Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Mannréttíndayfirlýsmg Sameinuðu þjóðanna — birt í tilefni undirskriftarherferðar Amnesty Fyrir nokkru hóf íslandsdeild Amnesty International undir- skriftaherferð til stuðningfs Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna. Er stefnt að því að safna um 100 þúsund undir- skriftum. I tilefni þessa hefur íslandsdeild Amnesty óskað eftir því að Morgunblaðið birti í heild Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna og fer hún hér á eftir: Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna var samþykkt á alls- herjarþinginu í París 10. desember 1948, og hafði það tekið mannrétt- indanefndina hálft þriðja ár að ganga frá henni. Byggist yfirlýsingin á inn- gangi sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, þar sem ræðir um „grundvall- arréttindi manna, virðingu þeirra og WIIO Miðstöðvardœlur Þróuð þýsk framleiðsla. Hagstœtt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Reyktur silungur, rækjur og salat. Mjólkursamsalan gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar". Hugmyndina um alþjóðlega vemd mannréttinda er að finna í Atlants- hafsyfirlýsingunni, og hún var einnig rædd á undirbúningsráðstefnunni í Dumbarton Oaks haustið 1944, enda er beinlínis gert ráð fyrir skipun mannréttindanefndar í sáttmálanum (68 gr.). I febrúar 1946 stofnaði Qárhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóð- anna vísi að mannréttindanefnd, og í apríl sama ár lagði nefndin undir forystu frú Eleanor Roosevelt fram tillögur sínar um störf og starfs- hætti. Skipuð var ritstjómamefnd fulltrúum Ástralíu, Chile, Frakk- lands, Líbanon, Sovétríkjanna, Bret- lands og Bandaríkjanna. Tók hún saman uppkast, sem rætt var í nefnd- inni, og var ákveðið að leggja fyrir allsheijarþing sitt í hvom lagi uppk- ast að yfírlýsingu og frumvarp að mannréttindaskrá, og náði yfirlýs- ingin samþykki allsheijarþingsins 1948, en sjálfur alþjóðasamningur- inn, mannréttindaskráin, er enn í undirbúningi. Inngangsorð Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honurn tek- in, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvizku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis, og óttaleysis um einkalíf og afkomu. Mannréttindi á að vernda með lög- um. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi. Það er mikilsvert að efla vinsam- leg samskipti þjóða í milli. í stofnskrá sinni hafa Sameinuðu þjóðimar lýst yfir trú sinni á grund- vallaratriði mannréttinda, á göfgi og gildi mannsins og jafnrétti karla og kvenna, enda munu þær beita sér fyrir félagslegum framförum og betri lífsafkomu með auknu frelsi manna. Aðildarríkin hafa bundizt samtök- Hámarksþœgindi fyrir fógmarksverð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa 1vo kosti. Þessi stóll styður vel við bakið og gœtir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. %^Þetta er gœðastóll á góðu verði. Petta er góð fermingargjöf. Hallarmúla 2 Sfmi 83211 um um að efla almenna virðingu fyrir og gæzlu hinna mikilsverðustu mannréttinda í samráði við Samein- uðu þjóðimar. Til þess að slík samtök megi sem bezt takast, er það ákaflega mikil- vægt, að almennur skilningur verði vakinn á eðli slíkra réttinda og fijáls- ræðis. Fyrir því hefur allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna fallizt á mann- réttindayfirlýsingu þá, sem hér með er birt öllum þjóðum og ríkjum til fyrirmyndar. Skulu einstaklingar og yfirvöld jafnan hafa yfirlýsingu þessa í huga og kappkosta með fræðslu og uppeldi að efla virðingu fyrir rétt- indum þeim og fijálsræði, sem hér er að stefnt. Ber og hveijum einum að stuðla að þeim framfömm, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmið- um yfirlýsingarinnar stefna, tiyggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að þau verði í heiðri höfð, bæði meðal þjóða aðildarríkjanna sjálfra og meðal þjóða á landsvæðum þeim, er hlíta lögsögu aðildarríkja. 1. grein: Hver maður er borinn fijáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og sam- visku, og ber þeim að breyta bróður- lega hveijum við annan. 2. grein: 1) Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim ogþvi fijálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kyn- ferðis, tungu, trúar, stjómmálaskoð- ana eða annarra skoðana, þjóðemis, uppmna, eigna, ættemis eða annarra aðstæðna. 2) Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjómskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðrétt- arstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjómar laust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 4. grein: Engan mann skal hneppa í þræl- dóm né nauðungarvinnu. Þrælahald og þrælaverzlun, hveiju nafni sem nefnist, skulu bönnuð. 5. grein: Enginn maður skal sæta pynding- um, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 6. grein: Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkennd- ir aðilar að lögum. 7. grein: Allir menn skulu jafnir fyrir lögun- um og eiga rétt á jafnri vemd þeirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til vemdar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti. 8. grein: Nú sætir einhver maður meðferð, er brýtur í bága við grundvallarrétt- indi þau, sem tryggð eru í stjómar- skrá og lögum, og skal hann þá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til þess að fá hlut sinn réttan. 9. grein: Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varð- hald né gera útlæga. 10. grein: Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfí, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðum og óhlut- drægum dómstóli. 10. grein: Nú leikur vafí á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðum og óhlut- drægum dómstóli. 11. grein: 1) Hvem þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opin- bemm dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vöm sakbomings. 2) Engan skal telja sekan til refs- ingar, nema verknaður sá eða að- gerðaleysi, sem hann er bomn, varði refsingu að landslögum eða þjóðar- rétti á þeim tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dæma hann til þyngri refsingar en þeirrar, sem að lögum var lejrfð, þegar verknaðurinn var framinn. 12. grein Eigi má eftir geðþótta raska heim- ilisfriði nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eða bréf, vanvirða hann eða spilla mannorði hans. Ber hveijum manni lagavemd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum. 13. grein: 1) Fijálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. 2) Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. 14. grein: 1) Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn of- sóknum. 2) Enginn má þó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er með réttu fyrir ópólitísk afbrot eða at- ferli, er biýtur í bága við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna. 15. grein: 1) Allir menn hafa rétt til ríkis- fangs. 2) Engan mann má eftir geðþótta svipta ríkisfangi né rétti til þess að skipta um ríkisfang. 16. grein: 1) Konum og körlum, sem hafa aldur til þess að lögum, skal heimilt að stofna til hjúskapar og fjölskyldu, án tillits til kynþáttar, þjóðemis eða trúarbragða. Þau skulu njóta jafn- réttis um stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónabandinu. 2) Eigi má hjúskap binda, nema bæði hjónaefni samþykki fúsum vilja. 3) Fjölskyldan er í eðli sínu frum- eining þjóðfélagsins, og ber þjóð- félagi og ríki að vemda hana. 17. grein: 1) Hveijum manni skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra. 2) Engan má eftir geðþótta svipta eign sinni. 18. grein: Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. í þessu felst ftjálsræði til að skipta um trú eða játningu og ennfremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og helgihaldi. 19. grein: Hver maður skal fijáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. ÞRYSTI-VOKVAKERFI DrifbúnaÖur fyrir spil o.f I. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 Ö> SÉRFRÆÐIÞJÓNÚSTA - LAGER <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.