Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 34
V8(JJt ÍJt'a . tc flUDAOUTgfr-l .OIUA»iaWIOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 81. JÚLÍ 1987 34 Foringjarnir á Lækjartorgi Rokkhlj ómsveitin Foringjarnir hyómsveitarinnar, Komdu í hélt í gær tónleika á Lækjart- partí, sem kom út þennan sama orgi, öðrum þræði til að vekja dag, og fyrirhuguðu tónleika- athygli á fyrstu hyómplötu haldi í Þjórsárdal. Selfoss lagstur að bryggju í Sundahöfn í gær. MorgunbiaÆð/Svemr Eimskíp fær foss til saltfiskflutninga SELFOSS, nýjasta skipið i flota gáma. Aðalvélin er 3000 hestafla Eimskipafélagsins, kom til lands- en þijár hjálparvélar 235 hestöfl ins I fyrsta sinn í gær. Það var hver. afhent félaginu 12. mai síðastlið- Rally cross á Húsavík: I skottúr frá Spáni til að hirða títilinn MENN leggja mismunandi mikið á sig til að ná íslandsmeistaratitl- um í hinum ýmsu íþróttum. En sókn Birgis Viðars Halldórssonar í titilinn í rally crossi hlýtur að teljast einstök á óbreyttum Mazda 323 Turbo 4X4. Hann var í sumarfríi á Spáni en skaust heim í rúman sóiarhring um siðustu helgi og til Húsavíkur og vann þar rally cross keppni. Með sigrinum tryggði hann sér ís- landsmeistaratitilinn. „Ég var á Costa del Sol og flaug heim á laugardag og kom um kvöld- ið. Keppnin fór fram á sunnudag, en um morguninn var ekki flugfært frá Reykjavík til Húsavíkur. Seink- aði fluginu um nokkra tíma, en ég komst þó í tæka tíð á áfangastað," sagði Birgir. Þar tók ekki betra við, horfur voru á að keppnin færi ekki fram, en á endanum tókst að smala nægilegum fjölda bíla til að gera keppnina löglega, sem varla er gott fordæmi. Aðeins þrír bflar kepptu til úrslita og reyndar í und- anriðlum, en nokkrir bflar höfðu farið í tímatöku, sem gerðu keppn- ina löglega. Hvað sem keppendafæð líður þá voru úrslitin hörkuspennandi. Birgir Viðar og Ámi Sæmundsson óku báðir fjórhjóladrifnum Mazda 323 Turbo. Birgir náði forystu, en Ámi keyrði grimmt á eftir honum og reyndi í hverri beygju að komast fram úr, en hafði ekki erindi sem erfíði. Kappsfullur velti Ami slðan bflnum í krappri beygju og stór- skemmdi tiltölulega nýjan bflinn, sem hann hafði ekið vel í rallkeppni daginn áður. Snorri Harðarson, á Datsun, náði eftir þetta atvik öðm sæti eftir skemtileg tilþrif. „Þetta var andstæðingum mínum dýrt spaug," sagði Birgir. „Ari Amórs- son skemmdi fyrst sinn bíl í tíma- töku og sfðan Ami. En menn verða að passa sig, ætla sér ekki um of. Það var hörkukeppni milli Mazda-mannanna Birgis Viðars Halldórs- sonar og Árna Sæmundssonar á rally crossinu á Húsavík. Birgir tryggði sér íslandsmeistaratitílinn með sigri, en Árni veltí í úrslit- um, þegar hann reyndi framúrakstur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Ég fór of hratt í eina beygjuna þegar ég reyndi að fara framúr. Þetta er rosalegt,“ sagði Árni, sem útskýrir óhappið fyrir Sæmundi Erlendssyni, en þeir hafa notað bílinn saman í rallmót. Hann er mikið skemmdur og stutt er í Ljómarallið_______________ Ég átti ekki von á Áma svona sterk- titilinn. Nú get ég farið aftur til um en endirinn varð heldur leiðin- Spánar með bros á vör,“ sagði hann legur. Ég er þó ánægður með á leið í sólina. inn. Selfoss er 4.300 tonn að stærð og sérstaklegfa útbúinn til saltfiskflutninga. Skipstjóri Selfoss er Matthías Matthíasson og yfírvélstjóri Jóhann Gíslason. Skipinu er ætlað að flytja salftisk, saltsfld, mjöl og aðrar sjáv- arafurðir. Breytingar voru gerðar á skipinu fyrir félagið. Lestir vom gerðar „boxlaga", þijú milliþilför innrétt- uð, allt skipið einangrað og búið kælikerfí. Vistarvemm áhafnar var jafnframt breytt og sérstök skrif- stofa útbúin fyrir lestunarstjóra útflytjenda. Burðargeta Selfoss er 4.281 tonn. Skipið er búið tveimur 20 tonna krönum og getur flutt 154 Leiðréttíng I úttekt á þvi sem verður að ger- ast um verslunarmannalegina, S Morgunblaðinu i gær, var þvi ranglega haldið fram að á Þjóð- hátiðinni í Vestmannaeyjum yrði poppmessa i umsjón Samhjálpar og Hvitasunnusafnaðarins. Þarna er um kristilega popptón- leika að ræða og munu meðal annars koma fram dúettínn Takk og Hljómsveit Hjalta Gunnlaugs- sonar. Mikil og góð veiði hefur verið i Vatnsdalsá að undanfömu og hefur litlu skipt þótt enn látí smálaxinn að mestu bfða eftir sér. Svo mikið virðist sem sagt hafa gengið af stóra laxinum að þessu sinni. Nýjar fregnir herma, að nærri 700 laxar séu komnir á land og hópur er- lendra veiðimanna sem hættí eftir vikuna fyrir skömmu veiddi 150 laxa. Sami hópur veiddi í fyrra 100 