Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 \ Stjömuskoðun — Opið hús í TILEFNI af Norrænu tækniári 1988 býður Stjörnuskoðunarfé- lag Seltjarnarness almenningi til stjömuskoðunar í Stjörnuskoð- unartumi Valhúsaskóla, eftir kl. 20, kvöldm 26. nóvember— 1. desember. Þar er stærsti stjörausjónauki á Islandi, og munu fé- lagsmenn veita leiðsögn við stjörnuskoðun. Stjömuskoðun er mjög háð veðri. Það verður að sjást til stjama og vindur verður að vera hægur. Einnig er rétt að taka fram, að húsiými í tuminum er takmarkað. Þess vegna er vænt- anlegum gestum bent á að hringja í Stjömutum félagsins þessi kvöld, milli kl. 20 og 21.30, og fá upplýsingar um hvort þar verði opið og hægt verði að taka á móti þeim. Síminn í tuminum er 612424. Frá örófí alda hafa menn velt vöngum yfír himinhvolfínu, sól- inni, tunglinu og stjömunum. Hugmyndir um fyrirbæri himins- ins og alheiminn hafa þróast smám saman. Þegar aldir liðu sáu menn sífellt lengra út í geiminn og kynntust alheiminum æ betur. Fleiri reikistjömur fundust. Fylgitungl þeirra voru uppgötvuð eitt af öðru. Geimþokur, vetrar- brautir og stjömuþyrpingar komu í ljós. Stjameðlisfræðin varð til og menn uppgötvuðu ýmis furðu- leg fyrirbæri eins og dulstimi, tif- stjömur, hvíta dverga, nifteinda- stjömur og svarthol. Á himinhvolfinu er fjölmargt sem ekki sést með bemm augum. Margt af því má hinsvegar greina Mynd af tunglinu, tekin gegn- um sjónauka stjörauskoðunar- félagsins. í sjónauka, og þeim mun betur sem sjónaukinn er stærri. Veður ræður miklu um aðstæð- ur til stjömuskoðunar, einkum skýjafar og vindhraði. Allt það sem lýsir upp himininn er einnig til tafala, t.d. tunglið, norðurljós og síðast en ekki síst borgarljósin. Því er nokkuð misjafnt hve vel sést til fyrirbæra himinsins. Við góð skilyrði má skoða gígana á tunglinu, gaumgæfa jrfírborð reikistjama og rýna i fjarlægar vetrarbrautir, geimþokur og stjömuþyrpingar. Stærsti stjömusjónauki á ís- landi er í Stjömuskoðunartumi Valhúsaskóla á Seltjamamesi og er rekinn af félagi sem nefíiist Stjömuskoðunarfélag Seltjamar- ness. Það er félag áhugamanna Valhúsaskóli á Seltjarnaraesi. Hálfkúlan ofan á honum er stjörauskoðunarturainn. um stjömuskoðun og stjömu- fræði, hið eina á íslandi. Félagið var stofnað árið 1976, og em félagar nú um 110 talsins. Ollum er heimil innganga í félag- ið. Sijömusjónaukinn i Valhúsa- skóla er þungamiðja starfseminn- ar og er félagsmönnum heimiil aðgangur að kíkinum hvenær sem er. Utanaðkomandi aðilar, svo sem skólanemendur, geta fengið að skoða stjömur í kíkinum undir leiðsögn félagsmanna. Félagið heldur fræðslu- og rabbfund um stjömufræði og stjömuskoðun. Stjóm þess gefur út fréttabréf, þar sem sögð eru tíðindi af starfseminni og tíndir til fróðleiksmol'ar um málefni him- inhvolfsins. í litlu herbergi fyrir neðan stjömusjónaukann hafa stjömuskoðunarmenn aðstöðu til að glugga í blöð og þækur, og þar hanga á veggjum kort af al- heiminum. Félagið býður gesti velkomna í kvöld og næstu kvöld, — ef veð- ur leyfir! Tvær tengdar vetrarbrautir, M-51 og NGC-5195, sem eru í litla ref, skammt frá stóra birni. LAUFABRAUÐ í þætti mínum 29. nóvember í fyrra skrifaði ég um laufabrauð. Þar birti ég smáklausu úr fyrstu matreiðslubók, sem gefín var út á íslandi, en það er Einfaldt matreiðslu vasaqver eftir Mörtu Maríu Stephensen, en þessi grein hljóðar svo: „Laufa-brauð eður kökur af hveiti-deigi vættu í sikur-blandinni góðri mjólk eður rjóma, útskomar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algeng- ir, að frá þeim þarf ekki meir að segja." Eg tók svo mikið upp í mig að segja að ekki væri hægt að steikja laufabrauð í smjöri, en þar varð mér heldur betur á í messunni. Frú Elsa E. Guðjónsson hringdi í mig og sagði mér að þetta væri rangt hjá mér, hún hefði ásamt fleiri konum steikt laufabrauð úr smjöri. Hefur Elsa tekið saman grein