Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B tfttmiHflfeife STOFNAÐ 1913 14. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bonn: Búist við leiðtoga- fiindi Nato í mars Rætt verður um væntanlegan fiind Reagans og Gorbatsjovs í Moskvu Bonn. Reuter. Fyrirhugað er, að forystu- menn Atlantshafsbandalagsríkj- anna komi saman til fiindar i Brussel í Belgíu i fyrstu viku marsmánaðar. Aðstoðarmaður Helmuts Kohls, kanslara Vestur- Þýskalands, skýrði svo frá í gær. Á fundinum í Brussel verður rætt um leiðtogafundinn í Moskvu, sem líklega verður í maí eða júní, en búist er við, að þá muni þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, undirrita samning um helmingsfækkun langdrægra kjarn- orkueldflauga. Þegar þeir leiðtog- amir hittust í Reykjavík olli það óánægju meðal ýmissa leiðtoga Vestur-Evrópuríkjanna, að ekki skyldi vera haft samráð við þá um fúndarefnið en í Reykjavík voru í raun lögð drög að samningnum um fækkun meðaldrægu eldflauganna. Á Brusselfundinum verður einnig rætt um Montebello-ákvörðun Nato-ríkjanna frá 1983 um að end- umýja skammdræg kjarnorkuvopn en Vestur-Þjóðveijar vilja nú tengja hana viðræðum bandalaganna um hefðbundinn herafla. Bandaríkja- stjóm vill hins vegar bíða með að ræða skammdrægu vopnin þar til Sovétménn hafa dregið úr yfirburð- um sínum í hefðbundum vopnum og liðsstyrk. Þeir Kohl og Reagan munu ræð- ast sérstaklega við um þetta mál en ekki er enn ákveðið hvort það verður í Brussel eða Bonn. Talsmað- ur ítölsku ríkisstjórnarinnar sagði í gær, að Brusselfundurinn gæti sýnt fram á og eflt einingu Nato-ríkj- anna fyrir leiðtogafundinn í Moskvu. Reuter Herlögregla í Buenos Aires færir hér á brott liðsforingja í hernum sem stjórnaði aðgerðum er nokkr- ir hermenn tóku innanlandsflugvöll í höfuðborginni á sitt vald til að sýna Aldo Rico uppreisnarmanni stuðning. Uppreisnarmenn í Arg- entínu leggja niður vopn Rimnns Airos. Rpnfpr Buenos Aires. Reuter. ALDO Rico uppreisnarmaður í argentínska hernum gafst upp síðdegis í gær án allra skilyrða. Reuter Begun yfírgefúr Sovétríkin Sovéski gyðingurinn og andófsmaðurinn Josif Begun yfirgaf Sovétríkin í gær eftir 17 ára baráttu við yfirvöld um brott- fararleyfi. Hér sést hann á Moskvu-flugvelli ásamt sonardóttur sinni. Hann hyggst nú setjast að í ísrael ásamt Qölskyldu sinni. Á flugvellinum í Tel Aviv munu ráðherrar og þingmenn taka á móti honum síðdegis í dag og hefiir honum verið búið heimili á samyrkjubúi í nágrenni borgarinnar Haifa. Fyrr um daginn hafði Raul Alf- onsin forseti landsins hafiiað tilboði uppreisnarmanna um upp- gjöf með vissum skilyrðum. Forsetinn sagði þá að Rico væri að reyna að vinna tima. Hann fyrirskipaði að hermenn sem umkringdu uppreisnarmenn létu kné fylgja kviði uns þeir gæfust upp. Þegar tilkynning barst um uppgjöf Ricos þakkaði forsetinn hernum framgönguna. Aldo Rico fyrrum ofursti í arg- entínska hemum hefur verið eftir- lýstur frá því á föstudag er hann slapp úr stofufangelsi. Hans biðu réttarhöld vegna uppreisnar sem hann stóð fyrir um páskaleytið í fyrra. Á laugardag fréttist til hans skammt frá heimili sínu ásamt 250 harðsnúnum stuðningsmönnum í herstöð í bænum Monte Caseros 620 km norður af höfuðborginni Buenos Aires. Rico sagðist vera að beijast fyrir „heiðri hersins" og krafðist þess að yfirstjóm hersins yrði látin sæta ábyrgðar vegna ófaranna í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Einnig sakaði hann yfirstjómina um að hafa ekki haldið hlífiskildi yfir þeim herforingjum sem í tíð stjórnar Alfonsins hafa verið ákærðir fyrir mannréttindabrot á meðan herinn réð ríkjum í Argentínu. Sjálfur er hann frægur fyrir vasklega fram- göngu í Falklandseyjastríðinu við Breta. 