Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Hvar er jakkinn minn? Ung stúlka var að skemmta sér í veitingahúsinu Lækjartungli síðastliðið laugardagskvöld. Þar varð hún viðskila við sinn forláta svarta leðuijakka og saknar hún hans nú sárt. Er ljóst að flíkin er nú undir höndum einhvers sem ekkert á í honum og bað stúlkan þess að sá sem hefði jakka sinn í fórum sínum eða gæti bent á hann, gerði svo f síma 37244. Regnhlíf á glámbekk Þá hafði bílstjóri hjá BSR sam- band við Velvakanda og sagði farþega einn hafa gleymt rauðri regnhlíf og fallegum vettlingum í bíl sínum og gæti eigandinn vitj- að þeirra hjá BSR í Lækjargötu. Þar er saman komið' all mikið góss sem fólk hefur verið' að skilja eftir í bílum BSR og margan óskilamuninn þar að finna. Vísukorn Kona í Kópavogi hringdi pg vildi endilega koma eftirfarandi vísu á framfæri, hún væri eftir Bjarna Jónsson frá Gröf og væri alger andstæða vísu sem birtist í Velvakanda fyrir skemmstu. Vísan er svona: Oft ég gesti ungur sá undir kaffíborðum það greri ekki grasið á Grafarhlaðinu forðum. Leiöinlegnr vagri- stjóri? Þá hringdi ungur sveinn að nafni Arni Stefánsson og sagði farir sínar ekki sléttar af viðskipt- um sínum við Strætisvagna Kópa- vogs. Taldi hann vagnstjóra einn hjá því fyrirtæki hafa komið hranalega fram við sig og ómak- lega. Ami tók Kópavogsvagn á Lækjartorgi og bað um skiptimiða þar eð hann ætlaði frá borði á Kópavogshálsi og í annan vagn þar til að ljúka ferð sinni. Árni var við annan og tók hinn piltur- inn við báðum skiptimiðunum, að sögn Áma. Síðan reif félági Árna annan miðann til að stríða honum, en er Árni leitaði eftir því hjá vagnstjóranum að fá nýjan skipti- miða þá var ekki um það talandi, miðann fékk hann ekki. Á Kópa- vogshálsi steig hann síðan frá borði og mátti láta sér lynda að ganga á leiðarenda. Víst er skip ... Þá var hringt frá Ferðaskrif- stofu ríkisins vegna bréfs fyrir skömmu þar sem kona nokkur kvartaði undan því að tækifæri til siglinga héðan til nágranna- landanna væru ekki fyrir hendi. Talsmaður FÍ vildi benda þessari konu og fleirum á, að FI væri umboðsaðili á íslandi fyrir félag- inu Smyril-Line, en á þess vegum sigldi feijan Norröna hingað til lands frá Noregi með viðkomu í Færeyjum. Þetta væri vænsta skip með öllum þægindum fyrir farþega og nægu plássi fyrir bílinn ef menn kærðu sig um. Um fréttaflutmng, ráðhúsið o.fl. Til Velvakanda. Mér finnst þessi fréttaflutningur í útvarpinu orðinn yfirgengilegur. Það er verið að tyggja sömu frétt- imar allan daginn. Til dæmis er okkur sagt kl. 12 hvað segja eigi okkur kl. 12.20, svo kemur það helsta sem verður í fréttunum, svo koma fréttirnar og síðast yfirlit yfir það helsta sem í fréttum var. Það er eins og verið sé að troða einhveiju í hausinn á treggáfuðum krökkum. Kæri Velvakandi. Eg las um það í blöðunum, að nýlega tók til starfa Nordals-stofn- un. Nú vil ég beina þeim tilmælum til þessarar stofnunar að hún ein- beiti sér að mjög mikilvægu verk- efni, sem mér hefur lengi verið hugstætt. Augljóst er að íslenska krónan er afskapiega veikburða gjaldmiðill. Fremja hefur þurft á henni upp- skurð og skera af henni tvö núll, og var það gert fyrir nokkrum árum. En aðgerðin virðist ekki hafa heppnast nógu vel, því núllin hafa haldið áfram að vaxa á krónunni. Mér hefur því dottið í hug að'bráð- nauðsynlegt sé að leggja krónuna niður og taka upp í stað hennar „dal“. í því sambandi má benda á að til foma tíðkuðust á íslandi ríkis- dalir' og eru engar sögulegar heim- ildir fyrir því að skera hafi þurft núll af þessum dölum. En þar sem ísland er nú einu sinni norrænt land, og Nordals-stofnun tekin til starfa, ætti að kalla þennan nýja dal „Norda|“. Ég er sannfærður um að þessi hugmynd mundi njóta mikils fylgis innan stjómar Seðlabankans. Biskupstung-a í sumar ferðaðist ég