Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 29
sSM ••> -- ' 'x-y} ' ■ . •t - , : >HÓWKnÍ8LAÐIÐ, LAU0ARÐAGUB /2?. ÁGÚST 1988 ■rZttpfr SUN8LAÐ1B, IAUGARÐÁGUR 27. -ÁG0sT 1988 ' - V' ‘ ' JKtfvgmiIfó&tfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Afistofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti- 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Samráð ráðherra og ASÍ Ibyrjun vikunnar lagði ráð- gjafamefnd ríkisstjómar- innar um efnahagsmál tillögur sínar fyrir forsætisráðherra. Þar er meðal annars komist þannig að orði: „Nefndin legg- ur til að kannað verði til hlítar hver áhrif 9% lækkun á laun- um og launatengdum liðum gæti haft í för með sér til lækkunar á verði vöm og þjónustu." Með þessum orðum víkur nefndin að niðurfærslu- leiðinni, sem sett hefur mest- an svip á umræður um efna- hagsmál undanfama daga og vikur. Eins og á orðalaginu sést gera nefndarmenn sér grein fyrir því, að ekki er auðvelt að ráðast í jafn stór- tæka aðgerð og þá að lækka laun um 9%. Þeir hvetja á hinn bóginn til þess að áhrif þess séu könnuð til hlítar og telja síðan upp 13 liði, sem kunni að vera unnt að lækka auk launanna. Við uppgjör á þessu dæmi þarf að líta til fleiri þátta en hinna efnahagslegu. Stjóm- málamenn eiga að vera í stakk búnir til að taka ákvarðanir um þessi efni með þeim hætti að til sem minnstra árekstra leiði og þær skili sér í verki. I sumum tilvikum er talið rétt að setja lög á grundvelli ein- hliða ákvarðana, í öðmm er talið nauðsynlegt að efna til samráðs við aðila utan stjóm- arherbúða, áður en komist er að niðurstöðu. Hefur ráðist af ýmsu undanfarin ár, hvort til slíks samráðs er stofnað. Fyrir réttum tíu ámm setti ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, þar sem sátu ráðherrar frá Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki, reglur um sam- ráð við aðila vinnumarkaðar- ins. Þótti mörgum þá töluvert til slíkra starfsreglna koma. Síðan hefur verið horfíð frá þeim í verki. Hafa ríkisstjóm- ir oftar en einu sinni tekið einhliða af skarið um kjara- samninga og kjaramál við mismunandi mikla hrifningu forystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar. Nú í vor vom sett bráðabirgðalög, þar sem kjarasamningar em til dæmis framlengdir til 10. apríl 1989 og verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnu- stöðvanir, eða aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan mála en lögin mæla fyrir um em lýstar óheimilar. Snerist verkalýðs- hreyfingin harkalega gegn þessu og bar meðal annars upp kæm gegn ríkisstjóminni í Alþjóðavinnumálastofnun- inni. Viðbrögð stjórnarflokk- anna þriggja við tillögum ráð- gjafamefndarinnar og ábend- ingum hennar um niðurfærslu vom á þann veg, að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokk- ur vildu að gengið yrði beint af augum en Sjálfstæðisflokk- urinn lagði til að efnt yrði til samráðs við Alþýðusamband íslands (ASÍ). Forseti Al- þýðusambandsins var fyrir miðstjómarfund þess mjög andvígur hugmyndinni um niðurfærslu og töldu ýmsir að forsætisráðherra og sjálf- stæðismenn væm að hafna niðurfærslu með málskoti til Alþýðusambandsins. Mið- stjóm ASÍ féllst hins.vegar á að ræða við stjómvöld og í gærmorgun gekk hún til fund- ar við ráðherra. Er niðurstað- an sú að breytingum á launum og verðlagi sem áttu að koma til sögunnar 1. september næstkomandi er frestað. Jafn- framt munu fulltrúar ASÍ ráðgast frekar við ríkisstjóm- ina eða fulltrúa hennar. Ráðgjafamefnd ríkisstjóm- arinnar hefur