Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasöíu 60 kr. eintakið. Stj órnarsamstarfið Miðstjómarfundur Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var um helgina, sýnir, að það er meiri órói innan Framsóknarflokksins vegna stjómarsamstarfsins og stöðu efnahagsmála, en menn gerðu sér grein fyrir. Eftir á að hyggja er þetta þó bæði skiljanlegt og eðlilegt. Framsóknarflokkurinn er viðkvæmari en aðrir stjóm- málaflokkar fyrir þeirri óánægju, sem búið hefur um sig á landsbyggðinni. Hann hefur jafnframt frá gamalli tíð haft sérstök tengsl við sam- vinnuhreyfínguna, sem á nú við mikil vandamál að stríða. Það er alveg ljóst, að lands- byggðin hefur átt undir högg að sækja hin síðari ár. Þar fínnst fólki öll völd og allt fjár- magn vera að sogast til Reykja- víkursvæðisins. Fasteignir hafa jafnvel lækkað í verði á lands- byggðinni og atvinnuástand erfítt sums staðar. Vandamál samvinnuhreyfíngarinnar tengjast þessari stöðu lands- byggðarinnar. Gífurlegur halla- rekstur kaupfélaganna á sl. ári kallar á skjót viðbrögð forystu- manna hennar. Af öllum þess- um ástæðum er skiljanlegt, að töluverður órói sé innan Fram- sóknarflokksins vegna stöðu mála. Niðurstaða miðstjómarfund- arins bendir hins vegar eindreg- ið til þess, að forystumenn Framsóknarflokksins hyggist halda fast við samstarfið innan núverandi ríkisstjómar. Sú ályktun, sem að lokum var sam- þykkt er svo opin, að hún veitir Steingrími Hermannssyni og félögum hans frjálsar hendur í samningum innan ríkisstjómar- innar. Sú afstaða forystumanna Framsóknarflokksins að halda óbreyttu samstarfí innan ríkis- stjómarinnar, þrátt fyrir tölu- verða óánægju innan flokksins er eðlileg og rökrétt. Þeir sjá auðvitað, að Framsóknarflokk- urinn á engan betri kost, eins og Alþingi er nú skipað. Þeim er ljóst, að Framsóknarflokkur- inn er ekki ömggur um að geta knúið fram nýjar þingkosning- ar, jafnvel þótt flokkurinn vildi stefíia að því. Loks er augljóst, að Framsóknarflokkurinn hefur enga tryggingu fyrir því, að nýjar þingkosningar mundu skapa aðra og betri möguleika á stjómarsamvinnu. Alþýðuflokkurinn kaus að efna einnig til fundar trúnaðar- manna sinna um efnahagsmál um þessa sömu helgi. Sá fundur bendir til þess, að Alþýðu- flokksmenn kjósi fremur aðrar leiðir í efnahagsmálum en gengislækkun. Ályktun fram- sóknarmanna bendir til þess, að þeir séu til viðræðu um aðr- ar leiðir en gengislækkun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gefið til kynna til hvaða ráðstafana iiokkurinn vilji grípa. Það kann að vera skyn- samlegt út frá því sjónarmiði, að það verður hlutverk Sjálf- stæðisflokksins og formanns hans að bræða saman ólík sjón- armið þriggja flokka innan ríkisstjómarinnar. Þorsteinn Pálsson verður í sterkari stöðu til þess, ef hann verður ekki sjálfur búinn að binda sig opin- berlega við ákveðnar hugmynd- ir og aðgerðir. Mestu skiptir, að ríkisstjóm- in standist þá freistingu að stíga skref aftur á bak í vænt- anlegum efíiahagsaðgerðum. Hugmyndir á borð við þær að hefta þá þróun til opins fjár- magnsmarkaðar, sem hér hefur staðið yfír í nokkur misseri, em einfaldlega óskynsamlegar. Hugmyndir um að hefta fjár- festingu með sérstökum fjár- festingarskatti em líka óraun- hæfar. Þetta em ráðstafanir af því tagi, sem vinstri stjómir fyrri ára gripu til. Þær eiga ekki við í nútímaþjóðfélagi. Hvort sem fólki líkar betur eða verr, stöndum við á vissum vegamótum. Við emm að upp- lifa breytingaskeið í atvinnulíf- inu, eins og Jón Baldvin Hanni- balsson sagði í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. Skammtímaráð- stafanir í efnahagsmálum hafa litla þýðingu, nema um leið sé gripið til aðgerða til þess