með austur- þýskri konu um Biskupstungur, og komum við loks í Skálholt. Þá verð- ur mér á að opna fyrir útvarpið og heyri þá viðtal við blaðafulltrúa biskups, þ.e. blaðafulltrúa þjóð- kirkjunnar. Þá var eins og eldingu Svo em það minningargreinam- ar. Það skrifa alltof margir um sömu manneskjuna. Væri ekki ráð, að þeir sem ætla að skrifa töluðu við aðstandendur hins (hennar) látna(u) og kæmu sér saman um, að einhver einn skrifaði aðalgrein- ina, hinir gætu svo skrifað nokkrar línur, ef þeir vildu minnast einhvers sérstaks, _ eða þakka fyrir liðnar stundir. í afmælisgreinum og/eða minningargreininni kæmi fram ætt og yfirlit yfir æviskeiðið. lysti niður í höfuð mér og ég hugs- aði: „Biskupstungur og biskups- tunga". Er þetta ömefni ekki til komið vegna þess að hér bjó blaða- fulltrúi biskups og nefndist þá „biskupstunga". Þið Morgunblaðsmenn sem viljið vemda íslenska tungu — nú skora ég á ykkur að nota aldrei oftar orðskrípið „blaðafulltrúi biskups“, heldur að íslenska þjóðin sameinist- um að kalla hann „biskupstungu“, og treysti ég því að Árni Böðvars- son kenni skjálgeygum sjónvarps- fréttamönnum að nota þetta orð, ekki síður en blaðamönnum. Þakka svo allan þann gleðigjafa sem ég hef sótt í pistla þína. Kveðja Gunnlaugur Sveinsson, rithöfundur Til Velvakanda. Væri ekki tæknimenntuðum raf- virkjum og tölvufræðingum fært að framleiða tæki sem væri blikk- andi ljós, tengt hraðamæli og er óleyfilegur hraði væri kominn til dæmis í 90 km færi blikkljósið í gang og jafnvel flauta bílsins svo eftir yrði tekið? Ég tel að það yrði aðhald fyrir þá sem alltaf em að flýta sér og gæti jafnvel auðveldað lögreglu eftirlit. Jafnvel segulband, svokallaður svarti kassi í flugvélum, yrði settur í bíla sem bijóta hraðareglur þrisv- Tíminn (dagblaðið) gaf um eitt skeið út sérstakt fylgirit með blað- inu með minningargreinum og svo gat maður keypt möppur undir það. Nú á tímum ættfræðiáhugans væri þetta þægilegt. Eru ekki forsendur staðsetningar ráðhússins brostnar? Mér skildist á Davíð að hann væri einna helst að hugsa um að leysa bílastæðisvand- ann í miðbænum, með því að koma fyrir margra hæða bílgeymslu und- ir húsinu. Það var alveg fáránlegt, að ætla sér að grafa margarhæðir niður fyrir sjávarmál! Besta lausnin væri að fara með húsið upp á Öskjuhlíð. Það nyti sín vel á hæð, en er svo braggalegt séð ofan frá. Sleppa svo „Skopparakringlunni". GÁ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ar. Ekki þyrfti slíkt tæki að vera dýrt og ætti að nota sektir til að styrkja framleiðslu. Hraðamælir er oftast innsiglaður og ef brotið er innsigli á að beita sektum, lágmark 10 þúsund krónur. Staðsetning ljóss er ekki vanda- laust. Það þarf að vera auðvelt að þvo bflinn. Þá er litur ljóss ekki auðleystur og gæti það verið verkefni sérfræð- inga. ræðum málin, framkvæmum svo. Viggó Nathanaelsson Ur krónu í Nordal? - og hugleiðing um biskupstungu Svarta kassa í bifreiðir 6$> § Kaffiterian býður ■ kl. 5 á hverjum morgru I kaffiteríunni, sem er opin frá kl. 5-20 alla daga, er boðið uppá Ijúffenga hraðrétti auk sérrétta dagsins, sem valdir eru miðað við hráefnisgæði hverju sinni. Frá kl. 5 á morgnana er boðið uppá morgun verðarhlaðborð. ANTIK Langar þig í fallega og vandaða hluti? Líttu þá inn á Grettisgötu 16. Húsgögn, málverk, ljósakrónur, konunglegt postulín, silfur, klukkur og margt fleira. Greiðsluskilmálar- staðgreiðsluafsláttur. Antikmunir, Grettisgötu 16-sími 24544 Opiðfrá kl. 13.00 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 23. mars nk. Námskeiðið hentaröllum, sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091 (ath. nýtt símanúmer). Hraðlestrarskólinn. Nýsending af £JLoaM* hanska skinnskóni og breiðum götuskóm Póstsendum SKÓ SEL LAUGAVEGI 44, SÍMI 21270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.