Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Verkalýðsfélag Akraness: Félagsmenn hafna verk- fallsheimild með mikl- um meirihluta atkvæða Akranesi. Félagsfundur í Verkalýðsfé- lagi Akraness nú í vikunni felldi tillögu um að stjórn þess og trún- aðarmannaráð fengju heimild til verkfallsboðunar. Tillagan var felld með atkvæðum yfirguæf- andi meirihluta fundarmanna. Að sögn Guðmundar M. Jónsson- ar formanns Verkalýðsfélags Akra- ness má rekja afstöðu fundarmanna til atvinnuástandsins á Akranesi um þessar mundir. „Hér eru um 200 manns atvinnulausir og tvö fyrir- taéki hafa nú á nokkrum dögum verið lýst gjaldþrota og starfsmenn þeirra eru nú launalausir. Þetta er önnur meginástæða þess að fólk vill ekki verkfall og svo er hin sú að félagsmenn telja að ekki sé nógu vel að verki staðið hjá Verkamanna- sambandi íslands. Okkur fínnst kröfur þeirra ekki vera þess eðlis að það taki því að fara í verkfall þeirra vegna. Við viljum bíða og sjá hveiju fram vindur um atvinnu- ástandið á Akranesi verður en það hefur verið afleitt allt frá því í byij- un desember," sagði Guðmundur. Hann sagðist aðspurður ekki vilja tjá sig um þær samningaviðræður sem nú stæðu yfír í Reykjavík. „Ég hef ekki þá yfirsýn sem til þarf til að ég geti tjáð mig um þær, enda hef ég ekki tekið þátt í þeim. En afstaða okkar hér á Akranesi er skiljanleg, staðan hjá okkur er óviss og það sem við þurfum öðru fremur er að atvinnuástand í bænum verði að nýju jafnt tryggt og var hér áður,“ sagði Guðmundur að lokum. 47 greiddu atkvæði gegn verkfalls- heimild en 5 voru meðmæltir. —JG EgilMtaðir. BÆJARSTJÓRN Egilsstaða hefur samþykkt að aJmenn at- kvæðagreiðsla skuli fara fram meðal bæjarbúa um opnun áfengisútsölu hér í bænum þann 27. mai nk. Egilsstaðir fengu kaupstaðar- réttindi á síðastliðnu ári en það er skilyrði þess að heimilt sé að opna áfengisútsölu á staðnum. Nú er aðeins ein áfengisverslun á Austurlandi. Hún er á Seyðis- fírði og þykir mönnum oft langt og harðsótt í bijóstbirtuna þang- að. Einkum á vetrum, en Pjarðar- heiði á leið til Seyðisfjarðar er oft mikill farartálmi. Til stendur að opna áfengisút- Ekkivit- að hvaðan skotið kom EKKl hefur verið upplýst hvaðan skotið var á bifreið konu, sem ók eftir Eiðsgranda um síðustu helgi. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á þriðjudag varð kona nokk- ur fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að skotið var á bifreið hennar. Kúl- an fór inn um framrúðuna, á milli framsæta og I gegnum bak aftur- sætis. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur unnið að rannsókn málsins, en verkið er nokkuð seinlegt þar sem mikil byggð er við Eiðsgrand- ann og því erfítt að átta sig á hvað- an skotið var. sölu á Neskaupsstað í vor en þang- að er svipað ástand með samgöngu og til Seyðisfjarðar. Oddskarð halmar oft för. