Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.09.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Tillögur Alþýðuflokks- •ins í efnahagsmálum Til þess að færa niður verðbólgu, bæta rekstrarafkomu útflutnings- fyrirtækja, tryggja atvinnuöryggi og eyða óvissu I efnahagsmálum er lagt til að ríkisstjómin ákveði ráðstafanir sem komi þegar til framkvæmda. í þessu skyni verði sett bráðabirgðalög eftir því sem þörf krefur. Ráðstafanir eru: Verðstöðvun 1) Verðstöðvun á grundvelli 7. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti framleng- ist til 31. janúar 1989. Launa-og búvöruverðstöðvun 2) Gildistími bráðabirgðalaga nr. 74/26. ágúst 1988 umf restun á hækkun launa og búvöruverðs framlengist til 31. janúar 1989. Frestun á fiskverðsákvörðun 3) Lágmarksverð það sem ákveðið >• var með tilkynningu Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, dags. 3. júní 1988, framlengist til 31. janúar 1989. Verðjöfnun til fry stiiðnaðarins 4) Stjóm frystideildar Verðjöfnun- ídag - íengy m við nýjar isvip arsjóðs fískiðnaðarins verði heimilt að taka innlent eða er- lent lán með ríkisábyrgð að §ár- hæð 550 milljónir króna. And- virði lánsins skal nota til greiðslu verðbóta úr hinni almennu frystideild sjóðsins og skal við ráðstöfun þess tekið sérstakt til- lit til afkomu frystiiðnaðarins. Lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar 5) Seðlabankinn reikni dráttarvexti eigi sjaldnar en mánaðarlega og birti þá í Lögbirtingablaðinu. Þessir dráttarvextir skulu gilda næsta mánuðinn eða þar til næsta tilkynning er birt í Lög- birtingablaðinu. Jafnframt skulu dráttarvextir framvegis reiknast sem dagvextir frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi. 6) Stjóm Seðlabankans verði heim- ilt að ákveða sérstaklega vaxta- mun innlánsstofnana við ákvörðun vaxta á afurðalánum til sjávarútvegsins. 7) Seðlabankanum verði fallið í samráði við viðskiptaráðuneytið að halda áfram viðræðum við lánastofnanir um lækkun vaxta. Sú hjöðnun verðbólgu sem áframhaldandi verðstöðvun hef- ur í för með sér ætti að gefa færi á u.þ.b. 10% lækkun nafn- vaxta í þessum mánuði til við- bótar þeirri vaxtalækkun sem kom til framkvæmda 1. septem- ber sl. og enn frekari lækkun síðar. 8) Fjármálaráðherra beiti sér fyrir lækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs um 3% í samningum við lánastofnanir og lífeyris- sjóði. Seðlabankanum verði falið að fylgja þessari raunvaxta- lækkun eftir á öðmm sviðum lánamarkaðarins og vinna að almennri lækkun raunvaxta. 9) Ríkisstjómin samþykki beina íhlutun Seðlabankans um vaxtaákvarðanir lánastofnana, skv. 2. málsgrein 9. gr. Seðla- bankalaga nr. 36/1986, fáist ekki viðunandi niðurstaða um vaxtalækkanir í viðræðum við þær. Þessum ráðstöfunum verður að fylgja markviss stefna í ríkisfjár- málum og lánsfjármálum. í ljósi þeirrar þenslu sem enn ríkir í efna- hagsmálum og þar sem horfur eru á því að þjóðartekjur verði í besta falli svipaðar á næsta ári og í ár er nauðsynlegt að fjárlög fyrir árið 1989 verði afgreidd með tekjuaf- gangi og að lánsfjárlög fyrir næsta ár byggist á ströngu aðhaldi að erlendum lántökum. Jafnframt verður að endurskoða lög og reglur um erlendar lántökur, meðal annars verður að endurmeta hvort æskilegt sé að ríkissjóður beri ábyrgð á lán- tökum opinberra fjárfestingarlána- sjóða erlendis. Um sinn er óhjákvæmilegt að efnahagsaðgerðir mótist af stöðnun og jafnvel samdrætti í þjóðartekj- um. Áfram er þó nauðsynlegt að vinna að endurskipulagningu og endurbótum í íslenskum þjóðarbú- skap. Tímabundnir erfíðleikar mega ekki drepá framfaraviðleitni { dróma. Morgunblaðið/KGA Jón Baldvin sagði gengisfellingu ekki koma til greina lengur og að ná þyrfti samkomulagi út frá hugmyndum Alþýðuflokksins um verð- stöðvun, launafrystingu og millifærslu. Jón Baldvin á flokkssijórnarfundi Alþýðuflokksins: Erum reiðubúin að leita sátta um efnahagsaðgerðir - þrátt fyrir ásakanir forsætisráðherra í fjölmiðlum í RÆÐU sinni á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sagðist Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, harma þung orð forsætis- ráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga, en vera reiðubúinn að erfa þau ekki og leita sátta um væntanlegar efnahagsaðgerðir. Staðan nú væri sú að gengislækkun hefði verið hafnað og niðurfærsluleiðin væri úr sögunni vegna andstöðu sjálfstæðismanna. Finna þyrfti lausn á vanda fyrirtækjanna