Ég minnist þess, hve hlýlega hún tók mér, er ég tók við forstöðu Þjóð- minjasafnsins árið 1968. Listasafn íslands var í umsjá Selmu sem sjálfstæð stofnun alla tíð og má segja, að hún byggði þá stofnun nánast upp frá grunni. Hún hafði lært listasögu í Bandaríkjun- um og Bretlandi og kom heim með ferskar og nýjar hugmyndir en þær náðu líklegast fæstar að þróast að marki vegna þeirra þröngu og erf- iðu aðstæðna, sem Listasafnið átti við að búa. Því var ætlaður staður í Þjóðminjasafnsbyggingunni án þess að ráðamenn þjóðarinnar gerðu sér grein fyrir þörfum slíks safns, hveijum það ætti að þjóna eða hver menningarás slíks safns væri í þjóðlífinu. Því bjó það í ára- tugi að þessari fyrstu gerð. Selma Jónsdóttir átti sér hins vegar mikinn metnað fyrir safn sitt og fræðigrein sína. Henni gáfust, er frá leið og er hún fékk aðstoðar- fólk, ýmsar næðisstundir til rann- sókna og ritstarfa. Smám saman urðu 'til rannsóknarverk hennar, og helgaði hún sig þar einkum mið- aldalist íslendinga. Mesta verk hennar á því sviði er doktorsritgerð- in Dómsdagur í Flatatungu, þar sem henni lánaðist að leysa gátu fjalastúfanna frá Bjamastaðahlíð, sem eru í Þjóðminjasafni, sem svo margir höfðu litið augum og reynt að ráða í myndimar en engum tekizt. Hún sá, að hér var um að ræða brot af býsönzkum dómsdegi, einstæðri mynd sinnar tegundar, sem varðveizt hafði á Islandi og sýndi ásamt mörgu öðru tengsl Is- lands við menningu Evrópulanda á miðöldum. Önnur rannsóknarverk Selmu vom einnig helguð miðaldaiist Is- lendinga. Þar má nefna Sögu Maríumyndar og Lýsingar í Stjóm- arhandriti, en flestar rannsóknir hennar beindust að handrita- skrauti, lýsingum miðaldahandrita. Það var öllum tilhlökkunarefni, að Listasafn íslands skyldi flytja í eigið húsnæði nú í ár. Lengi höfðu menn beðið þessa og allir bjuggust við því, að Selma myndi annast flutning og sjá um nýskipan og opnun safnsins í hinum nýju húsa- kynnum. Fyrir þessu hafði hún barizt í áratugi og loksins nú hillti undir lokaáfanga þessa máls. „Mennirnir álykta, en Guð ræð- ur.“ — Það kom öllum á óvart að frétta lát Selmu hinn 5. þessa mán- aðar, tæplega sjötugrar að aldri. í húsi Þjóðminjasafnsins verður Selmu saknað. Henni fylgdi ævin- lega frískur andi, ferskur blær og hún bar með sér smekkvísi, hrein- skilni og gagnrýniskennd. Selma var um margt einstæð í sinni röð. Allt sem hún gerði var smekklegt. Þar vom ýtrustu kröfur gerðar til þess, að allt væri vandað og þá ekki til sparað er um það var að ræða. Heimili þeirra dr. Sigurðar Péturssonar gerlafræðings, manns hennar, var með afbrigðum smekk- legt, þar var hver hlutur öðrum vandaðri og smekklegri, listaverk, húsgögn og bækur, og öllu svo vel fyrir komið, að athygli vakti. Megi nú Selma frænka mín og góðvinkona fá það uppfyllt í öðru lífi, sem henni auðnaðist ekki að fá fullgert í þessu lífi. Þór Magnússon Dr. Selma Jónsdóttir er fyrsti Íslendingurinn, sem lauk prófi í list- fræði, og starfaði hér á landi. Hún var jafnframt fyrsta konan sem fékk doktorsnafnbót frá Háskóla íslands, árið 1960. Á sérsviði sínu, miðaldalist, vann hún mikið og merkt brautryðjanda- starf. Þekking og áræðni einkenndu rannsóknarstörf hennar. Þá er ekki síður að minnast markverðs fram- lags hennar til samtímalistar er hún sem forstöðumaður Listasafns ís- lands byggði safnið upp og gerði að meginsafni 20. aldar listar á íslandi. Að leiðarlokum vill Félag íslenskra listfræðinga þakka dr. Selmu Jónsdóttur störf hennar í þágu íslenskrar listfræði og mynd- listar. Félag íslenskra listfræðinga t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES F. JÓNSSON kennari, Grænukinn 22, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði 15. júlí. Guðrún Þórhallsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÞORSTEINSSON frá Laufási, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardag- inn 18. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðin. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Gisli Már Gislason, Sigrún Valbergsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, ÍSLEiKUR JÓNSSON, Vestmannabraut 59, verðurjarðsunginnfrá Landakirkju laugardaginn 18. júlíkl. 