Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 207. tbl. 76. árg.________________________________SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórnin í Búrma fellst á kröfur stjórnarandstæðinga: Leyfir stj ómmálaflokka og boðar til þingkosninga Bangladesh: Erlend aðstoð berst til landsins Dhaka, Daily Telegraph og Reuter. FYRSTU hjálparsendingar er- Iendra rflq’a berast nú til Bangla- desh, en flugvöllurinn í Dhaka var opnaður fyrir skömmu. Hann hafði verið nœr lokaður frá því að flóðin hófust í kjölfar gífur- legra Monsún-rigninga f júní, en þó höfðu litlar vélar getað lent öðru hvoru. Fyrsta stóra vélin, sem lent gat eftir opnun flugvallarins, var frá Sovétríkjunum, en í gær lenti einnig Herkúles-vél frá Saudi-Arabíu. Vitað er að nokkrar mjög vel búnar júmbó- þotur frá Saudi-Arabíu og Quatar hafa beðið lags í nokkra daga. Bandaríkjastjóm hefur heitið nær 150 milljónum Bandaríkjadala ! að- stoð vegna flóðanna. Af þeim er áætlað að 4,6 milljónir fari í neyðar- aðstoð, 60 milljónir í matvælaaðstoð og 84 milljónir í uppbyggingarstarf að flóðunum loknum. Önnur ríki heims hafa boðist til þess að veita samtals 70 milljónum dala til hjálparstarfs í Bangladesh. Ásakanir hafa heyrst um að flóðin megi rekja til veðurfarstilrauna og stíflugerðar Indverja norður af Bangladesh, en Indvetjar segja þær vangaveltur fírru eina og hefur illa gengið að rökstyðja þær. Arviss flóð í Bangladesh hafa far- ið versnandi ár frá ári, en samt sem áður miðar ekkert í viðræðum hlutað- eigandi ríkja um vandann, sem varla hafa verið annað en orðin tóm undan- farin 10 ár. Flóð í Bangladesh eiga nær undantekningalaust rætur að rekja til rigninga og vatnavaxta á Indlandi og Nepal. Ekki bætir úr skák að önnur flóða- hrina er talin líkleg næstu vikur. Þrátt fyrir það heldur hjálparstarf- ið áfram, en uppbyggingarstarfínu eftir flóðin á síðasta ári var varla lokið þegar flæddi á ný. Rangoon. Reuter. STJORN sósíalistaflokksins (BSPP) í Búrma féllst í gærmorg- un á kröfur stjómarandstæðinga um að leyfa starfsemi stjóm- málaflokka og efna til þingkosn- inga tíl þess að fjölflokka stjóra geti tekið við völdum I landinu eftir aldarfjórðungs flokksræði. Kosningadagur hefur þó ekki ver- ið ákveðinn. Leiðtogar stúdenta höfnuðu tilboði stjómarinnar og sögðu það ekki lýðræði í landinu. Hétu þéir að halda áfram mótmælum unz stjóm Maung Maung færi frá. Ágreiningur er í röðum stjómar- andstæðinga um myndun bráða- birgðastjómar, sem U Nu, fyrmrn forsætisráðherra, sagði að stofnuð hefði verið í fyrradag. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að bráða- birgðastjómin hefði fallið um sjálfa sig vegna andstöðu Aung San Suu Kyi og Aung Gyi, hershöfðingja, helztu leiðtoga stjómarandstæðinga, og samtaka námsmanna. Þeir hvöttu til myndunar bráðabirgðastjómar sem talizt gæti samnefnari stjómar- andstöðunnar allrar. Hundruð þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngum í Rangoon í gærmorgun þar sem þess var krafist að stjómin færi frá og lýðræði kom- ið á í landinu. Mótmæli af þessu tagi hafa verið nær daglegt brauð að undanfömu. Að þessu sinni tóku þó liðhlaupar úr flota og flugher lands- ins þátt í mótmælunun, svo og full- trúar flestra lögreglustöðva borgar- innar. Stuðningur hersins hefur úr- slitaþýðingu fyrir stjómina, sem sögð er hafa lítið annað á valdi sínu en útvarpsstöðina í Rangoon. Á morgun, mánudag, er fyrir- huguð ráðstefíia BSPP og er henni ætlað að gera tillögur um leiðir til þess að koma á ró í landinu. Stjómar- andstæðingar hyggjast koma í veg fyrir fundinn og hafa boðað um- fangsmiklar mótmælaaðgerðir og allsheijarverkfall. Deilur Norðmanna og EB: Árangurslausir fundir um lækk- un aflamarks við Svalbarða Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDI Norðmanna og framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins nm veiðiheimildir EB-flotans við Svalbarða í vikunni varð árang- urslaus. Norðmenn hafa farið fram á 22% lækkun á hámarksafla bandalagins á þorski, en framkvæmdastjórn EB hefur vísað þeim tillögum á bug. í desember síðastliðnum sam- þykktu sjávarútvegsráðherrar EB 31 þúsund tonna hámarks þorsk- afla við Svalbarða með þeim fyrir- vara að framkvæmdastjóm banda- lagsins ynni að því að aflamarkið yrði hækkað á árinu í 23 þúsund tonn. Niðurstöður rannsókna á ástandi þorskstofnsins við Sval- barða urðu hins vegar Norðmönn- um og Sovétmönnum tilefni til að skera niður aflaheimildir um 22%. Innan EB eru það fyrst og fremst Portúgalir og Spánveijar sem em andvígir hvers konar nið- urskurði á afla, en Spánveijar mega veiða rúmlega 9 þúsund tonn af þorski við Svalbarða í ár. Vestur-Þjóðveijar hafa deilt harkalega á Spánveija fyrir af- stöðu þeirra og jafnframt krafíst þess að niðurskurðurinn verði lát- inn bitna fyrst og fremst á þeim. Þessa kröfu byggja Þjóðveijar á því að Spánveijar hafí nýhafíð veiðar við Svalbarða og eins að þeir stundi þar ólöglegan veiðiskap og eigi í sífelldum útistöðum við eftirlitsaðila á svæðinu. Framkvæmdastjóm EB, sem í orði hefur fallist á röksemdir Norðmanna fyrir niðurskurðinum, er á milli steins og seggju. Annars vegar er framkvæmdastjóminni mikið í mun að hlýða niðurstöðum vísindalegra rannsókna og halda góðri ímynd út á við, en hins veg- ar em þarfír bandalagsflotans fyr- ir nýjar og auknar veiðiheimildir botnlausar. Norðmenn hafa í viðræðunum fram til þessa staðið fast á 22% niðurskurði, en framkvæmda- stjómin heftir lagt til að aflamark EB verið skorið niður um 12%. Ljóst er að sjávarútvegsráðherr- amir em a.m.k. um sinn ekki til- búnir til að fallst á þessar tilögur. Samkvæmt heimildum í Bmssel hefur þessi deila þegar haft slæm áhrif á samskipti Norðmanna við EB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.