Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987 Hinn heimsþekkti viðgerðarvír frá Castolin Afmælisblað Æskunnar BARNABLAÐIÐ Æskan varð 90 ára 5. október sl. Af því tilefni var gefið út sérstakt afmœlis- blað. Hilmar Jónsson stórtemplar skrifar ávarp til lesenda í tilefni afmælisins. Séra Björn Jónsson á Akranesi ritar ítarlega grein um Sigurð Júlíus Jóhannesson lækni og skáld, sem var fyrsti ritstjóri Æskunnar. Aðalviðtölin í afmælisblaðinu eru við tónlistarmennina Valgeir Guð- jónsson og Bjama látúnsbarka Arason. Valgeir talar um tónlistar- störf sín, en Bjami um látúnsbarka- keppnina og verðlaunaferð til London seinni hluta sumars. Vegg- mynd af Bjama fylgir blaðinu. — í poppþættinum skrifar Jens Guð- mundsson um Michael Jackson. Fjallað er um bamadagskrár sjón- varpsstöðva. Tveir verðlaunahafar í samkeppni Æskunnar og Rásar 2 í fyrra fóru til Svíþjóðar í sumar og lýsa ferðalaginu í máli og mynd- DnOo Ármúla 34-Pósthólf 8556-128-Reykjavik 91-689-100 Æskan og Rás 2 — í samvinnu við Flugleiðir — kynna nýja verð- launasamkeppni. Tveir verðlauna- hafar hljóta ferð til Flórída. Samkeppnin er tvíþætt, annars veg- ar smásagnasamkeppni og hins vegar tónlistargetraun. Skilafrestur sagna og lausna er til 10. desember nk. Bamasögur em eftir Iðunni Steinsdóttur og Jóhönnu Steingrímsdóttur. Framhaldssög- una hafa nemendur Húsabakka- skóla í Þingeyjarsýslu samið. Margt fleira er í blaðinu, svo sem penna- vinadálkar, þrautir, skrítlur og ýmsir fastir þættir. Ritstjórar Æskunnar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. Af- mælisblaðið er 64 síður og prentað í Odda hf. Útgefandi er Stórstúka íslands. SIMAR 21150-21370 Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0M H0L Parhús í Smáíbúðahverfi Efri hæð: 3 góö svefnh., baö og svalir. Neðri hæð: stofa, eldh., for- stofa og snyrting. Kjallari: 2 rúmg. herb., sturtub., þvottah. og geymsla. Bílsk. 24 fm nettó. Grunnfl. hússins er tæpir 60 fm nettó. Langtima- lán kr. 1,9 millj. fylgir. Skipti æskil. á góöri 4ra herb. ib. í Vesturbæ Kópavogs á vinsælum stað. Steinh. á einni hæö 135 fm nettó auk bilsk. 26 fm nettó. 4 góð svefnherb., falleg ræktuð lóö. Bein sala eöa skipti. Teikn. á skrifst. Ákveðin sala. Átta ára úrvalsíbúð á 2. hæð v. Dalsel. 3ja herb. 89,9 fm nettó. Ágæt sameign. Suöursv. Öll eins og ný (innr., tæki og teppi). í Vesturborginni - hagkvæm skipti Til sölu 3ja herb. suöuríb. á 4. hæö skammt frá Sundlaug Vesturb. Skuldlaus. Mikiö útsýni. Skipti möguleg á 2ja herb. íb. helst í Vesturb. eða Þingholtunum. í Hafnarfirði - hagkvæm skipti Til kaups óskast góö 4ra herb. íb. helst í Noröurbæ eða nágr. Skipti mögul. á hæð og rish. í Kinnunum meö 6-8 herb. glæsil. íb. Svalir og snyrt. á báöum hæðum. Rúmg. bílsk. Góö eign á sanngjörnu verði. Óvenju margir fjársterkir kaupendur hafa faliö okkur aö útvega góöar íbúðir, sér- hæöir, raöhús og einbýlishús. Margir bjóða útborgun fyrir rátta eign. Margskonar eignaskiþti möguleg. Opið í dag laugardag kl. 11.00til kl. 16.00. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 2137C MmgíMiiiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 408. þáttur Þá er að svara bréfí frá áhugasömum menntaskóla- nema, því sem birtist í síðasta þætti: __ 1. Oðru hvoru eða öðru hverju. Erfítt er að segja að annað sé réttara en hitt. A þessu tvennu er ekki gerður þvílíkur greinarmunur í Orða- bók Menningarsjóðs. Hæpið mun að greina þetta eftir því, hversu oft eitthvað gerist, því að tímaviðmiðunin í þessu er svo afstæð. 