Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B 20. tbl. 76. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stefnuræða Bandaríkjaforseta: ítrekar beiðni um stuðning við kontra Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti flutti í gærkvöldi árlega stefnu- ræðu sína á Bandaríkjaþingi. í úrdrætti sem birtur var áður en ræðunni var sjónvarpað sagði meðal annars: „Allt frá Mið-Ameríku til Kína festa sig í sessi hugmyndir um frjálsan markað, lýðræðisleg- ar umbætur og mannréttindi. Bandarikjunum er ekki lengur kennt um það sem aflaga fer heldur líta menn upp til okkar.“ Forsetinn lagði ríka áherslu á að kontra-skæruliðar í Nicaragua þyrftu stuðn- ings við því þar væru „átökin sérstaklega mikilvæg vegna nálægðar við landamæri okkar." Reagan vék einnig að samskipt- um risaveldanna, fjárlagahallanum í Bandaríkjunum, stefnunni í menntamálum og leiðum til að stemma stigu við eiturlyfjaneyslu. Að líkindum verður þetta síðasta stefnuræða Reagans sem forseta en hann lætur af embætti þann 20. janúar á næsta ári. Heimildamenn innan Hvíta húss- Kólombía: Ríkissaksókn- ari myrtur ins sögðu í gærkvöldi að þunga- miðja stefnuræðunnar yrði krafa forsetans um 50 milljóna dala að- stoð við kontra-skæruliða í Nic- aragua. Þingið mun taka málið fyrir dagana 3.-4. febrúar. Jim Wright, talsmaður fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, segir að hann sé reiðubúinn að fallast á ein- hvetja hemaðaraðstoð við kontra að uppfylltum vissum skilyrðum. Nefndi hann sérstaklega að óháð eftirlitsnefnd þyrfti að sýna fram á að friðaráætlunin, sem kennd er við Oscar Arias, hefði ekki haft tilætluð áhrif. Vitnisburður utanríkisráðu- neytisins eða Þjóðaröryggisráðsins væri ekki fullnægjandi. Reuter Sumar- tískan íParís Vor- og sum- artískan var kynnt í París í gær. Franskir fatahönnuðir boðuðu stutt pils á daginn en virðulegan klæðnað með ýktum kvenleg- um línum á kvöldin. Hér er verið að sýna skrautlegt „sarong" úr lé- refti frá Crist- ian Dior, en klæði þetta þykir minna á tiskuna í Mal- asíu. Austur-Þýskaland: Harkalegar aðgerðir gegn andófsmönnum Austur-Berlin. Reuter. Bogota. Reuter. CARLOS Mauro Hoyos, rikissak- sóknari í Kólombíu, fannst látinn siðdegis í gær. Fyrr um daginn höfðu vopnaðir menn rænt hon- um er hann var á leið í bifreið sinni til flugvallar nærri bænum Medellin í norðausturhluta lands- ins. Tveir lífverðir ríkissaksókn- arans féllu fyrir skotum árásarmannanna. Að sögn lögreglu er talið að fíkni- efnasalar hafí staðið að baki árás- inni en þeir hafa heitið því að koma með illu eða góðu í veg fyrir að fímm kókaínsmyglarar, sem sitja í fangelsi í Kólombíu, verði framseld- ir til Bandaríkjanna. Öryggislögregla í Austur- Þýskalandi greip í gær til harkalegra aðgerða gegn óopin- berri mannréttindahreyfingu í landinu og sakaði félaga í henni um landráð. Fjórir andófsmenn voru handteknir og fyrirskipuð var rannsókn í málum nokkurra annarra. Talsmaður mótmælendakirkj- unnar í Austur-Berlín tjáði frétta- mönnum að meðal þeirra sem handteknir voru væri Freya Klier, þekkt kona úr leiklistarlífi landsins. Fjórir aðrir andófsmenn, þar á meðal eiginmaður hennar, Stephan Krawczyk, hafa verið í haldi síðan þeir tóku þátt í mótmælum fyrir viku síðan. Þá voru 120 manns handteknir fyrir að veifa flöggum með kröfum sínum við hátíðahöld sem haldin voru til að minnast þýsku kommúnistanna, Karls Lieb- knechts og Rósu Luxemburg. Flestum hinna handteknu var sleppt eftir skamma yfirheyrslu. ADN, hin opinbera