Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 27 Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson: Hætta í þingflokki Borgaraflokksins Stofiia þingflokk Frjálslyndra hægrimanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingi Björn Albertsson tilkynnir stofiiun nýs þingtlokks, þingtlokks Frjálslyndra hægrimanna, í Sameinuðu þingi í gær. TVEIR af þingmönnum Borgara- fiokksins, þeir Ingi Björn Al- bertsson og Hreggviður Jónsson, tilkynntu í Sameinuðu þingi í gær úrsögn sína úr þingflokki Borg- araflokksins. A sama tíma til- kynntu þeir stofiiun nýs þing- flokks, þingflokks Fijálslyndra hægrimanna. í Sameinuðu þingi í gær kvaddi Ingi Björn Albertsson (FH/Vl) sér hljóðs utan dagskrár. Tilkynnti hann í ræðu sinni úrsögn sína og Hreggviðs Jónssonar (FH/Rn) úr þingflokki Borgaraflokksins. í upp- hafí ræðu sinnar las Ingi Bjöm úr bréfí sem hann og Hreggviður skrif- uðu þingflokki BorgaraflokksinSj þar sem úrsögnin var tilkynnt. I bréfinu greinir frá helstu ástæðun- um, en þar segir meðal annars: „Sú skattastefna sem hefur náð yfir- höndinni í landinu með aðstoð Borg- araflokksins, gengur þvert á stefnu- skrá hans og er alfarið á ábyrgð þingflokksins. Þá liggur fyrir yfir- lýsing einstakra þingmanna flokks- ins um að þeir muni hafa sam- þykktir meirihluta flokksins að engu, ef svo beri undir." Ríkissósíalismi með hjálp Borgaraflokksins Síðar segir í bréfinu: „Borgara- flokkurinn var stofnaður í anda hugsjóna Alberts Guðmundssonar um mannúð og mildi. Sá ríkis- sósíalismi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt yfír þjóðina, með aðstoð Borgaraflokksins, er andstæður þeim hugsjónum. Við sem þetta rit- um munum hins vegar starfa áfram í anda Borgaraflokksins og með stefnuskrá hans að leiðarljósi. Því höfum við myndað nýjan þingflokk á Alþingi íslendinga — þingflokk Frjálslyndra hægrimanna. Við fögnum samstarfi við alla þá sem vilja starfa á þessum grundvelli af alhug og einlægni. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort leiðir okkar og þingmanna Borgaraflokksins muni liggja saman aftur.“ Ingi Bjöm rakti því næst nokkur dæmi þess hvemig þingmenn Borg- araflokksins hefðu farið gegn stefnu flokksins; lækkun skattleys- ismarka og hækkun eignaskatta, eignaskattar sem stefndu að eigna- upptöku hjá öjdruðum og hækkun vörugjalds. „í steftiu núverandi ríkisstjómar felst hvorki mannúð né mildi gagnvart einstaklingum og heimilum. Það er því sorgleg staðreynd að Borgaraflokkurinn skuli í raun vera guðfaðir hennar." Úrsögnin hörmuð Júlíus Sólnes (B/Rn), formaður Borgarflokksins, tók því næst til máls. Las hann úr bréfi frá sér og Óla Þ. Guðbjartssyni (B/Sl) þar sem úrsögnin er hörmuð. I bréfínu segir m.a. að þingmenn Borgaraflokksins hafi hingað til borið gæfu til þess að starfa saman í þeim anda sem komi fram í stefnuskrá flokksins, stefnu mannúðar og mildi. „Skilyrði sem þau að heimilt sé að víkja þing- manni úr þingflokknum fyrir skoð- anir hans, og að þingmenn eigi að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir harmi afstöðu sína til einstakra mála og viðurkenni mistök sín, eru ekki í samræmi við þá stefnu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu formanns Borgaraflokksins og ann- arra stuðningsmanna flokksins, hefur ekki tekist að sætta þessi mismunandi sjónarmið.“ ÓIi Þ. Guðbjartsson (B/Sl), formaður þingflokks Borgara- flokksins, sagði í þessari umræðu að afstaða þeirra Inga Bjamar og Hreggviðs kæmi sér ekkert á óvart, miðað við yfirlýsingar Alberts Guð- mundssonar í fjölmiðlum. óli gat þess að það hefði ekki verið fyrr en daginn áður að fyrsta og eina erindi þingmannanna tveggja hefði borist þingflokknúm. Þar hafi verið fram sett skilyrði þeirra fyrir endur- komu í þingflokkinn. Óli kvað skil- merkilega hafa verið greint frá þessum skilyrðum í fjölmiðlum, en þó hefði hið síðasta fallið í skugg- ann, þ.e.a.s. að tveir þriðju hluti þingflokks gætu vikið þingmanni úr þingflokki. Þetta kvað Oli vera í ósamræmi við stefnuskrá og tilurð Borgaraflokksins og andstætt 48. gr. íslensku stjómarskrárinnar um að þingmenn tækju afstöðu