Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 18. DESEMBER 1987 53 Steingrímur Hermannsson um Flugstöð Leifs Eiríkssonar; „Glæsilegt hlið inn í land okkar“ 5000 fermetra og 20000 rúmmetra stækkun sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Alþingi kjósi rannsóknarnefnd sagði Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, mælti í gær i sameinuðu þingi fyrir greinar- gerð sinni um skýrslu Rikisend- urskoðunar um byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem hann kallaði „glæsilegt hlið inn í land okkar“. Ráðherra sagði að flestir verkþættir, sem „skornir voru niður“ við endur- skoðun upphaflegra byggingar- áforma, hefðu komið inn aftur á síðari byggingarstigum, enda reynzt nauðsynlegir til að flug- stöðin gæti sinnt fyrirsjáanlegri umferð og þjónustukröfum. Þeim hafi hinsvegar fylgt um- talsverður kostnaðarauki. Viðbótar verkþættir Ráðherra rakti þessa verkþætti, sem ykju notagildi flugstöðvarinn- ar, en hafi sagt til sín í um það bil 870 m.kr. kostnaðarauka. Þar af næmi^ kostnaður við verkþætti, umfram endurskoðuð byggingar- áform, um 650 m.kr., magnaukning um 150 m.kr. og ófyrirséður kostn- aður rúmlega 80 m.kr. Kostnaðar- aukinn ætti m.a. rætur í hönnunarkostnaði, stækkun land- gangs og landgangshúss, sem reynsla sýndi að þörf hafi verið fyrir, stækkun kjallara, endurbættu loftræstikerfi o.fl. Það sem um væri deilt væri hins- vegar það, hvort leitað hafi verið réttra heimilda til að taka inn þann viðbótarkostnað er var viðbótar- framkvæmdum og endurhönnun samfara. Byggingamefnd hafi sent upplýsingar hér um til fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Réttara hefði verið senda þær beint til ríkisstjóm- ar og Alþingis. Það komi hinsvegar einnig fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, sagði utanríkisráðherra, að yfírstjóm byggingarinnar hefði „að ýmsu leyti brugðizt rösklega við þegar erfíðleikar steðjuðu að“ á byggingartímanum, en svo virtist sem „skort hafi á heildaiyfírsýn". 5000 fermetra og 20000 rúm- metra stækkun Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagði skýrslu Ríkis- endurskoðunar leiða í ljós, að stjómendur byggingarinnar hafí ekki haft nægilega yfírsýn yfír kostnaðarframvindu — og breytt byggi ngaráætl u nu m án þess að fjárveitingavaldið kæmi nægilega við sögu. Ráðherrann gerði og sam- anburð á byggingarkostnaði Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og byggingarkostnaði lítið eitt minni flugstöðvar f Harrisburg í Banda- ríkjunum. Kostnaður á fermetra hér væri 127.800 - 139.600 krónur, en ekki nema um 75.000 krónur í Harrisburg. Kostnaður hér væri því um 87% hærri. „Eins og fram hefur komið," sagði flármálaráðherra, „var upp- lýsingastreymi til stjómvalda mjög áfátt". Hann nefndi nokkur dæmi. Hér verður eitt þeirra rakið orðrétt: „Byggingamefnd breytti veru- lega út frá upphaflegri áætlun sem Alþingi hafði samþykkt. Land- göngubrúm var fjölgað úr þremur í sex, landgangur lengdur um þriðj- ung, kjallari stækkaður og svo mætti lengi telja. Þetta voru um- fangsmiklar breytingar, enda varð niðurstaðan sú að flugstöðin er að minnsta kosti 5.000 fermetrum og 20.000 rúmmetmm stærri, en upp- haflega hafði verið samþykkt. í skýrslum utanríkisráðuneytis til Alþingis á ámnum 1984-87 er ekki að fínna greinargerðir um að breytt hafi verið frá upphaflegri áætlun. í fjárveitingabeiðnum nefndarinn- ar, sem bámst á þessum tíma, er heldur ekki getið um þessar breyt- ingar. Ekki er til þess vitað að málið hafí verið rætt í ríkisstjóm. Því síður bámst upplýsingar um þann aukakostnað sem af þessu hlytizt ..." Ráðherra sagði að lokum að skýrsla ríkisendurskoðunar vekti spumingar um það, „hvað læra megi af þessari mistakasögu". í því samabandi sé rétt að huga að niður- stöðum Ríkisendurskoðunar um nauðsyn á vönduðum undirbúningi framkvæmda, vandaðri áætlunar- gerð (samræmingu framkvæmda og fjárhagsáætlana), vandaðri vinnubrögðum við fjárlagagerð og loks að varast breytingar á verk- tíma. Fræðslustj