Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Varnarmálaráð- herrarræðast við Varaaraiálaráðherrar risaveld- anna, þeir Dmítríj Jazov og Frank Carlucci, hófu viðrœður sínar í Bern í gær. Stóð fyrsti fundur þeirra í fjórar klukku- stundir og einkenndist hann að sögn embættismanna af ,já- kvæðni, samvinnu og opinskáum viðræðum". Sögðu þeir enn- fremur að þeim Jazov og Carluc- ci virtist koma vel saman og hófu þeir fundinn á gamanyrð- um. Fundum ráðherranna lýkur í dag, en þetta eru fyrstu skipu- legu viðræður varaarmálaráð- herra risaveldanna. Einkum munu ráðherramir hafa rætt leiðir til þess að forðaát árekstra milli heija sinna. Keuter Mótmælin í Ungveijalandi: Atta leiðtogum andófsmanna sleppt úr haldi Búdapest. Reuter. ATTA leiðtogar ungverskra and- ófsmanna voru látnir lausir úr fangelsi í gær. Þeir höfðu verið teknir fastir til þess að þeir gætu ekki tekið þátt í mótmælagöngu i Búdapest, höfuðborg Ungverja- lands, í fyrradag. Rúmlega 10.000 manns fóru í. kröfugöngu á götum Búdapest í fyrradag og kröfðust sjálfstæðis, lýð- ræðis og frelsis, og þjóðfélagslegra Forkosningar 1 Bandaríkjunum: Bush óstöðvandi, en ráð villa demókrata eykst umbóta. Eru þetta fjölmennustu mótmæli í Ungveijalandi frá 1956, er landsmenn risu gegn innrás sovézka hersins. Að sögn lögreglunnar voru andófs- mennimir átta handteknir vegna gmnsemda um að þeir hefðu í undir- búningi að æsa til ófriðar í sambandi við gönguna. Voru þeir, að sögn lög- reglu, áminntir um góða hegðun og virðingu fyrir lögunum er þeir vom látnir lausir í gær. Stjómarandstæðingar og andófs- menn, sem skipulögðu hina fjöl- mennu göngu í fyrradag, sögðu hana hafa tekizt vonum framar. Lögreglu- sveitir höfðu sig ekki í frammi með- an á göngunni stóð að undanskildu því að þær reyndu að tmfla ræðu- menn. Fjölmiðlar í Búdapest minntust lítillega á mótmælagöngu stjórnar- andstæðinga í gær. Chicago, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, má nú heita öruggur um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs, en hann fékk meira en helming atkvæða í forkosningum flokksins í Blinois á þriðju- dag. í herbúðum demókrata eru menn hins vegar ráðvilltari en nokkru sinni fyrr og kann Demókrataflokkurinn ekki að finna sér mótfram- bjóðanda gegn Bush fyrr en á landsfundi flokksins um miðjan júlí. í forkosningunum burstaði Bush helsta keppinaut sinn, öldungadeild- au-þingmanninn Robert Dole, sem margsinnis hafði lýst því yfír að hann myndi snúa vöm í sókn þegar leikur- inn bærist til Illinois. Virðist nú ekk- ert geta aftrað Bush frá forsetafram- boði, því Dole þarf að afla sér um 90% þeirra fulltrúa, sem enn er óko- sið um, til þess að fá meirihluta. Slíkt er hins vegar óhugsandi nema Bush lendi í þaðan af verra hneykslis- máli og Dole hljóti gæðastimpil æðri máttarvalda. Framboðsmál demó- krata í lausu lofti Fram að þessu hafa framboðsmál demókrata þótt hanga í lausu lofti og þykir fréttaskýrendúm sem þau hafi frekar fjarlægst jörðu en hitt eftir úrslitin í Illinois. Sigurvegarinn reyndist vera öldungadeildarþing- maðurinn Paul Simon, en á eftir honum kom negrinn Jesse Jackson. Ríkisstjórinn Michael Dukakis fylgdi í humátt á eftir þeim, en Álbert Gore og Richard Gephardt ráku lest- ina. Demókratar virðast nú vera fjær því en nokkru sinni fyrr að ná víðtæku samkomulagi um forseta- frambjóðanda. Telja æ fleiri að lands- fundurinn, sem fram fer í Atlanta í Georgíu, muni standa í járnum og ekki verði um annað að ræða en að velja frambjóðanda með