fréttastofa í landinu, greindi frá því í gær að Krawczyk, sem er þekktur lagahöf- undur, stæði í sambandi við leyni- þjónustu Vestur-Þjóðvetja. Hjónin Krawczyk og Klier hafa áður hlotið opinbera viðurkenningu fyrir að fjalla um umdeild málefni í verkum sínum. Wolfgang Vogel, einn fremsti lögfræðingur Austur-Þýskalands, hefur undanfama daga barist fyrir því að þeir úr hreyfingunni sem það vildu fengju að yfírgefa landið. Vestur-þýsk yfirvöld greindu frá því að 54 félagar hefðu komið til Vestur-Berlínar í gær. Að sögn vestrænna stjórnarer- indreka í Austur-Berlín virðist svo sem þarlend yfirvöld vilji „losna við þá andófsmenn sem vilja flytja vest- ur yfir en beita hina hörku sem hyggjast freista þess að breyta þjóðfélaginu innan frá,“ eins og einn þeirra komst að orði. Reuter Forvarnir fyrir nýársgleði í bænum Harbin í Kína óttast yfirvöld að gamla árið verði kvatt með látum í næsta mánuði. Því var brugðið á það ráð að aka bandingjum um götur ef það mætti verða bæjarbúum til vamaðar. Bar hver og einn skilti um háls sér þar sem upp voru taldar sakirnar, aðallega vasaþjófnaður og svartamarkaðsbrask. Bofors-málið: Hætt við rannsókn Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA lögreglan hefur til- kynnt að vegna skorts á sönnun- argögnum láti hún rannsókn á mútugreiðslum Bofors-fyritæk- isins til vopnakaupenda á Ind- landi niður falla. „Eins og sakir standa liggja ekki næg sönnunargögn fyrir til þess að hægt sé að halda rannsókn málsins áfram," sagði Lars Ringberg sak- sóknari í viðtali við sænska útvarpið í gær. Hann bætti við að komið hefði í ljós að Bofors hefði greitt 319 milljónir sænskra króna inn á svissneska bankareikninga þriggja erlendra fyrirtækja. Bankaleynd í Sviss hefði komið í veg fyrir að hægt væri að komast að því hveijir stæðu að baki fyrirtækjanna þriggja sem heita Svenska Incorp- orated, skráð í Panama, AE Servic- es of London og Moresco með aðsetur í Mónakó. Bofors-málið komst í fréttimar í apríl á síðasta ári er sænska útvarp- ið hélt því fram að fyrirtækið hefði greitt tugi milljóna sænskra króna í mútur tii að greiða fyrir stærsta vopnasölusamingi Svía. Rajiv Ghandi forsætisráðherra Indlands sagði í síðustu viku er hann var staddur í Svíþjóð að hneykslið hefði komið sér mjög illa fyrir sig en nú væru menn að gera sér grein fyrir því að ekkert hefði verið athuga- vert við vopnakaupin. Stjórnarand- staðan í Indlandi hefur sakað háttsetta samstarfsmenn Ghandis um að hafa þegið mútur frá sænska fyrirtækinu. Talsmenn Bofors segja að greiðslumar sem runnu inn á svissneska bankareikninga hefðu verið til milliliða sem búið var að semja við áður en Ghandi og Olof Palme sömdu milliliðalaust um vopnakaupin. Bruninn í Kingfs Cross: Logandi eldspýta orsokin? London. Reuter. ALLT þykir nú benda til að log- andi eldspýta hafi valdið stór- brunanum í Kings Cross-járn- brautarstöðinni í London f nóvember á síðasta ári. 31 maður lést í brunanum. Á fundi rannsóknamefndar sem skipuð var í kjölfar brunans kom fram að líkast til hefði logandi eld- spýta fallið niður á milli þrepanna efst í rúllustiganum. Þar undir kviknaði í gömlu, olíumettuðu rusli að því að talið er. Sérfræðingar halda að sérstök málning í lofti miðasöluhæðarinnar hafí flýtt út- breiðslu eldsins. Málningin var gerð til að hindra útbreiðslu elds og segja framleiðendur hennar að sam- gönguyfírvöld hafí ekki fylgt leið- beiningum þegar málningin var borin á veggina og loftið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.