Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Bush spáð meirihluta meðal kjörmannanna Frá ívari Guömundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Washington. GEORGE Bush, frambjóðandi repúblikana, hefir unnið allveru- lega á í kosningabaráttunni und- anfarið og hefir nú 12% fram- yfir Michael Dukakis í 15 Suð- urríkjum samkvæmt skoðana- könnun, sem Atlanta Journal- Constitution stendur að og birti á mánudag. Blaðið telur, að Bush hafi unnið 9 stig í suðurhluta landsins og hefir þar að auki fylgi 49% kjósenda í Massac- husettes, heimaríki Dukakis, gegn 37% en þar hafa 12% kjós- enda ekki enn ákveðið hvorn þeir ætla að kjósa. um spádómi er reiknað með því, að Bush vinni Kalifomíu, sem hefir flesta kjörmenn, 47, Flórída með 21, IHinois 24, Pennsylvaníu með 25 og Texas 29. Dukakis er spáð mestu fylgi meðal kjörmanna í New York, sem hefur 36 fulltrúa. Það eru kjörmennimir, sem end- anlega kjósa forsetann og varafor- setann. Eru þeir kjömir eftir föstum reglum í hveiju ríki fyrir sig og fer tala fulltrúa frá hveiju ríki eftir íbúafjölda þeirra. Kjörmennimir em samtals 538, þannig að það þarf minnst 270 samhljóða atkvæði til að kjósa forsetann. Það er hugsan- legt — en ólíklegt — að kjörmenn kjósi forsetaframbjóðanda, sem ekki hlaut meirihluta atkvæða í al- mennu forsetakosningunum. Hefir það komið fyrir þrisvar sinnum í stjómmálasögu Bandaríkjanna. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, í ræðustóli í gær á 43. allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ræða utanríkisráðherra á allsheijarþingi SÞ; Bandarísku forsetakosningarnar: Mikilvægt að draga úr hern- aðaruppbyggingu á höfunum JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, situr nú 43. allsheijar- þing Sameinuðu þjóðanna og flutti í gær ræðu í hinni almennu umræðu þingsins. Ráðherrann lagði m.a. áherslu á mikilvægi þess að samningar um niðurskurð langdrægra kjarnavopna á landi yrðu tfl þess að draga úr hernaðaruppbyggingu á og í höfúnum. Af þess- um sökum væri það íslendingum ánægjuefni að stórveldin skyldu I meginatriðum verða sammála um það á leiðtogafúndinum f Was- hington að leita leiða tfl að takmarka langdrægar kjamorkustýri- flaugar, sem skjóta má af sjó. „Það er alkunna, að ísland leyfír ekki kjarnavopn innan síns landsvæðis og gerir einnig ráð fyrir að skip sem koma til hafiiar virði íslenskt fullveldi," sagði ráðherrann ennfremur. í Texas, sem er heimaríki George Bush, virðist hann hafa 15 stig framyfir Dukakis. í Flórída gengur honum enn betur með 26 stig fram- yfir mótheijann. Skoðanakönnunin bendir til þess, að 73% þeirra, sem kusu Reagan, muni kjósa Bush og 40% svokallaðra Reagan-demó- krata. Þá er Bush talinn hafa unn- ið á meðal kvenna. 46% kvenna eru nú fyigjandi Bush en 37% með Dukakis. 53% karla ætla að kjósa Bush en 37% hallast að Dukakis. Stuðningurinn við báða frambjóð- endur er þó talinn „hálfvolgur" hjá flestum. Nærri helmingur þeirra sem spurðir voru sögðust hafa ákveðið sig, annaðhvort sökum skorts á betra vali eða vegna þess að þeir hefðu andúð á öðrum fram- bjóðandanum. Bush 387, Dukakis 151 atkvæði Kunnur hópur blaðamanna úr báðum flokkum og fulltrúar ólíkra skoðana í stjómmálum, sem John McLaughlin stjómar og kemur vikulega fram í NBC-sjónvarpinu, varð sammála um það um helgina, „að eins og væri" mætti fullyrða að George Bush fengi atkvæði 387 kjörmanna en Dukakis 151. í þess- Utanríkisráðherra vék að því í ræðu sinni að samningurinn um útrýmingu meðaldrægra kjama- vopna á landi, sem fagnað hefði verið sem tímamótaáfanga á