Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 KJARASAMNINGAR A AKUREYRI Frá undirritun kjaraaamninganna á Akureyri í fyrrinótt. Guð- laugur Þorvaldsson, rikissáttasenijari, og Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri, eru fyrir miðju borðsins. Næst á myndinni eru Morgunbladið/Rúnar Þóra Hjaltadóttir, formaður ASN, og Sigfinnur Karlsson, formað- ur ASA. Fjær eru forystumenn vinnuveitenda Ólafur B. Ólafs- son, Þórarinn V. Þórarinsson og Viglundur Þorsteinsson. Snær Karlsson: Verulegar kjarabætur með aukinni starfsreynslu „ÞESSA samninga þarf að bera upp í félögunum fyrir 12. apríl og ég held að menn flýti sér ekki við það. Samningamir þurfa góða kynningu, því kjara- og réttarbætur felast i fleiru en beinum launatöxtum. VMSÍ- samningarnir Iiðu fyrir það að vera of Iítið kynntir og það virt- ist verða einhvers konar tízka að fella þá, i flestum tilfellum meira og minna ókynnta," sagði Snær Karlsson, varaformaður Alþýðusambands Norðurlands. „Þetta er allt á svipuðum nótum og fyrri samningar. Þeir eru hóg- værir, en fela í sér ýmsar réttinda- bætur. Menn eru sammála um, að þessum samningum verður ekki kennt um, ef verðbólga fer úr bönd- um, en reyndar hefur það, að minnsta kosti til þessa, verið ann- að, sem valdið hefur því en launin. Ég hef trú á því að þessir samning- ar verði samþykktir af aðildarfélög- unum, enda færa þeir okkur meira, en VMSÍ-samningamir. Hvað laun- in varðar njótum við starfsreynslu í meira mæli en áður. Byijunarlaun verða svipuð og í Iðju-samingun- um, en starfsaldurshækkanir skila sér fyrr en í fyrri samningum. Að auki er nánast allt inni hjá okkur, sem var í VMSÍ-samningunum, nema að kaflinn um sveigjanlegan vinnutíma hefur verið felldur út. Hann olli talsverðri andstöðu í at- kvæðagreiðslum, en verður ekki ásteytingarsteinn nú. Ég vona þvi fastlega að upp úr þessu fáist vinnufriður að nýju. Þetta eru í raun §ölmargir samn- ingar, sem byggjast á svipuðum grunni og færa okkur verulegar kjarabætur með vaxandi starfs- reynslu. Þá verður eftirvinna felld niður í núverandi mjmd og greiðist sem næturvinna, en á móti er felld- ur niður 16 mínútna kaffitími klukkan 17.00. Fiskvinnslufólk fær verulega hækkun á fatapeningum, sem fara úr 3,15 krónum á hveija greidda vinnustund í 4,10. Ýmis- iegt fleira mætti tína til, en þetta tel ég aðalatriðin," sagði Snær Karlsson. Arnar Sigurmundsson: Félögin 3 taka einnig- afstöðu til saminganna „ÞAÐ lá fyrir að samningsum- boð Snótar var mjög takmarkað, en fulltrúar félagins tóku, ásamt fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, fullan þátt í samningagerðinni fram á loka- stig og óskuðu síðan eftir þvi við sáttasemjara að fá að taka kjarasamningana til afgreiðslu í félögum sínum, þó að þeir væru eingöngu undirritaðir af fulltrúum vinnuveitenda," sagði Amar Sigurmundsson, formað- ur stjórnar Sambands fisk- vinnslustöðvanna, í samtali við Morgunblaðið. „Að lokinni lotunni á Akureyri er búið að semja við alla nema fé- lögin þijú, sem taka þessa samn- inga þrátt fyrir allt til afgreiðslu á félagsfundum sínum. FVamhaldið er því komið undir fundum verka- lýðsfélaganna og vonandi leiða þeir til lausnar þeirra deilna, sem uppi hafa verið. Ég er fremur