2. Einstaka sinnum eða ein- stöku sinnum. Hið fyrra er óbeygjanlegt lýsingarorð, í sama flokki og t.d. hissa, klumsa, agndofa og gjald- þrota. Síðari orðmyndin er af samsvarandi beygjanlegu lýs- ingarorði, einstakur. Hér er líka hæpið að miða við eintölu eða fleirtölu. Formlega séð er hægt að segja frá hissa konum, klumsa körlum og agndofa börnum. í sambandinu ein- stöku sinnum geri ég ráð fyrir að m hafí dottið aftan af ein- stöku. 3. Athyglisvert eða athygli- vert, leikfimishús eða leik- fimihús. Þessar orðmyndir eiga ekki óskilið mál, því að athygli hefur frá því í fomöld ýmist verið hvorugkyns eða kvenkyns, ekki síður hvorugkyns á árum áður. Hvemig sem á er litið er það smekksatriði hvort menn segja athyglisvert, eins og umsjónarmaður hefur vanist, eða athyglivert. í hinu dæminu vandast málið svolítið meira, því að leikfimi er víst alltaf kvenkyns. Þá verð- ur að rifja upp að samsetningar í íslensku em með þrennu móti. Við getum samsett af stofni (fast samsett), eignarfalli (laust samsett) eða með bandstaf eða tengistaf. Hið síðastnefnda er sjaldgæfast, svo að miklu mun- ar. Helstu bandstafír em i (eins og í eldiviður) u (eins og í ráðunautur) og s (eins og í leikfimishús) ef við viljum svo hafa. En við megum auðvitað og ekkert síður búa til samsetn- inguna leikfimihús, og verður í þessu dæmi ekki greint á milli, hvort það er stofnsam- setning eða eignarfallssamsetn- ing. Þetta er því aftur smekksatriði. Mjög er á reiki hvort menn hafa bandstafínn s eða ekki til þess að búa til samsetningar af kvenkynsorðum sem enda á i og em eins í öllum föllum. Ráðandi er að segja landhelgis- gæsla, enda mundi þykja stutt á milli g-anna í *landhelgi- gæsla. Þá munu flestir segja skynsemistrú fremur en *skynsemitrú. Óhætt er að segja að fyrr á þessari öld hafi menn fremur aðhyllst samsetn- ingar með s-i en nú er orðið. í Blöndalsorðabók má fínna margar slíkar samsetningar, svo sem guðfræðisdeild, stærðfræðisuppdráttur og verkfræðisnám. En þar em líka samsetningar. eins og stærðfræðilegur og verk- fræðilegur. Fór þetta kannski eftir því hvaða orðflokkur síðari hlutinn var? Skýrasta dæmi um breyttan smekk er þó það, að í Árbókum Háskóla íslands frá upphafí em höfð deildaheitin guðfræðis- deild, heimspekisdeild o.s.frv., allar götur til námsárs- ins 1954—1955. Þá er breytt um og s-ið fellt úr öllum slíkum samsetningum. Við skulum í þessu efni reyna að treysta á eigin smekk. Ef menn ætla sér að breyta athyglisverður> athygliverður og leikfimis- hús> leikfímihús, þá þykir mér það bera keim af ofleiðréttingu (hypercorrection). 4. Jú, það er betra að segja miklu betra en mikið betra, einhverju minna en eitthvað minna o.s.frv. Auðkenndu orð- myndimar í þessum sambönd- um standa í mismunarþágufalli (abl. differentiae). Þetta mis- munarþágufall lifír bestu lífi í sambandinu sýnu betra, sýnu minna o.s.frv. Sýnu merkir þá „svo að sjónarmunur er á“. Hvemig væri að íþróttafrétta- ritarar segðu að hlaupari hefði orðið sýnu fljótari en annar ef sjónarmunur hefur verið á þeim? 5. Nei, það á ekki frekar að tala um vinstri fót en vinstra fót. Við megum vel hafa hér sama lag og í beygingu annarra veikra lýsingarorða. Við sitjum á gamla stólnum og lyftum hægra fæti upp á háa garðinn. 6. íris er komið úr grísku og merkir regnbogi. Erfitt er að gefa fyrirmæli um beygingu svo framandi orða. Mér þykir þó hóti íslenskulegra að segja um og frá Irisi heldur en sleppa i-inu úr endingunni. 7. Þriggja stjarna hótel er auðvitað rétt, „stjömu“ er ekki eignarfall fleirtölu. Mætti ekki kalla þriggja stjama hótel þrístimi? 8. Þetta er mikið mál og flók- ið og ég ætla að reyna að gera það eins einfalt og mér er unnt með því að fullyrða að sögnin að þykja sé ekki alltaf óper- sónuleg (einpersónuleg). Þegar í fommáli sést hið gagnstæða. í Völsungakviðu hinni fornu stendur þetta: Þykja-t mér góðir Granmars synir. Hér lagar sögnin sig í per- sónu og tölu eftir frumlaginu „synir“. Ég sé því ekkert at- hugavert við mál mannsins í útvarpinu: „Mér þykja þetta vond dæmi.