Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Minning: Guðríður Kristins- dóttirfrá Ráðagerði Rétt utan þéttbýlisins, vestast á Seltjamamesi, stendur Ráðagerði. Þar ymur aldan, þar gnauðar vind- ur. Þar er líka stundum logn. Kvöld- in og morgnamir em fagrir, útsýni enn óhindrað til þriggja átta. Úr einni áttinni hefur þéttbýlið oltið yfir grasbýlin vamarlaus, knúið af efnahagslögmálum, framförum, skipulagi, lóðargjöldum, sköttum, reglum af öllu tagi, fjöldahagsmun- um. Býlunum hlífði ekkert nema þijóska, gamlar venjur, íhaldssemi og tryggð. Flóttinn er löngu hafinn, endir óumflýjanlegur. Eftir að Vík byggðist við upphaf íslandssögunn- ar hófst vegur Ness. Þar kom að §öldi hjáleiga vom stofnaðar úr landi höfuðbólsins og urðu síðan sjálfstæð býli, sum stór, styrkt af sjávarsókn, önnur smærri, eins og gengur. Mönnum er ráðgáta hvað nafn Ráðagerðis þýðir. Nafnið er ekki þekkt sem bæjamafn á eldri tíð nema hvað fjögur býli hétu það, öll í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bjöm M. Olsen taldi nafnið dregið af ráða, sem þýðir göltur. Ólafur Lámsson varpar því fram að nafnið geti ver- ið stytting úr mannsnafni eða dreg- ið af ráðagerð til háðungar eins og nöfnin Bráðræði og Látalæti. Þótt býlin á Seltjamamesi væm ekki í upphafi byggð af efnum var þar sómafólk og fjöldi af þeim kominn. Sumir komust þar í bærileg efni fyrir atorku sakir, búhygginda og sjávarsóknar. Framnesið hafði góð áhrif á Reykjavík. Það skeið sem sjósókn stóð með mestum blóma á Framnesinu bjuggu þar margir. Síðar tók blómlegur landbúnaður við. Brátt sóttu íbúar höfuðborgar- innar þangað til búsetu og þróunin varð svo sem alkunna er. Með vexti höfuðstaðarins varð þýðing þess hlutfallslega minni. Guðríður Kristinsdóttir sem við nú kveðjum var útvörður gamla tímans á Seltjamamesi, einn síðasti fulltrúi fomra hátta þar og í Eng- ey. Hún lét ekki mikið yfír sér eða safnaði metorðum. Eigi að síður á hún stóran vinahóp og frændgarð sem sakna nú vinar í stað. Guðríður Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 24. október 1906 og var því 81 árs að aldri er hún hvarf að heiman 26. janúar sl. Hún var kvik á fæti og lét ekki dag líða svo hún gengi ekki um nágrennið, granda og sjávarkamba. Síðustu mánuði var minni hennar nokkuð tekið að förlast. Fjör, glettni og lífsgleði ásamt skapfestu voru ein- kenni hennar. Faðir Guðríðar var Kristinn Brynjólfsson, fæddur og alinn upp í Engey, sonur Brynjólfs Bjamason- ar bónda og skipasmiðs þar og Þórunnar Jónsdóttur. Þómnn fædd- ist í Skildinganesi en var alin upp hjá Guðrúnu Pétursdóttur og Kristni Magnússyni í Engey. Þá var mikið umleikis í Engey og blómi þar í öllum búskaparháttum. Meg- inbýlin í Engey vom tvö, 6 hjáleig- ur og íbúar á fimmta tuginn. Brynj- ólfur var frá Kjaransstöðum í Innra-Akraneshreppi og keypti */3 Engeyjar af Jakobínu, ekkju Gríms .Thomsens, sem átt hafði. Hóf hann síðan búskap, ásamt útgerð og skipasmíð sem hann lærði af Kristni, þeim landskunna smið, og kvæntist uppeldisdótturinni. Bömin