Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐH) IÞROTTHR FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 59 KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Frábær liðsheild skóp fyrsta Íslandstítil ÍBK Jón Kr. Glslason þjálfari og leikmaður Keflvikinga faer hér flugferð að leikslokum. Strax og flautað var til leiksloka gripu leik- menn ÍBK þjálfara sinn og „toller- uðu“ hann af miklum krafti. Jón hefur leikið t meistaraflokki félags- ins síðastliðin tíu ár — þetta er fyrsti titillinn sem hann vinnur, og má þvi með sanni segja að sig- urinn hafi veri langþráður. Morgunblaðiö/Einar Falur KEFLVÍKINGAR tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn í körfu- knattleik í Keflavík í gærkvöldi þegar þeir sigruðu KR 89:72 í æsispennandi úrslitaleik. Þetta var þriðji leikur liðanna og hreinn úrslitaleikur þar sem staðan var jöfn eftirtvo leiki. Þetta erfyrsti íslandsmeistara- titill Keflvíkinga í meistara- flokki, en þeir hafa nú tekið þátt í mótinu í 18 ár. Mikil stemming var meðal áhorfenda í íþróttahúsinu í gærkvöldi og áttu þeir ekki hvað síst þátt í sigri sinna manna. ikil barátta var hjá báðum liðunum og leikmenn þeirra tóku á öllu sem þeir áttu. Liðin skiptust á að leika pressuvöm og ^^■■■i svæðisvöm og vom Björn KR-ingar sterkari Blöndal fyrstu mínútumar, skrífarfrá en Keflvíkingar náðu síðan yfír- hendinni og í hálfleik höfðu þeir náð 15 stiga forskoti 45:30. En þrátt fyrir að útlitið væri ekki giæsilegt þá gáfust KR-ingar ekki upp, þeir léku síðari hálfleikinn af mikilli baráttu og áður en síðari hálfleikur var hálfnaður hafði þeim tekist að minnka muninn niður í eitt stig, 65:64. En þá settu Keflvík- ingar á fulla ferð aftur og undir lokinn var sigur þeirra aldrei í hættu. Tveir leikmenn urðu að fara af leikvelli með 5 villur í síðari hálf- leik, Sigurður Ingimundarsson ÍBK og Matthías Einarsson KR. Sigur Keflvíkinga var sanngjam þeir iéku betur og áttu betri ein- staklinga. Axel Nikulásson, Jón Kr. Gíslason, Guðijón Skúlason, Nökkva M. Jónsson, Albert Óskarsson, Sig- urð Ingimundarson, Fal Harðarson og Magnús Guðfínnsson — allt leik-' menn sem geta skorað. Axel Niku- lásson og Nökkvi M. Jónsson áttu stórleik í liði ÍBK í gærvköldi; Axel aldursforsetinn og Nökkvi yngsti leikmaðurinn í liðinu. Þá voru þeir Guðjón og Jón Kr. einnig mjög góðir. En það sem skipti fyrst og fremst sköpum var liðsheildin sem tryggði liðinu íslandsmeistaratitil- inn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Breiddin hjá KR er ekki eins góð, sóknarleikurinn byggðist á færri einstaklingum og þegar illa gengur hjá þeim eru ekki margir til að taka við. ívar Webster var besti leikmaður KR í gærkvöldi ásamt Guðna Guðnasyni, en aðrir náðu sér ekki á strik. Keflvíkingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Birgi Mikaelsson, fyrirliða KR og þeirra skæðasta sóknarmann, og það tók Birgi 13 mínútur að skora sín fyrstu stig í leiknum. íHémR FOLK ■ ÞORSTEINN Bjamason, fyrrum landsliðsmaður í knatt- spymu og körfuknattleik, og nú liðsstjóri IBK fékk góða afmælis- gjöf s gær, þar sem íslandsmeist- aratitillinn var. Þorsteinn hélt í gær upp á 32 ára afmæli sitt. ■ LASZLO Nemeth þjálfari KR vildi ekki ræða við blaðamenn eftir •eikinn. Var mjög svekktur. Hann þarf þó ekki að skammast sín — lið KR hefur komið geysilega á óvart úndir hans stjóm. Hvað sögðu þeir eftir leikinn í Keflavík? „Fórum einfaldlega í leik- inn til að sækja bikarinn" - sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirliði nýbökuðu íslandsmeistaranna Jón