Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 j : . • ■ ) \ V J , • > ; • r { y»I J ^ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. „Ríkisábyrgð á rekstrarlánum“ Heildarafli á íslandsmiðum eykst vart í bráð. Að því er bezt verður séð eru allir stærstu nytjastofnar nýttir að þeim mörkum sem veiðiþol þeirra stendur til. Hugsanleg aflaaukning miðast helzt, að dómi Hafrannsóknarstofnunar, við gulllax, spærling, kol- munna, úthafskarfa, langlúru, skrápflúru og tindaskötu, auk hryggleysingja svo sem krabba- og skelfisktegunda svo og ígulkeija. Hugsanlegt er að vísu að norska vorgotssíldin heQi ætisgöngur á íslandsmið aftur, en það er hvorki sýnd né gefín veiði enn sem komið er. Það var því fagnaðarefni þegar framtakssamir einstakl- ingar hófu fískeldi hér á landi. Rejmslan sýnir að þessi tiltölu- lega nýja atvinnugrein felur í sér mikla og margs konar möguleika. Hún getur orðið þjóðinni verðmæt framtíðar- auðlind, ef rétt er á málum haldið. í fjölriti frá Hafrann- sóknarstofnun segir að „sér- fræðingar telji að hafín sé ræktunarbylting í vatni og sjó, hliðstæð þeirri sem átti sér stað þegar jarðræktin tók við af hjarðbúskap og veiðimennsku," hvorki meira né minna. Landbúnaðarráðherra skip- aði í júnímánuði síðastliðnum sérstaka nefnd til að kanna starfsskilyrði fiskeldis á ís- landi. Tilefni þessarar athugun- ar var það, að ör uppbygging í starfsgreininni hafði steytt á nokkrum vanda, er meðal ann- ars varðar stofnkostnað, rekstrarkostnað, lánsfjármögu- leika og lánsfjárkostnað. Þann- ig segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands fískeldis- og hafbeitar- stöðva í samtali við Morgun- blaðið, að hlutfall rekstrarlána til þessarar starfsgreinar sé 50% hér á landi en 100% í sam- keppnislöndum. Hann segir og að fískeldi sé eina útflutnings- greinin, utan loðdýraræktar, sem greiða verði söluskatt af rekstraraðföngum, meðal ann- ars raforku. I Noregi, írlandi, Skotlandi og víðar eru og sérs- takir styrkir til stofnfram- kvæmda (25-30%). í áfangaskýrslu frá starfs- skilyrðanefnd fiskeldis segir að rekstur fískeldisfyrirtækja sé auðveldari í samanburðarlönd- um, þar sem fískeldisstöðvar eigi kost á lánum fyrir öllum rekstrarkostnaði, sums staðar með ríkisábyrgð á rekstrarlán- um. Höfundar skýrslunnar leggja til, samkvæmt frétt hér í blaðinu í gær, „að fískeldi hér á landi njóti ríkisábyrgðar á rekstrarlánum á sama hátt og tíðkast í Noregi, en þar nemur ríkisábyrgðin 45% að jafnaði, eða að stofnað verði sérstakt ábyrgðarfélag á vegum banka og sparisjóða". Tillögur þessar eru nú til umfjöllunar í ríkis- stjóminni. Eðlilegt er að samfélagið búi þessari nýju og mikilvægu at- vinnugrein jafnstöðu við hlið- stæð fyrirtæki í samkeppni- slöndum, eða sem líkust starfs- skilyrði, eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Aðgerðir stjóm- valda mega hinsvegar ekki ein- skorðast við vegvísi — fyrir atvinnugreinina — til ríkisfor- sjár. Það verður að teljast vafa- samt að ríkisábyrgð á rekstrar- lánum fyrirtækja, sem um er rætt í tillögugerð, sé hollráð. Það er hinsvegar vert athugun- ar, hvort stofna eigi ábyrgðar- félag, eins og tillögur nefndar- innar standa til, á vegum lána- stofnana, til dæmis með aðild heildarsamtaka eða fyrirtækja í framleiðslugreininni. Mergurinn málsins er sá, hér sem annarsstaðar, að búa þarf fyrirtækjum skilyrði til að standa á eigin fótum. Fyrirtæki verða ekki einungis að hafa tekjur á móti gjöldum. Þau verða jafíiframt að geta mynd- að eigið fé í rekstri. Það er nauðsynlegt til að lækka íáns- fjárkostnað, sem nú sligar íslenzkan atvinnurekstur, sem og til að mæta nauðsynlegri endurhæfíngu, tækniþróun og vexti fyrirtækjanna. Það er af hinu góða að ríkis- stjómir standi fyrir athugunum á rekstrarskilyrðum einstakra atvinnugreina. Fagleg