Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 23 Morgunblaðið/Sig. Jóns. Stikuhópurínn miðja vegu milli Vesturbjalla og Frostastaðavatns. Pétur Þorleifsson, Torfi Agústsson, Bjarkar Ólason, Valdimar Valdimarsson, Steingrimur Ingólfsson, Bragi Hannibalsson, Jón Ragnar Guð- mundsson, Tómas Einarsson, Kristján Sigfússon, Hörður Bragason og Björgvin Björgvinsson. Sitjandi eru Margrét Valdimarsdóttir og Þrúður A. Svavarsdóttir. Vetrarstikur settar upp á göngu- leiðinni í Landmannalau&rar NOKKRIR félagar í Ferðafélagi íslands hafa sett upp leiðarstikur á átta og hálfs kílómetra kafla, frá Vesturbjöllum að Frosta- staðavatni, á hinni fjölförnu vetr- arleið milli Sigöldu og Land- mannalauga. Stikurnar, sem eru tveir metrar á lengd og með glit- merkjum, eru settar upp til að auka öryggi ferðalanga á þessari leið. Leiðin frá Sigöldu til Land- mannalauga er mjög fjölfarin á vetrum. Þegar færð leyfir er ekið að Sigöldu og farið þaðan ýmist á gönguskíðum eða vélsleðum inn í Laugar. A síðustu árum hefur það farið vaxandi að menn fari þessa leið á jeppum eins og svo margar aðrar á hálendinu. Þegar farið er frá Sigöldu er venjulega fylgt raflínu í áttina að Landmannalaugum. Við Vestur- bjalla er venjan að fara beina leið að Frostastaðavatni og þaðan inn í Laugar. „Þessar stikur eru liður í að auka öryggið á þessari leið,“ sagði Tóm- as Einarsson einn forsvarsmanna Ferðafélagsins við verkið. Hann og aðrir vanir fjallaferðum kunnu margar frásögur af fólki sem lent hafði í hrakningum á þessari leið til Landmannalauga þegar veður breyttist skyndilega til hins verra. Þeir félagamir sögðu þetta fyrst og fremst öryggisatriði fyrir þá sem ekki væm þaulkunnugir svæðinu. Þegar allt væri hvítt þarna á vetrum væri erfitt að átta sig á kennileit- um. Þá kæmi sér vel að hafa merkta leið að fara eftir. „Það hefur alltaf verið áhugi hjá félagsmönnum fyrir svona vinnu, að greiða fyrir umferð um hálend- ið,“ sagði Tómas Einarsson. Ferða- félagsfólk hefur áður merkt leiðir með stikum og byggt göngubrýr. Allar þessar aðgerðir miða að því að auðvelda fólki ferðalög um há- lendið, en eins og þeir félagar við stikunina sögðu, þá stendur það alltaf eftir að ferðalangurinn sjálfur verður að hugsa sinn gang og vera viðbúinn að mæta óvæntum að- stæðum á fjöllum. — Sig. Jóns. NÁMSKEIÐ í REYKBINDINDI Innritun er hafin á vetrar- námskeið Krabbameinsfélagsins í reykbindindi. Námskeiðin eru byggð upp á eftir- farandi hátt: ★ Undirbúningstími ★ Könnun á reykingavenjum þátttakenda ★ Fræðslufyrirlestrar ★ Fræðslu- og gamanmyndir um reykingar ★ Streita og reykingar ★ Persónuleikakönnun ★ Kynnt notkun nikótíntyggigúmmís ★ Ráð til að hamla gegn offitu ★ Ráðtilaðdraga úrlöngunum Fyrirlesararog leiðbeinendureru m.a.: Ásgeir R. Helgason upplýsingafulltrúi, Dr. Eirík- ur Örn Arnarson yfirsálfræðingur og Sigurður Árnason krabbameinslæknir. Allir fundir eru á kvöldin og hefjast kl. 20.30. Upplýsingarog skráning ísíma 621414 á skrifstofutíma (8.30-16.30). Krabbameinsfélagið IKEA INNRÉTTING í ELDHÚSIÐ Þegar þú kaupir eldhúsinnréttingu frá Ikea geturðu verið viss um að þú ert að kaupa fallega innréttingu sem hæfir eldhúsinu þínu. Ikea gerir sér far um að gæðin, stærðin og verðin séu eins og þú hafðir hugsað þér. STANDARD ELDHÚSINNRÉTTING FRÁ IKEA KOSTAR AÐEINS 62.795,- Opnunartími í vetur: Mánudaga - föstudaga 10-18.30 I Laugardaga 10—16 1 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.