Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fnykur frá Tjörninni Til Velvakanda. Þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddson, er orðinn gamall og lítur sínum hrokkna kolli yfír liðna ævi, sem eflaust verður athafnasöm og viðburðarík, mun hann ekki iðr- ast annað meira en að hafa troðið ráðhúsi borgarinnar niður í tjömina í óþökk fjölmargra borgarbúa. Ef til vill meirihlutans sem hann á þó embætti sitt undir. Svipminni stað og lágkúrulegri er vart hægt ,að flnna í öllu borgar- landinu saman- lögðu. Langt er sðan ég heyrði talað um að nauðsynlegt væri að ráðhús borgarinnar stæði við vatn, líklega til þess að auðveldara væri fyrir borgarstjómina að skreppa { þrifa- bað og skola af sér óværuna, and- lega og líkamlega, sem stundum virðist vilja sækja á mikla menn. Enda verður þá minna um sturtur og vatnsaustur í borginni en nú tíðkast. En ef endilega þarf að staðsetja umrætt hús á vatnsbakka eða í vatni, hefði þá ekki verið öllu væn- legra að pota því niður við Rauða- vatn? Þar em margir góðir kostir fyrir hendi. Meðal annars vítt út- sýni til allra átta, gamall skógur sem prýðir umhverfíð og auðvelt yrði að hlaða upp hólma í grunnu vatninu. Stórgrýti er nærri, svo mætti kannski nota leyfar Rauð- hólanna til uppfyllingar. Þá er búið að eyðileggja hvort sem er. Þeir gegna sínu hlutverki ekki lengur, hafí það einhvem tíma verið eitt- hvað. í þann hólma mætti senni- lega, með viðráðanlegum kostnaði, flytja af gömlu tjöminni nokkra andarassa og skítuga svani. Fleira mætti nefna. Ekki getur borgin þanist út nema þá í áttina að Rauðavatni. Seltjam- amestotan tekur ekki við öllu stærri byggð. Með hverju nýju mannvirki sem skerðir tjömina í Reykjavík er henni spillt. Hún er síst of stór. Jafnvel þótt þar séu góðir vegir eins og nú hafa verið lagðir við austurenda hennar framan við Listasafnið og Fríkirkjuna. Hólminn, sem var prýði tjamar- innar með sínu villta kríugargi og milda rabbi andanna, missir gildi sitt eftir því sem húsin hækka og stækka í nágrenni hans, og svart- bakurinn á þá auðveldara með að tína upp unga smærri fuglanna sem þar kunna að skríða úr eggjum. Með framgöngu Davíðs borgar- stjóra, sem hann hefur staðfest svo eftirminnilega með hinum risa- vaxna bragga, verður tjömin ekki annað innan nokkurrra ára en heim- kynni örfárra grágæsa og hálfta- minna álfta, sem hann hefur eflaust gaman af að fóðra út um glugga- na. En um leið aukast óþrifin í tjöm- inni og verður hún þá innan tíðar eigi annað en hlandfor sem fnyk leggur af um nágrennið. Mun þá ekki skorta ramakvein þeirra sem næstir búa, ef að vanda lætur. Ekki er öllum gefíð að þola til lengdar ákúmr og kveinstafí þegna sinna. Senn verður tjömin fyllt upp með álíka húsum og bragga borgar- stjórans og gamla góða Reykjavík verður svipt sinni höfuðprýði og sérkennum. Við gamlir menn, sem nú hjömm hér við kröpp kjör, verðum þá allir á bak og burt sem betur fer. Verði erfingjunum að góðu. B.Sk. HEILRÆÐI Til sjómanna Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einföld og fljót- lærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra vald- ið flörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því með- ferð þessara þýðingarmiklu björgunartækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltæk. Nafnabrengl hjá forseta- embættinu í kynningarbæklingi sem sýslu- nefnd og sveitastjómir í Austur— Húnavatnssýslu dreifðu til allra heimila í sýslunni vegna heimsókn- ar forseta íslands, dagana 25.