Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 79. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísrael: Féll stúlkan fyrir ísraelskri kúlu? Reuter Vel fór á með þeim Najibullah og Gorbatsjov í Tashkent, en í framhaldi fundarins virðist styttast í það að sovéski innrásarherinn fari á brott frá Afganistan. Karnei Shomron, Reuter. ÍSRAELSKA stúlkan, sem upp- haflega var talið að hefði látist eftir að palestínskir ungiingar grýttu hana og samferðalanga hennar i útilegu á Vesturbakkan- um á miðvikudag, kann að hafa fallið fyrir kúlu úr byssu farar- stjóra hópsins. Mun það vera nið- urstaða skýrslu hersins um atvik- ið, sem lekið var út i gærkvöldi. Hin 15 ára gamla skólatelpa, Tirza Porat, lést eftir að flokkur Palestínuaraba gerði aðsúg að hópnum. Að sögn ónafngreindra heimild- armanna innan hersins fannst byssukúla í höfði stúlkunnar og mun hún vera úr sömu byssu og tveir árásarmannanna féllu fyrir. Afganistan: Flestum hindrunum sam- komulags rutt úr vegi Gagnkvæmt samkomulag risaveldanna um áframhaldandi hernaðaraðstoð Genf, Reuter. HELSTU hindrunum samkomu- lags um brottflutning sovéska innrásarhersins úr Afganistan virðist nú hafa verið rutt úr vegi, en enn er eftir að ganga frá ýmsum lausum endum þar að lútandi. Var þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í Genf í gær. Leiðtogar Sovétríkjanna, Pakistans og leppstj órnarinnar í Afganistan létu i gær í ljós mikla bjartsýni um að samkomulagið væri innan seilingar, en það mun fela í sér að um 115.000 manna innrásarlið Rauða hersins fari úr landinu og standa vonir til að sá brottflutningur hefjist hinn Flugræningjarnir í Iran: Frestuðu fyrir- hugaðri brottför Nikósfu, Reuter. FLUGRÆNINGJAR farþegaþot- unnar frá Kuwait ákváðu seint i gærkvöldi að fresta fyrirhugaðri brottför sinni frá borginni Mas- had í norðausturhluta írans, að þvi er íranska fréttastofan IRNA hermdi. Að sögn fréttastofunnar féllust ræningjarnir á að fresta brottförinni um að minnsta kosti sex klukkustundir, en i vélinni eru enn 50 gíslar. 57 gislum hef- ur þegar verið sleppt, en þeir fóru frá íran í gærkvöldi áleiðis til Kuwaits. Eftir nokkuð samningaþóf í gær skutu flugræningjamir að írönskum öryggisvörðum umhverfís vélina og féllust íranir þá á að setja eldsneyti í vélina og fluttu einnig vistir um borð í hana. Flugræningjamir krö'fðust þess að flugbrautin yrði rýmd, svo að hægt væri að leggja af stað hvenær sem væri og var það gert. Helst er talið að ræningjamir hyggist skipa flugstjóranum að fljúga vélinni til Beirút, en yfírvöld þar segja ekki koma til greina að leyfa lendingu vélarinnar. Hefur tálmum þegar verið komið fyrir á flugbrautum þar, en sýrlensk her- yfírvöld vilja ekkert láta uppi um til hvaða ráðstafana verði gripið komi vélin þrátt fyrir allt. Ræningjamir krefjast þess að yfírvöld í Kuwait sleppi 17 mönnum úr haldi, sem þeir segja pólitíska fanga. Ekki er vitað hveijir rænin- gjamir eru, að öðru leyti en því að þeir tala arabisku. Flestir þeirra gísla, sem enn eru í vélinni, eru frá Kuwait — þar af þrír fjarskyldir ættingjar furstans í Kuwait. Sjá einnig frétt á síðu 26. 