verið kölluð „forstjóranefndin" ekki síst af forystumönnum launþega. í því orðavali fellst að minnsta kosti ábending um að tillögur nefndarinnar taki fremur mið af hagsmunum atvinnurek- enda en launþega. í viðræðum ríkisstjómarinnar við fulltrúa ASÍ kann að takast að sníða þá vankanta af tillögum ráð- gjafamefndarinnar, sem tals- menn launþega geta ekki samþykkt. Er þá betur af stað farið til slíkra fundahalda en heima setið. Um það grund- vallaratriði ættu þó allir að geta veríð sammála, að þeim mun fleiri sem leggja fram krafta sína þeim mun öflugra ætti átakið að vera við að þoka þjóðarskútunni úr núver- andi þrengingum. Morgunblaðið/Ami Sæberg. Svipmynd frá miðstjómarfundinum. Á myndinni em f.v. Sigríður Anna Þórðardóttir, Salóme Þorkelsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Þor- steinn Pálsson, Ami Sigfússon og Garðar Rúnar Sigurgeirsson. Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins: Efasemdir um að viðræður um niðurfærslu skili árangri Á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í Valhöll síðdegis í gærdag komu fram efasemdir hjá ýmsum um að viðræður þær sem nú fara í hönd ríkisstjóraarinnar og fulltrúa launþegasam- taka muni skila þeim árangri sem að er stefnt. Samstaða varð um að reyna niðurfærsluleiðina til þrautar í stað hefðbundnari leiða sem reyndar hafa verið áður. „Ég varð ekki var við annað en að nokkur einhugur væri um að reyna þessa leið til þrautar," sagði Björn Þórhallsson. Undir þetta tóku þau Ragnhildur Helgadóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Ami Sigfússon er Morgunblaðið ræddi við þau að lokn- um miðstjómarfundinum. Ymsir vankantar Bjöm Þórhallsson segir að ljóst sé að ýmsir vankantar séu til staðar á niðurfærsluleiðinni. Hann nefnir sem dæmi kauplækkanir á launum þeirra lægstlaunuðu og segir að rætt hafí verið um á fundinum að ef nokkur leið væri til að hjálpa þessu fólki umfram aðra væri slíkt æskilegt. Hvað varðar spuminguna um hvort af niðurfærslunni verði eða ekki metur Bjöm hana þannig: „Til- raun til þess að reyna niðurfærsluna verður áreiðanlega gerð. En hvort menn ná saman um þessa leið get ég ekki fullyrt um. Eg er viss um að allir aðilar vilja af heilum hug reyna þetta fremur en hinar hefð- bundnu aðferðir." Hvað varðar hin jákvæðu viðbrögð ASÍ við beiðni um samráð segir Bjöm að hann sé viss um að mörgum hafi komið þau dáldið á óvart. Hann bendir hinsvegar á að viðbrögðin séu ekki jákvæðari en svo að menn vilja ræða málið áfram og þykir klaufa- legt að kasta alveg frá sér möguleik- anum að hafa áhrif á hvað verður ofaná í þessum efnum. Mikil samstaða Salóme Þorkelsdóttir segir að á fundinum hafí ríkt mikil samstaða um viðhorf formanns flokksins í málinu... „Að mínu mati standa allir einhuga á bak við hann í þessu máli,“ segir hún. Salóme segir að þótt allir séu sammála um að reyna niðurfærsluleiðina til þrautar séu ýmsir þættir í henni sem á eftir að skýra betur. Hún segir að viðbrögð ASÍ hafí komið sér ánægjulega á óvart miðað við það sem Asmundur Stefánsson hafði áður sagt um mál- ið. „Fólk gerir sér grein fyrir því núna að verið er að jafna niður tapi en ekki gróða. Ef niðurfærsluleiðin verður farin er ég bjartsýn á að hún muni ganga upp enda ekki ástæða til annars. Þá verður væntanlega komið í ljós að þessi leið er fær,“ segir Salóme. Niðurfærslan verður reynd Ragnhildur Helgadóttir er þess fullviss að niðurfærsluleiðin verði reynd. Hún segir að forsætisráð- herra hafí stigið mikilvæg skref í þá átt. „Það kom