í sam- ræmi við sannfæringu sína. Utanríkisráðherra um kafbátsslysið við Bjamarey: Upplýsingatregða Sovét- manna brot á samningnm f UMRÆÐU í sameinuðu þingi gagnrýndi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sovésk yfirvöld harðlega fyrir að gefa íslenskum stjórnvöldum upplýsingar um kafbátsslysið við Bjamarey bæði seint og illa. Hefðu Sovétmenn brotið samninga um upplýsingaskyldu á þessu sviði. Kvað ráðherra ríkisstjómina myndu ganga hart eftir upplýsingum um gerð þess brennsluefiiis sem f kafbátnum var og hverrar tegundar kjamakleyfirinn i bátnum var. F.nn fremur sagðist utanrfldsráðherra mynd leggja það til á ríkisstjómarfúndi að islensk stjómvöld áskildu sér allan rétt til skaðabóta, vegna hugsanlegs meng- unartjóns. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra gerði Alþingi í gær grein fyrir gangi mála og atburðarás þegar sovéskur kjamorkukafbátur sökk skammt frá Bjarnarey. Ráðherrann gerði grein fyrir helstu tímasetningum og staðsetn- ingum, ásamt þeim staðreyndum sem þegar hefur upplýst um. Fram kom í máli ráðherrans að kafbátur- inn hafi sokkið 15-1600 metra dýpi og búist væri við því að báturinn myndi liðast í sundur. Ekki væri hins vegar gert ráð fyrir þvi að kjamaofnamir myndu láta undan og ekki væri talin hætta á geisla- virku úrfelli. í skýrslugjöf ráðherra kom fram að í gær hefðu borist upplýsingar til Geislavama ríkisins, frá samsvar- andi stofnun í Noregi, um að ekki væru um neina geislun að ræða á svæðinu. Varðandi hættuna af kaf- bátnum í framtíðinni sagði Jón Bald- vin, að sérfræðingar treystu sér ekki til þess að meta hana, nema fram kæmu upplýsingar um hvaða tegund eldsneytis hefði verið að ræða og hvaða tegund af kjamaofni. Það sem gerði málið enn ógleggra væm þær getgátur að Sovétmenn hefðu verið að prófa nýjar aðferðir við að kæla kjamaofna. Jón Baldvin greindi þinginu frá því að hann hefði kallað á sinn fund sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Á þeim fundi flutti hann samúðar- kveðjur frá íslensku ríkisstjóminni til hinnar sovésku vegna mannfalls- ins sem varð við slysið. Á fundinum lýsti ráðherra yfír óánægju ríkisstjómarinnar með það að sovésk yfirvöld skyldu ekki hafa haldið alþjóðlega samninga og þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að tilkynna strax um slysið. Einnig lýsti ráð- herra yfir óánægju ríkisstjómarinn- ar með það hversu langur tími leið frá því að íslensk stjómvöld óskuðu upplýsinga frá sovéska sendiráðinu á laugardagsmorgun, 8. apríl, og þar til fréttatilkynning barst fimmtán klukkustundum síðar. Ráðherrann spurði og sendiherrann hvort rétt væri að sovésk yfirvöld hefðu hafnað boði Norðmanna um aðstoð. Að end- ingu taldi ráðherra upplýsingamar vera algerlega ófullnægjandi og fór þess á leit við sendiherrann að hann aflaði upplýsinga um tegund brennsluefnis, tegund kjamakljúfs og fleiri tæknileg atriði, svo og hvað Sovétmenn hyggðust gera varðandi áframhaldandi rannsóknir á svæðinu og að ná flakinu af hafsbotni. „Ég gerði sendiherranum grein fyrir því að ég myndi greina Alþingi frá gangi mála og óskaði eftir því að upplýs- ingamar lægju fyrir-, fyrir fundinn. Þær hafa enn ekki borist," sagði Jón Baldvin og bætti því við að Norð- menn hefðu óskað sams konar upp- lýsinga. Um framhald þessa máls sagði utanríkisráðherra að hann- myndi koma fram með á ríkisstjómarfundi tillögu þess efnis að ríkisstjómin áskildi sér allan rétt til skaðabóta ef mer.gun hlytist af þessu slysi. Gat hann þess að íslenskir söluaðilar fiskafurða hefðu fengið kröfur um að upplýsa með óyggjandi hætti að ekki væri um neina mengunarhættu að ræða. Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra gerði grein fyrir því að Geislavömum ríkisins hefðu borist upplýsingar um það frá sam- svarandi stofnun í Noregi að ekki væri fyrir hendi nein geislun á svæð- inu. Guðmundur taldj vera tímabært að íslendingar gerðu samning við nágrannaþjóðir sfnar um að slíkir atburðir skyldu tilkynntir samstund- is. Um Geislavamir ríkisins sagði Guðmundur að ekki væru þar enn til staðar þau mælingatæki sem nauðsynleg væru til þess að mæla geislun umhverfis landið. Steingrímur J. Sigfusson sam- gönguráðherra kvaðst hafa gert ráðstafanir til þess að kalla saman samstarfsnefnd aðila á þessu sviði, Geislavama ríkisins, mengunar- deildar Siglingamálastöfnunar og Hafrannsóknastofnunar til að móta sameiginlegar aðgerðir og stefnu. „Yta þarf á að reglubundnar mæl- ingar hefjist." Steingrímur setti og fram þá ósk að íslendingar breyttu nú orðum sínum í athafnir og legðum mikið á okkur til að beijast gegn mengun hafsins. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) taldi rétt að vekja athygli á þeim leyndarhjúp sem ávallt hefði hvílt yfir málefnum er snertu Iqam- orku hjá stórveldunum. „Við eigum að ganga mjög hart fram í því að fá upplýsingar. Kallar þetta á það að við leitum sem bestra upplýsinga um vígtólin í höfunum umhverfis landið og hina geigvænlegu hættu, sem af þeim stafar.“ Hjörleifur gagnrýndi það að í málum sem þessum skyldum við byggja allt okkar á upplýsingum frá vamarliðinu; slíkum öryggisventli væri ekki unnt að treysta. Einnig taldi hann ófullnægjandi að við skyldum treysta á gagnkvæman samning stórveldanna um upplýs- ingaskyldu; íslendingar ættu að gangast fyrir alþjóðlegum samningi um slíka skyldu. Kristin Einarsdóttir (K/Rvk) kvað vera um verulega hættuleg efni að ræða; geislavirk brennsluefni sem fæm inn í lífskeðjuna. Benti hún á að ef allur geislavirkur úr- gangur hefði sloppið út samsvaraði það um helmingi þess sem slapp út við kjamorkuslysið í Chemobyl. Í Ijósi þess og fyrri reynslu ættu menn ! að gjalda varhug við yfirlýsingum Sovétmanna. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) kvaðst fagna nánu sam- starfi íslenskra stjómvalda við vamaliðið. Um upplýsingastreymið sagði Eyjólfur að við gætum hvergi vænst þess að fá betri upplýsingar ein frá Atlantshafsbandalaginu og við fengjum engar þær upplýsingar sem bandalagið gæti ekki aflað. Jóhann Einvarðsson (F/Rn) kvað sovésk yfirvöld hafa sýnt tillits- leysi gagnvart íslandi og e.t.v. mannslífum eigin borgara. „Vekur það mann til umhugsunar hvað gerts hefði ef ekki hefði tekist að loka kjamaofnunum." Jóhann taldi rétt að íslendingar beittu sér fyrir því að aðilar sem hagsmuna hefðu að gæta kæmu sér saman um það hvemig bregðast ætti við atburðum af þessu tagi. Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) kvað vera orðið alllangt síðan samþykkt hefði verið að hefja reglubundnar geislamælingar á Is- landi. Alþjóða kjamorkumálastofn- unin hefði boðið fram aðstoð við þetta en við hefðum ekki haft mann- dóm til að þiggja hana. Kvaðst Ragnhildur vonast til þess að þing- menn styddu það að veita fjármagni til Geislavama til kaupa á nauð- synegum rannsóknartækjum. Einnig taldi Ragnhildur að nauðsynlegt væri að bæta upplýsingastreymi milli innlendra aðila í ljósi þess að Almannavamir ríkisins hefðu engar upplýsingar fengið fyrr en eftir dúk og disk. Friðrik Sophusson (S/Rvk) kvað það vera mikil tíðindi er stofn- aður væri nýr þingflokkur. Friðrik ámaði hinum nýja þingflokki heilla í starfi fyrir hönd þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og óskaði góðs sam- starfs við hinn nýja þingflokk gegn óvinsælustu ríkisstjóm í manna minnum. Borgarflokkurinn hefur lokið störfum Hreggviður Jónsson (FH/Rn) kvað sig og Inga Bjöm hafa reynt allt til þess að ná sáttum við aðra þingmenn Borgaraflokksins, en ekki væri vilji til samstarfs. Það eina sem þeir færu fram á væri að menn viðurkenndu mistök sín og hefðu viðlíka reglur og aðrir þing- flokkar. Hann sagði það hafa gert útslagið að formaður flokksins hefði neitað að kalla saman aðalstjóm flokksins til að ræða þessi mál. „Flokknum hefur verið stolið af ríkisstjóminni og fylgismönnum hennar. Borgaraflokkurinn hefur lokið störfum sínum, hann er nú einn af vinstriflokkunum I landinu." Júlíus Sólnes kvaðst fordæma efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar og kvaðst myndu beijast hart gegn ríkisstjóminni. Vonaðist hann til þess að geta átt gott samstarf við hinn nýja þingflokk í þessari bar- áttu. • ' • MMflGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.