bjartsýnn á að svo verði. Það hefur verið mjög einkenn- andi við þessa samningalotu hve margir fulltrúar fiskvinnslunnar hafa tekið þátt í samningagerð- inni. Líklega hafa þeir í allt verið á milli 50 og 60. Stefna okkar hjá Sambandi fiskvinnslustöðvanna hefur einmitt verið að fá sem flesta með til að þeir kynnist gangi mála. Þá er rétt að þakka fyrir þá frá- bæru aðstöðu, sem okkur bauðst á Akureyri og öllum, sem að þessu stóðu þar, ríkissáttasemjara, starfsfólki hans og öðrum, sem við sögu komu. Það var góður andi yfir þessum samningum og virtist skipta miklu máli að fundimir voru á þessum stað, að gengið var til móts við óskir launþega með því að funda úti á landi," sagði Amar Sigurmundsson. Hjörtur Eiríksson: Hef trú á að samning- _ arnir verði samþykktir „ÉG ER að sjálfsögðu ánægður yfir þvf að þessari Iotu er lokið. Ég hef trú á því að þessir samn- ingar verði samþykktir vegna þess að það er búið að fara svo rækilega yfir stöðuna hjá öllum aðilum og ég held að allir geri sér grein fyrir að það er alls ekki hægt að gera betur en þess- ir samningar segja um,“ sagði Hjörtur Eirfksson, formaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. „Það er ekki spuming um það, að fyrir atvinnuvegina verður þessi samningur ansi þungur, sérstak- lega fyrir útflutningsgreinamar, sem eiga nú undir högg að sækja. Ýmsir kostnaðarliðir atvinnuveg- anna era mjög háir, og þar má sérstaklega nefna vaxtakostnað, sem er allt of mikill. Það er von okkar að það takist með einhveijum ráðum að lækka þann kostnað, þannig að atvinnuvegimir fái stað- ' ist þann kostnaðarauka sem þessir samningar hafa í för með sér. Þetta var ansi löng lota. Það má segja að hún hafi staðið frá 30. janúar, þannig að þetta era orðnir tveir mánuðir og mérfinnst tfmi til kominn að menn hætti deil- um um kaup og kjör.“ Guðiaugur Þorvaldsson: Nokkur hundruð blaðsíðna kjara- samningar „ÞETTA er búið að vera ansi erfitt en það gekk,“ sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari að loknum samningun- um á Akureyri. „Það var geng- ið frá mjög yfirgripsmiklum samningum; ég man ekki eftir að hafa f eitt og sama skiptið gengið frá jafn mörgum samn- ingum. Það voru gerðir fast- hópa og samningarnir voru upp á nokkur hundruð blaðsíður,“ sagði Guðlaugur. Næstu verkefni ríkissáttasemj- ara era samningamál Kennarafé- Iags íslands, en félagið hefur boð- að verkfall frá 11. apríl. Þá hafa mjólkurfræðingar og lang- ferðabílstjórar f Sleipni einnig vísað sínum málum til sáttasemj- ara. Deila verslunarmanna hefur ekki enn komið til kasta sátta- semjara en gerir það sjálfkrafa ef verkfall verður boðað. Guðlaugur sagði að gengið hefði verið frá þvf við fulltrúa verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Vestmannaeyjum, sem ekki und- irrituðu samninginn á Akureyri, að þeim yrðu sendir samningamir undirritaðir af vinnuveitendum. Síðan réðu þeir því hvort þeir tækju upp frekari viðræður undir verkstjóm ríkissáttasemjara eða bæru samningana, eins og þeir vora gerðir á Akureyri, undir sitt fólk. Mikil leit að 15 ára pilti Núpi. Tvö þurr- leiguskip Eimskips skráðá Antigua EIMSKIP hefur tekið tvö flutn- ingaskip í svokallaða þurrleigu, en þá eru skipin rekin á ábyrgð