úttekt af slíku tagi auðveldar stjóm- völdum stefnumörkun og ákvarðanatöku varðandi starfsramina fyrirtækja og at- vinnugreina í þjóðarbúskapn- um. Það er hinsvegar varasamt að einblína um of á ríkisforsjár- hugmyndir. Stjómmálamenn eiga og að ganga með gát í ábyrgð óútfylltra víxla - fyrir hönd skattgreiðenda í landinu. <* I 27 Opinber heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðhérra til Bandaríkjanna Madison-hótelið í Washinglon: Hóteleigandinn Is- landsvinur og hand- hafi Fálkaorðunnar Rennir fyrir lax 1 Haffjarðará á hverju sumri Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Frá komu Þorsteins Pálssonar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Frank Carlucci vamarmálaráð- herra tók á móti forsætisráðherra en mikill viðbúnaður var hafður vegna heimsóknarinnar. Lengst til vinstri er Ingvi Ingvarsson, sendiherra íslands í Bandaríkjunum. James F. Hennesse, yfirmaður heiðursvarð- anna, heilsar Þorsteini en á milli þeirra er Carlucci vamarmálaráðherra. MARSHALL B. Coyne er eig- andi Madison-hótelsins í Was- hington, en Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans, og fylgdarlið, búa á hótelinu. Co- yne þessi er mikill íslandsvinur og handhafi Fálkaorðunnar. Marshall B. Coyle, hefur komið til íslands reglulega síðustu 20 árin. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri lax- veiðimaður og færi reglulega í Haffjarðará, en áður var hann vanur að renna fyrir lax í Laxá í Kjós. Coyle var síðast á íslandi í liðnum mánuði, en veiðin reyndist ekki mikil, enda veður ekki hag- Forsætisráðherra í höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins: 200 manna heiðursvörður og fallbyssuguýi’ við móttökuna stætt til veiða. Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra var einnig við veiðar í ánni en hann er einn af mörgum kunningum Coynes á íslandi. Páll Jónsson, eigandi Pólaris, er náinn vinur Coyles, og einnig má nefna Val Amþórsson, kaup- félagsstjóra KEA og stjómarform- ann SIS, og Sigurð Hel'gason stjómarformann Flugleiða. Coyne sagði að frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti, væri einnig góður kunn- ingi. Madison hótelið er ekki eina homið sem Coyne þarf að líta í. Beint á móti hótelinu er skrifstof- ur hans en þar rekur hann sitt eigið fjárfestingarfyrirtæki. Coyne sagði að hann festi fé í fasteign- um, olíu- og gasfyritækjum auk annarra fyrirtækja. Washington. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚMLEGA 200 hermenn stóðu heiðursvörð fyrir Þorstein Pálsson, forsætisráðherra, þegar hann heimsótti vamar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, í gær. Frank Carlucci, varnarmálaráðherra, tók á móti forsætisráðherra og síðar áttu þeir fund saman og snæddu hádegisverð. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, kom til vamarmálaráðu- neytisins kl. 11.00 að staðartíma í gær og var mikill viðbúnaður hafður vegna þess. Á þriðja hundr- að sjálfboðaliða úr landhemum, flotanum, flughemum, strand- gæslunni, og landgönguliðinu, ásamt trambu- og homaflokki fót- gönguliða í búningum frá tímum Freisisstríðsins, stóðu heiðursvörð. Lúðrasveit flughersins lék þjóð- söngva íslands og Bandaríkjanna, um leið og 19 fallbyssuskotum var hleypt af til heiðurs forsætisráð- herra íslands. Að því loknu kannaði Þorsteinn Pálsson heiðursvörðinn, ásamt Frank Carlucci, vamarmálaráð- herra, og John F. Hannessee, yfir- manni heiðursvarðanna. Eftir að heiðursvörðurinn hafði verið kann- aður gekk trambu- og homaflokk- ur fótgöngönguliða fram og lék marsa. Að athöfninni lauk, hófst fundur Þorsteins og Carcuccis, en þeir snæddu einnig saman hádegis- verð. / heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra skoðaði heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna í gær. Þar hitti hann fjóra