strax fram hjá forsætisráðherra að ekki kæmi til greina að hækka vexti af húsnæðis- lánum. Hérlendis er stór hópur fólks þar sem þetta atriði skiptir miklu máli,“ segir hún. Ragnhildur telur að forsætisráð- herra hafí tiltrú launþegasamtak- anna sem er afar mikilvægt til þess að niðurfærsluleiðin beri árangur, reyndar hvaða leið sem farin er. Þessi mál verði að vinna í samstarfí við almenning í landinu því að engin leið getur skilað fullum árangri á öllum vígstöðvum nema svo sé. Ragnhildur segir að á fundinum hafí hún skýrt frá því sem kom greinilega fram á fundi þeirra kvenna í Reykjavík sem gegna trún- aðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, um málið, að það væri samdóma álit þeirra að hvaða leið sem yrði valin væri mikilvægast að vemda hagsmuni þeirra karla og kvenna sem lökust hafa kjörin. Ragnhildur segir að fyrir liggi að niðurfærsluleiðin verði ekki farin nema um hana náist víðtæk sam- staða. Náist slík samstaða á annað borð telur hún að leiðin muni ganga Upp Fagna samráði við verkalýðshreyfinguna Ámi Sigfússon segir að hann fagni því að samráð skuli haft við verkalýðshreyfínguna. Það eina sem Jón Baldvin og Steingrímur voru sammála um var að hafa ekki sam- ráð við verkalýðsshreyfinguna. Tek- ist hafi að bijóta það á bak aftur. „Þott ýmsar efasemdir séu uppi um niðurfærsluleiðina er þó dagljóst að án samráðs við verkalýðshreyf- inguna er sú leið út í hött,“ segir hann. Hvað viðbrögð ASÍ varðar segir hann að þau hafí tvímælalaust komið sér á óvart einkum með hlið- sjón af fyrstu viðbrögðum Ásmundar Stefánssonar í málinu. „Ef fullt samráð næst við verka- lýðshreyfínguna held ég að þessi leið sé sú skársta sem til er í dag. Menn hér á fundinum veltu því fyrir sér hvort fara ætti þessa leið eða hinar hefðbundnu. Um það voru ekki verulega skiptar skoðanir. Menn lýstu yfír ánægju með hvemig Þorsteinn Pálsson hefur haldið á málinu og vom almennt ánægðir með framgang mála hingað til,“ seg- ir Árni. I máli Áma kom fram að hann telur að menn geri of mikið úr um- ræðunni um niðurfærsluna sem slíka. Ef ríkisstjómin taki sig ekki saman í andlitinu og framkvæmi verulegan niðurskurð hjá sjálfri sér sé niðurfærslan út í hött. Ríkisstjóm- in verður að fara að sýna sterkara fordæmi í aðhaldi og sparsemi en hún hefur gert. Frammistaða ríkis- stjómarinnar hingað til í þessum eftium er ekki til þess fallin að vekja vonir um að niðurfærslan gangi upp. Undirbúningur mouriærsiu gæti tekið allt að tvo mánuði JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra segir að flestar stærðir, sem tekið verði á í niður- færslu launa og verðlags, miðist við mánaðamót þótt hægt sé að taka ákvarðanir um slíkt fyrr. Samkvæmt þessu yrði niður- færsluleið í fyrsta lagi fram- kvæmd um mánaðamót september og október, ef ákveðið verður að fara hana, og samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er jafnvel gert ráð fyrir að tvo mánuði þurfi til að undirbúa niðurfærslu og hnýta lausa enda. Jón Baldvin Hannibalsson sagði við Morgunblaðið að frestun á hækk- unum 1. september ynni tíma. Ekki hefði verið hægt að hleypa þeim hækkunum út í verðlagið ef menn ætluðu í alvöru að hafa svigrúm til að skoða og taka ákvörðum um nið- urfærslu skömmu seinna. Jón Baldvin sagði að við fram- kvæmd verðstöðvunar yrði miðað við verðtöku Verðlagsstofnunar eftir miðjan ágúst. Verðskráningin yrði kynnt rækilega og síðan fylgst mjög náið með úrtaki á verðlagi og það kynnt. Óskað yrði eftir því að allur almenningur styðji við