Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 B 11 Hvanndalabjarg. í mlAJunnl er mynnl Sýrdals. HÆSTA STANDBERG FRÁ SJÓ Á LANDINU ÞEKKTUSTU björgln á íslandl eru sennilega Látrabjarg og Hornbjarg. Marglr landsmenn hafa heyrt um Hvanndalabjarg en fœrrl hafa sóð það með elgln augum. Engu að síður er Hvanndalabjarg hœsta standberg frá sjó á landlnu, 630 metra hár bjargveggur og ógleymanleg sjón þelm sem fram- hjá því fer. Menn hljóta að fyllast lotn- ingu fyrir náttúruöflunum er þeir líta svo tröllslega smíði. Helst dettur manni í hug að bergrisi hafi hoggið fjallið í tvennt og haft hinn helminginn á brott með sér. Bjargið er ægistór hamraveggur frá sjó og allt upp í topp. Víða er það skorið með feyknalega djúpum gjám og heitir sú stærsta þeirra Sköt- ugjá. Á syllum ofarlega eru grasi vaxnir balar sem reynast sauð- kindum oft hin síðasta freisting. Þegar neðar dregur er bjargfugl- inn þó einráður. Undir miðju bjarginu er Þrætusker sem skiptir löndum milli Hvanndala og Ytri-Ár í Ól- afsfirði. Upp af Þrætuskeri liggur gríðarmikil urð undir bjar- grótum sem kallast Karlsurð. Karlsurð nær hátt upp í bjargið og fram að fjöruborði. Hun var eitt sinn berggangur, laus frá bjarginu, en hrundi samkvæmt Krukksspá. Um það er til sú saga að karl einn að nafni Jón Krukkur hafi spáð því að Karls- urð hryndi næst þegar Dönum væri ógnað af Þjóðverjum. Kindur komast í sjálf heldu í bjarginu Grasbalarnir ofarlega í bjarg- inu eru sauðkindum mikil freist- ing enda sækir fé í bjargið. Kindur hafa fikrað sig ótrúlega langt niður með klettaskorum og syllum og komist upp aftur. Ef þær fara of neðarlega eru þær þó dauðadæmdar. Fyrir ofan mitt bjarg vestan Þrætu- skers er stallur sem kallast Mórastallur, kenndur við mó- rauðan hrút sem þar bar eitt sinn beinin. Mórastallur er mjög brött bergsylla, 30 metrar á lengd og 15 metrar á breidd og lengi var talið að ef kind færi þangað niður ætti hún ekki aft- urkvæmt. Jafnframt var talið að neðar gætu kindur ekki komst. Oft er reynt að stytta dauð- astríð þessara kinda með því að skjóta á þær úr bát skammt fyrir utan bjargið því annars bíta þær allt gras á Mórastalli og veslast svo upp af hungri á löng- um tíma. Fyrir 15 árum varð vart við að kindur fóru niður fyr- ir Mórastall. Þar fikruðu þær sig eftir syllum inn í hyldjúpa gjá og komu loks út aftur í þeim hluta bjargsins sem talinn var alveg einangraðurfrá hinum. Þá komust kindurnar ekki lengra og hlutu dapurleg örlög. Þetta ferðalag kindanna er gjörsam- lega óskiljanlegt þeim sem horfir þarna upp því bjargið virðist vera einn þverhníptur veggur. Hér sést hve þekking manna á Hvanndalabjargi er lítil. Enginn hefur klifið bjargið Hvanndalabjarg hefur aldrei verið klifið og aldrei hefur nokk- ur sigið í það. Aðeins er vitað um eitt tilfelli þess að menn hafi klifrað niður í bjargið. Þetta gerðist árið 1925 þegar Finnur Björnsson