órinn og flugstöðin Steingrímur J. Sigfússon (Abl/nl.e.) minnti í upphafí máls síns á fræðslustjóra norður í landi, sem farið hafí fram úr fjárlaga- heimildum, að dómi viðkomandi ráðherra, og verið rekinn. Um hafí verið áð ræða fáeinar milljónir, ráð- stafað til sérkennslu. Hér sé hinsvegar verið að ræða um lang- leiðina í þúsund milljónir, sem sóað hafí verið án heimildar ijárveitinga- valdsins. En nú er enginn rekinn, sagði þingmaðurinn. Stjómvöld virðast telja að allt sé í stöku lagi. Þingmaðurinn staðhæfði að skýrsla utanríkisráðherra um þetta mál væri röng, stangaðist á við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hann krafðist þess að ráðherra dragi skýrsluna til baka. Svona meðferð utanríkisráðherra á opinberu plaggi er ámælisverð, sagði hann. Loks fór þingmaðurinn fram á fund forseta þingsins, formanna þingflokka og skýrslugjafa um málið. Þá lét þingmaðurinn að því liggja að Alþingi hafí verið blekkt þegar upphaflegar kostnaðaráætlanir vóru lagðar fram og samþykktar. Annaðhvort var Alþingi blekkt, sagði hann, eða málsvöm aðila er brostin. Þingmaðurinn sagði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar eigi rætur að rekja til þess tíma er ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar varð til 1983. Þá hafí þau ráð verið ráðin er skópu þetta óskabam Sjálfstæð- isfíokksins, sem flugstöðin væri. Alþýðubandalagið lagði hinsvegar til, sagði þingmaðurinn, að hannað yrði verulega smærra mannvirki, sem byggja mátti í áföngum. Alþýðubandalagið leggur til, sagði þingmaðurinn, að Alþingi kjósi sérstaka rannsóknamefnd, þingmannanefnd, sem fari ofan í þetta mál. Það er rökrétt því hér eiga hlut að máli miklir valdamenn í þjóðfélaginu. Það á ekki að vera hægt að sóa heilum milljarði án þess að nokkur bæri ábyrgð. Þegar Steingrímur J. Sigfússon hafði lokið máli sínu tók Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, til máls. Ræða hans er birt í heild á öðmm stað hér í blaðinu í dag. Ábyrgð fram- kvæmdavaldsins Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (B/Rvk) ræddi umræðuefnið frá sjónarhóli kvenna, sem væru tíðast Qármálaráðherrar heimilanna. Á þeim vettvangi skipti kostnaður umfram áætlun miklu máli. Þegar eytt er umfram «61! á þeim vett- vangi verði ekki fram hjá því gengið að axla ábyrgðina. Hér virðist enginn bera ábyrgð á neinu. Það er blásið út í loftið yfír þúsund milljónum, rétt eins verið sé að blása á bifukollu. En enginn ber ábyrgð; ekki byggingar- nefndin, ekki húsameistarar, ekki ráðherrar. Það veit enginn hvemig þetta skeði. Þetta bara varð svona. Skýringar eru engar. En einhver hlýtur að hafa stjómað framvind- unni. Fagráðherrar hljóta að bera ábyrgð á framkvæmdum sem heyra ráðuneytum þeirra til. Þegar við konumar hér á Alþingi leggjum til að ráðstafa fjármunum, oft til að rétta hlut þeirra sem lak- ar standa, þá er svarið jafnan: Það em engir peningar til. Svo er til milljarður í svona fyrirtæki. „Það em peningar til, bara þegar þið viljið eyða þeim.“ „Haldið þið virkilega að almenn- ingur trúi því,“ spurði þingmaður- inn, „að þrællærðir menn hafí ekki getað reiknað út, hvað þetta kost- aði? Haldið þið að almenningur trúi því að jafn verkvanir menn og byggðu þessa flugstöð hafí ekki vitað að hún var stækkuð". „Við vitum að þið hafíð setið einhvers staðar saman í hnapp og falið þetta. Þið hafíð alltaf vitað af því.“ Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk) vék, eins og Aðalheiður, að hugtakinu ábyrgð. Þegar konur settu fram tillögur um fjárframlög til örykja, aldraðra og svo fram- vegis fengju þær það svar, að það þurfi að umgangast almannafé af ábyrgð. Þessi ábyrgð gagnvart al- mannafjármunum komi hinsvegar fram með öðmm hætti í þessu máli, þegar byggingarkostnaður flugstöðvar fari langleiðina í millj- arð fram úr kostnaðaráætlun. Þingmaðurinn rakti ýmsa þætti úr skýrslu Ríkisendurskoðunar sem hún taldi sýna, að hér hefði sitthvað farið úr skorðum. í lok máls síns spurði hún síðan, hvort almanna- krafa um þessa