út frá væntanlegum tillögum forsætisráð- herra og tillögum Alþýðuflokksins, þar sem gert væri ráð fyrir fryst- ingu launa, framhaldi verðstöðvunar og 5-600 milljóna króna láni til frystingarinnar í gegn um Verðjöfnunarsjóð. Jón Baldvin sagði að forsætisráð- herra hefði sakað ráðherra Al- þýðuflokksins um að fara með blekkingar gegn launþegasamtök- unum og neytendum, að hafa setið á svikráðum undanfamar vikur og íhugað myndun nýrrar stjómar. Þessar ásakanir forsætisráðherra em ósanngjamar og ósannar, sagði Jón Baldvin. Hann hefði rætt þessi ummæli við forsætisráðherra og teldi víst að þau hefðu verið látin falla í hita augnabliksins. Alþýðu- flokkurinn hefði starfað í ríkis- stjóminni af heilindum og ekki látið falla hnjóðsyrði um forsætisráð- herra á opinberum vettvangi. Jón Baldvin rakti gang mála undanfamar vikur og sagði að efna- hagsvandinn nú lýsti sér fyrir fólk- inu í landinu í því að von væri á að fyrirtækin lokuðu næstu daga og vikur og atvinnuleysi blasti við. Vandinn væri alvarlegur og bráður vegna þess að hann varðaði at- vinnuöryggi fólks. Mikill þrýstingur hefði verið á stjómvöld að fella gengið, en ráð- gjafamefndin sem forsætisráðherra skipaði hefði hafnað gengisfellingu eftir að hafa reiknað það dæmi í tvo daga. „Gengisfelling er ekki lengur hagstjómartæki. Hún eykur skuldabyrði og verðbólgu og hjálpar ekki fyrirtælqum sem em rekin af lánsfé." Hann sagði að meira að segja framsóknarmenn — sem hefðu verið einna helstu talsmenn gengisfellingar — heyrðust varla nefna hana á nafn lengur. Staðan nú væri því sú að gengis- lækkun hefði verið hafnað og niður- færsluleiðin væri úr sögunni vegna andstöðu sjálfstæðismanna. Jón Baldvin sagði að Alþýðuflokkurinr. hefði lagt fram tillögur sínar í efna- hagsmálum um leið og forsætisráð- herra hefði lagt fram „minnisblað" sitt til að þær lægju ljósar fyrir, ekki til að leggja fram „kosninga- plagg". Tillögur Alþýðuflokksins væm að frysta launahækkanir, framlengja verðstöðvun og að leysa vanda útflutningsgreinanna með 5-600 milljóna króna láni með ríkis- ábyrgð í gegn um Verðjöfnunar- sjóð. Jón Baldvin^ sagði að vandinn fælist í því að íslendingar væm að fara úr toppámm í lægð. Ef farið •yrði að tillögum fískifræðinga um minni þorskafla á næsta ári hefði þjóðin 3 milljörðum króna minna að spila úr, en hún héldi áfram inn- flutningi og eyðslu 10 milljörðum umfram það sem hún hefði efni á. Við ættum að framkvæma skammt- ímalausnimar strax og nota næsta hálfa árið til að koma á aðhaldi í ríkisbúskap og koma skipulagi á fjármálamarkaðinn. Flokksstjómarfundinum var lok- að eftir ræðu Jóns Baldvins, en samkvæmt heimildum blaðsins munu þeir sem til máls tóku þar hafa verið á einu máli um að það ætti að reyna að ná samkomulagi innan ríkisstjómarinnar um aðgerð- ir á grundvelli millifærslutillagna Alþýðuflokksins. Menn sögðu það ábyrgðarleysi að skorast úr leik nú og töldu þingrof og kosningar skapa upplausn og óvissu. Göngur og rétt- ir í Hrútaf irði Stað í Hrútafirði. FÖSTUDAGURINN 8. septem- ber heilsaði á líkan hátt og aðrir dagar þessa sumars, norðanátt og þoka til fjalla, þó sæmilega bjart i byggð. Leitir á afrétti Staðhreppinga höfðu verið ákveðnar á föstudag og laugar- dag. Hrútfírðingar em ekki óvanir veðri eins og var síðastliðinn föstu- dag. Það gat orðið ófært veður til leitar báða dagana, en það er oft fljótt að breytast og þótt veðurfræð- ingur segði oddvita um miðjan dag á föstudag að sama veður myndi haldast á þessum slóðum fram yfír helgi rann laugardagurinn á loft með björtu veðri svo leitarmenn komu kátir til byggða og vom bún- ir að koma safíiinu í girðingu vel fyrir myrkur. Fjallkóngur Staðhreppinga taldi að vel hefði smalast og engin óhöpp komu fyrir í leitinni. Réttarstörf hófust árla dags á sunnudag undir ömggri stjóm rétt- arstjóra, Tómasar Gunnars bónda í Hrútatungu. Mannmargt var S Hrútatungurétt svo sem venja er, brottfluttir koma í réttir og hitta kunningja og hjálpa til við réttarstörfín. Kvenfélagskon- ur söddu hungur réttafólks með Hluti af safninu á leið til réttar. kaffí og bakkelsi og hefðbundinni pylsusölu fyrir böm og fullorðna. Og svö var að sjálfsögðu hin árlega hlutavelta til Qáröflunar fyrir Kven- Morgunblaðið/Magnús Gíslason félagið og auðvitað kallaði hagnað- arvonin á alla og miðamir seldust á örskammri stund og færri fengu en vildu. ~ mg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.