Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 B 13 „Samuel Becket 1“ ingu. Eg var kennari við þennan listaskóla í fjögur ár og það var algeit met fyrir mig. Eg hef aldrei unnið svo lengi á sama stað. Það var mjöggaman, en krefjandi. Þetta var hálf— prívat skóli og hálf— opinber. Skólastjórnin var mjög slæm, þannig að við sem höfðum deildirnar, urðum að taka þetta í okkar hendur. Eftir þessi fjögur ár fór ég út í fatahönnun. Setti þá á laggirnar búð. Upp úr 1980 kom aftur það sem kallað er „art—deco.“ Það er tískan sem hafði verið í kringum 1930, fyrsti modernisminn, stílhreint, einfalt, „fúnksjónelt," mjög fágaður stíll. Þjóðleikhúsið hér er besta dæmið um þennan stíl. I þessari búð seldi ég föt, húsgögn, skartgripi og smáhluti frá millistrí- ðsárunum, auk þess að selja mína eigin hönnun. Ég innréttaði þá búð og eftir það fór fólk að biðja mig að gera innrétt- ingar, aðallega í verslanir og veit- ingahús. Ég innréttaði ekki íbúðir nema fyrir fólk sem ég þekkti.“ Nú höfum við sinn hvorn endann á lífshlaupi þínu, hvar kemur myndlistarnámið inn í þetta allt? „Eftir klaustrið í Englandi byrj- aði ég á myndlistarnáminu. Ég fór á lýðháskóla í Danmörku í eitt ár. Sá skóli kenndi eingöngu listgi-ein- ar, leiklist, myndlist, tónlist. Það var tæpt á yfirborði allra greina. Þar komst ég í kynni við keramikið og fékk áhugann. En eftir þennan vetur tók ég eitt ár í að djamma í London. Þetta voru „the swinging sixties" og ég mátti ekki missa af því. Eftir það fór ég í forskóla Mynd- lista— og handíðaskólans hér í tvö ár. Mig langaði í keramik. En hér var enginn kennsla i keramik svo ég fór og vann sem flugfreyja í eitt ár, meðan ég beið eftir að keramikdeild skólans yrði opnuð. Ég lýg því. Ég var ekki alveg eitt ár í flugfreyjunni, því ég var orðin svo flughrædd í lokin að vera áð þvælast í þessum gömlu druslum. Eftir nauðlendingu í Montreal á tveimur hreyflum í stað fjögurra, var mér nóg boðið. Reyndar vorum við þá að fara til New York, en vorum allt í einu á leið til Kanada og enginn vissi neitt, nema það var farið að loga í einum hreyfli, svo byrjaði annar hreyfill að loga. Þetta var að vísu ekki síðasta flugferðin mín, því það voru nokkrar ferðir eftir á samningnum mínum. Svo setti ég niður skottið og fór að vinna í apóteki, þangað til skólinn byijaði. í keramikdeildinni var ég í tvö ár. Við Elísabet Haralds vorum fyrstu nemendurnir. Síðan vann ég í tæpt ár í Funa, keramikverk- stæði, sem rennari. Ég vann reyndar alla hönnun líka, en fékk ekkert borgað fyrir það. Þeir vildu bara gera eins og Glit. Næst lá leið- in til Stokkhólms, í Konstfachskol- an. Það var haustið 1972 og þar var ég í tvö ár og útskrifaðist úr hönn- unardeild fyrir keramik og gler. Á meðan ég var í skólanum í Stokkhólmi bauð einn kennarinn mér að dvelja um tíma á sveitabýli sem hann átti á eyju fyrir utan Stokkhólm og þangað fór ég og vann. Einn daginn fór ég í úrhellis- rigningu út með vatnslitina og , pappa til að gera skyssur. Þetta var að hausti til og ég málaði og mál- aði. Laufin fuku um allt og þetta hafði mikil áhrif á það sem ég var að gera og á síðustu skyssunum þennan dag var allt farið að fljúga hjá mér og allt komið á hvolf, tré- in, húsin og ég. Seinna tók ég þátt í samsýningu þar sem ég sýndi lág- mynd úr keramik sem ég hafði unnið upp úr þessum skyssum og leyft fantasíunni að ráða ferðinni. í þessari lágmynd var allt á ferð og flugi. Það var mikið af sveppum á eyjunni og ég lét þá vera fjúk- andi innan um laufið og sjálf var ég komin með vængi. Einn gagn- rýnandinn sem mætti á sýninguna tók þessa mynd út úr þessari sam- sýningu til að fjalla um hana. Hann sagði að þarna væru á ferðinni meskalínsvejipir og lýsti öllu sem LSD—áhrifum og þetta var orðið mikið eiturlyfjaverk. Ég held ég hafi aldrei orðið eins hissa. Ég hafði bara staðið í regngalla og stígvélum á eyju í leiðinda nepju og rigningu og meðtekið áhrif náttúrunnar. Það var seinna árið mitt í skólan- um sem ég hitti meistarann. Ég hitti hann í Houston í Texas. Þann- ig var að ég var á flækingi í Danmörku og hitti fólk sem var lærlingar hans og á leið til Texas. Mér fannst þetta mjög merkilegt og fór með þeim. Ég hafði alltaf verið að leita að þessum kontakt inn á við og hitti þarna fólk sem sagði að það væri búið að redda þessu máli. Mér þótti það dálítið lygilegt. En það voru aðeins tveir möguleik- ar. Ánnaðhvoit var þetta sannleikur eða lygi. Ég gat aðeins komist að því með því að prófa það sjálf. Svo ég fór og og athugaði þetta og síðan hef ég haft þennan möguleika. Sem mér finnst hafa bjargað mér. Ég hugsa að ég væriu dáin úr sorg ef ég hefði ekki komist að þessu.