Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Grænfriðimgar mót- mæla í 50 borgum Halldóri Ásgrímssyni boðið til V - Þýzkalands ZUricfa, frá tínnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgrunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR í Vestur Þýskalandi verða með mótmæli gegn hvalveiðum íslendinga i yfir 50 borgum i dag. Upplýsingum um baráttu þeirra gegn veiðunum verður dreift og neytendur hvatt- ir til að sneyða hjá islenskum sjáv- „SVONA ummæli geta auðvitað verið óheppileg vegna þess hvað lánamarkaðurinn er viðkvæm- ur,“ sagði Ingimundur Friðriks- Lést af slysforum KONAN, sem lést í gangbrautar- slysi f Garðastræti á fimmtudag, hét Guðmunda Þorgeirsdóttir, til heimilis að Öldugötu 25a f Reykjavík. Guðmunda heitin var sjðtug, fædd þann 8. júní 1918. Hún lætur eftir sig sjö uppkomin böm. allt Vestur Þýskaland leggja mis- jafnlega mikið í mótmælin en þau verða væntanlega stórtækust i Ham- borg. Þar á að blása upp fimmtán metra langan gúmmíhval á gufu- skipi skammt frá íslensku ræðis- mannsskrifstofunni og „hvalasyrgj- endur" munu ganga um miðbæinn. íslensk sendinefnd skipuð fulltrú- son forstöðumaður alþjóðadeild- ar Seðlabankans aðspurður um hugsanleg áhrif ummæla Steingrims Hermannssonar for- sætisráðherra á aukafundi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Sagði forsætisráðherra að ísland væri lfklega nær þjóðargjald- þroti en nokkru sinni áður. Ingimundur sagði að íslendingar tækju 18 milljarða kr. erlend lán til langs tíma á þessu ári og mikil- vægt að gera ekkert til að rýra lánstraustið að óþörfu. Hann sagð- ist þó ekki hafa orðið var við nein áhrif af þessum ummælum forsæt- isráðherra nú og því hefði ekkert sérstakt verið gert til að bregðast við þeim. um frá utanríkisráðuneytinu og sjáv- arútvegsráðuneytinu hefur dvalist í Sambandslýðveldinu Þýskalandi undanfama viku og átt viðræður við helstu aðila á sviði sjávarútvegsmála í Bremerhaven, Hamborg og Bonn. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir, að viðræðumar hafi verið mjög ítarlegar og ákveðið hafi verið að útbúa gögn um málið fyrir fyrirtæki sem versla með íslen- skar vömr í Þýskalandi, kynna mál- staðinn í þýskum fjölmiðlum og efla upplýsingamiðlun til almennings. Á fundi með dr. Wolfgang von Geldem, aðstoðarráðherra, sem fer með sjávarútvegsmál, ítrekað hann óskir Vestur-Þjóðveija um vinsam- leg samskipti við íslensk stjómvöld og góða samvinnu á sviði sjvarút- vegsmála í heild. Þá sagði hann að samvinna þjóðanna í hvalveiðimálum myndi hér eftir sem hingað til verða á málefnalegum grundvelli innan alþjóða hvalveiðiráðsina, þar sem ríkin hafí einatt átt gott samstarf. Hann sagði að vestur-þýsk stjóm- völd hefðu margoft lýst yfír and- stöðu sinni gegn öllum efnahags- þvingunum. Ráðherrann ítrekaði boð til Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra um að koma í opinbera heim- sókn til Sambandslýðveldisins Þýskalands á næstunni og var þetta boð þegið fyrir hönd sjávarútvegs- ráðherra og var dr. Geldem boðið í gagnheimsókn til íslands næsta sumar. Rekstrarerfiðleikar frystihúsa: arafurðum. Starfshópar Grænfriðunga út um Svona ummæli geta verið óheppileg - segir forstöðumaður alþjóðadeild- ar Seðlabankans Lynghagi 11. Manndráp í Vesturbæ: Játning liggur fyrir Gæsluvarðhalds krafíst