ís- landi, hefði eflt trú manna á mögu- leikum afvopnunar almennt. Engu þýðingarminni væri sá árangur sem náðst hefði með hjálp Sameinuðu þjóðanna í svæðisímndnum deilu- málum. „Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur í tvfhliða afvopnunar- viðræðum, eykst kostnaður vígbún- aðarkapphlaupsins jafnt og þétt og sömuleiðis nákvæmni og eyðingar- máttur kjamavopna. Auðsætt er því, að kjamavopn munu enn um sinn hafa forgang í viðræðum um vígbúnaðarmál. Jafnframt því sem reynt er til hins ýtrasta að ná samn- ingum um langdræg kjamavopn, verður að hamla gegn útvíkkun vígbúnaðarkapphlaupsins til nýrra svæða og tegunda vígbúnaðar. Að mati íslenskra stjómvalda er afar mikilvægt að samningar um niður- skurð langdrægra kjamavopna á landi verði til þess að draga úr hemaðaruppbyggingu á og í höfun- um. Af þessum sökum var íslend- ingum það ánægjuefni að stórveldin skyldu í meginatriðum verða sam- mála um það á leiðtogafundinum í Washington að leita leiða til að tak- marka langdrægar kjamorkustýri- flaugar, sem skjóta má af sjó. ísland leyfir ekkl kjarnavopn Það er alkunna, að ísland leyfir ekki kjamavopn innan síns land- svæðis og gerir einnig ráð fyrir að skip sem koma til hafnar virði íslenskt fullveldi. Þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slys með kjamavopn á sjó gætu haft geig- vænlegar afleiðingar fyrir þjóð eins og íslendinga, sem byggir lífsaf- komu sína á lífrænum auðlindum sjávar. Þörfin á að leiðrétta það misvægi sem nú ríkir á sviði hefðbundinna heija og vígbúnaðar hefur aukist eftir því sem líkur á umtalsverðum niðurskurði kjamavopa hafa orðið raunhæfari. Island hefur, ásamt öðmm aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins, tekið þátt í samn- ingaviðræðum við Varsjárbanda- lagið um umboð fyrir nýjar viðræð- ur á sviði hefðbundins vígbúnaðar og vonast til að fljótlega náist um það samkomulag, sem tryggir að þessar mikilvægu viðræður geti hafist á árinu eins og áætlað var," sagði ráðherrann. Utanríkisráðherra lýsti einnig yfir fullum stuðningi við tillögu Reagans Bandaríkjaforseta á alls- heijarþinginu fyrir tveimur vikum um að kalla saman alþjóðaráðstefnu til styrktar Genfarsáttmálanum frá 1925, sem bannar beitingu efna- vopna. Deila Araba og Israelsmanna Jón Baldvin vék því næst að friðarumleitunum í Mið-Austur- löndum. „Friðsamleg Iausn á ágreiningsefnum Araba og ísraels- manna er háð því að deiluaðilar ráði ráðum sínum í anda gagn- kvæmrar hófsemi og sáttfýsi. Það er lágmark að ísrael viðurkenni rétt Palestínumanna til að ákveða framtíð sína sjálfir og að Arabar hætti jafnframt að draga í efa óum- deilanlegan tilverurétt Israelsríkis." Ráðherra minntist nú á umhverf- ismál. „Vandamál, sem telja verður í eðli sínu alþjóðleg, verður að leysa með samstilltu átaki allra jarð- arbúa, hvort sem um er að ræða mengun, „gróðurhússáhrif' eða eyðingu ósonlagsins, ef koma á í veg fyrir að þau spilli lífsgæðum jarðarkringlunnar alvarlega." Ráðherra sagði aðkallandi að auka þróunaraðstoð í Afríku til að útrýma fátækt og hungursneyð. Skuldabyrði Þriðja heimsins kæfði ekki einungis nauðsynlegan hag- vöxt heldur ógnaði viðkvæmum undirstöðum Iýðræðis í mörgum ríkjum. Það er „óskynsamleg hag- fræði og siðferðilega óveijandi að iðnríkin skuli árlega draga að sér milljarða Bandaríkjadala frá þróun- arríkjunum f formi skulda- og vaxtagreiðslna," sagði ráðherrann. Því næst tók Jón Baidvin undir „þá skoðun sem félagsmálaráðherra Is- lands lýsti á Norrænu kvennaráð- stefnunni í Ósló í ágúst síðastliðn- um, að stofna bæri sérstök jafnrétt- issamtök