Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Eurocard og Póstur og sími hefja samstarf - Afgreiðslustöðum Eurocard flölgar um 92 Samstarfssamningur Eurocard á íslandi og Pósts og sima tók gildi í gær, 1. október. Við gildistöku samningsins bætast 92 póstútibú, um land allt, í hóp afgreiðslustaða Eurocard. Þetta er í fyrsta skipti í heiminum sem kreditkortafyrirtæki gerir samning við sambærilegt fyrirtæki og Póst og síma. Samningurinn er skref í bættri þjónustu Eurocard við korthafa sína og aðildarfyrirtæki. Framvegis verð- ur hægt að sækja alla þjónustu varð- andi kortin í næsta pósthús, fá út- tektar- og uppgjörsseðla, skila upp- gjöri og sækja um að gerast aðildar- fyrirtæki eða korthafi. Einnig bætir samningurinn þjón- ustu við erlenda korthafa sem koma hingað til lands því í hvaða póstúti- búi sem er verður hægt að taka út reiðufé út á Eurocard kreditkort. Á blaðamannafundi sem boðað var til í tilefni af gildistöku samn- ingsins lýstu forráðamenn Eurocard og Pósts og síma ánægju sinni með samstarfið og töldu það mundu verða báðum fyrirtækjum til fram- dráttar. MOrgunblaðið/EMILÍA Forsvarsmenn Eurocard og Pósts og síma kynntu samstarfssamninginn. F.v. Ólafiir Karlsson, aðalendur- skoðandi Pósts og síma, Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri, Gylfi Gunnarsson, aðstoð- arpóstmeistari, Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Eurocard, Jakob Tryggvason, skrifstofustjóri, Hallgrímur Jónsson, stjórnarformaður Eurocard, Kristján Helgason, umdæmisstjóri og Grétar Haralds- son, markaðsstjóri Eurocard. Urðum fyrir djúpum vonbrigð- um með Sjálfstæðisflokkinn JÓN BALDVIN Hannibalsson ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins segir alþýðuflokks- menn hafa orðið fyrir djúpum von- brígðum með Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn og ekki fúndið þar þá bandamenn sem þeir voru að leita að, í þeirrí viðleitni að koma á umbót- um í íslensku hagkerfi. Ef flokkarnir eigi eftir að nálgast aftur verði Sjálf- stæðisflokkurínn að vera stefnumál- um sínum trúrrí. Hann segir síðan að Sjálfetæðisflokkurinn hafí sprengt síðustu ríkissfjórn með óraunhæfum efnahagstillögum. orsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins sagði í viðtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni, að Alþýðuflokkurinn hefði gefist upp á aðild að raunhæfri stjómar- steftiu í síðustu ríkisstjóm við efnahagsað- gerðimar í maí. Þegar Morgunblaðið bar þessi ummæli undir Jón Baldvin Hannibals- son sagði hann: „Við lentum allir einfaldlega í óstjómlegu tímahraki Svarta miðvikudaginn eftir þingslit, þegar ríkisbankamir skipulögðu gengisfellingu með áhlaupi á gjaldeyrisvara- sjóðinn. Ég hef aldrei álasað sjálfstæðismönnum fyrir þetta, þótt stjóm efnahagsmála væri á ábyrgð forsætisráðherra. Við skorumst held- ur ekki undan ábyrgð þótt vitað hafi verið alla tíð að Alþýðuflokkurinn lagðist hart gegn gengisfellingarkröfum sem þá voru hvað harðastar af hálfu framsóknarmanna. Eftir þetta náði ríkisstjómin sér aldrei á strik. í ágústmánuði hafði forsætisráðherra frumkvæði að því, án samráðs við samstarfs- flokkana, að skipa ráðgjafaramefnd, for- stjóranefndina sem mælti eindregið með nið- urfærsluleið. Forsætisráðherra hafnaði samt þeirri leið í reynd, þótt Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti í orði kveðnu að láta reyna á þessa leið. En flokkurinn var klofinn I málinu. Talsmenn útgerðar og fiskvinnslu mæltu ein- róma með henni. Ahrifamenn Sjálfstæðis- flokksins úr heimi viðskipta og bankakerfís vom harðir á móti. Forsætisráðherra ætlaði að losa sig út úr klípunni með því að afhenda forseta ASÍ neitunarvald í málinu. Hann lagði málið síðan þannig fyrir Alþýðusambandið að eingöngu yrði um lögbundna lækkun launa að ræða en síðan áttu menn einungis að fá þær verð- lækkanir sem af því kynni að Ieiða, eftir dúk og disk, og vaxtalækkanir áttu einnig að koma síðar. Þetta hlaut að leiða til þess að ASÍ synjaði samráði," sagði Jón Baldvin. Hann sagði síðan að lokatillögur Þorsteins Pálssonar hefðu ráðið úrslitum um fall stjóm- arinnar. „Á seinustu stundu lagði forsætis- ráðherrann til að ríkisstjómin kúventi í skattamálum. Þetta sýndi mikið dómgreind- arleysi, tæpa stefnufestu og vafasaman drengskap í samstarfí. Hugmyndin var að lækka söluskatt á matvörur úr 25% í 10%, fella niður niður- greiðslur og mæta tekjutapinu með hækkun á tekjuskatti einstaklinga. í fyrsta lagi voru verðlagsáhrifin engin varðandi mjólkur- og kjötvönir því niðurgreiðslur féllu niður á móti. í öðm lagi var sýnt að verðlækkunar- áhrif við að fella niður söluskatt á innfluttar matvömr hefðu vart komist til skila til neyt- enda vegna verðhækkunaráhrifa á móti af 6% gengisfellingu. I þriðja lagi var óviðun- andi að tillaga forsætisráðherra um hækkun tekjuskatts gerði ráð fyrir því að persónuaf- - segir Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins sláttur yrði ekki hækkaður sem hefði orðið til þess að skattleysismörk hefðu lækkað um mörg þúsund krónur á mánuði. Það hefði helst bitnað á láglaunafólki. Aðalmál ríkisstjómarinnar var að sjálf- sögðu að tryggja jöfnuð í ríkisfjármálum. Nú iýsir fyrrum forsætisráðherra áhyggjum sínum af því að staða ríkisfjármála sé ekki nógu góð. Samt sem áður var hann þá tilbú- inn að auka halla ríkissjóðs um 1,2 millj- arða, en það hefðu tillögur hans þýtt í raun. Allt þetta segir okkur að hér var ekki um að ræða sáttatillögu. Hér var um að ræða áróðurstillögu sem var ábyrgðarlaus og gekk ekki upp, þótt fyrrum forsætisráðherra kjósi nú að kalla hana einu raunhæfu efnahagstil- löguna. Samt sem áður harðneitaði hann að draga þessa tillögu til baka. Þar með tók hann ákvörðun um að sprengja ríkisstjómina og losa Sjálfstæðisflokkinn undan frekari ábyrgð og einhver hefði kallað það uppgjöf," sagði Jón Baldvin. Millifærsla nauðsyn Um þau orð Þorsteins Pálssonar, að Al- þýðuflokkurinn, sem barist hefði fyrir því að uppræta það sem kallað var velferðarkerfi atvinnuveganna á ábyrgð ríkissjóðs, stæði fyrir mestu tilfærslu á ábyrgð ríkisins í sög- unni, sagði Jón Baldvin að þau væru mál- fundaæfing en ekki staðreynd. Þorsteinn hefði sjálfur gert ráð fyrir verðbótum á freð- fisk í sínum tillögum í gegnum Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins, eins og Alþýðuflokkurinn hefði lagt til. í þessum tillögum sjálfstæðis- manna fólst viðurkenning á því, að vandi frystingarinnar væri sérstakur og tímabund- inn vegna mikils verðfalls, en slíkan sérvanda er ekki unnt að leysa með almennri gengis- fellingu. Jón Baldvin sagði síðan að fyrst gengis- fellingu var hafnað, hefði ríkisstjómin orðið að gera aðrar ráðstafanar til þess að auð- velda