Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1988, Blaðsíða 1
f BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1988 ÞRIDJUDAGUR S. JUU BLAÐ -B- KNATTSPYRNA l HM1994Í Bandaríkjunum Heimstmeistarakeppnin í knattspyrnu 1994 verður í Bandaríkjunum. Bandaríkin fengu tíu atkvæði í kosningu hjá framkvæmdarstjórn FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, í gær. Marokkó fékk sjö atkvæði og Brasilía tvö. Mikill áhugi er fyrir knattspymu í Bandaríkjunum, sem kom fram á Ólympíuleikunum í Los Angelse 1984, en þar var knattspyma vinsælasta íþrótta- greinin - flestir áhorfendur komu til að sjá knatt- spymuna. ■■■■■■■■■■■ Jón Arnar Magnússon náði mjög góðum árangri í Svíþjóð. May hættur sem þjálfari hjá KS Stjórnaði síðustu æfingunni á Siglufirði í gærkvöldi EDDIE May, sem þjálfað hef- ur KS í 2. deild íslandsmóts- insí knattspyrnu hefur hœtt störfum hjá félaginu. Hann hefur fengið gott atvinnutil- boö sem þjálfari í Englandi sem hann segist ekki geta hafnað. Stjóm Knattspyrnufélags Siglufjarðar vildi koma efitrfandi á framfæri vegna brott- hvarfs Eddie Mey: „Á stjórnarfundi hjá Knattspymu- félagi Siglufjarðar: gær var fallist á þá ósk þjálfara meistaraflokks félagsins, Englendingsins Eddie May, að hann fengi nú þegar að hætta störfum sem þjálfari meist- araflokks þar sem hann hefur fengið mjög freistandi atvinnutil- boð frá Englandi sem hann telur sig ekki geta hafnað. Eddie stjórnaði sinni síðustu æf- ingu í gærkvöldi. Stjórn félagsins vill undirstrika að þessi málalok eru gerð í sátt og smalyndi milli þjálfara og stjómar félagsins og vilt jafnframt nota þetta tækifæri til að þakka honum fyrir hans störf hjá KS og óska honum góðs gegnis á nýjum starfsvetvangi." FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jón Arnar varð IMorðurlandameistari Frammistaða Jóns Arnars vakti mikla athygli í Norrtálje í Svíþjóð JÓN Arnar Magnússon HSK varð Norðurlandameistari í tugþraut um helgina og setti nýtt íslenzkt unglingamet í leið- inni. Hann hafði yfirburði í keppninni. Jón Amar hlaut 6975 stig og bætti unglingamet Þorsteins Þórssonar ÍR, sem var 6.631 stig. „Frammistaða Jóns Amars vakti mikla athygli," sagði Kjartan Guð- jónsson, stjómarmaður í FRÍ, að- stoðarmaður Jóns Arnars og Auð- uns Guðjónssonar, HSK, á Norður- landamótinu, sem fór fram í Norr- tálje íu Svíþjóð. Næsti maður hlaut rúmlega 6.400 stig sem sýnir yfirburði Jóns Arn- ars. Hann hafði hlotið 3.820 stig eftir fyrri dag og var þá með 160 stiga forskot á Norðmann. Sá norski á það góðan árangur að búist var við að hann drægi Jón Amar uppi seinni daginn, en annað var uppi á teningnum. Árangur Jóns Arnars fyrri dag var sá að hann hljóp 100 metra á 10,81 sekúndu, stökk 6,91 í langstökki, varpaði kúlu 12,31, stökk 1,91 í hástökki og hljóp 400 metra á 50,86 sek. Keppnisveður var þá gott en seinni daginn var komin rigning og vindur í fangið. Þá hljóp hann 110 grind á 16,24, kastaði kringlu 37,28 metra, stökk 4,00 metra á stöng, kastaði spjóti 54,62 metra og hljóp 1500 metra á 4:58 mín. Auðunn keppti í flokki 21-22 ára, hlaut 6246 stig og varð sjötti. Ár- angur hans var, í sömu röð og hjá Jóni Arnari, 12,0-6,18-11,61-1,85- 52,90-16,06-34,16-4,20-42,50-4: 52,00 Kodak Stuöningsaölli Ölympluleikanna 1988 Vertu með í að styrkja Ólympíufara íslands. Það gerirðu með því að kaupa Kodakfilmu eða láta framkalla í neðangreindum verslunum - um leið færðu skafmiða sem getur fært þér skemmtilegan sumarvinning. Kodak Express Gæöaframköllun Hér færöu Kodak Express gæðaframköllun: Verslanir Hans Petersen í Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Lynghálsi. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Isafirði. Andrésar Nielssonar, Akranesi. Pedrómyndir, Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. Vöruhús KÁ, Selfossi. Kaupstaður í Mjódd: Hljómval, Keflavík. Radíóröst í Dalshrauni og á Linnetstfg, Hafnarfirði. Veda í Hamraborg, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.