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR hefur sagt í blaða- viðtali að alls sé óvíst hvenær og hvort áfengisútsala verði opnuð á Egilsstöðum þó það verði sam- þykkt í atkvæðagwiiðslu bæjarbúa. - Bjöm Lítil loðnu- veiði í gær LÍTIL loðnuveiði var í gær, en síðdegis höfðu 7 skip tilkynnt um 4.500 tonna afla. A fimmtu- dag tilkynntu 13 skip um afla, samtals 11.800 tonn. Auk þeirra skipa sem áður hefur verið getið lönduðu tvö skip á fímmtudag: Magnús NK 520 til Seyðisijarðar, og Albert GK 750, löndunarstaður óákveðinn. Þau skip sem höfðu tilkynnt afla síðdegis í gær eru: Sighvatur Bjamason VE 680 til Vestmanna- eyja, Bergur VE 530, óákveðinn á austurleið, Helga 2. RE 530, óákveðin á austurleið, Sjávarborg GK 800 á Seyðisfjörð, Keflvíking- ur KE 520, löndunarstaður óá- kveðinn, Víkurberg GK 560 til Grindavíkur, Guðmundur VE 880 til Vestmannaeyja. INNLENT VEÐUR I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 20.2.88 YFIRLIT f gssr: Á suðvestanverðu Grænlandshafi er hægfara 983ja mb lægð, en skammt suður af írlandi er 1.034 mb kyrrstæð hæð. Hiti verður víða á bilinu 4 til 8 stig í kvöld og nótt, en 1 til 5 stig ó morgun. SPÁ: Suðvestanátt, víðast katdi. Slydduél um landið vestanvert en þurrt og víða léttskýjað austantil. Hiti 1—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A SUNNUDAG: Suövestanátt með éljum á Suður- og Vesturlandi en bjart veöur á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um eða rótt undir frostmarki. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðvestan- og vestanátt og áfram kóln- andi. Él vestanlands og á annesjum noröanlands en þurrt og bjart á Suöausturlandi. y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / # Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður Morgunblaðið/Sverrir Sigrún Ólafsson og unnusti hennar Hallur Ingi Rúnarsson með ferðaþristana. Heppin afgreiðslustúlka: Vann tvær Evrópu- ferðir á tveimur dögum Sigrún Ólafsdóttir, sem vinn- ur í söluturninum Trítli á Lauf- ásveginum í Reykjavík, datt í lukkupottinn fyrr í vikunni. Hún vann tvær Evrópuferðir í „Ferðaþristi". Hún keypti tvo miða á mánu- dag, aðra tvo á miðvikudag og í hvort skipti vann hún eina ferð til Evrópu. Sigrún sagði í samtali við Morgunblaðið, að hún hefði keypt miðana nánast fyrir tilvilj- un. í bæði skiptin hefði hún verið að afgreiða viðskiptavini, þeir drógu miða og að því loknu stóðu tveir miðar upp úr bunkanum. I stað þess að jafna þá, tók hún þessa tvo upp og keypti. í bæði skiptin var Evrópuferð í vinning á öðrum miðanum. Það voru því sérkennilegar tilviljanir, sem leiddu til þessarar heppni Sigrún- ar Með tveggja daga millibili keypti hún miða, tvo í senn, not- aði sömu aðferð við að velja mið- ana í bæði skiptin og fékk tvo vinninga. Sigrún sagðist ætla að nota þessa vinninga til Evrópu- ferðar í sumar, ásamt unnusta sfnum. Kosið um áfengisút- sölu á Egilsstöðum Vfl VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma httl vaður Akurayri 7 *kúr Ravkiavik • rtflnlng Bargan 2 Mttakflað H*toinkl +10 tottakýjað JcnM«y*n +6 akýiað Kaupmcnnah. +1 •njðkoma Naraaaraauaq +4 komsnjðr Nuuk +8 alskýjað 0*16 +2 anjókoma Stokkhólmur +2 •kýjað Þórahöfn 7 súkJ Algarve 16 tottakýjað Amatardam 8 Iðttskýjað Aþana 16 •kýjað Barcakma 16 mtotur Bariin 4 skúr Chtoago +2 þokumðða Fcmyjir vantar Frankfurt « skúr Glsagow 9 •kýjað Hamborg 6 akýjað LaaPalma* 20 •kýjað London 11 Mttskýjað LoaAngato* 16 hetðak/rt Lúxamborg 4 akúr Madrfd 11 twUMklrt 16 Mttakýjað MaUorct 17 haiðakfrt Montraal +7 Mttskýjað NawYork 0 atokýjað Pari* 8 akýjað Róm 14 þokumóða Vfn 6 •kýjað III L|- —4 . w WBVungion 4 atokýjað im i wmmpog +1 injókomi Vatoncto 16 heiðskfrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.