baktjaldam- akki, sem flestir leiðtogar flokksins segja þó liðna tíð. Gárungamir hafa það því á orði, að vitaskuld verði málin ekki gerð upp í reykmettuðum bakherbergjum líkt og áður, enda hafí Demókrataflokkurinn breyst í takt við tímann. Nú muni þungavigt- armenn flokksins koma sér saman um frambjóðanda í rækilega merktu reyklausu bakherbergi. Frambjóðendumir taka að vísu ekki undir þetta álit, en fallast á að landsfundurinn geti varla gengið snurðulaust fyrir sér. Sagði Paul Simon til að mynda augljóst að for- setaframbjóðandi flokksins yrði ekki válinn í fyrstu .umferð og öldunga- deildarþingmaðurinn Albert Gore frá Tennessee sagði að enn méiri óvissa ríkti um úrslitin en nokkru sinni fyrr. Paul Simon hefur ekki dregið dul á þá skoðun sína að fínna þurfi mála- miðlunarframbjóðanda í sumar og telur sjálfan sig jafnlíklegan til þess að hreppa það hnoss og hvem annan. Næstu forkosningar demókrata, sem einhveiju máli skipta, fara fram f Michigan en þar er um 138 fulltrúa að tefla. Sennilegt má telja að úrslit þar verði í einhverri líkingu við úrslit- in í Illinois, en ríkin liggja hvort að öðru. Á morgun fara fram forkosn- ingar demókrata í Kansas og kunna úrslit þar einnig að hafa einhver áhrif á forkosningamar í Michigan. Dole reiðir sig á vopnasöluhneykslið Sigur Bush í Illinois kom fáum á óvart. Dole játar að hann eigi litla möguleika á að fella Bush úr þessu, en segist þó ætla að halda áfram kosningabaráttu sinni, að minnsta kosti þar kosið verður í Wisconsin. Kosningar þar fara fram hinn 5. apríl. Bush hefur nú tryggt sér meira en 800 þeirra 1.139 fulltrúa, sem hann þarf á landsfundinum til útn- efningar og hefur margfalt fylgi á Úrslit í lllinois Paul Simon þykir frjálslyndastur frambjóðanda demókrata, enda telur hann sig endurspegla hug- sjónir Franklin D. Roosevelts. við Dole. Ein helsta ástæða þess að Dole hefur ekki látið undan þrýstingi margra leiðtoga Repúblikanaflokks- ins og dregið sig í hlé, er sú að hann telur að vopnasölumálið kunni að reynast dragbítur á Bush. Sú hefur að vísu ekki verið raunin í forkosn- ingunum, en bent er á að þegar kosn- ingabaráttan hefjist af alvöru í haust kunni hinn almenni kjósandi og demókratar að líta málið alvarlegri augum. Sjá ennfremur Vettvang bls. 26. DEMÓKRATAR ( Atkvæöa- hlutfall Slmon 43% Jackson 31% Dukakis 17% Gore 5% Gephardt (95% kjördæma) 2% REPÚBLIKANAR Atkvæfia- hlutfall Bush 54% Dole 36% Robertson 7% (95% kjördæma) Báöir flokkar velja landsfundar- fulltrúa í sérstakri atkvæöa- greióslu. Fjöldi fulltrúa er ekki endanlega f hárréttu hlutfalli vió þessi úrslit. HEIMILD: Assodated Press KRGN / Morgunblaðift / AM Armenar í Banda- ríkjunum: Erkíbisk- up fagnar ummælum Gorbatsjovs New York, Reuter. ERKIBISKUP kirkju Armena í Bandarikjunum fagnaði á þriðju- dag ummælum Míkhaíls Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Torkom Manoogian erkibiskup sagði að ummæli Gorbatsjovs í Belgrad á mánudag gæfu til kynná að hann gerði sér grein fyrir að krafan um sameiningu Armeníu og Nagomo-Karabakh væri ekki sam- bærileg við kröfur annarra þjóðemis- sinna. „Aðrir tala í nafni sjálfstæðis- baráttu og aðskilnaðar frá sovésku stjóminni. Armenar hafa aldrei ætlað sér að hefja uppreisn gegn stjórninni í Moskvu." Míkhaíl Gorbatsjov ávarpar júgóslavneska þingmenn: Nýjar tillögnr um slökun á spennu á Miðjarðarhafi Pnlm<Q#( Pantai* Belgrað. Reuter. MÍKHAIL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi kynnti í gær nýjar tillögnr Sovét- stjórnarinnar sem að sögn