Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 47 vT'✓v' < ^ ■o-' < ✓V VX \VV V \ \MA\A '\AM< A Wv <W/X XXM X' MARKAMETIÐ11. DEILD ER19 MORK: Pétur Pétursson ÍA, 1975 og Guðmundur Torfason, Fram, 1986 vv7\ \MMA '\M^< A M Vv <VvW)Ö« x ax W^WW ©©©© ©©©© ®@®@ y-N aWWNA'X Björn Rafnsson, KR HeimirGuðmundsson, (A Hlynur Birgisson, Þór Hörður Benónýsson, Völsungi Jónas Róbertsson, Þór Kristján Kristjánsson, Þór Óli Þór Magnússon, ÍBK Sigurjón Kristjánsson, Val HalldórÁskelsson, Þór Pétur Ormslev, Fram Tryggvi Gunnarsson, KA V Þeir eru markahæstir í 1. deild ! KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Hugsa ekki um að setja markamet - segir Pétur Pétursson, sem er markahæstur í deildinni PÉTUR Pétursson KR er markahæstur í 1. deild karla, þegar mótið er hálfnað. Pótur hefur skorað fimm mörk, átta leikmenn hafa skorað fjögur mörk hver, þrír leikmenn þrjú mörk hver og aðrir færri, en alls hafa verið skoruð 114 mörk í deildinni til þessa. Fjörutíu og fjórum leikjum af 90 er nú lokið í deildinni. Flest- ir leikimir hafa verið mjög skemmtilegir á að horfa og kunna áhorfendur greinilega vel að meta knattspymuna — þeim hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra, en þá varð einnig töluverð aukning frá fyrra ári. Uðshelldln aðalatriðið Þó knattspyma sé fyrst og fremst leikur liðs en ekki einstaklinga er það einu sinni svo að þeir, sem skora mörkin, eru yfirleitt meira í sviðsljósinu en hinir. „Þetta á ekki að vera svona,“ sagði Pétur Péturs- son í spjalli við Morgunblaðið. „Árangur liðs byggist á samvinnu allra leikmannanna, liðsheildinni, og það er enginn einn mikilvægari en annar.“ Pétur var markakóngur 1. deildar 1978, skoraði 19 mörk í 18 leikjum og sló met Hermanns Gunnarssonar frá 1973, sem var 17 mörk, en þá voru átta lið í deildinni. Þórólfur Beck skoraði 16 mörk 1961, en þá voru aðeins sex lið í deildinni og leikir hvers liðs tíu. Guðmundur Torfason jafnaði síðan met Péturs í fyrra. Þegar Pétur setti markametið, skoraði hann sex mörk í fyrstu níu umferðunum, var fimmti marka- hæsti leikmaðurinn, en þá var félagi hans, Matthías Hallgrímsson, markahæstur með 10 mörk. Pétur skoraði síðan eitt mark í 10. um- ferð, annað í 11. umferð, fjögur í 12., eitt í 13. og sex mörk í næstu þremur, tvö í hverri umferð. Mörkin dreifðust meira hjá Guðmundi í fyrra. Hann skoraði í öllum um- ferðum nema þremur, einu sinni þrennu og fjórum sinnum tvö mörk í leik, en eftir níu umferðir hafði hann skorað níu mörk. Hugsa ekld um met Pétur hefur skorað fimm mörk í deildinni í ár í þremur leikjum, en fellur metið í haust? „Satt best að segja, þá hugsa ég ekki um það eins og hefur vonandi komið fram í leikjunum í sumar. 1978 var takmarkið að skora sem flest mörk, en nú hugsa ég ekki eins. Ef ég hugsaði aðeins um að skora, léki ég öðruvísi, en aðalatrið- ið er að liðið skori fleiri mörk en mótheijamir og við höfum skorað í hverri umferð. Það er samt alltaf gaman að skora, en ég yrði ekki síður ánægður ef Bjöm Rafnsson skoraði 20 mörk eða fleiri í sumar og setti þar með nýtt met,“ sagði Pétur. - Er erfiðara að skora núna en fyrir níu árum? „Já, því leikurinn og leikskipulag hefur breyst svo mikið. Þegar ég setti metið skoraði ég flest mörkin með skalla við íjærstöng, en núna er minna um fyrirgjafir utan af kanti. Mest ber á þeim hjá Fram og Val, en Valsarar hafa átt í erfið- leikum með að nýta færin. Breiddin er líka meiri núna og mörkin dreif- ast á fleiri menn.