“ Ég myndi tala svo. Ef menn vilja bíta í sig að sögnin að þykja sé alltaf óper- sónuleg eða „eigi“ a.m.k. að vera það, þá segja menn auðvit- að alltaf þykir í nútíð og þótti í þátíð, hvað sem líður persónu og tölu frumlags. En málið er ekki svona einfalt. Þykja mönnum þessi málalok viðun- andi? Umsjónarmaður væri feginn að fá ykkar álit á þessu og öllum þeim vafaatriðum sem hér var fjallað um. Að svo mæltu þakkar hann bréf menntaskólanema og vildi gjarna fá fleiri frá fólki á því reki. ☆ Og svo að lokum langar mig til að spyrja ykkur hvaða ný- yrði þið gætuð helst sætt ykkur við í staðinn fyrir gallerí, kond- itorí og havarí. Bætur vegna óvátryggðra bíla: Greiðsluskylda trygginga- félaganna ekki skilyrðislaus segir í tilkynningu Sambands íslenskra tryggingafélaga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Sambandi íslenzkra tryggingafélaga: „í Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. október sl. birtist frétt undir fyrir- sögninni „Sjóður greiðir bpetur vegna ótryggðra bíla“. Er.þar m.a. vitnað til ummæla Rúnars Guð- mundssonar, lögfræðings í Trygg- ingaeftirlitinu. Af ummælum hans og frágangi fréttarinnar yfirleitt mætti ráða, að ætíð þegar vátrygg- ing ökutækis er úr gildi fallin, og þar með ábyrgð vátryggingafélags, geti þeir, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum óvátryggðs ökutækis, fengið tjón sitt skilyrðislaust bætt úr sjóði í vörslu Sambands íslenskra tryggingafélaga. Frétt þessi hefur þegar orðið tilefni misskilnings. Það er vissulega rétt, að í gildi eru reglur frá árinu 1970 um greiðsl- ur bóta vegna tjóna af völdum óþekktra og óvátryggðra ökutækja. Samkvæmt þessum reglum geta bif- reiðatryggingafélögin orðið að greiða óskipt skaðabætur sam- kvæmt skaðabótareglum umferðar- laga og ríkjandi réttarvenju á hveijum tíma, í tilvikum sem þess- um. Kröfu af þessu tagi ber að beina til Sambands íslenskra tryggingafé- laga. Greiðsluskylda þessi er þó engan veginn skilyrðislaus. Sé lit- ið á tjón af völdum óvátryggðra ökutækja, þar með ökutækja, sem löggæslan hefur ekki flarlægt skrán- ingamúmer af, gildir m.a. eftirfar- andi um þessa greiðsluskyldu: 1. Bætur greiðast aðeins að því marki, sem tjónið fæst ekki bætt hjá þeim, sem ábyrgð ber á því. Þetta þýðir, að tjónþoli verður fyrst að leita eftir greiðslu bóta hjá hinum bótaskylda. Aðeins þegar sannanlega liggur fyrir, að greiðslur fáist ekki hjá honum, gæti tjónþoli snúið sér til Sam- bands íslenskra tryggingafélaga. 2. Þegar hér er komið sögu er þó greiðsluskyldan ýmsum takmörk- unum háð. Þannig segir m.a. efnislega í áðurgreindum reglum frá árinu 1970, að bætur greiðist ekki, ef mistök í starfi eða van- ræksla opinberra starfsmanna hafi orðið þess valdandi, að ekki er fyrir hendi lögboðin ábyrgðar- trygging. Af ofanrituðu er ljóst, að miklu varðar að löggæslan vanræki ekki að fjarlægja skráningarmerki af brifreiðum, eftir að tilkynning hefur komið frá vátryggingafélagi um að vátrygging ökutækis er úr gildi. Að vísu er svo fyrir mælt, að ábyrgð vátryggingafélags varir í 4 vikur frá því að viðkomandi lögreglustjóri fékk tilkynningu félags. Hafi þessi 4 vikna tími liðið án þess að löggæsl- an hafi fjarlægt skráningamúmer hins óvátryggða ökutækis og öku- tækið veldur síðan tjóni, getur vissulega sú staða skapast að tjón- þoli fái ekki bætt tjón sitt samkvæmt reglunum frá 1970, heldur verði að beina kröfu sinni að hinu opinbera. Mikilvægi skjótra viðbragða lögregl- unnar vegna óvátryggðra ökutækja er því aldrei ofbrýnt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.