MAÐURINN, sem fannst látínn af áverkum á heimili sínu á fimmtudagsmorgun, hét Jó- hann Júlíusson, 67 ára gamall, til heimilis að Lynghaga 11 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig þijú uppkomin börn. 38 ára gamall maður, Bjarni Bern- harður Bjarnason, hefiir geng- ist við þvi fyrir lögreglu að hafa orðið Jóhanni að bana með egfgyopni. Óljóst er um aðdraganda og ástæður fyrir verknaðinum. Fyrir nokkrum misserum var Bjami leigjandi Jóhanns en hann hafði flust úr húsi hans. Rannsóknarlögreglustjóri hefur krafíst þess fyrir Sakadómi Reykjavikur að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. janúar næstkomandi og gert að sæta geðrannsókn. Sakadóm- Jóhann Júliusson. ari tók sér sólarhringsfrest til að úrskurða í málinu. Viðbrögð forystu stjómar- flokkanna með ólíkindum - segir stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfirystihúsanna Guðmunda Þorgeirsdóttír. „VIÐBRÖGÐ forystumanna stjórnarflokkanna við rekstrar- erfiðleikum frystihúsa eru með ólíkindum," sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystíhúsanna, í samtali við Morgunblaðið. „Forsætísráð- herra, sem er nýbúinn að segja á opinberum vettvangi að gengi krónunnar sé að minnsta kostí of hátt skráð um 15% og að rfkis- stjórnin muni i næstu viku íjalla um væntanlegar aðgerðir, segir i viðtali við Morgunblaðið að geng- islækkun komi ekki til greina. Viðskiptaráðherra ber því við að ekki hafi legið nægilega Ijóst fyr- ir hver staðan væri. Mér er spurn: Hvar heftir viðskiptaráðherra alið manninn?," sagði Jón. „Hins vegar kom fram hjá forsæt- isráðherra og viðskiptaráðherra að athugaður yrði sá möguleiki að fella niður hluta skulda þeirra fyrirtækja sem verst væru sett," sagði Jón. „Sem sagt mismunun og pólitísk hrossakaup, þannig að þeim fyrir- Flokksformennirnir útiloka ekki sameiningu A-flokkanna ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, eru sammála um að flokkarnir hafi nálgast hvor annan að undan- förnu. Báðir segja þeir að þeir vUji ekki útiloka sameiningu við hinn. Það sé þó framtíðarverk- efiii, og gerist ekki í bráð. „Það hafa orðið þáttaskil hjá Alþýðuflokknum að því leyti að hann hefur kvatt Sjálfstæðisflokk- inn, sem hann var búinn að vera leynilega og opinberlega trúlofaður í 30 ár, fyrst á viðreisnarárunum og síðan meðan draumurinn um viðreisn lifði," sagði ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Nú er það greinilega búið og Alþýðuflokk- urinn talar með öðrum hætti, sam- anber ræðu Jóhönnu Sigurðardótt- ur á flokksþingi Alþýðuflokksins, þar sem hún sagði að flokkurinn þyrfti að læra það af reynslu síðustu ára að hann hann þyrfti að vera með skýrari félagshyggju- og vinstri stefnu. Mér fannst þetta góður tónn.“ Ólafur sagði að ekki hefðu farið fram formlegar umræður um sam- einingu við Alþýðuflokkinn. „Við höfum hins vegar hvatt okkar flokksmenn, bæði á þingi, í sveitar- stjómum og í flokkunum til þess að ræða framtíð félagshyggjuafla og vinstristefnu á íslandi," sagði hann. Ólafur Ragnar sagði að fundur hans og Jóns Baldvins með trúnað- arráði Dagsbrúnar í fyrrakvöld hefði verið afar fróðlegur og skemmtilegur. „Við beindum ein- dregið til þeirra spurningum um það hvort þeir væru til í að koma f það með okkur að endurreisa íslenskt efnahagslíf, jafnvel í andstöðu við atvinnurekendavaidið og Sjálfstæð- isflokkinn. Það var tekið undir það með miklum fögnuði." ólafur sagðist ekkert útiloka í samskiptum flokkanna. „Aðalatrið- ið er að menn nálgist með opnum huga. Margir forystumenn Alþýðu- flokksins tala nú með skýrari fé- lagshyggjutón en áður.