að laga atvinnulífíð að nýjum og gjörbreyttum aðstæðum. Þær munu koma illa við marga fyrst í stað, en þær em óhjákvæmi- legar, ef við íslendingar eigum að verða samkeppnisfærir í samfélagi þjóðanna á næstu áratugum. Sú óvissa í stjómmálum, sem virtist vera að skapast fyrir miðstjómarfund Framsóknar- flokksins, er úr sögunni — í bili. Nú bíða menn þess að sjá, hveijar tillögur ríkisstjómar- innar verða. Þótt aðkallandi sé að grípa til ráðstafana, er þó skynsamlegt fyrir ríkisstjómina að flýta sér hægt. Nokkrar vik- ur til éða frá skipta ekki öllu máli, ef niðurstaðan verður vönduð og skynsamleg. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Krafan að unnið verði að markmiðum stj órnarsáttmálans - segir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins SKILABOÐ miðstjórnar Framsóknarflokksins til ráðherra og þing- manna, á fundi um helgina, voru þau að það væri ófrávíkjanleg krafa að framleiðsluatvinnuvegnnum yrði skapaður rekstrargrundvöllur með róttækum aðgerðum og að dregið yrði úr viðskiptahalla og byggðaröskun. Fundurinn var boðaður til að meta stjórnarsamstarf- ið og efnahagsástandið í landinu og dró Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og formaður flokksins niðurstöðu fundarins þann- ig saman að krafan væri um að unnið yrði að áðurnefndum markmið- um sem ríkisstjórnin hefði raunar sett sér i stjórnarsáttmálanum. I stjómmálaályktun fundarins er bent á ýmsar leiðir sem taldar eru færar til að ná settum markmiðum, þar á meðal gjald á ný mannvirki, hækkun húsnæðisvaxta, afnám lán- slgaravísitölu af nýjum fjárskuld- bindingum, og afnám hvers kyns vísitöluviðmiðun sem fyrst. Þá verði raforkuverð lækkað með lengingu erlendra lána, Byggðastofnun verði stóreflt og gert kleyft að breyta skuldum fyritækja á landsbyggð- inni og úttekt og tillögum Byggða- stofnunar um aðgerðir til að stöðva byggðaröskun verði hraðað. Segir síðan að ef ekki takist með sam- ræmaum aðgerðum að ná fram þeim árangri sem að er stefnt verði óhjákvæmilegt að aðlaga gengi krónunnar þeim aðstæðum sem ríkja í íslensku efnahagslífí, með nauðsynlegum aðgerðum. Fram- kvæmdastjóm flokksins var falið að fylgjast með framvindu þessara mála og boða miðstjóm til fundar að nýju svo fljótt sem unnt er. Ófögur mynd af efnahagsástandi A fundinum drógu ýmsir upp ófagra mynd af efnahagsástandi þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði að físk- vinnslufyrirtæki væru að stöðvast um allt land og hætta væri á stór- felldu atvinnuleysi ef ekki yrði brugðist skjótt við. Innlendur kostn- aður hækkaði stöðugt um leið og verð fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum hefði lækkað um 5-10%. Steingrímur Hermannsson tók dæmi af rekstri fyrirtækis ? sjávar- útvegi á síðasta ári sem sýndi að rekstrarskilyrði þess stórversnuðu í október á síðasta ári vegna hækk- un kostnaðarliða. Steii.grímur vitn- aði einnig í úttekt Boston Consult- ing Group á Álafoss hf. þar sem sagði að rekstrargrundvöllur þess fyrirtækis hefði versnað um 20-30% frá upphafí ársins 1987 þar til nú. Hann sagði einnig að fyrirtækið héldi því fram að gengi íslensku krónunnar væri 24-25% of hátt skráð. Fastgengisstefnan gagnrýnd í þeim umræðum á fundinum, sem opnar vom fréttamönnum, tóku allflestir ræðumenn í sama streng: að grípa yrði í taumana til að rétta við rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, að minnka við- skiptahalla, þenslu og koma í veg fyrir byggðaröskun. Margir ræðu- menn kenndu fastgengisstefnunni um hvemig komið væri. Guðmund- ur G. Þórarinsson alþingismaður sagði það alveg ljóst að fastgengis- stefna í 20-30% verðbólgu gengi ekki og væri mjög hættuleg og að fastgengisstefnan væri raunar hættulegasta efnahagstefnan sem hann hefði séð. „Við emm að borga niður verðbólguna í fastgengisst- efninni með eigin fé útflutningsat- vinnuveganna. Em menn tilbúnir að fóma útflutningsiðnaði, Flug- leiðum og ferðamannaiðnaðnum á altari fastgengisstefnunnar," spurði Guðmundur og sagði síðan að Framsóknarflokkurinn gæti ekki setið í ríkisstjóm með efnahagslífið og þróun þess áfram á þann veg sem nú er. Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður sagði að fastgengis- stefnan væri vitlaus og Þórður Ól- afsson formaður launþegaráðs Framsóknarflokksins á Suðurlandi sagði að fastgengisstefnan hefði brostið 1987 með samningunum við ríkisstarfsmenn. Viðskiptahallinn mikið áhyggjuefni Viðskiptahallinn var ræðumönn- um mikið áhyggjuefni. Steingrímur Hermannsson sagði að spá væri um 11-12 milljarða viðskiptahalla á þessu ári, og í því endurspeglaðist léleg staða útflutningsgreinanna og allt of mikil eyðsla þjóðarinnar. Hann sagði í því sambandi að ríkis- stjómin hefði brugðist í að skapa tiltrú á framtíð atvinnulífsins. Guð- mundur G. Þórarinsson sagði að íslendingar hefðu aukið heildar- skuldir okkar um 25% á tveimur ámm, á sama tíma og fískveiðar aldrei verið meiri eða tekjur þjóðar- innar og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar væri í veði. Bönd á fjármagnsmarkað Þá varð ræðumönnum tíðrætt um fíármagnsmarkaðinn og töldu nauðsynlegt að á hann yrði komið böndum. Steingrímur Hermannsson sagði að leyft hefði verið að taka erlend lán á föstu gengi og endur- lána þau á fjármagnsmarkaði með lánskjaravísitölu og háum vöxtum. Þeir sem borguðu þennan mismun væri í mörgum tilfellum neytendur, þar sem hægt væri að velta kosn- aði út í verðlagið. Það gætu út- flutningsgreinamar ekki þar sem þær væru bundar við fasta gengið. Steingrímur sagði að lánskjara- vísitölutryggða krónan væri einn sterkassti gjaldmiðill heims og sýndi það sig í því að erlendir fjár- málamenn teldu sér hag í að færa erlent fjármagn hingað og lána út. „Enda er það orðið svo í þessu þjóð- félagi að spekúlasjónir með fjár- magn er nánast eina arðbæra at- vinnugreinin sem við eigum," sagði Steingrímur. Hann lýsti þessum markaði og ýmsum afleiðingum sem hann hefði haft. Menn hefðu lent í hálfgerðum vítahring og þannig gengi það t.d. fjöllunum hærra að Davíð Scheving. Thorsteinsson ætti tíðar ferðir dag- lega með reikninga sem hann fengi inn til kröfukaupafyrirtækjanna og seldi þá með afföllum. Þórður Ingvi Guðmundsson framkvæmdastjóri Lindar hf. mót- mælti ýmsum fullyrðingum um fjár- mögnunarleigur og því að þær bæru ábyrgð á þeirri þenslu sem átt hefði sér stað á síðustu misser- um. Hann benti á að heildaríjárfest- ingar fiögurra fíármögnunarfyrir- tækja í vélum og tækjum hefðu á síðasta ári numið 3,5 milljörðum sem næmi 9% af heildarfjárfes- gingu á íslandi. Þar af hefðu 2,5 milljarðar verið teknar að láni er- lendis en 1 milljarður innanlands með skuldabréfum. Hann sagði að fjármögunarleigu- fyrirtæki gætu ekki tekið fé að láni í erlendri mynt og endurlánað það með lánskjaravísitölu þar sem þau yrðu að senda Seðlabankanum alla samninga sem þær gerðu við er- lenda lánardrottna og þau yrðu einnig að senda Seðlabankanum alla fíármögnunarleigusamninga sem gerðir eru í erlendri mynt. Þá væri einnig alrangt að ekkert eftir- lit væri með starfemi leiganna þar sem þau þyrftu að gefa Seðlabank- anum skýrslu um allar sínar fjár- festingar. Endurskoðuð byggða- stefna nauðsynleg Margir gerðu byggðaþróunina að umtalsefni og lýstu yfír áhuggjum vegna hennar. Gissur Pétursson formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna sagði nauðsyn á að endurskoða byggðastefnu flokks- ins, sem yrði að