Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 21 Dýrðin kvödd á Hótel Islandi Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Nemendur 9. bekkjar prjóna hér trefil af fullum kraftí tíl fjáröflunar í ferðasjóð. Sauðárkrókur: sig í skólaferðalag „Prjóna“ Sauð&rkróki. NEMENDUR níunda bekkjar Grunnskólans á Sauðárkróki efndu til fjáröflunar fyrir ferða- sjóð sinn helgina 5. og 6. mars síðastliðinn. Fóru nemendur ýms- ar hefðbundnar leiðir í fjáröflun sinni, þannig var kaffisala með heimabökuðu meðlætí, bingó og ýmislegt fleira. En það sem mesta athygli vakti var að hópurinn, 41 nemandi, ákvað að pijóna trefil og veija til þess 24 klukkustund- um, og safna áheitum meðal fyrir- tækja og einstaklinga i tilefni þessa framtaks. í síðustu viku tóku nemendur 9. bekkjar sig til og lagfærðu félagsað- stöðu skólans verulega, meðal annars til undirbúnings umræddrar fjáröfl- unarhelgi. Veggir voru málaðir, sett upp myndverk og ýmislegt gert til þess að gera aðstöðu nemenda vist- legri. Áfanga þessum var svo fagnað með dansleik í anda sjötta áratugar- ins, þar sem gestir voru klæddir að þeirrar tíðar hætti. Að sögn Bryndísar Birgisdóttur og Sonju Sigurðardóttur hefur 9. bekkur úti öll spjót til að afla flár í ferðasjóð. Allar hinar venjulegu og hefðbundnu leiðir hafa verið nýttar, svo sem skólaböllin, sjoppusalan og útgáfa blaðs, en einnig yrði árshátíð 7.-9. bekkjar þann 18. þessa mánað- ar, þar sem nemendur færu á kostum með allskyns skemmtiefni, allt frá gríni og glensi til háalvarlegra hluta. Og að auki hefði nú verið ákveðið að setja „einhverskonar heimsmet" svona til tilbreytingar, í pijónaskap, og hefðu allir nemendur 9. bekkjar setið linnulaust við þessa fomu og göfugu iðju frá kl. 16 á laugardag. Alltaf væru fimm að í einu og væri skipt um hóp á hálftíma fresti. Þann- ig yrði pijónað samtals í 120 tíma. Þær Sonja og Bryndís sögðu að á undanfömum ámm hefðu níundu bekkingar oftast farið suður og til Vestmannaeyja og eins og nú stæðu sakir væri allt útlit fyrir að sama slóð yrði farin þetta árið, það færi þó allt eftir því hvemig innkoma yrði eftir þessa fjáröflun og árshá- tíðina, sem fyrirhuguð er. Rétt eftir hádegi á sunnudag höfðu verið pijónaðir næstum 42 metrar af treflinum, og sögðu þær Sonja og Bryndís að fyöldi bæjarbúa hefði komið í heimsókn í félagsað- stöðuna, þegið veitingar, fylgst með því sem var að gerast og hvatt nem- endur til dáða. Þá þökkuðu þær gest- um komuna og lýstu ánægju sinni með þann áhuga og stuðning sem 9. bekkur hefði fengið og sögðu hann meiri og betri en þeir bjartsýnustu hefðu þorað að vona. - BB Fyrir skemmstu lést hinn kunni bandariski klæðskiptingur Divine, eða Dýrðin, sem meðal annars skemmti hér á íslandi í tvígang. I tilefni af andláti Divine heldur Smekkleysa /m skemmtikvöld í Hót- el íslandi í kvöld. Þar kemur fram hljómsveitin Sykurmolamir, sem ekki hefur haldið tónleika á íslandi í eina íjóra mánuði. Verða þetta síðustu tónleikar Sykurmolanna hér á landi um langa hríð, því framund- an er tónleikaferð um Bretland í kjölfar væntanlegrar útkomu plötu hljómsveitarinnar þar í landi 2. maí næstkomandi. 4. apríl kemur aftur á móti út plata með laginu Deus í Bretlandi og er það þriðja smáskífa hljómsveitarinnar þar. Þess má geta hér að hljómsveitin hefur vakið at- hygli víðar en á Bretlandi, því nú er staddur hér á landi blaðamaður bandaríska blaðsins Rolling Stone og er hann að kynna sér tónlist- arlíf á íslandi í kjölfar þess að bandarísk útgáfufyrirtæki hafa bo- rið víumar í Sykurmolana. Með Sykurmolunum kemur fram á þess- um tónleikum í fyrsta sinn nýr hljómsveitarmeðlimur, Einar Melax hljómborðsleikari. Tvær aðrar hljómsveitir koma fram með Sykurmolunum á tónleik- unum, Sogblettir, sem skarta nýjum söngvara, og leynigestir sem ekki vilja láta nafns sín getið. Einnig verður frumsýnd minningardagskrá um Divine sem kallast Dragt, en hún verður sýnd í þetta eina sinn. (Fréttatílkynning) Sykurmolamir LJÓsmynd/BS LEITAÐU UPPLYSINGA OG FRÆÐSLU HJÁ SÍMA- OG RÁÐGJAFARPJÓNUSTU SAMTAKANNA 78. M SVARAÐ ER í SÍMA Á MÁNUDÖGUM, í MIÐVIKUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM f f MILLI KL. 20 - 23. Þeir óttast ekki alnæmi ...SEM VITA HVAÐ HUGTAKIÐ HÆTTULAUST KYNLÍF MERKIR - OG LIFA SAMKVÆMT ÞVÍ Lif ir þú úbyrgu kynlífi? Samtökin 78 BIRT MEÐ TILSTYRK HEILBRIGÐISYFIRVALDA j I Sími28539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.