Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 5 Utsýnishús á Öskjuhlíð: Lægsta til- boðið 107 milljónir 20% yfir kostnað- aráætlun BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær, að taka tilboði Hag- virkis hf., rúmlega 107 milljónir króna í uppsteypu útsýnishúss á geymum Hitaveitu Reykjavíkur á Oskjuhlíð. Fjögur tilboð bárust í lokuðu útboði og var tilboð Hagvirkis hf. rúmlega 20% yfir kostnaðarætlun, sem er 88,5 milljónir króna. Aðrir sem buðu voru ístak hf. rúmlega 108,4 milljónir króna, Byggðaverk hf., rúmlega 109,6 milljónir króna og Armannsfell hf. rúmlega 132,7 milljónir króna. í bréfí Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar til borgarráðs kemur fram að stjóm stofnunarinn- ar samþykkti með 4 atkvæðum að leggja til við borgarráð að tilboði Havirkis hf. yrði tekið en einn stjómarmanna, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, sat hjá og lét bóka eftir- farandi: „Ég tel ekki einsýnt að til- boði Hagvirkis hf. í byggingu útsýn- ishúss á Öskjuhlíð sé lægst vegna frávikstilboðs ístaks hf. í útboðs- gögnum er gefinn möguleiki á frá- vikstilboðum og slík tilboð því jafn- gild öðmm. Af þessari ástæðu m.a. sit ég hjá við afgreiðslu málsins." í umsögn Fjarhitunar hf. og Verkfræðistofu Braga Þorsteins- sonar og Eyvindar Valdimarssonar hf. til Hitaveitu Reykjavíkur kemur fram að tilboði ístaks hf. fylgi tvö frávikstilboð og er litið svo á að annað geti gengið en útreikningar og önnur gögn því til stuðnings vanti í tilboðið. Hinu frávikstilboð- inu er hafnað af hálfu hönnuðar. Loks segir að: „Með vísan til þess sem að framan greinir er það okkar mat að tilboð Hagvirkis hf. sé lægra en frávikstilboð ístaks hf. þegar tekið hefur verið tillit til skýr- inga/fyrirvara sem fylgja tilboði ístaks h.f. og þær metnar til fjár á þann hátt sem gert hefur verið. Munurinn á þessum tveim boðum er mjög lítill og er háður veðurfari á verktímanum." Borgarráð: Borgin kaupir lóðina Aðal- stræti 12 Kaupverð 11,8 milljónir BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að kaupa lóðina Aðalstræti 12, af Hagskiptum hf. fyrir 11,8 milljónir króna. í umsögn Hjörleifs B. Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar borgarinnar, kemur frama að á fundi borgar- stjómar þegar deiliskipulag mið- bæjarins var samþykkt hafi verið ákveðið að kanna hvort lóðirnar Aðalstræti 12 og 14 fengjust keypt- ar og hvort þangað mætti flytja húsið Austurstræti 8. Hagskipti hf. keypti lóðina Aðal- stræti 12 síðastliðið sumar af erf- ingjum Valdimars Þórðarsonar og var kaupverð lóðarinnar þá 10,8 milljónir króna. í umsögn Hjörleifs segir: „Að hluta til má líta á mismuninn sem vexti af þeim fjármunum sem Hag- skipti hafa innt af hendi og að fyrir- tækið hefur lagt í hönnunarkostn- að. Verði ekki af kaupum þessum hyggst fyrirtækið byggja nýbygg- ingu á lóðinni þegar á næsta ári.“ Morgunblaðið/Júlíu8 . J . L 1 Malbikun að mestu lokið Að sögn Vals Guðmundssonar forstöðumanns Malbikunar- stöðvar Reykjavíkurborgar, er viðgerðum á slitlagi gatna í borginni að mestu lokið. í þess- ari viku er ráðgert að leggja nýtt slitlag á götur í Grafar- vogi og á nýja akrein af Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Þá er viðgerð haf- inn á Bústaðavegi við brúna og síðar í þessum mánuði er fyrir- hugað að gera við Stóragerði, Álfheima og Lönguhlíð. I hádeginu alla virka daga: . Grísabógur meðrauðkáli r Rjoma- nautagúUas með kartöflumús ' 'í#Fí® ’ M -MvJ' :m§3r Barbecue- kjúkllngurmeð hrísgrjúnapflaf -. ■ Djupsteikt rauðsprettuflök meðremolaðisósu Xautapottsteik meðgrænmeti lleimalagaðar kjötbollurmeð paprikukartöflum Margrétta er enn ein nýjungin sem við á nýja Aski bjóðum upp á í hádeginu. Pú getur valið úr sex girnilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum fyrir hlægilega lágt verð: Aðoúis hr. 59«! En þar með er ekki öll sagan sögð því að innifalin í verðinu er súpa dagsins og salat af salatbamuni. -verði þér aðgóðu! NýiAskur Suðurlandsbraul 4 Sími: 38550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.