hans miða að þvl að draga úr spennu á Miðjarðarhafi. Tillögur þessar komu fram í máli Sovétleiðtogans er hann ávarpaði júgóslavneska þingmenn, fyrstur leiðtoga Sovétríkj- anna, á þriðja degi opinberrar heimsóknar sinnar. Sakaði Gorbatsjov ríki Atlantshafsbandalagsins um stórfellda vígvæðingu á þessum slóð- um. Aðalritarinn kom víða við í ræðu sinni. Hann vék sérstaklega að afvopnunarsáttmálanum sem þeir Ronald Reagan Bandarikjaforseti undiirituðu I Washington í desember á síðasta ári og sagði hann hafa hafa vakið vonir um að unnt yrði að útrýma öllum kjarnorkuvopnum í heimi hér. Þá vottaði hann minningu Jósefs Títós, fyrrum leiðtoga Júgóslaviu, virðingu sína og vék að erfiðleikum í samkiptum ríkjanna á árum áður. Gorbatsjov sagði greinilegt að ríki NATO stefndu að stórfelldri vígvæð- ingu á suðurvæng vamarsvæðis síns og sakaði hann bandalagið um að ætla sér með þessu móti að bæta upp missi kjamorkuvopnanna, sem Washington-sáttmálinn tæki til. Sagði hann að nú um stundir væri spenna óvíða meiri en á Miðjarðar- hafssvæðinu og ekkert lát væri á vígvæðingu þar. Kvaðst Sovétleið- toginn af þessum sökum vilja kynna þijár tillögur um leiðir til að draga úr spennu á Miðjarðarhafi sem hann sagði falla að þeim hugmyndurn um slökun á spennu sem ráðamenn eystra hefðu áður kynnt. Herskipum fækkað í fyrsta lagi lagði Gorbatsjov til að fjöldi bandarískra og sovéskra herskipa á Miðjarðarhafí yrði „fryst- ur“ frá og með 1. júlí næstkomandi og yrði síðan samið um leyfilegan fjölda herskipa þar. Því næst myndu Sovétmenn og Bandaríkjamenn skuldbinda sig til að skýra fyrirfram frá ferðum herskipa og fyrirhuguð- um flotaæfíngum auk þess sem full- trúum risaveldanna yrði heimilað að fylgjast með slíkum æfingum. Loks lagði hann til að Miðjarðarhafsríkin og önnur þau ríki sem ættu hags- muna að gæta þar gerðu með sér sáttmála þar sem öryggi skipa, eink- um þeirra sem væru á alþjóðlegri siglingaleið, yrði tryggt. Á síðasta ári kváðust Sovétmenn vera reiðubúnir til að kalla heim herskip sín á Miðjarðarhafi gerðu Bandaríkjamenn slíkt hið sama. Sagði Gorbatsjov að þetta tilboð stæði enn þó svo ekki viðbrögð Bandaríkjastjómar við því hefðu ver- ið neikvæð. Hann sagði Miðjarðar- hafið ekki vera fjarlægt hafsvæði í huga Sovétmanna. Það væri þvert á móti ákaflega mikilvæg siglingaleið frá höfnum í suðurhluta Sovétríkj- anna og því vildu ráðamenn vita- skuld kosta kapps um að tryggja sem minnsta spennu á þessum slóðum. Mótsagnakennd stefna NATO Aðalritarinn vék því næst að stöðu afvopnunarmála og sagði lokaálykt- un leiðtogafundar NATO, sem hald- inn var í Brussel í byijun mánaðar- ins, „mótsagnakennda og jafnvel frá- leita". Sagði hann NATO-ríkin hafa samþykkt Washington-sáttmálann með því fororði að efla þyrfti annars konar vígbúnað einkum á suðurvæng vamarsvæðisins. „Leiðtogamir freista þess að tengja niðurskurð hins hefðbundna herafla og jöfnuð á því sviði við kennisetningar um fæl- ingarmátt kjamorkuvopna," sagði Gorbatsjov og bætti við að ákveðnir leiðtogar ríkja NATO vildu á þennan hátt tengja saman öldungis óskyld mál. Veittist hann beint að stjóm- völdum í Bandaríkjunum og á Bret- landi og sagði þau hamra „á þeirri lygi“ að Vesturlöndum stæði ógn af Sovétríkjunum og Varsjárbandalag- inu vegna þess að ríki þessi gætu ekki hugsað sér að viðurkenna að þau óttuðust frekari niðurskurð kjamorkuheraflans. Mistök Stalíns í upphafi ávarpsins ræddi Gor- batsjov samskipti ríkjanna tveggja á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.