verðlagseftir- litið. „Það eru 20-25 manns sem vinna að verðskráningu og verðlagseftirliti en verslanir skipta mörgum þúsund- um og því þurfum við á því að halda að öll þjóðin, neytendur, leggi okkur lið, veiti okkur aðhald og komi upp- lýsingum á framfæri," sagði Jón Baldvin. Hann bætti við að það myndi ekki standa á sér sem fjármálaráð- herra að verja fé til þess að ij'ölga starfsmönnum Verðlagsstofunar þar sem þar væri unnið þjóðþrifastarf. Jón Baldvin sagði síðan að nafn- vaxtalækkunin 1. september „með handafli" styddist við rök. Verð- bólgubylgjan eftir gengisfellinguna í maí væri að hjaðna og ef verðlag yrði stöðugt á næstunni væri kominn raunhæfur grundvöllur undir lækkun nafnvaxta. „Auðvitað eru á bak við þetta vonir um það, að ekki aðeins stöðvun verðlags heldur einnig niður- færsla verðlags og lækkun láns- kjaravísitölu í fyrsta skipti í sög- unni, verði til þess að skapa hér andrúmsloft sem leiðir að lokum til lækkunar raunvaxta," sagði Jón Baldvin. Aðspurður um áætlun Þjóðhags- stofununar um lækkun verðlags í kjölfar launalækkana, sagði íjár- málaráðherra að þær næðu aðeins yfír fyrsta þátt dæmisins. Forsendur stofnunarinnar væru aðeins þær að verðlækkun stafí af lækkun launa- þáttarins í verðlaginu en í kjölfarið yrði um mikla lækkun á aðföngum, og einnig yrði að taka tillit til lækk- unar á gjaldskrám opinberra fyrir- tækja. Þá gætu fleiri atriði orkað í átt til verðlækkunar. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra benti á, í Morgunblaðinu í gær, að drög að íjárlögum næsta árs hefðu ekki sést enn, en aðhaldssöm fjárlög væru grundvöllur niður- færsluleiðar. Um þetta sagði fjár- málaráðherra að hann hefði spurt einn af gamalreyndum starfsmönn- um sínum hvemig flárlagagerð hefði verið háttað á árum áður og fengið m.a. það svar að á þessum tíma hefði ekki einu sinni verið farið að hugsa til þess að það ætti að fara að vinna að undirbúningi fjárlaga. Hann sagði að drög að fjárlögum, miðað við svipað umfang og á síðasta ári, hefðu þegar legið fyrir í tvær vikur. í ráðgjafamefnd ríkissjómar- innar hefði hins vegar verið lögð á það höfuðáhersla að niðurfærsluleið yrði að fylgja verulegur samdráttur í útgjöldum ríkissjóðs. „Ég er sam- mála þessu, forsætisráðherra leggur á þetta höfuðáherslu og ríkisstjómin í heild segist vera sammála þessu; þetta þýðir ósköp einfaldlega að nú vinnum við að fyrstu gerð fjárlaga- frumvarps á þessum försendum. Við gerum ráð fyrir þvf að þessu verki miði þannig að í byrjun næstu viku verði fj árl agafru mv arp á þessum for- sendum kynnt með hefðbundnum hætti,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Morgunblaðið/KGA Miðstjórn ASÍ: Sæst á viðræður til að geta metið frekari viðbrögð ÁSMUNDUR Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands sagði eftir fund miðstjómar ASÍ með formönnum stjórnarflokkanna að talsvert vanti upp á að ríkisstjórn- in hafi gefið skýr svör um til hvaða aðgerða hún ætlaði að gripa til lengri tíma. Sæst hafi verið á frekari viðræður við ríkisstjórn- ina svo hægt væri að meta frek- ari viðbrögð þegar raunverulega væri vitað hvað yrði ofan á. . Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur fulltrúa ASÍ og ráðherra verður en Ásmundur gerði ráð Mun gæfulegri leið en gengisfelling -segir Guðmundur J. Guðmundsson GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands segir að þeim finnist nið- Fagna því að ASÍ er til- búið til frekara samráðs - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segist fagna þvi að mið- stjóra ASÍ sé tilbúin til áfram- haldandi samráðs við ríkisstjóm- Landssamband iðnverkafólks: Berum ekki byrðam- ar af óráðsíu annarra LANDSSAMBAND Iðnverkafólks sendi frá sér þessa ályktun: Fundur í stjóm Landssambands iðn- verkafólks, haldinn 25. ágúst 1988 varar alvarlega við og mótmælir öll- um áformum um kjaraskerðingu hjá verkafólki. Það er augljóst að verkafólk sem tekur laun samkvæmt kauptöxtum á bilinu 35-45 þúsund á mánuði getur ekki og á ekki undir neinum kring- umstæðum að taka á sig byrðamar af óráðsiu og bruðli annarra. Fólk á taxtakaupi er vamarlaust gagnvart slíkum aðgerðum og yrði þvi gjald- þrot og eignamissir hlutskipti hundr- uða heimila þrátt fyrir margrómað góðæri. ina um þá meginhugmynd að efna- hagsaðgerðum sem sett hafi verið fram. Hann lagði áherslu á það, eftir fund formanna stjórnar- flokkanna með miðstjórn ASl, að mjög mikilvægt væri að reyna til þrautar að fara niðurfærsluleið og um það væri alger samstaða milli stjórnarflokkanna. Formenn stjómarflokkanna, þeir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson utanríkis- ráðherra og Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra, sátu í gær- morgun fund með miðstjóm ASÍ. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sat einnig fundinn þar sem Steingrímur Hermannsson þurfti að vfkja af fundinum um tíma vegna heimsóknar varautanríkisráðherra Kína. Eftir fundinn sagði Þorsteinn Páls- son að aðilar væm sammála um að halda viðræðum áfram en það væri óskuldbindandi um niðurstöðu af beggja hálfu. „Við gerðum grein fyr- ir því að ríkisstjómin myndi taka ákvarðanir um frestunaraðgerðir núna um þessi mánaðamót, ef grund- völlur væri fyrir áframhaldandi sam- ráð, og niðurstaðan er sú að þessum viðræðum verður haldið áfram. Ég er ánægður með niðurstöðu þessa fundar þótt endanleg úrslit liggi ekki fyrir og það hafí komið skýrt fram af hálfu okkar viðmæl- enda að þeir hafí ekki tekið endan- lega afstöðu. Og ég fagna því að þeir skuli vera tilbúnir til áfram- haldandi samráðs um þá megin- hugmynd sem við höfum sett fram, einnig án úrslitakosta af okkar hálfu um útfærslu einstakra þátta," sagði Þorsteinn Pálsson. urfærsla mun gæfulegri leið en gengisfelling og því hafi Verka- mannasambandið tekið jákvætt i beiðni ríkisstjómarinnar um sam- ráð. Hann segir einnig að þótt laun verði fryst um mánaðarmótin og áformuð 2,5% launahækkun komi ekki til er fyrsting á búvöm- verði og allsheijarfrysting á vöm- verði nóg til að vega upp þar á móti. „Vegna þessa erum við meðmæltir því að skoða alla hugsanlega mögu- leika í stöðunni og meðmæltir þeim fresti sem gefst til þess með þessum ráðstöfunum," segir Guðmundur. Aðspurður um hvaða mat hann leggi á að úr niðurfærslunni geti orðið segir Guðmundur að hún sé engan veginn fullskoðuð...„Að okkar mati er hér um gæfulegri leið að ræða heldur en þessar hefðbundnu aðgerðir sem allir eru orðnir lang- þreyttir á,“ segir hann. I máli hans kemur fram að mörg- um spumingum sé enn ósvarað og vandinn mikill. Hann tekur m.a. sem dæmi hve skuldugir íslendingar eru almennt og hve margir þeirra þurfa að lifa knappt af þeim ástæðum. Hann er algerlega ósammála ýmsum hugmyndum bjargráðanefndarinnar svokölluðu sem skerða enn frekar hlut þessa fólk. í þessu sambandi nefnir hann sem dæmi hugmyndir um skerðingu tryggingarbóta og hækkun vaxta af húsnæðislánum. fyrir að skipuð yrði nefnd til við- ræðnanna. Ásmundur Stefánsson sagði eftir fundinn að miðstjómin teldi það ranga aðgerð ef