Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 35 Dansleikur síöasta vetrardag til kl. 03 Æ tlÓTEL W ODK SIMI: 99-4700 Njótið lífsins á Franskur togari færður til hafnar í St. John’s St. John’s, Nýfundnalandi. Reuter. FJÓRIR franskir stjórnmálamenn og 17 sjómenn frá frönsku eyjun- um St. Pierre-Miquelon, sem hnepptir voru í varðhald í St. John’s síðastiiðinn föstudag fyrir meintar ólöglegar f iskveiðar voru látnir lausir gegn tryggingu í gær. Málið hefur valdið örðug- leikum i sambúð Frakka og Kanadamanna. Samkomulag hef- ur þó náðst um að embættismenn hittist á fimmtudag og reyni að finna lausn á fiskveiðideilunni við St. Pierre-Miquelon. Frakkar og Kanadamenn hafa deilt um mörk efnahagslögsögu hvors ríkis við eyjamar. Eyjaskeggj- um hefur gramist hversu deilan hef- ur dregist á langinn. Hópi manna brast þolinmæði og lagði hann til veiða á umdeilda svæðinu á togaran- um Croix de Lorraine í síðustu viku. Skip kanadísku strandgæzlunnar tók togarann á fímmtudag og færði hann til hafnar i St. John’s á Ný- fundnalandi, þar sem skipveijar voru umsvifalaust settir í varðhald á föstudag. Voru þeir kærðir fyrir meintar ólöglegar fískveiðar, en var sleppt í gær þegar sett hafði verið 24 þúsund dollara trygging fyrir því að hver og einn þeirra mætti fyrir rétti 3. október næstkomandi. Sendiherra Frakka í Ottawa var kvaddur tii Parísar um helgina til ráðagerða og Jacques Chirac, for- sætisráðherra, boðaði stjóm sína til neyðarfundar sl. föstudagskvöld út af töku togarans. Var sendiherra Kanada í París síðan kvaddur til fundar við utanríkisráðherra Frakka og hcnum afhent harðorð mótmæli stjómar Chiracs við töku togarans. Talsmaður frönsku stjómarinnar sagði að atvikið undirstrikaði nauð- syn þess að Frakkar og Kanadamenn fyndu skjóta leið til þess að leysa fiskveiðideiluna. Hefjast nýjar til- raunir til þess á fímmtudag. Kanada- menn hafa hafnað tilmælum Frakka um veiðikvóta á umdeilda svæðinu þar til samið hefur verið um skipt- ingu þess. Fiskveiðideila Frakka og Kanadamanna; Reuter Albert Gore, til vinstri á myndinni, hlær meðan Jesse Jackson, til hægri, reynir að ýta Michael Dukakis út af myndinni eftir blaðamannafund demókratanna þriggja á sunnudag. Forkosningamar í New York: Fær Dukakis stuðnings- menn sína á kiörstað? New York, Reuter. V SAMKVÆMT skoðanakðnnunum hefur Michael Dukakis 6 tíl 14 prósentustiga forskot á Jesse Jackson í forkosningum demó- krata vegna forsetakosninganna, sem fram fara í New York-ríki í dag. Stuðningsmenn Jacksons eru hins vegar taldir mun ákveðnari í að fara á kjörstað en fylgismenn Dukakis. Borgarstjóri New York-borgar, Ed Koch, sem styð- ur Albert Gore, hefur sagt að Jackson sé óvinur ísraels og hafí verið staðinn að lygum um at- burði á ferli sínum. „Ég vil tala um brestina í persónu- leika Jacksons. Ég tel hann sekan um lygar,“ sagði Ed Koch í sjón- varpsviðtali á sunnudag. Koch sagði að Jackson hefði logið þegar hann hefði sagst hafa faðmað Martin Lut- her King að sér eftir að hann hefði verið myrtur fyrir 20 árum, og þegar hann hefði neitað að hafa notað nið- randi orð um gyðinga í einkasamræð- um árið 1984. Jackson vildi ekki svara ásökunum borgarstjórans. Sérfræðingar sögðu í gær að bæri Dukakis sigur úr býtum í New York væru miklar líkur á að hann sigraði í Pennsylvaníu og Ohio og fátt gæti þá komið í veg fyrir að hann yrði útnefndur frambjóðandi demókrata. Þeir sögðu einnig að sigðari Jackson gæti skapast ringulreið meðal demó- krata á sama