laxa á sama tima og var það besta veiði flokksins í Vatnsdalsá i mörg ár. Að þessu sinni var meðal- þungi aflans rúmlega 13 pund og þó nokkrir laxar voru um og yfir 20 pund. Segir það nær alla söguna um meðalþunga sumar- veiðinnar til þessa. Þetta hafa verið upp til hópa stórir laxar og fáir undir 10 pundum, helst þá 7 til 9 punda fiskar innan um, en smálaxar hafa fáir sést. Þó er talið að sltkir fiskar muni fara að ganga hvað og hveiju. Væri slíkt i samræmi við spár fiskifræðinga sem reiknuðu með því að bæði stórlaxa- og smálaxagöngurnar i sumar myndu verða sterkar. Góð veiði í Svartá. Góð veiði hefur verið í Svartá í Húnavatnssýslu það sem af er vertíðinni. Fyrir nokkru voru komnir þar á land vel á annað hundrað laxar og að þessu sinni var óvenjulega mikil veiði í júlí, laxinn fyrr á ferðinni en vant er. Stærstu fiskamir hafa verið 18 til 19 punda og meðalþunginn er goð- ur. Skot í Stóru Laxá. Enn er léleg veiði í eftirlæti margra, Stóru Laxá í Hreppum. Veiðin þar er talsvert enn þá fyrir innan þriggja stafa töluna. Þó verður að segja það ánni til hróss, að skot kom í hana á svæði þijú 27. júlí síðast liðinn, er 8 laxar veiddust víðs vegar á svæðinu. Þetta voru vænir laxar og þótt menn fengju ekkert að ráði annars staðar í ánni sáu menn á svæði tvö stóra og nýkomna boltalaxa í Kálf- hagahyl sama daginn. En þeir tóku ekki. Kannski að eitthvað sé að rofa tii. Jökulvatnið....... Lítil veiði hefur verið sums stað- ar á svokölluðum ódýrum veiði- svæðum enda væru þau varla ódýr ef veiðistaðimir væru virkilega góðir. Til dæmis höfðu nýlega að- eins veiðst 12 laxar við Laugar- bakka, þar sem Sogið og Hvítá hafa runnið saman. Margt af því vom að vísu stórir fiskar.allt upp í 15 og 16 pund, en afiinn telst þó ekki góður, því hann er fenginn á tvær dagsstengur. Sú var tíðin að mönnum brást aldrei a.m.k. ein- hver veiði á Laugarbökkum, en það er af sem áður var. Þá hafa aðeins veiðst 15 til 20 laxar í Hvitá eystri í landi Kiðja- bergs, en Stangavieðifélag Reykjavíkur hefur selt ódýr veiði- leyfí þar í sumar , en svæðið er í fyrsta skipti til reynslu sem stangaveiðisvæði. Var áður not- hæft netaveiðisvæði. Svo sem frá hefur verið greint veiddist þama nýlega 30 punda hængur og nokkru áður 24 punda hængur. Flestir laxanna sem hafa veiðst hafa verið boltar. Það hefur þó ekki farið hjá því, að veiðimenn á þessu svæði hafa séð lax viða á svæðinu sem er býsna langt, þótt einn veiðistaður, Húsbreiðan, virð- ist vænlegasti staðurinn til veiða. “Þetta er svona eins og þegar menn vora að byrja að uppgötva Snæfoksstaðina, allir legu- og tökustaðir laxins eru alls ekki þekktir og menn era að þreifa sig áfram. Þess vegna eram við alls ekki óhressir með þessa veiði þótt hún mætti auðvitað vera meiri," sagði Friðrik framkvæmdastjóri hjá SVFR í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þess má geta, að annað eins hefur veiðst við Kiðja- berg af vænum sjóbirtingi og laxi og hefur það bætt upp fyrir suma. Gljúfurá líflitíl. Lítil veiði hefur verið í Gljúfurá í Borgarfírði og veiðin nú um mánaðarmótin nemur aðeins um 30 löxum, sem er afar dauft. Era flestir hissa á því vegna þess að áin virtist hafa verið að koma upp eftir nokkurra ára lægð, þannig var góður stígandi í veiðinni tvö síðustu sumur. Vatnið hefur verið gott í ánni, vatnsmiðlunin í Langa- vatni hélt ánni við í gegn um þurrkana fyrr í sumar og svo hef- ur rigningin tekið við hlutverkinu. Vatnsskortur er því ekki skýringin. Það er mjög lítill lax genginn í ána og holl gerkunnugra manna náði fyrir skömmu bestu veiði sumar- ins, 7 löxum, og fylgdi sögunni að þeir hefðu að vísu séð lax nokkuð víða í ánni, bara mjög fáa laxa á hveijm stað. Gamall karl sem er með netstubb í ósnum og hefur veitt í hann í áraraðir með þokka- Iegum árangri, sérstaklega í júní og júlí, fékk fyrir þremur dögum sína fyrstu veiði, 3 laxa. Segir það ianga sögu í stuttu máli um laxa- skortinn.. Þá hafa laxamir sem veiðst hafa verið mjög smáir. Elliðaárnar í lagi. Um 670 laxar era komnir úr Elliðaánum og fyrir fáum dögum veiddi Dav’ið Oddsson borgarstjóri stærsta laxinn þar i sumar, tæp- lega 17 punda hæng sem tók maðk í Sjávarfossi. Annars hefur laxinn í Elliðaánum verið venju fremur smár í sumar og mikið af 2 til 4 punda tittum í afianum. Meira að segja laxar allt niður í tæpt pund. En það er mikil hjörð af laxi í ánni og menn segja enn vera að koma inn nýjan lax. Stöku fískar hafa meira að segja fengist í El- liðavatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.