fela í sér strúktúr- breytingar, aukið fé í samgöngur, jarðgöng, síma, tölvuvæðingu o.s.frv. Sameina þyrfti sveitarfélög og kaupfélög. Unnur Stefánsdóttir formaður Landssambands fram- sóknarkvenna sagði brýnt að tengja saman stærri þjónustusvæði á Vest- fjörðum og Austfjörðum og mikil- vægt væri að fólk á þessum svæðum fengi sem fyrst svör við því hvenær ráðist yrði í samgöngubætur. Þá væri mikilvægt að hver landsfjórð- ungur kæmi sér saman um höfuð- stöðvar og með því héldist meira fíármagn og fleira fólk í byggðar- laginu. Menn bentu einnig á nauð- syn á jöfnun og lækkun raforku- verðs, á að styrkja þyrfti Byggða- stofnun og Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga og tilflutningi starfa frá þétt- býli til dreifbýlis. Pólitískur ágreiningur Forustumenn flokksins, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson, tóku það báðir fram að þeir teldu enga ástæðu til að ætla annað en að samstaða gæti tekist umn nauðsynlegar að- gerðir innan ríkisstjómarinnar og sagði Steingrímur að Framsóknar- flokkurinn myndi vinna að því af heilindum að svo mætti verða. Margir aðrir ræðumenn virtust ekki fyllilega sannfærðir um þetta og Morgunblaðið/BAR SteingTÍmur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins i ræðustól á miðstjórnarfundi flokksins vitnuðu sumir I árið 1982 þegar Framsóknarflokkurinn sat í ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsen. Þá hefðu aðrir flokkar ekki getað kom- ið sér saman um neinar aðgerðir. Nú þyrfti hinsvegar að bregðast skjótt við. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins sagði að samstarfsmenn flokksins virtust vera sallarólegir nú eins og þá og það væri veikleiki þessarar ríkisstjómar að ráðherrar fram- sóknarflokksins skipuðu ekki þau ráðuneyti sem ættu að hafa frum- kvæði um stjóm efnahagsmála. Hinsvegar hefðu kjósendur ekki kosið Framsóknarflokkinn til að hafa 12-15 milljarða viðskiptahalla á þessu ári, eða til þess að taka þá efnahagskollsteypu sem fram- undan væri ef ekkert væri að gert. Hann sagði þó að engir möguleikar hefðu verið á annari meirihluta- stjóm en raun varð á. Alþýðubanda- lagið hefði verið flakandi í sárum, Sjálfstæðisflokkur og Borgara- flokkur hefðu ekki getað unnið sam- an og Kvennalistinn hefði verið stikkfrí og væri raunar meiriháttar vandamál í íslenskum stjómmálum. Framsóknarflokkurinn hefði síðan starfað af heilindum í stjróninni meðan Jón Baldvin Hannibalsson færi um landið í bullandi kosninga- baráttu og Þorsteinn Pálsson væri í fýlu út í Steingrím Hermannsson. Jón Kristjánsson alþingismaður sagði að í ríkisstjóminni væri pólítískur ágreiningur milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um áherslur á hvar ætti að draga úr og erfítt væri að fá samstarfs- flokka til að viðurkenna það að ein- staklingar og fyrirtæki í þjóðfélag- inu þyrftu að draga saman seglin, einkum á Höfuðborgarsvæðinu þar sem fjárfestingin hefði farið úr böndunum. Hann sagðist þó vilja leggja áherslu á það að leysa ætti málin á grundvelli ríkisstjómarinn- ar og hann sagðist trúa því að þar væri hægt að taka á þessum málum en ef svo væri ekki yrði að láta sverfa til stáls. Ólafur Þ. Þórðarson sagði að í tæpt ár hefði staðið yfír dýrasta starfsþjálfunamámskeið hjá for- sætisráðherra en nú væri seinasta tækifærið til að ná fram þeirri breytingu sem nauðsynleg er svo Framsókn geti haldið áfram að styðja stjómina. Þórður Ingvi Guðmundsson sagði að ef ekki næðist samkomulag á næstu 60 dögum um efnahagsað- gerðir sem tryggðu áframhaldandi rekstrargmndvöll atvinnuveganna og útiýmingu viðskipahalla, ætti Framsóknarflokkurinn að ganga úr ríkisstjóminni og ganga til kosn- inga um þær tillögur sem