Kr. Gíslason, leikmaöur og þjátfari ÍBK: Þetta var ólýsanlegt og nokkuð sem við höfum beðið lengi eftir. Við lékum vel en áttum einn slæm- an kafla, í síðari hálfleik, og þá var ég í fyrsta sinn í vafa um að við yrðum íslandsmeistarar. Annars hef ég allan tímann, frá því að úr- slitakeppnin hófst, verið sannfærð- ur um að við yrðum íslandsmeistar- ar. Það sem reið þó baggamuninn var liðsheildin og það var alveg sama hver var inni á. Allir léku vel. Og það sem við höfðum kannski fram yfír KR-inga var að við ætluð- um að verða meistarar, sama hvað það kostaði. Nökkví Mðr Jónsson, ÍBK: ‘ Það hefur verið mjög gott að koma inn í liðið og strákamir hafa tekið einstaklega vel á móti mér. Ég fann ekki fyrir pressu í leiknum og færi mín voru það auðveld að ég vissi að ég gæti skorað. Ég neita því ekki að þeir voru nálægt okkur um tíma en ég var ekki hræddur, svo staðráðnir vorum við í því að Sigurður Engimundarson, fyrir- llði ÍBK: Það sem skóp þennan sigur okk- ar var sterk liðsheild. Við vorum betri og okkar hópur var sterkari, og það skipti engu máli hveijir voru inni á. Við höfðum trú á okkur og fórum einfaldlega í leikinn til að sækja bikarinn. Guðjón Skúlason, ÍBK: Ég neita því ekki að þegar KR- ingar höfðu minnkað muninn í eitt stig var ég orðinn virkilega hrædd- ur. En baráttan kom okkur áfram. Við breyttum um vöm — spiluðum svæðisvöm um allan völlinn — og KR-ingar áttu ekki svar við því. Þessi sigur var líka mikilvægur fyr- ir okkur, því að þannig sýndum við að við gerðum rétt í þjálfaramálum okkar fyrr í vetur. Axel Amar Nlkulásson, IBK: Ég er ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta var ótrúlegur sigur, en það sem skipti mestu var að við höfðum meiri sigurvilja en KR-ingar. Við áttum að vísu slæm- an kafla enda erfítt að halda ein- beitingunni svo lengi, en þá braut Nökkvi ísinn og kom okkur aftur af stað. Við höfðum mikla trú á okkur, en það hefur vantað, og nú fyrst eram við komnir á bragðið. Matthías Elnarsson, KR: Ég hélt að þetta væri að koma, er við unnum upp fimmtán stiga mun. En við eyddum of mikilli orku í það og áttum ekki nógu mikið eftir. Við hefðum líklega átt að róa leikinn þegar munurinn var bara eitt stig, en þó held ég að við höfum fyrst og fremst tapað þessum leik í fyrri hálfleik. Guðni Guðnason, KR: Við voram að vinna í seinni hálf- leik, þegar munurinn var bara eitt stig. Þá dæmdu þeir tvígrip á ívar sem okkur fannst mjög vafasamur dómur. Annars er ekki hægt að kenna dómuranum um tapið og við töpuðum leiknum sjálfur í fyrri hálfleik. Ég held að við höfum átt meiri möguleika á sigri f fyrsta leiknum í Keflavik en núna. Annars era Keflvíkingar vel að sigrinum komnir og ég óska þeim til ham- ingju. — IBK-KR 89 72 íþróttahúsið i Kcflavik, úrslitakeppni fslandsmótsins i körfuknattleik - 3. leikur - miðviku- daginn 22. mars 1989. Gangur leiksins: 0:6, 11:9, 18:18, 24:18, 29:22, 35:26, 41:26, 45:30, 52:34, 62:44, 64:44 54:61, 59:53, 65:56, 65:64, 71:64, 71:66, 78:66, 80:68, 87:70, 89:72. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 21, Axel Nikulásson 17, N5kkvi Már Jónsson 16, J6n Kr. Gisiason 12, Magnús Guðfinnsson 8, Sigurður Ingimundarson 6, Albert Óskarsson 5, Falur Harðarson 4. Stig KR: ívar Webster 18, Guðni Guðnason 17, Birgir Mikaelsson 14, Ólafur Guðmunds- son 8, Jóhannes Kristbjömsson 6, Lárus Ámason 5, Matthias Einarsson 4. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Leifur Garðarsson, og komu þeir vel frá erfiðum leik. Áhorfendur: 1.100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.