-28. ágúst s.l., stendur meðal annars um för forsetans laugardaginn 27. ágúst 1988: „15.45. Opið hús og kaffiveiting- ar á Húnavöllum fyrir íbúa Torfa- lækjar—Sveinstaða— og Ás- hreppa." I kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sama dag var hins vegar talað um íbúa Torfulækjarhrepps, Svein- staðahrepps og Ásahrepps. Fréttin hljómaði ákaflega illa í eymm okk- ar Austur—Húnvetninga og ann- arra er til þekkja, þar sem Torfu- lækjarhreppur mun hvergi vera til á landinu en Ásahreppur er austur í Rangárvallasýslu. Beint lá við að halda að þetta nafnabrengl væri fréttamanni Ríkisútvarpsins að kenna, sem má segja að hafi verið í nokkurri sök að leiðrétta ekki frá- sögn sem komin var beint frá skrif- stofu forsetaembættisins og frétta- maðurinn hafði í höndum. Vakin er athygli á þessu, ef verða mætti til þess að svona mistök eigi sér ekki stað hjá opiberum aðilum og það á æðstu stöðum þjóðfélags- ins. Austur—Húnvetningur. Þessir hringdu... Lyklakippa í óskilum Lyklakippa fannst sunnudag- inn 11. september í Fossvogs- kirlqugarði. Vitjist á lögreglustöð- ina við Hverflsgötu. Kötturinn Tesi er týndur Grár köttur með hvítt á trýni og niður á háls og á loppum, hvarf frá heimili sínu að Dalalandi 2. september. Kötturinn sem er 11 ára gamalt fress og heitir Tesi, var ómerktur. Upplýsingar í síma 84681. Poki tapast við Leifsstöð Farþegi sem kom með flugi frá London 12.9 tapaði plastpoka með Canon—myndavél, snyrtitösku, bókum og fleiru. Farþeginn lagði pokann frá í farangurssalnum um kl. 15.15 og stuttu síðar upp- götvaði hann hvarf pokans. Ef einhver veit um pokann er hann beðinn að hafa sambandi í síma 624876. Gullhringur tapast í Vestmannaeyjum Gamaldags gullhringur með stórum bláleitum steini týndist um verslunarmannahelgi í Heijólfs- dal. Skilvís fínnandi er beðinn um að hringja í sfma 74624. Innilegt þakklceti vil ég senda öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og árn- aöaróskum á 80 ára afmceli mínu. Gísli Gíslason, Hafnargötu 44, Keflavík. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmceli mínu 30. ágúst sl. með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og gjöfum. GuÖ blessi ykkur öll. Sigurjón Jóhannsson, Skeggjagötu 6, Reykjavík. £SSm ' "> * DRÁ TTARVÉLIN -súmestselda íSTÉKKr Lágmúla 5. S. 84525. STEPHEN KING BTÐUR í HEIMSÓKN Fyrsti viðkomustaður er næsta úrvalsmyndbandaleiga. Þar færðu aðgöngumiða til „Salems Lot", sem er bær sem er eins venjulegur og smábæir verða,... þar til tekur að skyggja, en þá fer líka ýmislegt að gerast. - Þeir sem lifa af fyrstu heimsóknina eru ólmir að komast aftur, SALEMS LOT Hrollvekja eins og þœr gerast best- ar, enda eru það sannkallaðir hroll- vekjumeistarar sem standa aö „Sal- ems Lot“. Skal þar fyrstan telja Stephen King, sem vafalaust er fremsti hrollvekjuhöfundur heims. David Soul lelkur rithöfund sem snýr til æskustöðvanna. Hann veit ekki að forn fjandi leikur lausum hala í liki nýs, dularfulls íbúa (James Ma- son). Einn af öðrum taka íbúarnir að hverfa... og á meðan fseríst áhorf- andinn meir og meir fram á stólbrík- ina og spaenir upp neglurnar. Meiri- háttar spennutryllir eins og 'þeir eiga að vera. BLACK WIOOW Óþreyjufulllr mynd- bandaaðdéondur(og myndbandalolgueig- endur) hafa beðið 8penntir aftir „Svörtu ekkjunni". Biðinni er að Ijúka og þann 8. aeptember fáið þið að 8)é þegar veegöar- laus og reið alrikia- lögreglukona reynir að fylgja margtlung- innl og blóði drifinni slóö „Svörtu ekkj- unnar* til þees að sanna eokt hennar. En það getur reynst banvænt að koma sökinnl á morðlngj- ann. Debra Winger og Theresa Russell fara með aðalhlut- verkin í þessum æsi- spennandi trytli. tj SHEWATESAWOSHEKIUS RETURN TO SALEMS LOT Hór er ekki um beint framhald af „Salems Lot“ að ræða, heldur splunkunýja, sjálfstæöa mynd, sem þó er byggö á sömu persónum. Ef þú hins vegar lifðir af fyrstu heim- sóknina til Salems Lot, skaltu fó þór líftryggingu óður en þú ákveður aðra, því ekki.er allt sem sýnist. Bærinn lítur vinalega út og íbúarnir virðast ekkert öðruvísi en aðrir. Þeir hafa uppgötvað leyndardóm til eilífs lífs, með blóðdrykkju, eftir að skyggja tekur. INVASION OF THE BODY SNATCHERS Hér er um nýtega endurgerð af ein- hverrl frægustu hrylF ingsmynd allra tíma, með Donald Suther- iand f aöalhlutverki. Myndin fjallar um venir, æm yfirtaka líkama fóika meöan þeö æfur og getur tekið é 8ig manna- mynd, þannig að ógemingur verður að greina é milll mann- vera og þeæara óboðnu gesta. Of- aóknaræði gripur um 8ig og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að verumar yfirtaki skainoc a urvals myndbandaleigum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.