Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 66
SVONA GERUM VIÐ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Á NÆSTU SHELLSTÖÐ Klar Sikt myndar himnu sem kemur í veg fyrir að regn, snjór, salt, flugur, tjara og önnur óhreinindi festist við rúður og Ijós. KNATTSPYRNA Frægirknattspyrnukappartil (slands: Bobby Moore stjómar „útlendingahersveitinni" Sem mætir þýska stórskotaliðinu á Laugardalsvellinum 17. júní nokkra félaga sína úr Stuttgart og Anderlecht. Arie Haan, fyrrum fyrirliði Hollands og þjálfari Stuttgart, hefur hug á að koma. Aðrir leik- menn sem hafa gefið jákvætt svar eru: Ralf Edström, fyrrum lands- liðsmaður Svía, sem lék með Ás- geiri hjá Standard Liege. Ensku landsliðsmennirnir Kenny Hibbitt, Wolves, Gerry FVancis, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og QPR, Frank McLintock, fyrirliði Arsenal-liðsins, sem vann bæði deildar- og bikarkeppnina 1971, Derek Statham, bakvörður WBA og nú Southampton og Cyrille Regis, Coventry. hnsen, sem mæta til leiks með Held og Lothar Emmerich, sem eru leikmenn „Portas-liðsins.“ BOBBY Moore, fyrrum fyrir- liði West Ham og heims- meistaraliðs Englands 1966, er einn af þeim teikmönnum sem hafa tilkynnt aö komu sína til íslands 17. júnf, til að leika gegn v-þýska stjörnulið- inu „Portas." Eins og við sögðum frá í gær, þá verður knattspymuveisla á Laugardalsvellinum 17. júnf. Það er fjáröflunarleikur til að fjár- magna framkvæmdir íþrótta- svæðis við Litla-Hraun. Tveir íslendingar leika í úrvalslið- inu sem mætir „Portas.“ Ásgeir Sigurvinsson og Amór Guðjo- Bobby Moore, fyrirliði heimsmeistaraliðs Englands (t.h), sést hér ásamt Sir Alf Ramsey, fyrrum þjálfara enska landsliðsins, með heimsmeistarastytt- una á Wembley 1966. Þar mætti hann Uwe Seeler, Helmut Haller. Sisri HANDKNATTLEIKUR Bogdan á ný til Víkings? Þjálfaraskipti framundan hjá 1. deildarfélögunum BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari í handknattleik og fyrrum þjálfari Vfkings, hefur látið í veðri vaka, að hann geti vel hugsað sér að þjálfa félags- lið á íslandi nœsta keppn- istímabil, ef hann verður ekki áfram landsliðsþjálfari. Víkingar hafa mikinn hug á að' fá Bogdan aftur til starfa, en hann náði frábæmm árangri með Víking hér á ámm áður. Arni Indriðason, þjálfarinn snjalli hjá Víkingi, telur að það sé kominn tími til að breyta til, en hann hefur verið þtjú ár með Víkingsliðið. Sam- kvæmt heimildum Morgvnblaðsins þá hafa Valsmenn hug á að fá Bogdan Kowalczyk Áma til liðs við sig og em miklar líkur á að svo verði. Það er ljóst að þó nokkrar breyting- ar verði í þjálfarahóp 1. deildarlið- anna. Vestmannaeyingar, sem em á þröskuldi 1. deildarkeppninnar, hafa mikinn áhuga á að fá nýtt blóð í handknattleikinn í Eyjum, með því að fá þjálfara frá V-Þýska- landi. í því sambandi hefur nafn Gunter Klein borið á góma. Klein, sem er fyrrum þjálfari Lemgo, er dósent við íþróttaháskólann í Köln. Hann hefur hug á að snúa sér alfar- ið að handknattleiksþjálfun. Breiðablik hefur rætt við Þor- björn Jensson, fyrmrn leikmann Vals, sem hefur þjálfað sænska lið- ið IKF Malmö tvö undanfarin ár. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrmrn þjálfari Kiel og Essen, er á leiðinni heim. Hann hefur verið orðaður við KR og KA. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Lyfjaeftirflít hert! Leikmenn eiga yfir höfði sér fjögurra vikna bann og félög 1.2 millj. kr. sekt, ásamt að sigurleikurverður dæmdurtapaður VESTUR-þýska íþróttablaðið Sport BILD sagði f rá því í gær, að v-þýska knattspyrnusam- bandið hafi ákveðið að herða lyfjaeftirlit hjá knattspyrnu- mönnum næsta keppnistíma- bil. Þessi ákvörðun kemur í beinu framhaldi af bók T ony Schumacher, landsliðsmark- varðar, sem olli miklu fjaðra- foki. í bókinni sagði Schumac- her frá þvf að v-þýskir knatt- spyrnumenn notuðu örvandi lyf. Sport BILD komst yfír skjöl sem lyfjaeftirlitsnefnd v-þýska knattspyrnusambandsins var búin að vinna. I þeim skjölum var tillaga Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í V-Þýskalandi um hvemig lyfjaeft- irlitið yrði fram- kvæmt. í skjölunum var sagt frá því að sjötíu lyf væm á bannlista UEFA, Knattspymusam- bands Evrópu. Ef þessi lyf finnast við lyfjapróf leikmanna, þá á leik- maðurinn yfír höfði sér fjögurra vikna keppnisbann. Félagið sem hann leikur með verður sektað um allt að 1.2 milljón isl. kr. Ef félagið hafi sigrað í leiknum, þá verða stig- in dæmt af því og mótherjinn fær þau. Félagið fær einnig marka- töluna, 0:2, út úr leiknum. Lyfjapróf verða ekki tekin á öllum leikjum Bundesligunnar, en kostn- aður við lyfjapróf í hveijum leik er 35.400 kr. Það verður ákveðið 48. klukkutímum fyrir hverja umferð, hvaða leik lyfjanefndin (einn stjóm- armaður v-þýska knattspyrnusam- bandsins og tveir læknar) ákveði að fara á, til að taka lyfjapróf. 15. mín. fyrir leikslok verður dregið um það hvaða einn leikmaður úr hvom liði verða kallaðir fyrir nefndina. 30 mín. eftir leikinn eiga leikmenn- imir að pissa í glös - 70 millilítrum. Ef þeir geta það ekki þá, verða þeir að vera eftir, þar til þeir hafa náð að kasta af sér þessu magni. Það gæti þá orðið til þess að leik- mennimir geta ekki farið heim með félögum sínum. V-þýska knattspymusambandið er ákveðið að hreinsa þann orðróm, sem knattspymumenn í V-Þýska- landi hafa fengið á sig, eftir að hin umdeilda bók Schumacher kom út. Bók, sem varð til þess að hann missti landsliðssæti sitt og var lát- inn fara frá Köln. ÍÞRÚmR FOLK ■ ZOLA Budd hefur hætt við að taka þátt í heimsmeistarakeppn- inni í víðavangshlaupum sem haldin verður í Nýja-Sjálandi í lok mars. Budd var undir miklum þrýstingi frá forráðamönnum keppninnar sem vildu að hún hætti við þátt- töku. Þá höfðu margar þjóðir Afríku hótað að hætta við þátttöku ef Budd fengi að keppa, en hún hefur verið sökuð um að keppa í Suður-Afríku. Bretar hótuðu á móti að draga allt lið sitt til baka ef að Budd yrði meinuð þátttaka. „Þetta var mjög erfíð ákvörðun, enda hef ég tvisvar sigrað í þessari keppni, en ég varð að hugsa um félaga mína,“ sagði Zola Budd. „Þessar ásakanir em ekki heiðar- legar og ég hef ekki brotið neinar reglur.“ ■ MORTEN Frost byijaði titil- vönr sína vel á Opna breska meist- aramótinu í badminton, sem hófst í gær. Hann komst auðveldlega í 2. umferð. Helsti keppinautur hans, Zhao Jianhua, sem sigraði í keppn- ini 1986, átti heldur ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 2. umferð. Flestir reikna með því að þeir tveir berjist um sigurinn i karlaflokki. ■ UNGVERJAR sigmðu Tyrki í gær, 1:0, í vináttulandsleik í knatt- spymu. Það var Joszef Kiprich sem skoraði sigurmark Ungveija á síðustu mínútu leiksins. ■ BLÁFJALLAGANGAN, sem er liður í íslandsgöngunni, fer fram í Bláfjöllum á laugardaginn og hefst kl. 13.00. Það er Skíðaráð Reykjavíkur sem sér um fram- kvæmd mótsins og em allir göngu- menn og trimmarar hvattir til að mæta. Hægt er að velja um göngu- lengdir, 5 km, 10 km og 20 km. Allir fá viðurkenningu að lokinni göngu og einnig verða veitingár í Bláfjallskálnum eftir keppni. Skráning fer fram í Bláfjöllum frá kl. 11.00. ■ ÍÞRÓTTAFÉLAG Fatlaðra stendur fyrir A-stigs leiðbeinenda- námskeiði í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal dagana 7. - 10. apríl. Námskeiðið, sem verður 35 kennslustundir, er bæði bóklegt og verklegt. Áhersla verður lögð á að kynna hirar ýmsu tegundir fötlun- ar, þær íþróttagreinar sem fatlaðir stunda og hálpartæki sem fatlaðir nota til íþróttaiðkunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.