Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C fflrjnntlrifofcife STOFNAÐ 1913 221. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Osló: Friðar- verðlaun til SÞ? Ósló. Reuter. FJÖLMIÐLAR í Noregi tejja heldur ólíklegt, að þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár en þeir eru meðal þeirra 97 ein- staklinga og stofhana, sem til- nefiid hafa verið. Hallast þeir að því, að friðargæslusveitir Sam- einuðu þjóðanna og Alþjóða heil- brigðismálastofiiunin, WHO, hafi meiri möguleika. Þeir, sem telja, að Reagan og Gorbatsjov komi ekki til greina, segja, að fengi Reagan verðlaunin mætti líta á það sem stuðningsyfir- lýsingu við George Bush, varafor- seta Bandaríkjanna og frambjóð- anda repúblikana í forsetakosning- unum. Ríkisútvarpið í Noregi skýrði frá þvi á sunnudag að ýmsar stofn- anir Sameinuðu þjóðanna væru líklegar til að hljóta verðlaunin. Tilkynnt verður á morgun hver hlýtur friðarverðlaunin að þessu sinni en auk fyrrnefndra hafa Nel- son Mandela, blökkumannaleiðtogi í Suður-Afríku, og Jóhannes Páll páfi II verið útnefndir til verðlaun- anna. Ársfundur- inn settur Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, setti í gær ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Vestur-Berlín. Hafa ýmsir hópar efiit til mótmæla vegna fundarins og fyrir nokkrum dögum var starfsmanni vestur-þýska Qármálaráðuneytisins sýnt banatilræði. 9.000 lögreglumenn og hermenn sjá um að gæta öryggis fundarmanna og aðstoðarmanna þeirra en þeir eru á milli 10 og 20 þúsund frá 150 ríkjum. Reuter Ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Skuldamál og náttúru- vemd ofarleffa á baugi Vestur-Berlín. Reuter. HELMUT Kolil, kanslari Vest- ur-Þýskalands, setti í gær árs- fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Vestur- Berlín og skoraði á allar þjóðir að grípa til tafarlausra aðgerða gegn gróðureyðingu og meng- un. Forsvarsmenn alþjóðastofii- ananna hvöttu til, að ráðist yrði gegn fátæktinni í þriðja heimin- um og fulltrúar Japana og Mexikómanna lögðu fram tillög- ur u m úrlausn í málefnum skuld- ugra ríkja. „Það, sem skiptir okkur mestu, er að spilla ekki andrúmsloftinu og standa vörð um dýralífíð, höfín og skógana. Þess vegna skora ég á ykkur að taka höndum saman í þessu alvarlega máli," sagði Kohl í setningarræðunni en umhverfís- mál eru nú í fyrsta sinn óvenjulega fyrirferðarmikil á ársfundi þessara alþjóðastofnana. Mikill viðbúnaður er í Vestur- Berlín vegna ársfundarins enda hefur flykkst þangað alls kyns mótmælafólk, sem heldur því fram, að þessar tvær alþjóðastofnanir beri meginábyrgð á fátæktinni í heiminum og umhverfísslysum. 9.000 lögreglumenn gæta öryggis fundargestanna, sem eru frá 150 ríkjum, en þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir það á mánudag, að mótmælendur brytu rúður í glugg- um verslana og banka í borginni. Barber Conable, forseti Alþjóða- bankans, sagði í ræðu sinni, að það hefði verið og væri hlutverk bank- ans að beijast gegn fátækt og Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skoraði á einkabankana að gera meira til að létta þriðjaheimsríkj- unum skuldaokið. Satoshi Sumita, seðlabankastjóri í Japan, kynnti áætlun um stofnun sjóðs, sem skuldug ríki legðu til fé og fengju í staðinn skuldabréf, sem þau gætu aftur notað til að greiða með skuld- imar á nafnverði. Gustavo Petrici- oli, íjármálaráðherra Mexíkó, tal- aði fyrir hönd ríkja í Rómversku Ameríku og lagði til, að gerður yrði nýr „Berlínar-sáttmáli" og skuldugum ríkjum hjálpað á sama hátt og Bandaríkjamenn hjálpuðu Evrópuríkjunum eftir stríð með Marshall-aðstoðinni. Reuter 00 Omurleg heimkoma Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson kom í gær heimaborgar sinnar, Toronto, sem miðurbrotinn og ærulaus maður. Fyrir aðeins flórum dögum var hann heimsmeistari og ólympíumeistari en nú hafa kanadískir ijölmiðl- ar þau orð um lyfjanotkun hans, að hún sé „þjóðarskömm" og ríkisstjóm- in hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. Myndin sýnir Johnson þegar hann kom til New York en fréttamenn hafa setið um hann dag og nótt og þeim tókst að hálffylla vélina frá New York til Toronto. Flugmenn- imir sáu þá aumur á honum og leyfðu honum að halda til í flugstjómar- klefanum. Sjá fréttir i B-blaði. Evrópudómstóllinn: Umhverfisvemdarmál þyngri á metunum en ftjáls verslun International Herald Tribune. Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefiir úrskurðað að dönsk löggjöf sem bannar notkun einnota drykkjaríláta sé fyllilega rétt- mæt ráðstöfún til veradar umhverfinu. Framkvæmdanefiid Evr- ópubandalagsins hafði kært danska þingið og beitt sér gegn þess- um lögum á þeirri forsendu að þau hindruðu frjálsa verslun inn- an bandalagsins. Samkvæmt dönskum lögum, frá árinu 1981, er skylt að selja bjór og gosdrykki í margnota umbúðum með skilagjaldi. Erlend fyrirtæki geta því ekki sett slfka drykki á danskan markað í tindoll- um, plastflöskum eða einnota glerflöskum. Heimildir innan Evr- ópubandalagsins herma að Vest- ur-Þjóðveijar íhugi að setja sams- konar lög. í dönsku lögunum er einnig ákvæði um kvóta á innflutningi erlendra drykkja í flöskum sem ekki eru eins og hinar hefðbundnu dönsku bjór- og gosdrykkjaflösk- ur. Hver framleiðandi má ekki seija meira en 3.000 hektólítra á ári í slíkum umbúðum. Þetta er í fyrsta skipti sem umhverfisvemdarsjónarmið eru látin vega þyngra innan Evrópu- bandalagsins en fríverslunar- stefna. I úrskurði Evrópudóm- stólsins sagði að Danir hefðu átt rétt á því að grípa til þessarar löggjafar þar eð Evrópubandalag- ið hefði ekki enn sett lög um umhverfisvemd. Hins vegar úrskurðaði Evrópu- dómstóllinn að lagaákvæðið um takmarkað magn innflutnings er- lendra drykkja í margnota flösk- um, öðmm en þeim dönsku, fæli í sér óeðlilegar viðskiptahömlur og ætti því ekki rétt á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.