lagðar yrðu fram á miðstjómarfundinum. Þórður Ólafsson sagðist óttast mjög að flokkurinn ætlaði að beygja sig fyrir samstarfsflokkunum í ríkis- sjóminni og sagðist ætla að veija landsbyggðina. Því legði hann fram tillögu um að miðstjómarfundurinn samþykkti, vegna þeirrar óvissu um hvort samstaða náist í ríkisstjóm til róttækra aðgerða í byggða-, at- vinnu-, efnahags- og fíármálum, að miðstjóm komi aftur til fundar eigi síðar en 10. júní 1988. Þessi tillaga var lögð til hliðar á fundinum en því bætt í stjóm- málaályktunina að fundurinn feldi framkvæmdastjóm Framsóknar- flokksins að fylgjast með framvindu þessara mála og boða miðstjómina til fundar að nýju svo fljótt sem ástæða þætti til. Óbreytt ástand - segir Málmfríður Signrðardóttir, þingmaður Kvennalistans „AÐ mínum dómi er ástandið óbreytt frá því sem var fyrir þennan miðstjórnarfund Framsóknarflokksins og þær hugmyndir sem fram koma í ályktun fundarins hafa allar komið fram áður,“ sagði Málm- fríður Sigurðardóttir, þingmaður Kvennalistans, er hún var innt álits á niðurstöðum miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um helgina. „Það var búið að hafa mörg stór orð um tilefni þessa fundar og vægi þessara málefna sem átti að ræða þar og gefið í skyn að mik- ið stæði til. En þetta virðist hafa koðnað niður í meðferðinni hjá þeim,“ sagði Málmfríður ennfremur. Málmfríður sagði að Framsókn- armenn hefðu ekki staðið við fyrir- heit um að á fundinum yrðu lagðar fram ákveðnar kröfur um aðgerðir í efnahagsmálum og því kvaðst hún ekki sjá, að þessi fundur hefðj nokkru breytt á sviði þjóðmála. „í ályktun fundarins eru settar fram ákveðnar hugmyndir, sumar já- kvæðar sem Kvennalistinn gæti í sjálfu sér tekið undir, en okkur fínnst að þessar hugmyndir séu afskaplega illa útfærðar í þessu plaggi. Það er til dæmis mjög óljóst hvað þeir eiga við með hugmynd- inni um tímabundið gjald á mann- virki önnur en íbúðarbyggingar. Hvað er átt við þama? Á að leggja tímaundið gjald á fiskeldisstöðvar, fjárhúsbyggingar eða skóla?“ Málmfríður benti ennfremur á að í ályktun miðstjómar Framsókn- arflokksins væri að fínna klaufaleg- ar og mótsagnakenndar athuga- semdir, til dæmis þar sem rætt er um hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. „Þar segir að hann skuli nýttur til að jafna aðstöðumun, en ég veit ekki betur en að það standi í lögum að þetta sé hlutverk hans,“ sagði Málmfríður. Aðspurð kvaðst hún ekki sjá að þessi fundur, né önnur fundarhöld stjómarflokk- anna um helgina hefðu breytt nokkru um stöðu ríkisstjómarinnar. „Þetta stjómarsamstarf hefur verið viðkvæmt og titrandi frá upphafí og ég sé ekki að þetta breyti nokkr- um sköpuðum hlut. Það má hins vegar segja að þessi ályktun mið- stjómar Framsóknarflokksins sé eins konar viðvörun til hinna flokk- anna og ekki nema gott eitt um það að segja að flokkar setjist niður og ræði starf og árangur ráðherra sinna í ríkisstjóm," sagði Málm- fríður Sigurðardóttir, þingmaður Kvennalistans. Allt loft farið úr Fratnsóknarflokknum - segir Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins „ÞESSU fundarboði Framsóknarflokksins fylgdu vissulega væntingar meðal fólks um að nú yrði tekið á aðsteðjandi vandamálum. En að honum afstöðnum virðist sem allt loft sé farið úr fundarmönnum og mér sýnist að tilgangurinn með fundinum hafi ekki verið neinn annar en sá, að vekja athygli á Framsóknarflokknum, og enginn veit hvert þetta loft hefur farið. Niðurstaðan af fundinum er eng- in,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, er hann var inntur álits á fundarhöldum stjórnarsinna nú um helgina. Albert sagði að staða ríkissljórnarinnar hefði ekkert breyst við þessi fundar- höld