urðu 11 talsins. Veldi Engeyjar- manna var reist á útgerðar og skip- asmíðakunnáttu þeirra sem fræg var. í senn var frændsemi milli bæjanna og þau fjölskyldutengsl sem áður gat. Vom þessar tvær Engeyjarfjöl- skyldur upp frá því nátengdar. Brynjólfur bjó þar til 87 ára aldurs er hann dó 1933. Hann reisti það hús sem eytt var fyrir fáeinum ámm og sem hafði þá verið lengi í eyði, þögult vitni merkrar sögu. Nú er Engey ekki stekkur. Kristinn lét lítt yfir skipasmíða- kunnáttu sinni og var snemma sett- ur til róðra. Mikill samgangur var milli Engeyjarmanna og Framnes- inga og höfðu þeir skip sín í Leir- unni á vetrarvertíð. Ekki síst knýtt- ust þar traust bönd milli Engeyjar- manna og Framnesinga. Síðar fór Kristinn í Sjómannaskólann og gerðist skipstjóri á kúttemm og síðar togumm Elísar Stefánssonar, íslendingi og Ethel. Eftir það fór hann í land. Tengsl og frændsemi Engeyinga og Framnesinga leiddu til þess að Kristinn frá Engey kynnt'St ungur og gekk síðar að eiga Önnu Guð- mundsdóttur frá Nesi, næstelstu dótturina í hópi 9 bama þeirra Guðmundar Einarssonar útvegs- bónda og Kristínar Ólafsdóttur. Anna var vel mennt og mikil atgerv- iskona, listhneigð og lék allt í hönd- um hennar, jafnt skytta og pent- skúfur. Var jafnræði með þeim drengskaparhjónum. Þau bjuggu lengi á Frakkastíg 6. Á þeim ámm þótti langt frá Nesi inn í bæ og samgöngur gátu verið stopular við eyna. Því varð heimili þeirra Önnu og Kristins miðstöð þeirra sem í bæinn þurftu. Hjá þeim bjuggu systkini og frændfólk við nám og störf. Anna hóf þátttöku í félags- málum meðan hún bjó í Reykjavík. Þegar Kristinn fór í land um 1920 festu þau Anna kaup á Ráða- gerði af Sigurði Þórólfssyni skóla- stjóra á Hvítárbakka. Timburhúsið, sem enn stendur, hafði verið byggt á öldinni sem leið af Þórði Jónssyni útvegsbónda þar og hafnsögu- manni. Húsið er nú farið að láta á sjá og útihús illa farin eftir að bú- skapur lagðist af. Þama bjuggu þau Kristinn og Anna góðu búi lengi í nánum tengslum við Kristínu, móð- ur hennar á Nesi, og systkinin frá Nesi, en fimm bjuggu meira eða minna á Nesinu. óvænt og sláandi þegar einhver svona nákominn manni, eins og afí var, er skyndilega á braut yfir móðuna miklu. En svona er gangur lífsins. Ég minnist þess hversu mikið tilhlökkunarefni það ætíð var að fara í sveitina til ömmu og afa í Stóra-Laugardal. Það var nefnilega svolítið „öðruvísi" að vera hjá þeim. Þau voru alltaf svo nægjusöm og góð við hvort annað, afí svolítið sérvitur eins og svo margir gamlir menn og amma alltaf svo indæl við hann. Því miður fækkaði komunum í sveitina stöðugt eftir því sem árin liðu. Engu að síður er svo auðvelt að sjá hann afa fyrir sér, þar sem hann stóð oft langtímum saman í makindum við gluggann með kíki í hönd, til að fylgjast með því hvort til mannaferða sæist neðan af vegi. Einnig eru mér minnisstæðar mót- tökumar í sveitinni. Alltaf stóðu þau hjónin bæði tvö úti á hlaði með útrétta arma, þegar okkur bar að garði. í Qöldamörg ár gegndi Guðlaug- ur