“ Þú segist hafa lært keramik og glerhönnun, en hér á Kjarv- alsstöðum sýnir þú málverk. „Já, mig hefur alltaf langað til áð' mála og ég hef veri að teikna frá því ég man eftir mér. Mér hefur ekki fundist ég nógu þroskuð eða vera tilbúin til þess fyrr. En mig langar til að komast að þessum skapandi krafti sem ég upplifi í sjálfri mér í myndlistinni líka. Ég er ekki búin að finna hann, en ég er komin upp á veginn. Mér finnst þetta bara byijunin. Mér finnst gilda sömu lögmál þegar ég mála og eru í lífinu sjálfu. Þegar ég mála reyni ég að útiloka hugann og vera bara í sambandi við þennan kjarna í sjálfri mér, því þá gerist eitthvað sem kemur mér á óvait. Það má kannski kalla það að láta undirmeðvitundina vinna. Ég held nefnilega að hugurinn geti ekki skapað list. Þegar maður gleymir sjálfum sér og kemst í tæri við skaparann í sjálfum sér, þá verður list til. List er aldrei hægt að gera áþreifanlega, hún er eitthvað sem maður skynjar. Ég mála mikið drauma og myndirnar mínar endurspegla meira tilfinn- ingaleg áhrif og reynslu í leit ininni að kjarnanum í sjálfri mér. Að- ferðina hef ég fengið, en ég veit ekki hvoif maður finnur nokkurn tíma kjarnann. Kannski er þetta ævilöng leit. Tilgangur lífsins og ég sjálf erum einn og sami hlutur. Ef maður finnur þetta er maður á grænni grein." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Tónleikar í norðlensk- um kirkjum Mývatnssveit. FRA júlíbyrjun hafa verið haldn- ir tónleikar í Reykjahlíðar-, Akureyrar- og Húsavíkurkirkj- um. Þau sem staðið hafa fyrir þessu tónleikahaldi eru Björn Steinar Sólbergsson Akureyri, Úlrik Ólason Húsavík og Margrét Bóasdóttir Grenjaðarstað. Segja má að hér hafi verið um mikinn tónlistarviðburð að ræða enda ágætt tónlistarfólk sem komið hefur fram. Aðsókn hefur verið góð. Þess má til dæmis geta að á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju 21. júlí mættu um 120 manns. TOLVUVÆDD STJORNUN 5 SKILYRÐI ÞURFA AÐ VERA FYRIR HENDI, EF STJÓRN- ANDINN ÆTLAR AÐ NOTA TÖLVUKERFIÐ TIL AÐ STJÓRNA FYRIRTÆKINU: SVEIGJANLEIKI STÖÐLUN ÖRYGGI NÁKVÆMNI VINNUÞÆGINDI Bæði einstaklingar og félaga- samtök hafa styrkt þetta tónleika- hald. Má þar meðal annars nefna sóknarnefndir viðkomandi kirkna, Hótel KEA, Hótel Húsavík og Hót- el Reynihlíð, Ferðaskrifstofa Húsavíkur og Flugleiðir ásamt fleiri aðilum. Ek-ki hefur verið selt inn á þessa tónleika. Síðustu tónleikamir verða í Reynihlíðarkirkju næstkomandi þriðjudag og hefjast klukkan 20.30. Þar leika Laufey Sigurðardóttir fíðluleikari og Richard Talkowsky og munu þau meðal annars leika dúetta. Kristján ALVIS-KERFIN FULLNÆGJA ÞESSUM SKILYRÐUM í YFIR 100 AF STÆRRI FYRIRTÆKJUM LANDSINS, SEM ÖLL NOTA SYSTEM/36 TÖLVUR FRÁ IBM. KYNNTU ÞÉR HVERNIG ALVÍS HUGBÚNAÐUR MÆTIR KRÖFUM STJÓRNENDA ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA. ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKT ATVINNULÍF KERFIHF HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI 91-671920 AÐALFUNDUR Aðalfundur Samtaka um byggingu tónlistar- húss verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar samtakanna lagðir fram og skýrðir. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikn- ingana. 4. Kosningar. 5. Önnur mál. Tónlistardagskrá: Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Berg- þór Pálsson söngvari koma fram ásamt fleiri listamönnum. ^ , Stjórn SBTH Mætum öUvel og tímalega Nýír félagar velkomnír Áskriftarsíminn er 83033 85 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.