viðkomandi skipafélags með islenskum áhöfnum. Félagið hafði bæði skipin áður í tíma- leigu. Hefur öðru skipinu verið gefíð nafnið Bakkafoss en það hét áður Helios. Hitt skipið hefur fengið nafnið Mánafoss en það hét áður Esperanta. Skipin era bæði skráð í Saint John’s á eyjunni Antiqua í Karabíu- hafi. Að sögn Þórðar Sverrissonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, ráða eigendur skipanna hvar þau era skráð en íslensku áhafnimar á þurrleiguskipum félagsins væra ráðnar samkvæmt íslenskum kjara- samningum. Sífellt fer í vöxt að skip séu skráð á Antiqua en Þórður sagði að fyrri þurrleiguskip félagins hefðu verið skráð á stöðum eins og Panama og Bahamaeyjum. Bakkafoss hefur 7785 tonna burðargetu, er 106,46 metrar að lengd og 19 metrar að breidd. Skip- ið verður í Ameríkusiglingum. Skip- stjóri á skipinu verður Þór Elísson, yfirvélstjóri Þorsteinn Pétursson og fyrsti stýrimaður Guðmundur Krist- insson. Mánafoss hefur 3650 tonna burð- argetu, er 80 metrar á lengd og 15 metrar á breidd. Skipstjóri verð- ur Engilbert Engilbertsson, jrfirvél- sljóri Halldór E. Agústsson og fyrsti stýrimaður Magnús Kjæmested. Eldur í bragga á Selfossi Selfossi ELÐUR varð laus síðdegis á fimmtudag i bragga sem er á túni vestan við Selfossbæina. Bragginn var ekki i notkun og augljóst að um íkveikju var að ræða. Eldur logaði glatt í bragganum þegar slökkviliðið kom á staðinn og réð niðurlögum hans. Sig. Jóns. Lækkandi verð á mark- aðinum í Rotterdam MEÐALVERÐ á gasoliu á Rott- erdam-markaði var 138,60 krón- ur tonnið á timabilinu frá árs- byrjun 1988 til 18. mars síðastlið- inn. í upphafí árs var það hæst 158.50 krónur tonnið en var skráð 134 krónur þann 18. þessa mánaðar. Á sama tímabili var meðalverð á venjulegu bensíni 142,83 krónur tonnið og meðal- verð á svartolíu var 70 krónur tonnið. í upphafi þessa árs var verð á bensíni hæst 143 krónur tonnið, en var lægst 138,50 krónur í enduðum janúar og bjujun febrúar síðastlið- inn. Bensínverðið var hæst í enduð- um febrúar, 149,75 krónur tonnið en 22. mars sl. var það hins vegar 144,25 krónurtonnið. Svartolíuverð á Rotterdam-markaði var skráð 79.50 krónur hinn 5. janúar síðast- liðinn, en var 68 krónur 22. mars. Þann sama dag var verð á gasolíu á Rotterdam-markaði 136 krónur tonnið. Slysavarnasveitin á Þingeyri var, sl. föstudag, kölluð út tíl að leita að 15 ára gömlum pilti, sem ætlaði að fara á skellinöðru um 30 kílómetra Ieið, frá Þingeyri að bænum Hrafnabjörgum í Arn- arfirði. Skellinaðra drengsins fannst við Sveinseyri, sem er um 10 kílómetra frá Þingejrri, og slysavamasveitin var kölluð út um klukkan 21.30 til að leita að honum. Pilturinn kom hins vegar fram á Hrafnabjörgum klukkan 23.20 og var nokkuð vel á sig kommn enda þótt hann væri einungis í íþróttagalla og striga- skóm. Frá Sveinseyri að Hrafna- björgum er einungis ýtuslóð skorin inn í fjailshlfðina og sums staðar um 100 metra þverhnípi frá slóð- inni niður í sjó og var varðskip feng- ið til að lýsa upp ströndina. Þegar pilturinn kom fram undraðist hann að verið væri að leita að honum. Drengurinn er reykvfskur, en í skóla á Núpi, og ætlaði að dvelja á Hrafnabjörgum yfir páskana. Kárí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.