afí starfí meðhjálpara í Stóra- Laugardalskirkju, sem jafnframt er staðsett á túninu hans. Það má með sanni segja að afí hafi verið dyggur þjónn kirkjunnar. Alltaf var hann að skjótast þangað til að dytta að ýmsu smávægilegu, enda var ævin- lega allt svo skínandi hreint og snyrtilegt f kirkjunni hans afa. Ég vil þakka afa fyrir þær nota- legu stundir sem við höfum átt sam- an. Elsku amma, Guð styrki þig og varðveiti á þessari erfiðu stundu. Ég veit að afi verður alltaf á meðal okkar, því minningin lifír. Þú Jesús ert lífið sem dauðann fær deytt lát dauðann úr sálunum víkja en lífið sem eilífan unað fær veitt með almættiskrafti þar ríkja." Alma Jóhanna Árnadóttir Þau Anna og Kristinn unnu sam- an af eindrægni og góðvild að bú- skapnum. Bæði tóku þau mikinn þátt í sveitarstjómarmálum á Nes- inu. Hún var um skeið formaður skólanefndar og hann í hrepps- nefnd. Þeir dagar voru óteljandi •þegar Kristinn sást þramma við stokk inn í Mýrarhúsaskóla, til Sig- urðar í skójanum, skóla- og hrepp- stjóra, til að sinna þeim margvís- legu störfum sem þeir tóku á sínar herðar. Mikið orð fór af Önnu og forystustörfum hennar og eindæma að kona héldi ræður á mannfund- um. Það hefur nú heldur en ekki breyst. Ánna dó eftir langa vanheilsu árið 1941 en hún hafði ung fallið af hestbaki. Kristinn dó 20 árum síðar. Þeim varð tveggja dætra auðið, Guðríðar sem hér er minnst, og Kristínar, fæddrar 1911 sem dó á Sölleröd-berklahælinu í Danmörku árið 1936, fögur stúlka, harmdauði er hana þekktu. Guðríður Kristinsdóttir lifði ekki viðburðaríka ævi samkvæmt þeim kvarða sem okkur hættir til að mæla við. Eftir að hafa lokið námi í Kvennaskólanum fór hún til Dan- merkur á húsmæðraskólann í Sorö. Síðan helgaði hún heimilinu í Ráða- gerði alla krafta sína. Hún giftist ekki, starfaði að búskapnum og sá um foreldra sína af ást og um- hyggju. Þegar um hægðist tók hún að sinna öðrum hjálparþurfi, heim- sótti þá á sjúkrahúsum og hvar sem hennar var þörf. Hún stundaði hannyrðir í frístundum sínum, hekl- Guðlaugur G. Guð- mundsson - Minning Fæddur 29. janúar 1900 Dáinn 28. febrúar 1988 Mig langar til að minnast míns elskulega afa í fáeinum orðum. Guðlaugur afi fæddist þann 29. janúar árið 1900. Hann var því rúmlega 88 ára þegar hann var kallaður á burt, þann 28. febrúar. Afi eignaðist átta böm með Há- koníu, eftirlifandi eiginkonu sinni, og em sjö þeirra uppkomin. Við verðum að reyna að hugga okkur við þá staðreynd að 88 ár í lífi einstaklings verður að kallast dágóður tími. Samt sem áður er það lítil huggun. Það er alltaf jafn VANTAR ÞIG DÝNU? Mýkir, loftræsir og vermir rúmið. Staðlaöar stærðirogeftirmáli. Verð frá kr. 2.509.- I stöðluðum stærðum og eftir máli. Verðdæmi: Stærð 75x200x12 kr. 6.750.- * * í mörgum gæðaflokkum og öllum stærðum. Staðlaðar stærðir til afgreiðslu samdægurs. Verðdæmi: Stærð 75x200x12 kr. 4.200.- m/veri í stöðluöum stærðum og eftir máli. VerAfrá kr. 8.100.- PÉTUR SNÆLAND HF SKEIFUNNI8 S: 685588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.