“ Jón Baldvin Hannibalsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi Alþýðu- flokksins að vinstrisinnuð umbóta- öfl þyrftu að auka samstöðu sína. Ný og öflug stjómmálahreyfíng ætti að taka við hlutverki Sjálfstæð- isflokksins sem stærsti stjómmála- flokkurinn. Á dagskrá þingsins í dag er fundur um vinstri hreyfingu, þar sem meðal annars eru til um- ræðu spumingamar af hveiju séu svo margir vinstri flokkar, hvenær stóri jafnaðarmannaflokkurinn fæðist og hvort nú sé lag til sameín- ingar, svo vitnað sé í fundarboðið. „Nú reynir á það hvort samstarf- ið við Alþýðubandalagið tekst betur en 1978-1979,“ sagði Jón Baldvin í samtali við blaðið. Hann sagði að margt hefði þó breyst síðan. „Al- þýðubandalagið hefur breyst mikið. Þar er kominn maður sem ekki er sprottinn upp úr Alþýðubandalag- inu heldur úr kratajarðvegi vestan af fjörðum og siðan Framsóknar- flokknum." Jón Baldvin sagði að stóru málin, sem aðgreint hefðu flokkana, væru einnig að hverfa, svo sem Sovéttrúboð Alþýðubanda- lagsins. „Flokkamir em að nálg- ast,“ sagði hann, en kvaðst þó ekki sjá sameiningu. þeirra fyrir sér á næstunni. „Þetta gerist ekki með skyndi- lausnum," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þótt Alþýðuflokkur hefði sóst eftir samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn í síðustu ríkisstjóm, hefði hann nú enga trú á honum að feng- inni reynslu. Sjá fréttír af þingi Alþýðu- fiokksins á bls. 32. tækjum, sem enn era ekki komin á vonarvöl, væntanlega vegna þess að þau hafa verið betur rekin en hin, á nú að refsa. Guðrún Agnarsdóttir, fulltrúi Kvennalista, virðist hins vegar hafa meiri skilning en Steingrímur Her- mannsson, Jón Sigurðsson og Svav- ar Gestsson til samans, á brýnni nauðsyn þess að grandvallaratvinnu- vegir landsmanna búi við lifvænleg rekstrarskilyrði og séu þar með grandvöllur lífskjara í þessu landi til lengri tíma. Mér sýnist því ein- sýnt að ríkisstjómin sé ekki einung- is gjaldþrota heldur gersamlega ráð- þrota. Forsætisráðherra upplýsti á auka- fundi SH, sem haldinn var fyrír skömmu, að boðaði væri langur ríkisstjómarfundur í næstu viku þar sem farið yrði yfír erfíða stöðu fisk- vinnslunnar og væntanlega teknar ákvarðanir um aðgerðir til að bæta rekstrarskilyrði hennar. Við hljótum því að bíða átekta eftir niðurstöðu þessa fundar og hvaða ráðstafna ríkisstjórnin hyggst grípa til. Ef ekkert gerist í þeim efnum innan tveggja vikna liggur tæpast annað fyrir en að blása til fundar að nýju og þá hljóta forráðamenn frystihúsanna að meta það, og vænt- anlega vera reiðubúnir að taka um það ákvörðun, hvort þeir treysti sér til að halda rekstri frystihúsanna áfram. Það er mikill ábyrgðarhluti að halda áfram rekstri við þessar aðstæður og það er skylda hags- munasamtaka í sjávarútvegi að vara framleiðendur við áframhaldandi rekstri ef ekkert verður gert til að laga stöðuna. En það er að sjálf- sögðu ákvörðun eigenda fyrirtækj- anna hvort þeir stöðva reksturinn," sagði Jón Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.