Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 35 Ríkisstjórnin tilbúin til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins: Mörg önnur atriði en sölu- skatturinn koma til álita Norska fiskflutningaskipið Anne Líse í Njarðvíkur- höfn í gær, en þar tók það um 200 tonn af fiski. Skip- ið er nú á leiðinni til Grimsby þar sem aflinn fer á markað. Anne Lise er nýtt skip og er sérstaklega smíðað til f iskf lutninga. segir Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra „EF AÐILAR vinnumarkaðaríns sýna áhuga á því að ræða ríð stjórnvöld i takt við þau markmið sem ríkisstjórnin hefur sett sér í efnahagsmálum þá er ríkisstjórn- in tilbúin til slíkra viðræðna og ef fjármálaráðherra sér ennfrem- ur fært að flýta ekki um tvo mánuði álagningu 10% söluskatts á matvæli þá hlýt ég að fagna því eins og aðrir,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um þá yfir- lýsingu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar fjármálaráðherra á Alþingi í gær að ríkisstjómin væri tilbúin til við- ræðna um skattlagningu matvöru, frestun 10% söluskattsins, sem er liður í þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjómin hefur ákveðið. „Ríkisstjómin hefur alltaf lýst því yfir,“ sagði Þorsteinn, „að hún sé tilbúin til viðræðna við aðila vinnu- markaðarins, það er ekkert nýtt, og hún hefur sett sér mjög skýr mark- mið í efnahagsmálum þar sem stefnt er að því að verulega dragi úr verð- bólgu á næsta ári. Nú hafa verið teknar ákvarðanir um aðgerðir í efnahagsmálum sem miða að því að þessu takmarki verði náð. Frá því dettur auðvitað engum í hug að hvika og við lítum svo á að það sé sameigin- legt takmark ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins að ná verð- bólgunni niður. Ef þessir aðilar em tilbúnir til viðræðna við stjómvöld í þeim tilgangi að ná settum markmið- um þá er ríkisstjómin tilbúin og þá koma fjölmörg önnur atriði en sölu- skatturinn á matvæli til álita. Það væri mjög ánægjulegt ef vilji aðila vinnumarkaðarins lægi skýr fyrir í þessum mánuði, en enn sem komið er hafa engir talsmanna verkalýðs- hreyfingarinnar lýst yfir áhuga á slíku samstarfi." Heyrði þetta fyrst í útvarpsfréttum - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ferskfiskflutningaskipið tók 200 tonn í Njarðvík Keflavík. „ÉG HEYRÐI fyrst af þessu í útvarpsfréttum og er ekkert of ánægður með það,“ sagði Steingrímur Hermannsson ut- anrikisráðherra og formaður Framsóknarflokksins þegar hann var spurður hvort samr- áð hefði verið í ríkisstjórninni um það tilboð fjármálaráð- herra að fresta framkvæmd 10% söluskatts á matvæli ef það kynni að liðka til fyrir kjarasamningum. „Ég hef alltaf talað um að það þyrfti samráð við verkalýðshreyf- inguna sjálfa og þar koma margar leiðir til greina," sagði Steingrímur. „En ég tel að allt svona lagað eigi að taka upp á breiðum grundvelli. Þessi skattur á matvæli er viðkvæmt mál og hann var mjög treglega sam- þykktur í okkar flokki og öll meðferð málsins er þessvegna mjög viðkvæm.“ Steingrímur sagði að frestun söluskattsins á matvæli gæti hugsanlega haft áhrif á forsendur fjárlagafrumvarpsins þar sem muni 75 milljónum á tekjum ríkisins. NORSKA ferskfiskflutninga- skipið Anne Lise, sem undanfar- ið hefur siglt með fisk frá ísafirði á markaði í Evrópu, tók SVS og Varðberg: Steingrímur Hermanns- son ræðir utanríkismál SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameig- inlegan hádegisfund f Átthagasal Hótel Sögu f dag. Hefst fundur- inn klukkan tólf á hádegi. Framsögumaður á fundinum verður Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. Umræðuefnið verður utanríkismál íslands. Hann svarar fyrirspumum og tekur þátt í umræðum að framsögu lokinni. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í SVS og Varðberg, svo og gestum þeirra. um 200 tonn af fiski í Njarðvík i gær. Skipið kom frá Isafirði og var með lítið magn þaðan. Frá Njarðvík hélt norska skipið til Grimsby og er þetta í annað skiptið sem það kemur við í Njarðvík. Skip þetta er nýtt, smíðað í ágúst og er sérstaklega smíðað til fiskflutninga. Það er knúið tveim- ur vélum sem skila 5.500 hestöfl- um og er ganghraði þess um 25 sjómílur á klukkustund. Fiskurinn er aðallega frá tveim- ur aðilum og er fluttur í körum sem taka um 450 kíló hvert. Áætl- aður siglingartími til Grimsby frá íslandi er um tveir sólarhringar. - BB Borgarsljóri um tillögur minnihlutans í dagvistarmálum Pólitískt áróðursbragð og yfirborðstillaga MINNIHLUTINN í borgarstjórn flutti á fundi borgarstjórnar á fimmdudag tillögur um úrlausnir f dagvistarmálum. Meginatríði þeirra tillagna var að gert yrði þriggja ára átak til þess að leysa úr þörf á dagvistarrými. í Reykjavík yrði átakið miðað við að koma á laggirnar 42 nýjum dagheimilisdeildum og 30 nýjum leikskóladeild- um. Til þess að fjármagna þetta átak, en áætlaður kostnaður var 740-750 milljónir, yrði leitað lagaheimildar til að hækka aðstöðu- gjöld á fyrirtækjum f borginni, framlag rikisins áttfaldað og framlag borgarínnar aukið. Einnig yrði gjaldskrá dagvistarheimila endur- skoðuð þannig að foreldrar greiði stighækkandi dagvistargjöld eftir hækkandi tekjum. Tillögu minnihlutans var vísað frá af meirihluta borgarsfjórnar. Sagði Davíð Oddsson borgarstjóri þessar tillögur vera áróðursbragð og hugsaðar sem yfirboðstillögur er flutnings- menn hefðu ekki áhyggjur af hvort yrðu samþykktar eða ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) sagði minnihlutann þarna vera að marka ákveðna stefnu í dagvistarmálum. Flestir væru sam- mála um að spuminginn snerist ekki lengur um hvort ætti að gera átak í dagvistarmálum heldur hvemig. Minnihlutinn teldi sig með þessu vera að benda á leið sem væri fær ef vilji væri til staðar. 714 ný dagvistarrými Ef tillögumar kæmu til fram- kvæmda myndu skapast rými fyrir 714 böm á dagheimilum og 1080 böm í leikskólum. Ingibjörg Sólrún sagði það vera nýmæli í þessari tillögu að gert væri ráð fyrir að fyrirtæki kæmu inn í myndina og leitað yrði laga- heimildar til þess að setja tímabund- ið álag á aðstöðugjöld. Taldi hún að þetta gjald ætti ekki að vera fyrirtækjum neinn þymir í augum. Eins og ástandið væri á vinnumark- aðinum í dag væri það beinlínis hagur fyrirtækja að vemlegt átak yrði gert í uppbyggingu dagvistar- heimila. Þau rök hefðu heyrst að það væri eðlilegra að fyrirtækin kæmu sjálf upp sínum dagvistar- heimilum og þá e.t.v. með styrk úr ríkis- og sveitarsjóðuk. Ymissa hluta vegna væri minnihlutinn þeirrar skoðunar að sú leið væri varhugaverð. Til dæmis væri hætta á að slfk heimili legðu niður störf er færi að draga úr þenslu á vinnu- markaði. Annað nýmæli væri að leggja til að breyta gjaldskrá dagvistarheim- ila. Þetta mætti gera þannig að lágmarksgjald yrði áfram óbreytt, þ.e. 4750 krónur, fyrir foreldra undir ákveðnu tekjumarki, t.d. tvö- földum lágmarkslaunum. Síðan væm þijú stig þar fyrir ofan sem hefðu ákveðið tekjuviðmið. Með þessum hætti næðist meira fé inn í reksturinn. Uppfull af innri þver- stæðum Anna K. Jónsdóttir (S), formað- ur stjómar Dagvistar bama, tók næst til máls og bar upp frávísun- artillögu frá_ meirihluta borgar- stjómar. í frávisunartillögu meirihlutans