Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B 69. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Málefni Afganistan ber á góma í Washington: Skrifað verði und- ir friðarsáttmála áður en herliðið fer Washington, Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að stjórnin i Moskvu vildi að samkomulag yrði undirritað i friðarvið- ræðunum um Afganistan i Genf áður en brottflutningur sovésks her- liðs frá landinu hæfist. Sagði ráðherrann þetta er hann ræddi við blaðamenn i upphafi seinni fundar hans með George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Stangast þessi ummæli á við það, sem haft var eftir talsmanni sovéska utanrikisráðuneytisins i Moskvu, að sovéskt herlið yrði flutt brott þótt slitnaði upp úr samninga- viðræðunum sem standa yfir í Genf. „Það væri betra að gengið yrði frá samningum í Genf,“ sagði Shev- ardnadze við blaðamenn þegar verið var að taka myndir af þeim Shultz áður en fundur þeirra hófst í gær. Var þetta svar ráðherrans við spum- ingu um ummæli talsmanns sovéska utanríkisráðuneytisins, Vadíms Pfrífílíjevs, í síðustu viku þess efnis að sovéskt herlið yrði kallað á brott þótt ekki hefði tekist að semja í Genf. Sagðist Shevardnadze raunar ekki hafa vitað að talsmaðurinn hefði sagt þetta. „Við sjáum hvað setur,“ bætti hann við. Viðræður Shevardnadzes og Shultz, sem hófust á mánudag og lýkur í dag, hafa snúist um undirbún- ing fjórða fundar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gor- batsjovs leiðtoga Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að afstaða Bandaríkja- manna í málefnum Afganistan hafi farið harðnandi að undanfömu og Reuter Sovésk tíska Efnt var til tískusýningar í Moskvu nýlega til þess að vekja athygli á að hafin er útgáfa á nýju tískublaði, Sjúr- nal Mod, i Sovétríkjunum. Þessi samkvæmiskjóll var framlag hönnuðarins Víjatsj- eslavs Zaítsovs til sýningar- innar sem að sögn viðstaddra var afar glæsileg. mikið beri á milli í afstöðu ríkjanna til Nicaragua gaf Shevardnadze í skyn á mánudag að Sovétmenn væm reiðubúnir að ákveða dagsetningu fyrir næsta leiðtogafund sem halda á í Moskvu, að öllum líkindum í maí. Shevardnadze mun í dag snæða hádegisverð með Ronald Reagan. Persaflóastríðið: Reuter Mitterrand kemur til frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Antenne 2, þar sem hann tilkynnti um framboð sitt. Mitterrand sækist eftúr endurkjöri París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, tilkynnti í gær- kvöldi að hann mundi sækjast eftir endurkjöri i forsetakosn- ingunum 24. apríl og 8. maí næstkomandi. Mitterrand er 71 árs og jafnað- armaður. Skoðanakannanir að undanfömu hafa sýnt að hann nýtur mun meira fylgis en helztu keppinautar hans, hægrimennim- ir Jacques Chirac, forsætisráð- herra, og Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra. Hann var kos- inn forseti Frakklands árið 1981. í hitteðfyrra minnkuðu völd hans er hægrimenn unnu þingkosning- ar og veltu ríkisstjóm jafnaðar- manna úr sessi. íraski herinn sakaður um notkun efnavopna Nikosíu, Reuter. ÍRANIR segja að írakar hafi varpað efnasprengjum á þijá bæi norð- arlega í íran í gær. íranir segja jafnframt að margir hafi látið lífið og særst í efnaárásum íraka. íranskir byssubátar skutu á skip á Persaflóa í gærmorgun, þar á meðal norskt flutningaskip, Hav- glimt, sem er í eigu útgerðarfélagsins Havtor í Singapore og gríska tankskipið Stavros. Talið er að tveir menn hafi látið lífið og 10 særst í árásunum á Persafióa. Árás var gerð á bæi í grennd við írönsku landamærin nálægt bænum Marivan í gær, að sögn fréttastof- unnar IRNA. Fréttir frá Teheran herma að 5.000 íraskir kúrdar hafi látist að undanfömu af völdum efnavopna sem írakar hafi beitt. Að sögn íranskra heimildarmanna bjuggu flestir hinna látnu í landa- mærabænum