'Alfonsin forseti boðaði til neyðar- fundar í ríkisstjóminni um málið og tiltækt herlið var sent á vettvang í Monte Caseros. Hermenn hliðhollir ríkisstjóminni umkringdu brátt liðs- menn Ricos. Fregnir hafa borist af því að skipst hafi verið á skotum og að liðsmenn Ricos hafi sprengt brú í loft upp til að tefja fyrir liðs- flutningum stjórnarhersins. Þtjátíu liðsforingjar tóku í gær flugtum innanlandsflugvallar í höf- uðborginni á sitt vald til að „sýna Rico stuðning í verki“. Lögregla réði skjótt niðurlögum liðsforingjanna. Almenningur óttaðist í gær að uppreisnin væri að breiðast út innan hersins og orðrómur var á kreiki um að Alfonsin hygðist setja neyðarlög til að ráða betur við ástandið. í sam- tali við Mitterand Frakklandsforseta sagði Alfonsin að hann hefði fúll tök á hemum og Rico hefði boðist til að gefast upp. Sovétmenn seilast til áhrifa í Færeyjum - segir foringi í danska hernum Kaupraannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGUR milli Færeyinga og Sovétmanna um fiskveiðar og við- gerðir á sovéskum fiskiskipum í höfh í Færeyjum hefiir vakið ugg meðal starfsmanna Atlantshafsbandalagsins segir í grein í nýjasta hefti timaritsins The Economist. í greininni er vitnað til heimilda- manna innan bandalagsins sem eru þeirrar skoðunar að Sovétmenn séu með samningnum að reyna að ná slíkri fótfestu í Færeyjum að auðvelt væri fyrir þá á hættutímum að hernema eyjarnar. í frétt dagblaðsins Berlingske Tid- ende er einnig sagt frá því að oft komi það fyrir að 300-400 Rússar séu í landi í Færeyjum í einu og er sú tala borin saman við fjölda starfs- manna danska hersins í Færeyjum en þeir eru um það bil 130. í viðtali við blaðið segir H.Dalsgaard foringi í danska hemum að ekki verði fram- hjá því litið að Sovétmenn hyggist koma undir sig fótunum í Norður- Atlantshafi. The Economist vitnar í Atla Dam og segir hann engar áhyggjur hafa af afleiðingum samningsins: „Við myndum svo gjarna taka slíku kosta- boði frá öðrum ríkjum," hefur tímaritið eftir lögmanninum. • • Oryggisráð SÞ: Bandaríkin beita neit- unarvaldi Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Bandaríkin beittu neitunar- valdi í gær til að koma i veg fyrir að Öryggisráð Sarnein- uðu þjóðanna samþykkti harðorða ályktun gegn „end- urteknum árásum Israela á Iíbanskt landsvæði og öðrum aðgerðum gegn íbúum þess“. Tillagan var borin upp að fi-umkvæði Líbana og hlaut hún samþykki 13 ríkja en Bret- ar sátu hjá. Þetta var fjórða ályktunin sem gagnrýnir ísraela sem borin er upp á fundi Öryggisráðsins á ein- um mánuði. Bandaríkin beittu ekki neitunarvaldi gegn hinum þremur. Þann 7. janúar krafðist Líbanon þess að Öryggisráðið ályktaði um hemaðaraðgerðir Israela í landinu. Tveimur dögum áður samþykkti ráðið að mælast til þess að ísraelar hættu við að vísa Palestínumönnum úr landi sem sakaðir voru um óeirðir á her- numdu svæðunum. Afgreiðslu tillögu Líbana var frestað á með- an ríki sem sæti eiga í Öryggisr- áðinu reyndu að koma sér saman um orðalag ályktunar en án ár- angurs eins og fyrr segir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.