fjárhagslega endurskipulagningu og skuldaskil frystiiðnaðarins. Alþýðuflokkurinn hefði vissulega lagt til millifærslu, sem væri þó mun minni en Framsóknarflokkurinn lagði til. Sérstök ástæða væri til að minna sjálf- stæðismenn á að Viðreisnarstjómin hefði gripið til samskonar aðgerða vegna áfalla í sjávarútvegi 1968-69. „Auðvitað em þetta skammtímaaðgerðir, eins og þær voru líka í tíð Viðreisnar, en til þeirra þarf að grípa vegna þess að Verðjöfn- unarsjóður fiskiðnaðarins hefur verið eyði- lagður. Sjóðurinn hefði átt að vera sneisafull- ur af peningum eftir uppgangsárin 1984-87. Þá hefði ekki þurft sérstakar ráðstafanir núna, þar sem verið væri að greiða út verð- bætur samkvæmt reglum sjóðsins. Þetta eru stærstu mistökin í íslenskri hagstjóm, mjög svo á ábyrgð Sjálfstæðismanna. Það er ekki stórmannlegt að álasa þeim sem taka við í verra árferði, og verða að bregðast við til þess að forða hmni fyrirtækja og atvinnu- leysi. Forsætisráðherrann fyrrverandi kennir síðan slíka tilfærslu fjármagns til fiskvinnslu- fyrirtælq'a við Stefán Valgeirsson. Ég get ekki annað en brosað út í annað, þegar ég heyri sjálfstæðismenn fordæma slíkar að- Jón Baldvin Hannibalsson gerðir. Þeir ættu að líta í eigin barm. Hvar er þá helst að finna? Hvað er þeirra helsta keppikefli? Að hreppa stóla í stofnunum fram- kvæmdavaldsins, í bankaráðum, í stjómum fjárfestingarlánasjóða, í stjóm Byggðastofn- unar. Það er vissulega rétt að Stefán Val- geirsson er nefndakóngur í því kerfi, en þeir em fleiri. Er Halldór Blöndal ekki kollegi Stefáns í bankaráði Búnaðarbankans, í stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins, í stjóm Byggðastofnunar. Það er spuming hvor leik- ur betur hlutverk pólitísks kommisars eða skömmtunarstjóra." Ríkisstjórnin ber ábyrgðina Þorsteinn Pálsson sagði í fyrmefndu við- tali að Alþýðuflokksmenn hefðu verið hrakt- ir úr fjármálaráðuneytinu með gífurlega skuld ríkissjóðs við Seðlabanka sem óupp- gerðan hlut. Um þetta sagði Jón Baldvin að fjármálaráðherra bæri ekki einn ábyrgð á því að ríkisstjóminni tókst ekki að ná því meginmarkmiði sínu að reka ríkissjóð halla- laust á yfírstandandi ári. „Meginástæðan fyrir halla á ríkissjóði em þær að gengisfellingin í maí, raskaði mjög forsendum fjárlaga, leiddi til umtalsverðrar vaxtahækkunar og verðbólgu, og hafði nei- kvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Önnur meginástæðan væri ákvarðanir, sem teknar vom af ríkisstjóm sameiginlega um aukningu ríkisútgjalda, og uppsafnaður vandi vegna hallarekstrar sjúkrahúsa frá fyrri tíð. Þetta em afleiðingar efnahagsað- gerða sem gripið var til undir fomstu Þor- steins Pálssonar, og ákvarðana ríkisstjómar, sem einkum vom knúnar fram af samstarfs- flokkunum og ekki síst Sjálfstæðisflokknum. Fyrstu aðgerðir þessarar ríkisstjómar auka svo enn á. þessa útgjaldabyrði, sem nemur um 900 milljónum. Það þarf því engan að undra, þegar þann- ig er haldið á málum, að ríkissjóður sé rek- inn með halla. En ég verð að segja það að það er ekki stórmannlegt af forsætisráð- herra, sem ber höfuðábyrgð á efnahags- stjóminni, og á að vera nánasti samstarfs- maður fjármálaráðherra, ef hann nokkmm dögum eftir stjómarslit, vill varpa sök í þessu efni á fjármálaráðherra einan," sagði Jón Baldvin. Hann bætti við að ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar yrði helst minnst fyrir umbætur í ríkisfjármálum. Hún hefði lögfest stað- greiðslukerfi skatta, hrint í framkvæmd ein- földun tolla og samræmingu tollakerfis til undirbúnings bættum efnahagssamskiptum,' m.a. við Evrópubandalagið. í þriðja lagi hafi hún komið á einföldum eins þreps sölu- skatti, sem væri öfundarefni allra fjármála- ráðherra, og loks undirbúið og lögfest virðis- aukaskatt. „Þessi mál vom undirbúin og þeim var hrint í framkvæmd af fjármálaráð- herra í ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. Það er dapurlegt ef hann vill gera það að pólitískri skiptimynt að koma höggi á fyrrum sam- starfsmann sinn, reyndar þann sem verk- stýrði þeim umbótum sem helst munu halda nafni ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar á lofti, löngu eftir að hún verður að öðm leyti gleymd og grafin," sagði Jón Baldvin. Pólitísk vinslit — I ljósi þess sem þú hefur sagt, og Þor- steinn Pálsson hefur látið ummælt um Al- þýðuflokkinn, má líta svo á að orðið hafi pólitísk vinslit milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks? „Ekki af minni hálfu. En mér er mikið umhugsunarefni hvað spillti þessu samstarfi. Ég hef reyndar þegar svarað því að hluta en sannleikurinn er sá að við urðum fyrir djúpum vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn. Við fundum ekki þar þá bandamenn sem við vomm að leita að, sem vildu styðja okkur í umbótum á íslensku hagkerfi í þá átt sem báðir sögðust vilja stefna að. í upphafi vegferðar síðustu ríkisstjómar minnti ég Þorstein Pálsson á þau orð Magnús- ar Jónssonar frá Mel, þegar Bjami Benedikts- son bað hann um að taka við embætti fjár- málaráðherra, að það gerði hann því aðeins að hann fengi dyggan stuðning forsætisráð- herra, vegna þess að fjármálaráðherra væri annars ólíft. Ég verð því miður að játa það, að ég vænti þess stuðnings, en ég fékk hann aldr- ei,“ sagði Jón Baldvin." Ég fékk til dæmis ekki stuðning frá Sjálfstæðisflokknum við að halda aftur af síþenslu ríkisútgjalda. Ég fékk mjög hálfvolgan stuðning við það að koma ríkisstofnunum út fyrir ríkiskerfið og gera þær að sjálfstæðum stofnunum. Við fengum ekki stuðning við að sameina banka og að breyta ríkisreknum skömmtunarstjóm- arbönkum í heilbrigðar viðskiptastofnanir í formi hlutafélaga. Yfirleitt minnist ég þess ekki að sjálfstæð- ismenn hafi beitt sér fyrir framkvæmd á neinum slíkum hugmyndum, fyrir utan þann gjöming Matthíasar Á. Mathiesen að selja Ferðaskrifstofu ríkisins, heldur fóru þeir þvert á móti í baklás, í hvert skipti sem átti að hrófla við sérhagsmunum og pilsfaldakapí- talisma. Framsóknarflokkurinn er um margt líkur Sjálfstæðisflokknum. Munurinn er hins vegar sá að hann er betur skipulagður, er þjálfaðra fótgöngolið og hann er undir sterkri forustu, sem hægt er að ná samkomulagi við, þannig að það samkomulag haldi. Mín viðhorf, varðandi yfirburði markaðs- lausna í efnahagsmálum umfram pólitíska miðstýringu, hafa ekkert breyst. Ef Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga eftir að nálgast á ný, þá hlýtur það að gerast vegna þess að með nýrri kynslóð í fomstu Sjálfstæð- isflokksins, þá komi nýir tímar, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið hugmyndum sínum og stefnumálum trúrri í verki en hann reyndist vera í samstarfi okkar í ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.