“ Svo auðvelt! MorgUnb,aöiö/BAR Pétur Pétursson til hægri og Guðmundur Torfason eiga markametið í 1. deild, 19 mörk. Pétur setti metið 1978, en Guðmundur jafnaði það ( fyrra. Félagam- ir hittust í fyrrakvöld og voru sammála um að metið yrði ekki slegið á næstu árum! Guðmundur hefur sem kunnugt er gert samning við Winterschlag og hélt utan til æfinga 1 gær, en tlmabilið hefst í lok næsta mánaðar. FRJÁLSAR / STÚDENTALEIKARNIR Þettaerbotn- - — w inn hjá mér - segir EinarVilhjálmsson „ÞETTA er botninn hjá mór. Ég get áreiðanlega ekki komist neðar. Það er eins og það hafi orðið meiriháttar spennufall í skrokknum við að ná Norður- landametinu langþráða," sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einari gekk illa í úrslitum spjót- kastskeppninnar á heimsleik- um stúdenta í Zagreb í Júgóslavíu í gærkvöldi, varð í 11. sæti með 73,64 metra. Marek Kaleta frá Sovétríkjunum sigraði og kastaði 81,42 metra. Var það eina kast hans yfír 71 metra, hin voru á bil- inu 69-71. í öðru sæti varð Júgó- slavinn Sejad Krdzalic með 80,26, þriðji Volker Hadwich A-Þýzkal- andi með 78,82, fjórði Nicu Roata Rúmeníu með 77,82 og fimmti Pet-; er Blank V-Þýzkalandi með 74,72. „Mér finnst alveg furðulegt hvemig maður getur dottið svona niður. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Bjöm bónda og nú þarf ég að rífa mig upp úr þessu,“ sagði Einar. Hann náði lengst kastinu í fyrstu umferð. í annarri umferð kastaði hann 72,84 og síðan 72,62. „Ég var í engu jafnvægi, það fór allt úrskeið- is, tæknilega. Ég náði mér aldrei á strik". FRJÁLSAR Eggert ynr 60 ‘ metraí EGGERT Bogason FH náði í gærkvöldi sínum næstbezta afreki í kringlukasti er hann kastaði 60,72 metra á móti í Svíþjóð. Eggert varð þriðji og Helgi Þór Helgason USAH fimmti með 52,42, sem er hans bezti árangur í ár. Tveir Norðmenn vom á undan Eggert. Olav Jensen kastaði 62,50 og Svein Inge Valvik 62,32. Valvik kringlu kastaði 67,70 metra á þriðjudag. „Ég er nokkuð ánægður því kvöidið áður keppti ég í þremur kastgrein- um á móti hér í Svíþjóð. Kastaði þá kringlu 58,76, sleggju 55,10 og' varpaði kúlu 17 metra. Þá var kastserían sæmileg, öll köstin yfir 58 metra og ég náði þeim öllum sex gildum. Þetta er ailt á réttri leið og ég vonast til að kasta lengra á íslandsmeistaramótinu um aðra helgi," sagði Eggert. Vésteinn kast- aði 62,54 metra - - og sigraði á móti í Svíþjóð VÉSTEINN Hafsteinsson HSK kastaði kringlunni 62,54 metra á móti í Helsingjaborg í Svíþjóð í fyrrakvöld og sigraði. Eggert Bogason FH varð í öðru sæti með 58,76 metra. Ísamtali við Morgunblaðið sagð- ist Vésteinn ekki vera orðinn góðir af meiðslum, sem hann hlaut í júnílok en væri á góðri leið með að ná sér. „Ég hef lyft vel en kast- að óverulega. Þetta var lítið æfingamót og mig langaði til að sjá hvar ég stæði. Verð vonandi orðinn nógu góður fyrir land- skeppnina í Reykjavík 8. og 9. ágúst og takmarkið er að verða orðinn fullfrískur og standa sig á heims- meistaramótinu í Róm í byijun september," sagði Vésteinn. Helgi Þór Helgason USAH keppti einnig á mótinu í Helsingjaborg og kastaði 50,12 metra. KNATTSPYRNA ÍAogFHá Akranesi í kvöld TÍUNDA umferð í 1. deild karla í knattspyrnu hefst f kvöld með leik ÍA og FH á Akranesi. Hefst leikurinn kl. 20, ekki kl. 19, eins og stendur í mótabók KSÍ. Á sunnudag fara ffarn þrír leikir. KR og KA leika á KR-velli, Þór og Fram á Akureyri og ÍBK og Völs- ungur í Keflavík. Umferðinni lýkur síðan á mánudag með leik Vals og Víðis á Vals-velli. Allir leikimir heflast kl. 20. Þá verða tveir leikir í 1. deild kvenna í kvöld. KR og ÍBK leika á KR-velli og KA og UBK á KA-velli og hefjast báðir leikimir klukkan 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.