um laufabrauð, sem birtist í Árbók hins íslenska fomleifafélags árið 1986 og var útbúið sérprent með þessari grein. Þar er mikill fróðleikur um laufa- brauð og mynd af laufabrauði steiktu í smjöri og væri gaman að birta allt það sem þar er skrif- að, en mér er skammtað rúm í þessum þætti. Ég gerði tilraun með að steikja laufabrauð úr smjöri fyrir 5 árum og mistókst það, en úr þvi að ég veit að þetta er hægt, vil ég ekki gefast upp og um helgina steikti ég laufabrauð úr smjöri og viti menn, það tókst. Ég hafði samt ýmsar tilfæringar við smjörið. Keypti t.d. ósalt smjör, bræddi það, lét stirðna aftur, en skar þá undan því og hellti frá syijunni. Bræddi síðan á ný og var dugleg að veiða froðuna ofan af. Hafði ekki mjög sterkan hita, en laufa- brauðið var mjög fallegt, ljóst og geysilega bragðgott. Eg á ekki djúpsteikingarpott, en mér datt í hug að auðvelt væri að steikja laufabrauð úr smjöri í honum, þar sem hann er með hitastilli. Ég velti síðan fyrir mér hvort miklu dýrara væri að steikja í smjöri en jurtafeiti, smjörstykkið kostar kr. 187 en jurtafeitisstykkið 120, svo að munurinn er ekki ýkja mikill. Oft er erfítt að fletja út laufa- brauð, einkum ef það er úr hveiti. Gæta verður þess að degið sé ekki of þurrt. Deigið þarf líka að vera heitt, sem það er alltaf í byijun þar sem við setjum heita mjólk út í mjölið. En deigið er fljótt að kólna, og erfítt getur verið að eiga við það, þegar svo _er komið. Ég skipti deiginu í iitla bita. Set þá síðan í hreint stykki ofan í pott með loki. Sem ég set síðan í bakara- ofninn. Hef minnsta straum ofninum. Tek síðan hvem bita úr pottinum jafnóðum og ég flet út. Sé þetta gert er auðvelt að fletja deigið út. Við fietjum sfðan deigið út eins þunnt og við getum. Notið stóran pott, þegar þið steikið laufabrauð. Hafíð bruna- teppi við hendina. Munið að aldrei má skvetta vatni á feitiseld. Hann á að kæfa. Oft er nóg að setja Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON hlemminn á pottinn. Hafíð hann alltaf við hendina. Feitin þarf að vera vel heit, þegar steikt er. Skerið smábita af deiginu og setj- ið í feitina. Ef bitinn brúnast mik- ið, er feitin of heit, ef hann brún- ast ekkert, er hún of köld. Ekki er gott að steikja laufabrauð í djúpsteikingarpotti, þar sem hann nær ekki nægum hita. Og svo að iokum. Látið böm ekki vera nærri meðan þið steikið laufabrauðið. Laufabrauð úr hveití 1 kg hveiti l'/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 7 dl mjólk 3—4 pakkar jurtafeiti, Palmín, lVa—2 kg l.Sjóðið mjólkina. 2. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti og salti. Setjið mjólkina út í. 3. Hnoðið deigið þar til það er gljáandi og spmngulaust. 4. Skiptið deiginu í litla bita sem eru hæfilegir fyrir hveija köku. 5. Fletjið út, leggið disk ofan á og skerið í kring með kleinu- hjóli eða hníf. 6. Leggið kökumar á stykki og breiðið yfír þær þar til þær eru skomar út og síðan aftur þar til þær eru steiktar. Athugið: Ef þið viljið steikja úr smjöri, farið þið eins að og segir í formála hér á undan, gæti þess að hafa ekki mjög mikinn hita. Laufabrauð með heilhveiti 750 g hveiti 250 g heilhveiti 1 tsk. salt IV2 tsk. lyftiduft 7V2 dl mjólk Farið að eins og segir í upp- skriftinni hér að framan. Laufabrauð úr rúgmjöli 500 g hveiti 500 g rúgmjöl 2 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 2 tsk. salt 70 g smjöriíki V2 iítri sjóðandi mjólk V4 lítri sjóðandi vatn 3—4 pk. jurtafeiti, IV2—2 kg 1. Blandið saman hveiti, rúg- mjöli, lyftidufti, sykri og salti. 2. Skerið smjörlíkið smátt og myljið út í mjölið. 3. Sjóðið saman mjólk og vatn og hrærið út í deigið. 4. Skiptið deiginu í litla bita, fletjið hvem bita út þunnt, leggið síðan disk ofan á og skerið í kring með kieinuhjóli eða hníf. 5. Farið að eins og segir í upp- skriftunum hér að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.