Sameinuðu þjóðanna." Að lokum hét utanríkisráðherra fullum stuðningi íslands við þá við- leitni að ná fram markmiðum stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna. Hryðju- verkí Punjab Nýju Delhi. Reuter. Frammámaður i Kongress- flokknum, stjórnarflokknum á Indlandi, var skotinn til bana í gær í Punjab-ríki. Eru hryðju- verkamenn og aðskilnaðarsinnar af trúflokki sikha grunaðir um verknaðinn. Bhagwan Dass, varaforseti Kon- gressflokksins í Punjab, var að störfum í komvöruverslun, sem hann hefur rekið í bænum Jaito, þegar þrír menn ruddust inn í versl- unina og myrtu hann. Lífvörður hans og annar maður til féllu einnig. Það, sem af er árinu, hafa rúm- lega 2.000 menn misst lífíð í óöld- inni í Punjab en sikhar, sem þar em fjölmennastir, vilja sumir stofna sjálfstætt ríki. Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, hefur reynt að kveða niður starfsemi hryðju- verkamannanna en hefur ekki enn- þá haft erindi sem erfiði. Lubomir Strougal: „Kameljónið44 sem vissi hvaðan vindurinn blés Prag. Reuter. LUBOMIR Strougal, forsætis- ráðherra Tékkóslóvakíu, sem sagði af sér embætti á mánu- dag, hefúr verið kallaður „kam- eljónið í Austur-Evrópu", mað- ur, sem jaftian hefúr áttað sig á því hvaðan vindurinn blæs og kunnað að haga seglum í sam- ræmi við það. Hann tók við forsætisráðherraembætti árið 1970 og hafði þvi gegnt því í 18 ár, lengur en nokkur annar starfebróðir hans austan jám- (jaldsins. Ferill Strougals og frami hófust á stalínstimanum, þegar Antonin Novotny var við stjómvölinn í Tékkóslóvakíu, en þegar Alexand- er Dubcek beitti sér fyrir „Vorinu í Prag“ tók hann því fagnandi og fordæmdi harðlega innrás Var- sjárbandalagsríkjanna 1968. Hún var þó varla um garð gengin þeg- ar hann sneri við blaðinu, gekk til liðs við Gustav Husak og átti þátt í að uppræta þær efnahags- legu umbætur, sem Dubcek hafði komið á. Strougal var skipaður forsætis- ráðherra árið 1970 og gerðist þá ástundum furðu opinskár boðberi efiiahagslegra umbóta þótt hann legði jafnframt áherslu á, að ekki yrði um að ræða neinar pólitískar Reuter Lubomir Strougal í ræðustól í tékkneska þinginu. eða hugmyndafræðilegar tilslak- anir. I Tékkóslóvakíu hefur al- mennt verið litið á Strougal sem hæfan og tiltölulega raunsæjan mann og þegar Míkhaíl Gorbatsj- ov sovétleiðtogi fór að boða sína „perestrojku" var hann ekki seinn að taka undir með honum. Að undanfömu virtist sem umbótaáhugi Strougals snerist ekki aðeins um efnahagsmálin, heldur einnig um mannréttinda- mál og harðneskju stjómvalda gagnvart andófsmönnum. í júní sl. ávítaði hann lögregluna opin- berlega fyrir að hleypa upp fundi tékkneskra og vestrænna friðar- sinna og í viðtali við austurrískt dagblað spurði hann sem svo: „Var þetta nauðsynlegt?" Lög- reglan og forystumenn í komm- únistaflokknum hafa síðan svarað spumingunni með því að herða enn tökin á andófsmönnum. Strougal er fæddur árið 1924 í bænum Veseli nad Luznici í Bæheimi, sonur jámbrautastarfs- manns, og gekk í kommúnista- flokkinn árið 1945. Hann varð innanríkisráðherra 1961 og 1965 var hann skipaður einn af ritumm miðstjómarinnar. í janúar sl. átti Strougal óvehjulega opinskátt við- tal við vestur-þýskan blaðamann þar sem hann viðurkenndi, að sjálfur ætti hann nokkra sök á því, að efnahagslegum umbótum hefði ekki verið hrint í fram- kvæmd. „Efnahagslegar umbætur em okkur lífsnauðsyn en því miður hefur forystan alltaf bmgðist, hver sem hún hefur verið. Nú er hins vegar svo komið, að hjá umbótum verður ekki komist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.