Halabja og nálægum bæjum í norðausturhluta íraks. Útvarpið í Teheran sagði að írak- skar þotur hefðu varpað efna- sprengjum á þorp í grennd við Marivan tvisvar í síðustu viku, margir létu lífið í þessum árásum. Á mánudag fór utanríkisráðherra írans, Ali Akbar Velayati, þess á leit við samband 46 þjóða múslima að þau fordæmdu það sem hann kallaði „aukna notkun efnavopna íraka“. Sarna dag bauð innanríkis- ráðherra írans, Hojatoleslam Ali Akhbar Mothashemi, forstöðu- manni flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna að heimsækja og ræða við kúnia sem særst hefðu í efnaárásum íraka. Erlendir frétta- menn fengu að tala við kúrda á sjúkrahúsi í íran á mánudag sem að sögn lækna báru merki sinneps- gass-eitrunar. Sameinuðu þjóðimar hafa ásakað íraka um að nota efna- vopn í stríðinu gegn írönum, en írakar hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Skömmu eftir að íranar ásökuðu íraka um að beita efnavopnum í styijöldinni skutu byssubátar þeirra á grískt tankskip á Persaflóa. Gríska skipið, Stavros, var í ljósum logum eftir árásina í gær. Ekkert mannfall varð í árásinni en bandarísk og bresk skip komu mönnunum um borð til bjargar. Síðar tókst að hefta eldinn og fóm skipveijar yfir í gríska skipið aftur. Tíu klukkustundum áður höfðu íranir skotið á norska skipið Hav- glimt og þijú önnur skip á Persa- flóa, létust tveir menn í þeirri árás. Norsk útgerðarsamtök hafa varað skipafélög við að senda skip í gegn- um Hormuz-sund inn á Persaflóa næstu daga, en 46 menn létu lífið í árás við Kharg-eyju á laugardag. Bandaríkjamenn for- dæma tilboð Noriega Washingfton, Reuter. TALSMAÐUR Hvíta hússins for- dæmdi ítrekað í gær tilboð Manu- els Antonios Noriega herforingja um að hann afsalaði sér völdum. Hvatti talsmaðurinn Panamabúa til að hafa orð Noriega að engu, aðeins með því mætti tryggja borgaraleg réttindi í landinu. Noriega herforingi hafði fmm- kvæði að því á mánudag að bjóðast til að láta af störfum sem yfírmaður hersins í Panama fyrir kosningamar, sem eiga að fara fram á næsta ári. í staðinn vildi hann að hafnar yrðu samningaviðræður milli stjómar Manuels Solis Palma og stjómarand- Reuter Manuel Antonio Noriega. stæðinga. Tilboði hans var hafnað bæði af Bandaríkjastjórn og stjómar- andstæðingum, hvorir tveggju vilja að Noriega fari úr landi. „Yfirlýsingin frá í gær, þar sem farið var fram á samstarf ólöglegra stjómvalda í Panama og stjómarand- stæðinga, var augljóslega ekkert annað en brella til að reyna að fá stjóm Palma lýsta lögmæta," var haft eftir talsmanni Bandaríkjafor- seta Marlin Fitzwater í gær. „Af- staða okkar er sú sama og áður, við emm reiðubúnir til viðræðna um leið og Noriega tilkynnir að hann fari úr landi," sagði forystumaður stjóm- arandstæðinga, Pierre Leighdenier. Krabbameinslækningar: Dauðsföllum gæti fækkað um helming Daytona í Florída, Reuter. Krabbameinsmeðferð, sem nú er verið að rannsaka, gæti fækkað dauðsföllum vegna lungnakrabbameins um helm- ing, að því ér bandariskur lyfjafræðingur sagði i gær. Meðferðin byggist á þvi að fá ónæmiskerfi Iikamans til að eyða æxlum. Ariel Hollinshead, við lækna- miðstöð George Washington- háskóla í Bandaríkjunum, sagði í gær að 63 af hundraði þeirra sjúklinga með lungnakrabbamein, sem fengu þessa meðferð væm enn í tölu lifenda fimm ámm eft- ir uppskurð, en til samanburðar lifðu einungis 33 af hundraði þeirra sem aðeins væru skomir upp. Meðferðin byggist á því að í sjúklinginn em sprautuð hreinsuð mótefni, sem virðast gera ónæm- iskerfið virkt og fá það til að ráð- ast á krabbameinsfrumur og æxli. Frank Rauscher, varaforseti rannsóknadeildar bandaríska krabbameinsfélagsins, sagði að langur tími gæti liðið þar til hægt yrði að beita þessari meðferð í vemlegum mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.