Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK 97. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Efnt tíl viðræðna um Æft fyrir 1. maí “ Á morgun, 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins, verður mikið um dýrðir á Rauða torginú í Moskvu ef að líkum lætur. Undirbúningur undir skrúðgöngur hefur staðið yfir síðustu daga og var þessi mynd tekin þegar liðsmenn úr Ríiuða hemum þrömmuðu fram hjá kirlqu heilags Basils inn á torgið og æfðu sig í að ganga hnarreistir fram hjá graf- hýsi Leníns. Uppi á því verða forystumenn Sovétríkjanna. Munu augu margra vafalaust beinast að Jegor Lígatsjov, öðmm valdamesta mann- inum í Kreml. Það er helst við hátíðleg tækifæri af þessu tagi eða jarðarfarir, sem unnt er að fá staðfestingu á stöðu manna í sovéska valdastiganum. HúnaríBern Bjamagryfjan í Bem, höfuðborg Sviss, er í senn einskonar tákn borg- arinnar og vinsæll viðkomustaður fyrir unga sem aldna. Þessir þrír húnar fæddust í janúar síðastliðnum. Á morgun, 1. maí, verður þeim hleypt úr búri sínu og síðan hafðir til sýnis í gryfjunni. Verða vafa- laust margir til þess að kasta til þeirra hnetum og öðm góðgæti áður en yfír lýkur. fnð í Angólu Lundúnum, Washington, Reuter. BRESKA utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að Angólumenn, Suður-Afríkumenn, Kúbumenn og Bandaríkjamenn hygðust efna tíl fundar í Bretlandi dag- ana 3. og 4. maí, þar sem undir- búnar yrðu viðræður um frið í Angólu. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að ekki yrði greint frá því hvar fundurinn yrði haldinn, en þau ríki sem að- ild eiga að stríðinu í Angólu hafa aldrei efnt til formlegs fundar um frið í Angólu áður. Utanríkisráðu- neyti Suður-Afríku gaf út yfirlýs- ingu um að Suður-Afríkustjóm liti svo á að á fundinum yrði fyrst og fremst fjallað um brottflutning kúbverskra hermanna frá Angólu Ungveijaland: Hamb org'ararnir halda innreið sína Búdapest, Reuter. JOZSEF Maijai, aðstoðarforsœtis- ráðherra Ungveijalands, opnaði í gær fyrsta McDonald-hamborg- arastaðinn þar í landi og lét vel af réttinum, Stóra Mac, sem hon- um var boðið upp á. Hamborgarastaðurinn, sem tekur 250 manns í sæti, er rekinn sameig- inlega af McDonald-fyrirtækinu bandaríska og Babolna, stærsta sam- yrkjubúinu í Ungveijalandi. Fram- kvæmdastjóri þess heitir Otto Baling, 36 ára gamall, og stefnir hann að því að slá metið, sem nýi hamborg- arastaðurinn í Belgrað í Júgóslavíu hefur sett en hann var opnaður 24. mars sl. Fyrsta daginn komu þar 7.500 viðskiptavinir og síðan hafa þeir verið 6.000 til jafnaðar daglega. Enginn hamborgarastaður í Evrópu hefur tæmar þar sem hann hefiir hælana. „Við erum vissir um að geta sleg- ið þeim við,“ sagði Baling. „Við ætl- um að ná 10.000." Vinnulaun eru lág í Ungveijalandi og verðið á hamborgurunum miklu lægra en það, sem gerist á Vestur- ímai öndum. í Austurríki kostar Stóri Mac rétt innan við 100 kr. ísl. en $ Búda- pest um 35 krónur. Ýmis önnur vest- ræn fyrirtæki hafa sett upp útibú í Ungveijalandi, t.d. vestur-þýska fyr- irtækið Adidas, franska tískufyrir- tækið Pierre Cardin og síðustu viku breska fyrirtækið Marks and Spen- cer. og því væri nauðsynlegt að fulltrú- ar Kúbumanna gætu verið við- staddir. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Charles Redman, sagði í gær að fulltrúar Kúbumanna yrðu hluti af sendi- nefnd Angólumanna. Tilkynningin um fundinn í Bret- landi fylgdi í kjölfar viðræðna Chesters Crockers, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Anatolíjs Adamishins, áðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, í Lundúnum, þar sem þeir ræddu málefni Angólu, Namibíu og ann- arra landa í sunnanverðri Afríku. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að Bandaríkja- menn hefðu beðið Breta að halda fundinn og hann bætti við að breska stjómin væri vongóð um að fundurinn gæti leitt til friðar í sunnanverðri Afríku. Talsmaðurinn sagði að á fund- inum yrði rætt um brottflutning þeirra 35.000 kúbversku her- manna sem taldir eru vera í Ang- ólu. Ennfremur yrði fjallað um hugsanlegt sjálfstæði Namibíu. Pólland: Starfsmenn tveggja stálvera til viðbótar hefia verkfall Varsjá, Bonn, Reuter. RÚMLEGA sex þúsund starfs- menn stálvers í Stalowa Wola og þijú þúsund starfsmenn útibús Lenin-stálversins f Bochnia fóru f verkfall f gær, fjörum dtfgum eft- ir að starfsmenn Lenfn-stálversins f Kraká ltfgðu niður vinnu. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, spáði f gær frekari vinnudeilum f Pól- Iandi þar sem verkamenn ættu við kommúnfskt stjórnkerfi að strfða sem hefði gert pólsku þjóðina að „beiningamönnum Evrópu". Heimildarmenn í Stalowa Wola segja að félagar í Samstöðu hafi tek- ið þijár deildir stálversins á sitt vald, þar á meðal tækjasal og skrifstofu stjómenda stálversins. Opinbera fréttastofan PAP skýrði frá því að stjómendur stálversins hefðu gefið út yfirlýsingu um að verkfallsmönn- unum yrði sagt upp hæfu þeir ekki störf að nýju. Áður hafði talsmaður pólsku stjómarinnar, Jerzy Urban, lýst yfir að verkfallið hefði ekki átt sér stað. í yfirlýsingu frá verkfallsmönnun- um í Stalowa Wola segir að þeir styðji starfsmennina í Lenín-stálver- inu. Þeir kreQast meðal annars að tjórir félagar í Samstöðu, sem reknir vom úr Lenín-stálverinu, verði end- urráðnir. Auk þess kreijast þeir þess að laun þeirra verði hækkuð um 20.000 zlotí, eða um 2.000 íslenskar krónur, á mánuði vegna mikilla verð- hækkana frá því í febrúar, þegar pólska stjómin hóf strangar efna- hagsaðgerðir. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í gær í viðtali við þýska dag- blaðið Bild að meiri kreppa væri í Póllandi nú en nokkm sinni áður og að stjómin neyddi Pólveija í verk- föU. „Ríkisstjómin gefur okkur ekki færi á öðmm leiðum til að beijast fyrir rétti okkar. Ég skammast mín fyrir að kommúnisminn hefur gert okkur að beiningamönnum Evrópu." Bandaríkin: Horfur á góðu hagvaxtarári Washington. Reuter. VÍSITALAN, sem gefur til kynna hvert stefnir I bandarisku efna- hagslifi, hækkaði um 0,8 stig í marsmánuði og bendir það til, að hagvöxtur verði góður á þessu kosningaári. í febrúar hækkaði vísitalan um 1,3 stig og segja eftiahagssérfræð- ingar, að hækkunin þá og í mars sýni, að bandarískt efnahagslíf hafi náð sér eftir verðhmnið f október. Hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hef- ur þvf verið 2,3% og er talinn verða svipaður á næstu mánuðum. Þessar tölur koma sér vel fyrir George Bush, væntanlegan forseta- frambjóðanda repúblikana, en fjár- málasérfræðingar hafa þó áhyggjur af, að hagvöxturinn sé of mikill og geti kynt undir verðbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.