ríkisstjómin frestaði 2,5% kauphækkun 1. september. Hins vegar teldi miðstjómin að ríkis- stjómin eigi að setja á algera verð- stöðvun sem gæfí mönnum forsendur til að meta það hvemig gangi að halda aftur af hækkunum á vöru og þjónustu. Og hvemig sem á málum verði staðið teldi miðstjómin það vera ófrávíkjanlegt atriði að ekki verði um skerðingar á tryggingabót- um að ræða. Ásmundur sagði miðstjómina hafa rætt þetta við ríkisstjómina en tals- vert hafí vantað upp á að ríkisstjóm- in hefði getað gefíð skýr svör, m.a. um það hvemig hún ætlaði að ýta niður verðlagi, hafa áhrif á peninga- markað og færa aðra vexti niður en nafnvexti, sem réðu orðið litlu á fjár- magnsmarkaði. „Afstaða okkar til viðræðna við ríkisstjómina, og ef um yrði að ræða aðgerðir gegn því sem stjómin væri að aðhafast, er sú að það sé óhjá- kvæmilegt að meta það frekar þegar við vitum raunvemlega hvað á að gerast til lengri tíma. Við emm auð- vitað enn sömu skoðunar að það séu ekki launin í landinu, sem em efna- hagsvandi þjóðarinnar, og það þurfí þess vegna að taka á öðmm þáttum og við munum hafa það sjónarmið að leiðarljósi í viðræðunum," sagði Ásmundur. Hann sagði að viðræðumar yrðu ekki samningagerð af hálfu ASI því ekki gæti verið um það að ræða að setjast niður með ríkisstjóm til að ræða hvemig skerða eigi lgörin. Hann sagðist einnig telja að sú niður- færsluleið sem ráðgjafamefndin hefði sett fram væri ekki til gagns. „Hins vegar er það ljóst að við emm ekki að fara til viðræðna við for- stjóra heldur ríkisstjóm. Og af hálfu ríkisstjómarinnar vom ekki uppi þau sjónarmið í dag að mál ættu að ganga út frá því teikniborði sem forstjóram- ir settu saman," sagði Ásmundur. Morgunblaðið spurði Ásmund um hvort skoðanaágreiningur hefði verið í miðstjóm ASI varðandi afstöðuna til viðráeðnanna við ríkisstjómina og hvort hann hefði viljað setja fram skilyrði sem ríklssstjómin yrði að uppfylla áður en af viðræðunum yrði. Ásmundur svaraði að miðstjómin hefði orðið sammála um þá niður- stöðu að ganga til viðræðna án skil- yrða og það skipti máli. „Ég held að það sé engin ástæða til að við fömm að ræða afstöðu einstakra manna í umræðum. Á fundum em mál rædd og hver kemur fram með sitt sjónarmið. Stundum tekst að sætta Jiau sjónarmið og stundum ekki. A fundunum í gær og í dag náðist sameiginleg niðurstaða og það er aðalatriðið," sagði Ásmundur Stefánsson. Er bjartsýnn á að þessi leið gangi upp - segir Steingrímur Hermannsson STEINGKIMUR Hermannsson ut- anríkisráðherra segir að hann sé bjartsýnn á að niðurfærsluleiðin svokallaða geti gengið upp. Þetta sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að afloknum fyrri. fundi ríkisstjórnarinnar um málið í gær- dag. Aðspurður um hvort við- brögð ASI við tilmælum stjóraar- innar um samstarf hafi komið honum á óvart segir hann svo ekki vera. „Á þessum fundi okkar nú var fyrst og fremst rætt um niðurstöðuna af fundi okkar með verkalýðsforys- tunni sem var mjög jákvæð að okkar mati,“ sagði Steingrímur eftir fyrr- greindan fund. „Viðbrögð ASÍ komu mér ekki á óvart. Ég var búinn að ræða við menn innan ASÍ og vissi að margir þar eru þeirrar skoðunar að skyn- samlegt væri að koma með ábendingy ar á móti um hvað þurfí að gera til að þessi leið gangi upp, sagði Steingrímur. Hann sagðist telja að hægt væri að ná breiðum skilningi um þessa hluti. Aðspurður um hvort hann væri bjartsýnn á að niðurfærsluleiðin gæti nú gengið upp sagðist Steingrímur vera það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.