og að hún væri að sínum dómi áfram mjög veik. „StSða stjómarinnar hefur bara versnað ef eitthvað er“, sagði Al- bert ennfremur. „Það sem mér fínnst hins vegar furðulegast við atburði helgarinnar eru ummæli fíármálaráðherra, sem að mínum dómi eru algjörlega ábyrgðarlaus. Jón Baldvin er sá fiármálaráðherra sem hefur aukið útgjöld ríkisins mest allra svo lengi sem ég man. Hann hefur aukið útgjaldahlið fjár- laga úr 43 milljörðum króna í 65 til 67 milljarða og þar með skapað þennslu sem er að sprengja þjóð- félagið. Til að ná jöfnuði milli tekna °g útgjalda hefur hann aukið skatt- heimtu á fólkið í landinu sem nem- ur um 22 til 25 milljörðum á einu ári. Að hann skuli leyfa sér að tala eins og allt sé í lagi er svo ábyrgðar- laust að engu tali tekur og í raun- inni eru þessi ummæli ráðherrans það fréttnæmasta eftir þessa helgi. , Framsóknarflokkurinn er hins veg- ar ekkert öðruvísi en hann var fyr- ir þennan fund, nema að það er heldur minni vindur í honum,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins. * Framsóknarmenn bera mikla ábyrgð á ástandinu - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, segdr að núverandi efnahagsvandi sé að miklu leyti síðustu ríkisstjórn að kenna. Þess vegna beri framsóknarmenn að miklu leyti ábyrgð á þeim vanda, sem þeir krefjist nú Iausnar á með harðari aðgerðum. Fjármálaráðherra sagðist einnig telja að gengisfelling kæmi ekki til greina. Þetta kom fram í ræðu Jóns Baldvins á efna- hagsmálaráðstefnu fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavík á sunnudag. „Er það sanngjarnt af samstarfs- aðilum okkar í ríkisstjóm að brigsla okkur jafnaðarmönnum Um vilja- leysi til athafna, kjarkleysi eða úr- ræðaleysi? Stjómarmyndunarvið- ræðumar síðastliðið vor sýndu að milli okkar og framsóknarmanna var samstaða um að vilja jafnvel harðari aðgerðir í efnahagsmálum við upphaf stjómarsamstarfsins,“ sagði Jón Baldvin. „Felur krafan um harðari aðhaldsaðgerðir ekki í sér viðurkenningu á því að síðasta ríkisstjóm, undir forystu framsókn- armanna, hafí verið verri en af var látið fyrir kosningar? Staðfestir það ekki að Framsóknarflokkurinn ber, ef nokkuð er, meiri ábyrgð á því ástandi sem nú er við að fást en aðrir stjómmálaflokkar einfaldlega vegna þess að hann hefur setið í öllum ríkisstjómum á íslandi síðustu 17 ár?“ Jón Baldvin rakti nokkur atriði úr tíð síðustu stjómar, sem nú kæmu mönnum í koll, þar á meðal hrun Útvegsbankans, mikinn kostn- að við byggingu flugstöðvar í Kefla- vík, yfírtöku skulda Sjóefnavinnsl- unnar, offjárfestingu í orkumálum, halla á ríkisbúskapnum og óstjóm í landbúnaðarmálum, þar sem ekki væri spurt um það hvaða fé væri ætiað landbúnaðinum á fjárlögum, heldur eytt stjómlaust. Fjármálaráðherra sagði að efna- hagsaðgerðir núverandi ríkisstjóm- ar væm hins vegar nú þegar famar að bera árangur; dregið hefði úr verðbólgu, fíárfestingaráformum, útlánum, neyslukapphlaupi, inn- flutningi, launaskriði og samkeppni L’ um vinnuafl. Það væri fíarstæða að krefíast gengisfellingar nú, með henni væri komið aftan að launa- fólki í landinu, sem treyst hefði á verðhjöðnunarstefnu ríkisstjómar- innar við gerð kjarasamninga. Gengisfelling um 15% myndi koma verðbólgu í 50%, rýra kaupmátt um 7-8% og auka enn á erlenda skulda- byrði. Það væri líka út í hött að ætla að lækka vexti um leið og verðbólga ryki upp. „Það sem ríður á í þessu stjómar- samstarfi er að ná samstöðu um úrræðin, og ekki undir þrýstingi fjölmiðla eða sérhagsmunahópa, heldur að yfirlögðu ráði,“ sagði fjár- málaráðherra. Jón Baldvin sagði að tillögur miðstjómarfundar Framsóknar- flokksins væru sér ekkert nýnæmi, þær hefðu allar verið til umræðu í efnahagsnefnd