bóndi á Ytri-Á og Árni Jónsson bóndi á Syðri-Á fetuðu sig niður á Mórastall. Tildrög þessa voru þau að af sjó sást kind frá Ytri-Á á Móra- stallinum með hrút og gimbur. Finnur og Árni voru ungir bænd- ur og þótti heldur blóðugt að missa kind með lömb í bjargið. Gengu þeir því út í Fossdal og upp á hábjargið. Skammt fyrir vestan Skötugjá hófu þeir niður- göngu sína. Árni sagði að sér hefði ekki þótt vont að fikra sig þarna niður þó snarbratt væri. Er þeir félagar voru komnir niður á Mórastall reyndu þeir að fara rólega að ánni og athuga hvort hún fyndi sér ekki leið upp. í þessu skyni reyndu þeir að reka hana meðfram stallinum en þeg- ar það gekk ekki skreið Finnur á eftir ánni út á barm Skötugjár og vildi freista þess að ná í löp- pina á henni. Á þeirri stundu gerðu þeir sér grein fyrir því hve förin var mikil fífldirfska. Árni sagði síðar frá því að það hefði verið mesta mildi að Finnur náði ekki taki á kindinni því hún hefði eflaust rifið hann með sór niður af stallinum. Nú snéru þeir við, klifu bjargið og héldu heim. Á þriðja degi birtist rollan heima á hlaði á Ytri-Á með gimbrina en ekki hrútinn. Hún hafði þá náð að stökkva á annan stall ásamt gimbrinni og komast upp á bjargbrún en hrúturinn of þung- ur á sér til að elta. Þetta eru einu kindurnar sem vitað er um að hafi bjargast af Mórastalli. Stuttu síðar er sjómenn voru í fiskiróðri undan bjarginu sáu þeir hrútinn uppi á Mórastalli hlaupa fram og aftur um stallinn og stökkva loks niður í Skötugj- ánna. Þá hafði komist styggð á hann við vélarskellina í bátnum sem nægði til að fæla hann fram af brúninni. Texti og myndir: Helgi Þór Inga- son VERZLUNARSKOLI ISLANDS fjárhagsbókhald ★ UppbyQQ'0^ ★ Beinskráning *RunUí«'3öv»6stópt8menn íTÆn9b6W««^'’* Aæ tlanagerö ekki hafa Hentugt fyru Þ yns\u í toW ^rawunn^ N\egináhersia er o tt.ngar íærslnaog'ei fc( 10.15 Multípian mundsson f mundUr Sae. astjóri. dbase iii-*- forritun •AUppbygging ■AEinfaldarskipanir ★ Gerð valmynda ★ Útprentun eyðublaða Kennd verður einföld forritun i DBífmil28.og 29. nóv.kl. 10-15. Leíðbeinandi: Þórður KrÍ8t)ánsson forritari. Byrjendanám- skeið ♦He/stuh/utartölvu JHelstugerðirtölva ♦PCsamhæfðartölvur ÍNZrike?i6MS-Dos FahðtvpnAahU9bÚnaður ^r^ÖSXWsam staka áherslu á PcT . e6 sér' t°/vur. MS-DosstýrikeTÍT^x <rynnt svo oo alo»n! , verður fyrir PCtölvur. 9 9Urf,tJ9búnaður T,mi: Náms 1.16 náv Máms28'28° 2n9ÍV'' ^5'18' Leiðh 0 e8kLJ8-2l- Leiðbeinandi: Orn Arnarson kennari. ’ OFANLEITI 1 SÍMI 688400. ★ 9 IVOl *UppseinkerÍiSÍns Panðve?ðn,n9s/cja/a, anir'r2i;a,,areir enÖuroe? Unni^° aðnéSSefní'^ r'tvinns/u^,hæfn"a<5^ áfta*s kiieg^tVél T>ml: 16’ki7'' 19> Vétritun rYRJBNDANÁM- SKEIÐ ★ Fingrasetning ★ Blindskrift k ift á hnappa-; Áhersla logð a b tafir og tölurj. kennart. Innritun á staðnum og í sfma, mánudaga til fimmtudaga kl. 14-20. m íp—M—mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.