tfma og þeir þyrftu að sameinast og hefla undirbúning að kosningabaráttu gegn frambjóð- anda repúblikana, George Bush, varaforseta. Dukakis vinsæll meðal gyðinga og hvitra Talið er að fjórðungur kjósenda demókrata séu blökkumenn og að þátttaka þeirra í forkosningunum í New York verði mjög mikil. Skoðana- kannanir gefa til kynna að Dukakis sé vinsæll meðal gyðinga, sem eru um flórðungur kjósenda demókrata, og fái um 60 af hundraði atkvæða hvítra manna. Hins vegar er talið óvíst hvort fylgismenn hans greiði atkvæði í forkosningunum. „Spum- ingin er ekki um það hveijir kjósi hvem, heldur hveijir það verði sem fái fylgdsmenn sína til að kjósa,“ sagði kosningastjóri Demókrata- fíokksins, Ann Lewis, sem styður Jackson. Einnig eru vangaveltur um hvort Gore öldungadeildarþingmaður, sem barist hefur við Dukakis um atkvæði gyðinga, taki það mörg atkvæði frá Dukakis að Jackson beri sigur úr býtum. „Núna styður flórðungur hvftra manna Jackson og Gore,“ sagði fréttamaður CBS, sem flallar um skoðanakannanir. „Það nægir hins vegar ekki til að sigra Dukak- is,“ bætti hann við. Talið er nánast útilokað að Gore verði frambjóðandi demókrata sigri Dukakis f New York. Minnst uppreisnar gyöinga í Varsjá Varsjá. Reuter. GYÐINGAR víðs vegar að úr heimi voru í gær viðstaddir afhjúpun minnisvarða um upp- reisnina í gyðingahverfinu í Varsjá og þá 300.000 gyðinga, sem voru fluttir i útrýmingar- búðir nasista. Nærri 1.000 manns, þar á með- al sendinefndir frá ísrael og 25 öðmm ríkjum fylgdust með þegar hvítur marmaravarðinn var af- hjúpaður á „Umschlagplatz" eins og Þjóðveijar nefndu torgið en þar vár fólkinu troðið inn í lestimar, sem fluttu það í gasklefana. Varð- inn er gerður úr Qórum lausum veggjum, tíu metra löngum og þriggja metra háum, sem mynda auðan feming, en við eitt homið er steinmynd af sundurtættum skógi. í gær söfíiuðust einnig hundmð manna saman f Treblinka-dauða- búðunum en hvor tveggja athöfnin var til minningar um uppreisnina f gyðingagettóinu í Varsjá 19. aprfl árið 1943. Börðust gyðing- amir gegn Þjóðveijum í þijár vik- ur en eftir að þeir höfðu gefist upp var hverfið jaftiað við jöiðu. Þegar uppreisnin hófst vom aðeins eftir í hverfinu 70.000 manns af 380.000. Það var pólska stjómin, sem gekkst fyrir minningarathöfninni, og var til hennar boðið fulltrúum ERLENT margra ríkja, meðal annars Yitz- hak Navon, aðstoðarforsætisráð- herra ísraels. Þar var einnig þriggja manna sovésk sendinefnd undir formennsku Davíds Drag- unskíjs hershöfðingja. Flogið með nýjan sleða- hundastofn tilThule Godthaab. Frá Nils Jörgen Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins Í Grœnlandi. HERKÚLES-flutningaflugvél bandariska flughersins mun í dag fljúga með 220 sleðáhunda frá Jakobshavn á norðvestur- hluta Grænlands til Thulesvæð- isins. Veiðimenn á Thulesvæðinu hafa orðið að farga um eittþúsund sleða- hundum í vetur vegna sjúkdóms. í nokkmm eskimóabyggðum hefur orðið að farga níu hundum af hveijum tíu. Hefur það takmarkað mjög aðföng eskimóanna, sem lifa á veiðum. Bandaríkjaher flytur hundana endurgjaldslaust, en flugleiðin frá Jakobshavn til Thule er um 1.200 kílómetrar. Nokkrir veiðimenn frá Thule fóm til Jakobshavn til að velja hundana, sem verða notaðir til að byggja upp nýjan hunda- sleðastofn á Thulesvæðinu. í flug- vélinni verða einnig tvö tonn af hundafóðri, sem íbúar í Holsteins- borg gáfíi til að sýna samstöðu með veiðimönnunum í Thule.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.