íslendinga sem vinna þar við rannsóknir. Á myndinni eru hjónin Snorri Þorgeirsson og Unnur Pétursdóttir ,bæði læknar við stofnunina en Þorsteinn er á milli þeirra. Ingvi Ingvarsson er lengst til hægri. Á neðri mynd- inni skoðar forsætisráðherra sýni í smásjá. Forsætisráðherra átti fund með með utanríkisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gærmorgun. Hádegisverður í Hvíta húsinu: Dyrnar voru læstar! ÞEGAR Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ætlaði að bjóða Þorsteini Pálssyni, for- sætisráðherra, til hádegisverð- ar á miðvikudag, eftir að form- legum fundi þeirra lauk, var ekki eins auðvelt að komast út og inn í borðstofuna og ætlað var. Dymar voru læstar! Þegar í ljós kom að dymar voru harðlokaðar og að ekki væri hægt að opna þær án lykils, kom starfsmaður Hvíta hússins að og hafði Reagan þá á orði að þar kæmi Lykla-Pétur sjálfur. Sá lyk- ill gekk þó ekki að skránni og þurfti hersingin því að ganga til borðstofu um aðrar dyr áður en yfir lauk. A fundi með Carlucci $!ͧ!ÍíSS$SS!!$Í Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Frá fundi Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra með Frank Carlucci varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Á myndinni eru meðal annarra Nicholas Ruwe, sendiherra Bandarílganna á íslandi. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir AGUST ÁSGEIRSSON Teppa í flugumferð á frekar eftir að aukast Jafnframt telja forsvarsmenn ECAC og flugfélaga að nauðsyn- legt sé að stækka flugvelli og afkastagetu þeirra og að einka- flug og flug fyrirtækjaflugvéla verði ekki leyft á stóra farþega- völlunum. Einnig að reglum um lendingartíma verði breytt þannig að nýjum hljóðlátum þotum verði leyft að lenda að næturlagi. Samgönguráðherrar EB-ríkja komust að þeirri niðurstöðu á fundi í sumar að aðgerða væri þörf, en það sem einkum hefur staðið í vegi úrbóta er tregða ríkis- stjóma til að afsala sér að ein- hveiju leyti yfirráðum yfir loft- fymi viðkomandi lands. Engin yfirstjórn í Evrópu er engin stofnun sem hefur með sameiginleg flugmál álfunnar að gera, eða hefur sams- konar hlutverki að gegna og t.d. bandaríska flugmálastjómin. Þannig fer samræming flugleið- sögukerfís og -þjónustu ekki fram undir einum hatti, eins og t.a.m. MEIRI röskun varð á flugumferð I Evrópu í sumar og að öllu óbreyttu er búist við enn frekara raski í framtíðinni vegna gífur- legrar aukningar i farþegaflugi. Fjölgun farþega nemur á annan tug prósenta á ári en flugvallarmannvirki hafa ekki stækkað að sama skapi og á það sínar skýringar á flugumferðarteppunni. Flugrekstaraðilar hafa áhyggj- ur af þróuninni. „Miðað við 5% árlega farþegaaukningu, sem er varlega áætlað, tvöfaldast far- þegafjöldinn á 12 árum. Hins veg- ar hafa engar ráðstafanir verið gerðar til þess að taka við þeim á jörðu niðri,“ segir David Kyd, talsmaður Alþjóðasamtaka flug- félaga (IATA). Fulltrúar flugfélaga og flug- valla munu koma saman til fund- ar með fulltrúum Evrópsku flug- málastofnunarinnar (ECAC) í London innan skamms og ræða um hugsanlegar leiðir til að af- stýra álíka teppu í flugumferð næsta sumar og verið hefur við- varandi í ár. Teppan hefur lýst sér í miklum seinkunum, sem einkum og sér í lagi hafa bitnað á farþegum í leiguflugi. Á tíma- bili var t.a.m. allt að 10 stunda seinkun daglegt brauð. Töf á ein- um áfangastað hefur í för með sér keðjuverkun og enn frekari seinkun annars staðar. Verkföll grískra og franskra flugumferðar- stjóra í sumar gerðu síðan illt verra. Mikil farþegafjölgun „Þegar 20-25% farþegaaukn-. ing á sér stað á tveimur árum hlýtur sú viðbót að hafa mikil áhrif í samgöngukerfí, sem mátti ekki við aukningunni. Áfköst voru í hámarki fyrir aukninguna. Það er því hætt við að teppa, sem áður átti sér aðeins stað á mesta annatíma í júlí