ríkisstjómarinnar. „Það þurfti ekki að halda neinn fund til þess að fá þetta fram,“ sagði fiármálaráðherra. Framsóknarflokkiirinn hef- ur gefist upp á gagnrýninni - segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins „ÞESSl miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins skilar harla léttvæg- um árangri, ef árangur skyldi kalla. Maður veltir því í raun og veru fyrir sér hvers vegna fundurinn hafi verið haldinn, því hann hlýtur að gera hin stóru orð forystumanna Framsóknarflokksins ærið mark- laus á næstunni. Ég get að því leyti verið sammála Þorsteini Páls- sym að í þessari samþykkt miðstjórnar Framsóknarflokksins er ekki að finna neinar tillögur varðandi þann mikla vanda sem við er að etja í efnahagsmálum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður AI- þýðubandalagsins, um nýafstaðinn miðstjórnarfund Framsóknar- flokksins. Hann sagði að fundurinn sýndi að Framsóknarflokkurinn hefði gefist upp á að gagnrýna ríkisstjórnina og ekki þorað að leggja neitt undir. Sú ákvörðun Alþýðubandalagsins, að beita sér fyrir því að flutt verði vantrauststillaga á rikisstjómina, væri því enn rökrétt- ari nú, að loknum fundum tveggja stjórnarflokka um helgina og að fengnum yfirlýsingum forsætisráðherra. Ólafur Ragnar sagði að engar raunhæfar tillögur um lausn á að- steðjandi efnahagsvanda kæmu fram í ályktun miðstjómarfundar- ins. „Hins vegar er í slq'alinu rétt- mæt lýsing á hrikalegu ástandi í íslenskum efnahagsmálum, sem formaður Framsóknarflokksins líkti í janúar við bruna Rómaborgar. Hafí vandamál þá líkst brana era þau nú orðin að eldhafí sem era á góðri leið með brenna upp stóram þáttum f grandvallaratvinnuvegum okkar og eru að kippa stoðunum undan heilu byggðarlögunum," sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Hann sagði að þess vegna hefðu menn átt von á markvissari tillög- um, enda hefði það verið boðað af forystu Framsóknarflokksins. „En það gerðist ekki. í staðinn era sett fram ýmis almenn markmið, sem margir geta tekið undir, en fela ekki í sér neinar lausnir. Einnig er þama að finna safn af ýmsum hug- myndum um hinar og þessar aðger- ir í efnahagsmálum, sem margar hveijar má alveg skoða, en era utan við kjarna þessara stóra vanda- rnála." Aðspurður um stöðu ríkisstjórn- arinnar eftir atburði helgarinnar sagði Ólafur Ragnar meðal annars: „Stjómin er að því leyti til sterkari að Framsóknarflokkurinn hefur gefíst upp í gagniýni á ríkisstjóm- ina og ekki þorað að leggja neitt undir og þess vegna geta Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin hlakkað yfír niðurstöðum fundarins. En á hinn bóginn veikir fundurinn ríkis- stjómina á því sviði sem öllu máli skiptir, það er að segja getu hennar til að glíma við þau stóralvarlegu vandamál sem við íslendingar stöndum frammi fyrir. Því það er er auðvitað ekkert gamanmál að svo áhrifaríkur stjómmálaflokkur sem Framsóknarflokkurinn skuli -tí skila auðu blaði og þjóðin vera engu nær eftir þessa fundi Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins eða viðtölin við Þorstein Pálsson, hvort ríkisstjórnin ætlar yfír höfuð að gera nokkuð ogþá hvað. Sú ákvörð- un Alþýðubandalagsins, sem tekin var fyrir helgi, að beita sér fyrir því að vantrauststillaga verði flutt á ríkisstjómina er þvi enn rökrétt- ari nú að loknum fundum stjómar- flokkana um helgina og að fengnum yfírlýsingum forsætisráðherra. Umræðan um vantrauststillöguna m mun varpa skýra ljósi á þá stöðu sem þjóðmálin era komin í, annars vegar sundurþykka og aðgerðar- lausa ríkisstjóm og hins vegar hrikalegustu erfiðleika sem íslend- ingar hafa staðið frammi fyrir í langan tíma,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.