segir m.a. að upp- bygging dagvistarstofnana í Reykjavík hafí verið mjög markviss og hröð síðastliðin ár. Þannig hefðu dagvistarheimili sem næst tvöfald- ast á síðustu tíu ámm. Ekkert sveitarfélag hefði lagt jafn mikla áherslu á þennan málaflokk og Reykjavíkurborg. Arviss og tíma- bundinn vandi við að fá fá nægjan- lega margt fólk til starfa á dagvistarstofnunum sýndi að enn hraðari uppbygging en verið hefði væri „í hásta máta óskynsamleg og óraunhæf." Tillaga minnihluta- flokkanna væri bersýnilega hugsuð sem „tímabundið áróðursbragð" og „uppfull af innri þverstæðum". I fyrsta lagi, segir í frávísunartil- lögunni, væri þetta yfírboðstillaga sem, ef samþykkt yrði og sam- komulag næðist við ríkið um, væri til þess fallin að kalla á stóran hóp sérhæfðra starfsmanna á skömm- um tíma. Slíkt væri næsta óhugsan- legt við núverandi aðstæður á þessum sérstæða vinnumarkaði. í öðm lagi byggði tillagan á því að ríkið hraði fjárframlögum sínum mjög til þessa málaflokks á sama tíma og það stæði ekki við skuld- bindingar sem lög gerðu ráð fyrir. Þetta væri gert án samráðs við ríkisvaldið og á sama tíma og tveir af þeim fjórum flokkum, sem hlut ættu að tillögunum, stæðu í algjör- um niðurskurði framlaga til þessa málaflokks. í þriðja lagi byggði tillagan á því að gripið væri með óeðlilegum hætti inn í það skattakerfí sem sem þjóð- in byggi nú við samkvæmt landslög- um og í fjórða lagi væri sá þáttur sem snéri að borginni. Við athugun kæmi í ljós að hlutur borgarinnar ætti tiltölulega lítið að aukast nema hvað lagður yrði nýr skattur á at- vinnufyrirtæki í borginni sem meirihluti borgarstjórnar væri al- farið andvígur. Bjarni P. Magnússon (A) sagði tillögu minnihlutans ekki vera neitt áróðursbragð. Stefna meirihlutans í dagvistarmálum væri „afturábak- stefna" og minnihlutinn væri að reyna að leita nýrra leiða til lausn- ar vandanum. Ástandið á vinnu- markaðinu væri þannig að nauðsynlegt væri að leita leiða til lausnar. Áróðursbragð og yf ir- boð Davfð Oddsson, borgarstjóri, sagði þessa tillögu vera pólítískt áróðurs- bragð og hugsaða sem yfirboðstil- lögu er flutningsmenn hefðu ekki áhyggjur af hvort samþykkt yrði eður ei. Sagði borgarstjóri að hálfu ári áður en vinstri meirihlutinn hefði komist til valda árið 1978 hefðu fulltrúar vinstri flokkanna lagt fram álíka tillögu með miklum bægsla- gangi í borgarstjóm. Þegar þessir flokkar hefðu hins vegar fengið völdin í sínar hendur hálfu ári síðar hefði raunin orðið sú að fjárframlög til þessa málaflokks lækkuðu að raunvirði Það væri sárkátlegt að nú væri flutt tillaga þar aðalatriðið væri að ríkið auki framlag sitt og að lagður yrði skattur á atvinnurekendur. Á sama tíma væri verið að leggja fram fjáragafrumvarp af fjármálaráð- herra Alþýðuflokksins þar sem ekki væri að fínna krónu til þess að borga skuld ríkisins við Reykjavík- urborg, m.a. vegna dagvistarmála. Það væri því ekki skrýtið að meiri- hlutinn teldi þessa tillögu standa á brauðfótum. Peningar beint til for- eldra Katrín Fjeldsted sagði að fólk ætti að eiga rétt á vali í dagvistar- málum og viðraði þá hugmynd ,að peningar til þessa málaflokks rynnu beint til foreldra. Þá fyrst væri um að ræða raunverulegt val er foreldr- ar gætu ráðið hvar þeir verðu degi sínum. Þetta gæti orðið til þess að færri foreldrar neyddust til að vinna utan heimilis. Sagðist Katrín ekki ekki geta séð að fjölskyldan væri homsteinn samfélagsins ef rúmlega 80% kvenna ynnu utan heimilisins. Frávísunartillaga meirihlutans var samþykkt með níu atkvæðum gegn sex. .,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.