og ágúst verði við- varandi frá páskum fram á haust á næstu áram,“ sagði David Kyd. Hann segir helztu orsakir far- þegaaukningarinnar þá að fólk ferðist í auknum mæli í frí sínu og mikil aukning hafí orðið á ferðalögum manna í viðskiptaer- indum. Með afnámi ýmissa hafta og vemdaraðgerða í ríkjum Evr- ópubandalagsins, sem talið er að leiði til aukinnar samkeppni í flugi, er búist við enn meiri far- þegafjölgun. Samkvæmt upplýsingum ECAC, sem hefur höfíiðstöðvar í París, eru flutningar og flugum- ferð mun meiri en talið var fyrir áratug að yrði viðráðanlegt við núverandi aðstæður. Nú benti hins vegar allt til að flutninga- kerfíð væri þanið til hins ítrasta. Tafimar og umferðarálag á viss- um flugleiðum væru til marks um það. Einnig hefði tilvikum flölgað þar sem leigið hefur við flug- árekstri. Leiðir til úrbóta? Búist er við að ECAC-fundur- inn í London leggi til að loftrýmið verði betur notað, einkum stórir hlutar þess, sem verið hafa frá- teknir eingöngu fyrir æfingaflug herflugvéla. Ennfremur að leiða- kerfíð í flugi verði endurskipulagt með alla Evrópu í huga en hingað til hefur það verið skipulagt fyrir hvert land fyrir sig og án tillits til umferðar milli landa. Einnig að samstarf flugumferðarstjóra verði aukið, en skref var stigið í þá átt á þessu ári þegar komið var upp svokölluðu beinu síma- sambandi milli stærstu flugvalla. við flugfélögin og opnuðu nýjar flugleiðir fyrir farþegaþotur í loft- rými herflugvéla og létti það álag af öðram leiðum. Ósveigjanleiki IATA hefur einnig lagt til að reglum um lendingartíma verði breytt þann veg að nýjum hljóðlát- um þotum verði að minnsta kosti heimilt að lenda hvenær sem er sólarhringsins. Flugfélög hafa fjárfest gífurlega í nýjum þotum sem uppfylla nýjustu hávaðakröf- ur en ekki hefur verið komið til móts við þau með meiri sveigjan- leika í lendingartíma. Á móti kem- ur að íbúar í nágrenni flugvalla og umhverfísvemdarmenn hafa haldið uppi miklum áróðri fyrir frekari takmörkun á flugumferð. Sömuleiðis hefur þrýstingur frá umhverfísvemdarmönnum tor- veldað stjómvöldum að ráðast í stækkun flugvalla eða byggingu nýrra. Síðasti völlurinn, sem tek- inn var í notkun í Evrópu, er flug- völlurinn við Knock á írlandi, en hann var vígður í hitteðfyrra. Eini nýi flugvöllurinn, sem ráðgert er að reisa, er í MÚnchen í Vestur- Þýzkalandi. Á byggingu hans að Myndin er dæmigerð fyrir ástandið á Gatwick-flugvellinum í London þegar tafir urðu í flugi til og frá vellinum. í Bandaríkjunum, þar sem nýlega var ákveðið að veija 3,6 milljörð- um dollara, 170 mílljörðum íslenzkra króna, til þess að endur- bæta leiðsögukerfið. Eina fjölþjóðastofnunin í Evr- ópu er Evrópska flugleiðsögu- stofnunin, Eurocontrol, í Brússel, en hún sér einungis um ráðningu starfsmanna í flugstjómarmið- stöðina í Maastricht í Hollandi. í haust er ráðgerður fundur sérstakrar flugnefndar NATO þar sem tekin verður afstaða til óska um að bandalagið gefi eftir loft- rými, s'em frátekið er fyrir her- flugvélar. Alþjóðasamtök flugfé- laga (LATA) hafa boðið upp á býti til þess að afnema megi ýmsa flöskuhálsa í háloftunum. Itölsk yfírvöld komu í sumar 'til móts ljúka árið 1991. Frá því ákvörðun var tekin um að reisa flugvöllinn hefur hönnuninni verið breytt og hann verulega minnkaður vegna andstöðu og þrýstings umhverfis- vemdarmanna. Hvað sem líður er ljóst að teppa á fremur eftir að aukast á helztu flugleiðum í Evrópu á næsta ári, nema rótttækar breytingar á leiðakerfí og undanþágur frá regl- um um lendingartíma komi til. Farþegar mega áfram búast við miklum seinkunum, sérstaklega í leiguflugi. Allt bendir til að um- ferðin aukist og farþegum fjölgi hraðar en úrbætur í leiðakerfí og á flugvöllum. Byggt ú International Herald Tribune.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.