Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 Kona ól barn í vatnsnuddpotti KONA i Reykjavík Helga Nína Heimisdóttir til heimilis að Langholtsvegi 14 ól sveinbarn í vatni í gær og mun sú fæðing vera fyrsta vatnsfæðingin hér á landi. Barnið vó 15 merkur og var 54 cm á lengd. Barni og móður heilsaðist vel í gær er Morgunblaðið náði tali af Helgu, en vegna þreytu treysti hún sér hvorki til að fá Ijósmyndara né blaðamann í heimsókn. Helga átti 12 ára stúlku fyrir. Fæðingin átti sér stað laust fyr- ir kl. 13.00 í gær og hafði Helga fengið að láni vatnsnuddpott hjá kunningja sínum Rafni Benedikts- syni. Ljósmóðir tók á móti baminu, en læknir var ekki viðstaddur. Guðjón Guðnason fæðingarlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að Helga Nína hefði fyrir löngu síðan leitað upplýsinga hjá sér varðandi slíka fæðingu og hefði hún verið harðákveðin í því að láta af þessu verða. „Ég hef lesið mig dálítið til um slíkar fæðingar og m.a. séð að- stöðu á Gentofte-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn þar sem slíkar fæðingar eru framkvæmdar, en þar liggja konumar í vatninu að- eins á fyrsta stigi fæðingar á meðan fæðingarhríðimar ganga yfir. Hugmyndin er mjög góð. Konumar eru í 37 gráðu heitu vatni og slappa vel af. Þörf á deifí- lyfi minnkar verulega og talið er heppilegt fyrir bamið að koma í volgt vatnið áður en það kemst í snertingu við andrúmsloftið. Einn- ig er boðið upp á slíkar vatns- fæðingar í smábæ skammt sunnan við París og þar fara allir viðstadd- ir í baðið með móðurinni, pabbinn, læknirinn og ljósmóðirinn, en vatnsfæðingar em hvað vinsælast- ar í Sovétríkjunum og reyndar upprunnar þar,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þrösturinn hefiir komið sér vel fyrir í gróðurskálanum og lá hann sem fastast í hreiðri sínu innan um suðrænan gróður þrátt fyrir mannaferðir fyrir utan. Þröstur verpti í gróðurskála Keflavík. ÞRÖSTUR Iiggur nú á hreiðri með 5 eggjum í gróðurskála i Keflavík og von er á ungum ein- hverja næstu daga. Að sögn eiganda gróðurskálans er þrösturinn hin spakasti og liggur sem fastast á hreiðri sínu þótt farið sé inn í gróðurskálann til að sinna blómunum sem þar eru. Gróðurskálinn stendur á baklóð í Keflavík og óskaði eigandi hans að nánari staðsetning kæmi ekki fram af ótta við forvitna áhorfend- ur. Hann taldi að þrösturinn hefði verið búinn að verpa áður, en varp- ið þá misfarist af einhveijum orsökum. Tekjuskattsálagning einstaklinga: Vantar um 350 milljónír til að áætlun standist ÚTREIKNINGAR Qármála- ráðuneytisins á þvi hversu miklu tekjuskattsálagning á einstakl- Kaupmannahöfh: íslendingur tekinn með 1,3 kg af amfetamíni 53 ára gamall íslendingur var handtekinn af lögreglunni i Kaup- mannahöfn á mánudag með 1,3 kg af amfetamíni í fórum sinum. Sama dag handtók lögreglan i Malmö tvo íslendinga og einn Hollending i tengslum við málið, að beiðni lögreglunnar í Kaup- mannahöfn. Maðurinn í Kaupmannahöfn var handtekinn eftir húsleit í íbúð hans sínum, þegar þeir voru handteknir. Reynir Kjartansson hjá fíkniefna- deildinni kvað ekkert benda til tengsla þessara manna við aðila hér- lendis. Eitt gramm af amfetamíni selst á hinum ólöglega markaði á 4.500 kr. óblandað. Efnið er iðulega drýgt áður en það er selt, þannig að verð- mæti hins upptekna magns er á bilinu 5—7 milljónir. inga árið 1987 skili ríkissjóði, miðað við áætlun fjárlaga, sýna fram á að um 350 milljónir vant- ar upp á til þess að áætlunin standist, en í fjárlagaáætlun var gert ráð fyrir að þessi liður skil- aði ríkissjóði um 6,5 milljörðum króna. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Jón Baldvin Hannibalsson Qármála- ráðherra í gær. „Það er ljóst nú þegar álagning liggur fyrir, að álagning einstakl- inga er talsvert lægri, en áætlað var. Þar munar því að innheimtar tekjur ríkissjóðs af beinum skött- um einstaklinga verða í ár 350 milljónum króna minni en ráð var fyrir gert í fjárlögum," sagði fjár- málaráðherra. Jón Baldvin sagði að með hlið- sjón af mun meiri launabreytingum á þessu ári, en spáð var í ársbyij- un, þýddi þetta að skattbyrði einstaklinga yrði verulega miklu minni á þessu ári, en stefnt hefði verið að í fjárlögum. „Álagðir bein- ir skattar til ríkisins lækka úr 4,5% í tæplega 4% af tekjum einstakl- inga,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við, að hlutföllin væru þver- öfug að því er varðaði útsvör til sveitarfélaga, sem í ár fengju sýni- lega meiri tekjur í flestum tilvikum, en áætlað hefði verið. Jón Baldvin sagði að tekju- skattsálagningin á félög kæmi mjög svipað út og gert hefði verið ráð fyrir í íjárlagaáætlun, þó að hún væri heldur lægri. Þar á móti kæmi að eignaskattur væri hærri, þannig að innheimtan á beinum sköttum félaga yrði í heild meiri en áætlun gaf til kynna. Niðurstað- an að öllu samanlögðu væri sú, að tekjur ríkissjóðs af beinum sköttum lækkuðu um 300 milljónir króna miðað við fjárlagaáætlun. „Þessi niðurstaða staðfestir það sem sagði í endurskoðaðri þjóð- hagsspá," sagði íjármálaráðherra, „launahækkanir hafa orðið miklu meiri en gert var ráð fyrir og það þýðir að vöxtur þjóðarútgjalda hef- ur verið meiri en vöxtur þjóðar- tekna. Því er innflutningur meiri en ráðgerður var og tilhneiging til viðskiptahalla er meiri en ráðgerð var og loks þýðir það að verð- bólgan er 20% í stað 12%.“ Loks sagði fjármálaráðherra að allt ofangreint hefði í for með sér, að kaupmáttaraukningin hefði orð- ið meiri en samsvarar launahækk- unum, vegna þess að skattbyrði væri lægri. „Ráðstöfunartekjur heimilanna eru því mun meiri en ráð var fyrir gert.“ í Avanger, en hann hefur verið bú- settur lengi í Danmörku. Hann hefur ekkert komið við sögu hérlendra lög- regluyfirvalda, en mun vera góð- kunningi lögreglunnar í Danmörku. Annar íslendinganna í Malmö er 44 ára gamall, en hinn 24 ára. Fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reylq'avík kannast við þá báða, en ekki höfðu borist fregnir um að þeir hefðu haft amfetamín eða önnur efni í fórum Szirak: Jóhann efstnr JÓHANN Hjartarson vann í gær Dulavilla frá Spáni í fimmtu um- ferð millisvæðamótsins í skák í Szirak í Ungverjalandi. Jóhann vann skákina í 28 leikjum og tefldi Grönfeld-vörn. Hann er nú efstur á mótinu ásamt þeim Nunn frá Bretlandi, Salov frá Sovétrikj- unum og Ljubojevich frá Júgó- slavíu. Þeir eru allir með þijá og hálfan vinning. Nunn og Salom sem voru efstir fyrir þessa umferð töpuðu báðir skákum sínum í gær. Nunn gegn Anderson frá Svíþjóð og Salov gegn Todoroshevics, sem teflir fyrir Mon- akó. Átján keppendur eru á mótinu og búa sex þeirra, þar á meðal Jóhann, 30 kílómetra frá skákstaðnum, en hinir tólf á hótelinu þar sem mótið er haldið. Að sögn Elvars Guð- mundssonar, aðstoðarmanns Jó- hanns, var það Campomanes, forseti FIDE, sem tók þessa ákvörðun og réð gamall Qandskapur út í íslend- inga því að Jóhann þarf að búa á hótelinu sem fjær er. Sagði Elvar að tvær klukkustundir færu daglega í ferðir milli staða og bið eftir rútum. Hvalveiðarnar brot á sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins Líffræðingar skora á ríkissljórnina að hætta hvalveiðum „JÁ, VIÐ teljum að hvalveið- arnar hér við Iand bijóti gegn samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins vegna þess að þær svara ekki spumingunum um stofiostærð og veiðiþol hvala- stofiia. Þrátt fyrir allar veið- arnar á undanfornum árum ríkir óvissa bæði um stærð stofnanna og veiðiþolið," sagði Hrefiia Sigurjónsdóttir líffræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún er í hópi tuttugu og eins líffræð- ings sem í gær sendi frá sér áskorun tíl ríkisstjómarinnar um að virða tímabundið veiði- bann Alþjóðahvalveiðiráðsins. í áskorun líffræðinganna er einnig beint þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar að hvalveiðum verði hætt og rannsóknir á hvala- stofnum kostaðar með öðrum hætti en með ágóða af hvalveið- um. Jafnframt er auknum rannsóknum á lifandi hvölum hér við land fagnað. Hrefna var spurð með hvaða hætti hún teldi að stunda ætti rannsóknimar og hvemig ætti að fjármagna þær. „Ein leið væri að merkja hvali með radíó-sendum og fylgja þeim eftir, en sú aðferð hefur ekki verið notuð. Það em núna í gangi sameiginlegar rannsóknir, mjög lofsverðar, en það er að telja úr lofti og fylgjast með ferðum hval- anna um allt N-Atlantshaf. Hvað flármögnun varðar þá er það ríkisstjómarinnar að ijármagna þær, Hafrannsóknastofnun er opinber stofnun og það er mjög óvenjuleg leið að láta einkafyrir- tæki íjármagna opinberar rann- sóknir," sagði Hrefna Siguijóns- dóttir líffræðingur. Hér fer á eftir áskorun líffræð- inganna í heild: Við undirritaðir líffræðingar fognum auknum rannsóknum á lifandi hvölum hér við land, en skomm jafnframt á ríkisstjóm íslands að virða tímabundið veið- bann Alþjóðahvalveiðiráðsins, hætta hvalveiðum og kosta rann- sóknir á hvalastofnum með öðmm hætti, en með ágóða af hvalveið- um. Alþjóðahvalveiðiráðið sam- þykkti árið 1982 stöðvun veiða ffá 1986 til 1990 meðan aflað væri víðtækra gagna um hvala- stofna. Þessi samþykkt var tímabær, enda sýnt að hvalir hafa hvergi staðið undir veiðum til langffama. Alþingi íslendinga ákvað í fe- brúar 1983 að mótmæla ekki samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um stöðvum hvalveiða árin 1986-1990. Samkvæmt samningi sjávarút- vegsráðuneytisins fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar við Hval hf. er markmið núverandi hvala- rannsókna „að auka vísindalega þekkingu á ástandi hvalastofna hér við land og skapa nauðsynleg- an gmndvöll til endurmats á áhrifum veiðistöðvunar á hvala- stofnana fyrir árið 1990“. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á lifandi hvölum em líklegar til að bæta vemlega þekkingu á flölda, útbreiðslu og atferli hvala og gera kleift að meta veiðiþol hvalastofna við landið. Sama verður ekki sagt um „vísindaveiðamar". Þrátt fyrir söfnun gagna með hvalveiðum í áratugi hefur ekki reynst unnt að ákvarða stærð og veiðiþol hvalastofna hér við land. Núver- andi „veiðar í vísindaskyni“ breyta þar litlu um. Hvalveiðar okkar Islendinga em því ekki réttlætanlegar eins og á stendur og við teljum rangt að kenna þær við vísindi. Agnar Ingólfsson, Arnþór Garðarsson, Arni Einarsson, Ástrós Arnardóttir, Guðmundur A. Guðmunds- son, Guðmundur V. Helgason, Guðrún Narfadóttir, Hrefna Siguijónsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Jón S. Ólafsson, Karl Skímisson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Kristján Lilliendahl, Ólafur Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Á. Þráinsson, Skúli Skúlason, Snorri Baldursson, Stefán Bergmann, Þóra E. Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.