flugstöð hafí verið svo hávær, að hún hafí mátt sín meir en réttmætar kröfur um bamadagheimili, betri laun kvenna, bætt skóla- eða heilbrigðiskerfí. Embætti húsameistara ríkisins verði lagt niður Arni Gunnarsson (A/Ne) gagn- lýndi harðlega embætti húsameist- ara ríkisins sem hann sagði hafa algjörlega borið ábyrgðina á hönn- un hússins. Alvarleg mistök hefðu verið gerð í þeim efnum við bygg- ingu flugstöðvarinnar og taldi þingmaðurinn rétt að leggja stofíi- unina niður. Líkti hann þessu máli við Kröflumálið og sagði að við værum nú eins og þá að tala um umtalsverða aukningu á skatt- greiðslum islensku þjóðarinnar. Abyrgðin hlyti að liggja einhvers staðar, annað væri fásinna. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði að farið hefði verið fram úr fjárlagaheimildum um 871 milljón og teldi byggingamefndin sig hafa til allar heimildir frá sínum- yfir- manni, þáverandi utanríkisráð- herra. Hvað á að gera við þessa menn, spurði Svavar og sagði að við ættum tveggja kosta völ sam- kvæmt ákvæðum laga. Annarsveg- ar að ákveða að landsdómur verði kallaður saman og hinsvegar að bera fram tillögu um vantraust á ráðherra. Hvomg leiðin taldi hann að myndi bera árangur, meðal ann- ars vegna þess að nægjanlegar upplýsingar lægju ekki fyrir. ' Svavar sagði að við þyrftum að komast út úr því stigi að við létum okkur nægja að flytja langar ræður — við þyrftum að fínna málum af 'þessu tagi nýjan farveg og nefndi sem dæmi að hægt væri að setja ný lög um ráðherraábyrgð eða ábyrgð opinberra embættismanna. Hann sagðist ekki skilja hvemig samgöngumálaráðherra færði rök fyrir andstöðu Alþýðubandalagsins í þessu máli. Aðalröksemd þeirra gegn flugstöðinni hefði verið að taka átti erlent ijármagn inn í þetta mannvirki. Þetta væri raunar angi af herstöðvamálinu. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk)gagnrýndi vinnubrögð við hönnun hússins og sagði að bruðl og flottræfilsháttur hefðu gengið berserksgang í flugstöðinni og valdið þar tjóni. Það væri líka ámælisvert hvemig staðið hefði verið að upplýsingagjöf um framkvæmdir. Sú hollusta sem væri sýnd við kostnaðaryfírlit sneri aðallega að Bandaríkjamönnum. Guðrún spurði hvort við ættum að horfa einu sinni enn á ábyrgðina í máli sem þessu gufa upp og láta þjóðina axla byrðamar. Um tillögu Alþýðubandalagsins þess efnis að 9 manna þingnefnd rannsakaði ábjrgð á umframkostnaði sagðist hún ekki vita hvemig það mundi takast. Hún væri of hrædd við sam- trygginguna. Taldi hún að þing- menn þyrftu að koma sér saman um leiðir þegar verkefni fæm úr böndunum. Páll Pétursson (F/Nv) sagði að sennilega ættum við ekki eftir að byggja fleiri svona hús. Byggingar- sagan væri vörðuð mistökum. Las hann lögin um bygginguna frá 1984 og sagði allt hafa farið úr böndun- um. Breytingar þær sem gerðar hefðu verið kynnu að vera réttmætar, en ekki samkvæmt heimild Alþingis. Ef þær væm réttmætar væri um stórfelld hönnunarmistök að ræða og spumingin væri hver bæri ábyrgðina á þeim. Hönnuðum væri borgað samkvæmt háum töxtum þar eð þeir ættu að bera svo mikla ábyrgð. Varðandi hina pólitísku ábyrgð og ábyrgð á því að hefí farið fram úr áætlun sagði hann tvo fyrrver- andi utanríkisráðherra auðvitað bera hana. Pólitísk ábyrgð lægi ljós fyrir og bæm þeir ekki á móti því. Páll sagðist hafa átt sæti í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar á síðasta kjörtímabili og hefði nefndinni ekki verið greint frá þeim umframkostnaði sem varð við framkvæmdimar. Þingflokki Fram- sóknarflokksins, sem var annar stjómarflokkana, hafði heldur aldr- ei borist greinargerð um fjárhags- stöðu byggingarinnar. Ekki væri heldur minnst á þetta í skýrslu ráð- herra til Alþingis. Páll sagðist treysta því að ráðherra hefði ekki vitað um þennan umframkostnað á þessari stundu og starfsmenn hans því farið á bak við hann. í ffamtíðinni yrðu ráðherrar að fylgjast betur með framkvæmdum sem þeir hefðu yfírstjóm yfír og gera Alþingi grein fyrir framgangi mála. Opinberum fram- kvæmdum ábótavant Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði það hafa verið þarft verk af Qármálaráðherra að óska eftir því við Ríkisendurskoðun að gera þessa athugun á fram- kvæmdunum. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að ýmsu hefði verið ábótavant af hálfu fram- kvæmdavaldsins og Alþingis við m.a. áætlanagerð, eftirlit o.fl. Þann stutta tíma, sem hann hefði starfað í fjármálaráðuneytinu, hefði hann séð að ríkar ástæður væm til að færa þessi mál til betri vegar. Skýrslan staðfesti að ábótavant er hvemig staðið er að opinbemm framkvæmdum. Kaflinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallaði um hvaða lærdóma mætti draga af þessu máli væri líka um margt at- hyglisverður. Nú þessa daga væm menn að fjalla um fjárveitingar til ýmissa opinberra framkvæmda sem líkt stæði á með. Upphaflegar áætlanir hefðu farið úr böndunum. Nefndi hann sem dæmi hús sem keypt hefði verið í Ármúla fyrir nokkm fyrir hluta starfsemi nokkurra ráðu- neyta og hús undir Listasafn ríkis- ins. Forsætisráðherra sagði að í um- ræðunum hefðu verið höfð stór orð og þungir áfellisdómar látnir falla í garð þeirra manna sem að bygg- ingunni hefðu starfað án mikils rökstuðnings. Ef sami leikur væri leikinn gegn talsmönnum Alþýðu- bandalagsins mætti nefna hér að eitt af því sem skorið var niður, að kröfu Alþýðubandalagsins, vom reykskynjarar. Þetta skipti ekki sköpum í þeim stóm tölum sem um væri að ræða, en ef nota ætti sömu útúrsnúninga mætti krefjast þess af alþýðubandalagsmönnum að þeir gerðu Alþingi grein fyrir því hvort þeir hefðu viljað byggja flugstöð án jafn sjálfsagðra öryggishluta og reykskynjara. Forsætisráðherra sagði okkur búa í þjóðfélagi þar sem breytingar á verðlagi væm örar og einnig yæri algengt að menn gerðu breyt- ingar á byggingartímanum. Teknar hefðu verið ákvarðanir um breyt- ingamar af því stjómvaldi sem hefði til þess heimild. Að segja eins og sumir að einum milljarði hefði verið sóað án heimilda væri ekki rétt. - Þetta væri umframáætlun, en ekki án heimilda. Þama væri um dylgjur og róg að ræða. Hitt væri annað mál að við þyrft- um almennt betra skipulag við opinberar framkvæmdir þannig að Alþingi og framkvæmdavaldinu væri á hveijum tíma ljóst hvaða breytingar væru gerðar. Slík gagn- rýni ætti að hans mati rétt á sér. Sú stjómsýsluendurskoðun, sem Ríkisendurskoðun hefði fram- kvæmt, gerði það auðvelt fyrir hvem og einn að draga ályktanir þar af. Forsætisráðherra sagði furðulegt að Svavar Gestsson skyldi bera það á borð að ekki væri hægt að kalla menn til ábyrgðar eftir venjulegum leiðum því ekki lægju fyrir neinar upplýsingar og þyrfti því nýjar rannsóknir. Það væri eng- in smáásökun að bera á menn að þeir hefðu sóað einum milljarði eins og Steingrímur J. hefði sagt og síðan kæmi Svavar og segði að ekki lægju fyrir neinar upplýsingar. Skoraði hann á Svavar að bera fram vantrauststillögu svo úr því fengist skorið til hvors væri borið traust. Forsætisráðherra sagðist ekki hafa heyrt almenna ádeilu á það, að breytingamar hefðu ekki verið á rökum reistar, en hann teldi að fyrir þeim mætti færa gild rök. Það kæmi heldur hvergi fram í lögum annað en að allt hefði verið lögðum samkvæmt. Gallinn væri sá að ekki hefði verið unnin ný heildaráætlun. Það væri kjami málsins 0g hægt að taka undir þá gagnrýni. Ætti það líka við um flestar opinberar framkvæmdir og ætti að leita leiða til þess betri vinnubrögð yrðu við- höfð í framtíðinni. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði ástæðu þess að hann tæki til máls vera að komið hefði verið inná vamar- og öryggismál í umræðun- um en Morgunblaðið hefði oftast snúið öllu við sem Borgaraflokkur- inn segði um þau mál. Hann teldi þessa stöð og staðsetningu hennar vera til mikilla bóta en mistök hefðu orðið varðandi kostnaðinn. Hart hefði verið deilt um hver væri ábyrgur, en margir hefðu verið gerðir ábyrgir fyrir minni sakir en þetta og verið látnir víkja úr bæði flokkum og störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.