16.00. Elínborg Pétursdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för sonar okkar, bróður, mágs, og frænda, ANDRÉSAR JÓNSSONAR, Fossgötu 7, Eskifirði. Jón Andrésson, Guðrún Egilsdóttir, Egill Guðni Jónsson, Vilhelm Jónsson, Aðalheiður Bjarney Pálsdóttir, Jóhann Jónsson, Jónas Þór Jónsson, Ragnheiður Gisladóttir, Guðný Þórdís Jónsdóttir og systkinabörn. Lokað Vegna útfarar DR. SELMU JÓNSDÓTTUR, forstöðu- manns Listasafns íslands, verður safnið lokað í dag. Listasafn íslands. t Útför eiginkonu minnar, dr. SELMU JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Sigurður Pétursson. Hulda Einars- dóttir - Minning Fædd 7. ágúst 1928 Dáin S.júlí 1987 Svo stórt og sárt er höggvið hússins skarð. Þótt húsið virðist enn með sama blæinn, er allt svo breytt að ganga þar í garð. (G.I.K) Við fráfall Huldu Einarsdóttur húsmóður að Digranesvegi 123, Kópavogi hefur það heimili mikið misst. Því sem húsmóðir var hún sérstaklega mikilhæf, glaðlynd og gestrisin við þá fjölmörgu gesti sem þar bar að garði. Alltaf reiðubúin ásamt eiginmanni sínum, Björgvini Bjömssyni að veita það besta sem gott heimili hefur upp á að bjóða. Störf sín utan heimils stundaði Hulda einnig af alúð og dugnaði, og naut vinsældar samstarfsfólks og samferðamanna. Hún fæddist að Ytri-Hofdölum Skagafirði, foreldrar hennar eru Sigrún Jónasdóttir og Einar Magn- ússon. Þaðan fluttist hún til Siglu- fjarðar og ólst þar upp. Ung fór hún að vinna fyrir sér bæði norðan- og sunnanlands og kom sér alls staðar vel. Um tuttugu ára skeið og allt þar til heilsan bilaði vann hún sem gæslukona við Digranes- skólann, það starf var henni að skapi, því hún naut sín vel í návist barna og unglinga. Það var beggja gæfa er þau kynntust Hulda og Björgvin og hófu sambúð, þau lögðu hvort um sig bam í búið, hún Einar Magna, hann Guðjón Brodda og sameigin- lega eignuðust þau Bjöm Birgi. Þau gengu í hjónaband þann 27. desem- ber 1964 og lifðu farsælu lífi sem treystist best þegar mest á reyndi. Þau urðu fyrir þeirri þungu raun að missa einn drengjanna, Guðjón Brodda af slysförum aðeins 12 ára gamlan. Og í þungum veikindum Huldu síðustu mánuði í baráttunni við ólæknandi sjúkdóm, annaðist Björgvin konu sína af einstæðum kærleika og umhyggju þar til yfir lauk. Við andlát hennar sakna hennar fjölmargir ættingjar og vinir. Aldr- aðir foreldrar muna góða dóttur með hlýtt viðmót, synir og tengda- dætur geyma bjartar minningar einnig barnabömin sem vom yndi hennar og eftirlæti, og litli langömmudrengurinn hann Krissi sem hefur mikið misst. Hulda var systkinakær og var almennt vinsæl hjá tengdafólki, frændum og vinum. Ég vil að leiðarlokum þakka hlý og góð kynni, og minnist með gleði margra ánægjustunda í eldhús- króknum hjá Huldu og Björgvin. Þannig stundir eru sannkallaðir gleðigjafar sem ég veit að margir muna nú þegar Huldu nýtur ekki lengur við. Ég votta eiginmanni hennar og öðrum ástvinum einlæga samúð. Guð blessi minningu henn- ar. t Þeim, sem vildu minnast dr. Selmu Jónsdóttur, er að ósk fjöl- skyldu hennar vinsamlega bent á Listasafn íslands. Minningarspjöld fást í skrifstofu safnsins og Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Listasafn íslands. Safnaðu sólargeislum og sumarsins hnossum. Mundu eftir gleðinnar gjöfum og gæfunnar kossum. Þeir munu á dimmum dögum í dauðans skugga draga sviða úr sárum sefa og hugga. (E þ j) Kristín Johannesdóttir Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni sem sigrast á sjálfum sér. Sá er rikur, sem ánægður er með hlutskipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja. Sá, sem stendur vel í stöðu sinni, er öruggur. Sá sem deyr, en ferst ekki, á hið langa líf fyrrir höndum. (Laó-Tse.) Þó Hulda frænka sé nú dáin er hún engan veginn horfín hugum okkar. Minning hennar mun fylgja okkur um ókomna tíð. Ættingjar geta verið manni misjafnlega nákomnir, þó náskyldir séu, en Hulda stóð okkur alla tíð mjög nærri. Afar mikill samgangur var á milli heimilis okkar og Huldu og Björgvins. Nutum við systumar, eins og svo margir aðrir, góðs af frábærri gestrisni þeirra en á Digra- nesveginum var iðulega margt um manninn og glatt á hjalla. Gaman er að rifja upp þau ófáu skipti sem setið var við eldhúsborðið og hlegið að sögum þeirra. Frásagnargleði Huldu var mikil og einstaklega skemmtilegt hvað þau lýstu sömu hlutum á ólíkan hátt. Sýnir það einna best hversu vel þau héldu sínum persónulegu sérkennum. Það sem einkenndi Huldu öðm fremur var hennar létta lund og mikla jafnaðargeð. I veikindastríði hennar kom sérstaklega vel fram það rólyndi sem hún átti til en hún tók jafnan æðrulaust því sem að höndum bar. Hulda kom jafnt fram við alla og kunnum við, sem börn, sérstak- lega vel að meta það. Hún gaf sér alltaf nægan tíma fyrir aðra sama hvernig stóð á hjá henni sjálfri. Hinn mannlegi þáttur var það sem skipti hana mestu máli. Það þurfti ekki mikið til að gleðja Huldu frænku. Er okkur til dæmis minnisstætt, þegar við vomm í fóstri hjá henni um tíma og færðum henni nokkur strá og villiblóm á afmælisdaginn, hvað hún gladdist innilega og var ekkert að spara fína vasann undir ósköpin. Það sem okkur er efst í huga nú þegar við kveðjum frænku er hennar hlýja viðmót og góða skap sem hélst óskert allt til loka. Elsku Björgvin, við vottum þér, svo og öllum vinum og vandamönn- um, okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstundu. Sigrún og Steinunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.