15. maí. Athygli vekur að risa- veldin hafa orðið ásátt um að þau megi áfram veita hinum striðandi fylkingum í Afganistan hernaðaraðstoð — Sovétmenn leppstjórninni í Kabúl og Banda- ríkjamenn skæruliðum. Bandaríkjastjóm fagnaði þessari þróun mála og sagði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að augljóst væri að samkomulag væri brátt í höfn. Talsmaður Reag- ans Bandaríkjaforseta sagði þó að rýna þyrfti í „smáa letrið" áður en hægt væri að fjölyrða frekar um samkomulagið. Míkhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Najibullah, leiðtogi leppstjómar Sovétmanna í Afganistan, hittust á miðvikudag í Tashkent, höfuðborg Úzbekístan, og vom þeir hinir bjart- sýnustu eftir fundarlok í gær. „Það er fullvíst að pólitískt samkomulag mun nást,“ sagði Gorbatsjov meðal annars. „Ég held að Pakistan og Afganistan muni ná samningum og við ásamt Bandaríkjamönnum mun- um ábyrgjast þann samning ___Held ég,“ bætti Gorbatsjov við. Zia-ul-Haq, forseti Pakistans, sagði að Pakistanar væru reiðubún- ir til þess að undirrita samninginn „hvenær sem væri“ þar sem Sov- étríkin og Bandaríkin virtust hafa leyst ágreining sinn um málið. Samkvæmt samkomulagi því, sem risaveldin virðast hafa orðið ásátt um, munu Bandaríkjamenn styðja skæruliða í réttu hlutfalli við stuðning Sovétmanna við lepp- stjómina, en skuldbinda sig jafn- framt til þess að draga úr aðstoð- inni gangi Sovétmenn á undan með góðu fordæmi. Þrátt fyrir þessar jákvæðu yfír- lýsingar frá Sovétríkjunum og Pak- istan héldu viðræður í Genf áfram í gær sem ekkert hefði í skorist og ekki er útlit fyrir að samningar verði undirritaðir fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, þar sem ýmis tækni- leg atriði tefja framvindu mála. Fram kom að þegar árásarmennim- ir gripu byssumar úr höndum farar- stjóranna tveggja hefðu engar kúlur verið eftir í þeim. Þegar talsmaður hersins var inntur eftir fregnum þessum kvaðst hann ekkert um skýrsluna vita og eftir því sem hann vissi best hefði stúlkan látist af völdum áverka, sem hún hlaut af gijótkasti árásar- mannanna. Japan: Refsiað- gerðirnar harmaðar Tókió, Reuter. STJÓRNVÖLD í Japan kváðust í gær harma þá ákvörðun Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta að neita Japönum um aðgang að bandarískum fiskimiðum á næsta ári. Ástæða ákvörðunarinnar eru hvalveiðar Japana í Suðurhöfum. Ónefndur útgerðarmaður í Japan sagði að ákvörðunin skaðaði hag japanskra útgerðarmanna vissu- lega, en bætti við að hún hefði ekki komið mönnum mikið á óvart. A siðasta ári fengu Japanir 104.000 tonna fiskveiðikvóta innan bandarískrar lögsögu saman borið við 1,1 milljón tonna kvóta árið 1984. J. \jr J~% MA, XU 1 1 Reuter Reyklaus dagur um heim allan Fyrsti alþjóðlegi reyklausi dagurinn var haldinn i gær og að sögn embættismanna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) virtist hann hafa tekist prýðilega. WHO varð fertug í gær og þótti við hæfi að láta þann dag vera reyklausan. Talið er að árlega látist að minnsta kosti 2,5 mil\jónir manna af völdum reykinga, þar af 500.000 í Evrópu einni. Á myndinni að ofan má sjá afgreiðsludömu f stórverslun f Tókfó fjarlægja allt tóbak úr hillum, en þar f landi, sem vfðar, verður öll næsta vika reyklaus og fyrsta daginn var tóbak ekki haft til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.