Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 2
8861 ÍI3UÖT/50 .M ýl'JDAGÍiAOIJAJ QiGAJSVIUOíIOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 Fimmtánda þing VMSÍ: Kratar fá minni ítök í framkvæmdastj órn ALLT útlit er fyrir að alþýðu- flokksinenn fái einungis þrjá menn kjörna í framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands á þingi sambandsins, sem lýkur í Morgun- blaðið í 49.349 ein- tökum MORGUNBLAÐIÐ seldist daglega að meðaltali í 49.349 eintökum á tímabilinu júni til ágúst í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Upplagsellirliti Verzlun- arráðs Islands. Morgunblaðið seldist daglega að meðaltali í 50.130 eintökum í desem- ber til febrúar sl. og að meðaltali í 50.382 eintökum daglega á tímabil- inu marz til maí. Tímabilið júní til ágúst 1988 seldist Morgunblaðið í 49.197 eintökum að meðaltali og er því söluaukning frá í fyi'ra 152 ein- tök. I frétt frá Upplagseftirliti Verzlun- arráðs íslands segir: „Morgunblaðið er eina dagblaðið sem notar sér þessa þjónustu, en hún stendur öllum dag- blöðunum til boða. Tilgangur eftir- litsins er að marka heilbrigðan gi-undvöll fyrir viðskiptasamkeppni dagblaðanna og notkun auglýsenda á þessum fjölmiðlum. Upplýsingar frá upplagseftirliti dagblaða eru sendar út á þriggja mánaða fresti til fjölmargra aðila, sem fréttir og þjónustutilkynningar. Jafnframt er svarað daglega innlend- um og erlendum fyrirspurnum um upplag dagblaða annars vegar og annaiTa blaða og tímarita hins veg- ar. Fimm tímarit og tvö vikublöð nota sér þessa þjónustu um þessar mundir, í aðskildu eftirliti með upp- lagi tímarita og vikublaða, þar með byggða- og landsmálablöð sem koma reglulega út. Trúnaðarmaður upplagseftirlits Verslunarráðs Islands er Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, Endurskoðunarmiðstöðinni hf., N. Manscher." dag á liótel Loftleiðuni. Þeir hafa haft fimm menn af níu í fram- kvæmdastjórninni til þessa og varaformennskuna og alþýðu- bandalagsmenn hafa baft fjóra og formannsembættið. Líklegt er að Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, láti undan þi-ýsíingi og gefi kost á sér til varaformennsku, en Karvel Pálmason, núverandi varaformað- ur, hefur gert það að forsendu þess að hann verði ekki í framboði. Lögum sambandsins var breytt á þessu þingi og því skipt í þijár deild- ir. Búið er að kjósa fonnenn deild- anna, sem fá sjálfkrafa sæti í fram- kvæmdastjórninni, og er einn þeirra ' framsóknarmaður. Af þeim sex sæt- um sem eftir eru kýs þingið fjóra, formann, varaformann, ritara og gjaldkera, en tæplega þijátíu manna sambandsstjórn kýs tvo úr sínum hópi. Líklegt er að alþýðubandalags- mennirnir Björn Grétar Sveinsson frá Höfn og Jón Kjaitansson úr Vest- mannaeyjum verði báðir í framboði til gjaldkera og alþýðuflokkskonurn- ar Ragna Bergmánn úr Framsókn í Reykjavík og Guðríður Elíasdóttir frá Framtíðinni í Hafnai'firði verði í kjöri til ritara. Þá hefur Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Hlífar í Hafnar- firði, lýst því yfir að hann vilji kom- ast í framkvæmdastjómina. Olíklegt er að alþýðuflokksmenn fái nema annan fulltníann sem sambands- stjórnin kýs. Sjá einnig miðopnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nagladekkin mega fara undir Leyfilegt er að setja nagladekkin undir bíla frá og með morgundeginum. Gúmmívinnustofurnar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir ösina sem búast. má við eftir 15. október. Sovétmenn tilbúnir að hefja viðræður um kaup á saltsíld SOVÉTMENN liafa tilkynnt Síldarútvegsgsnefnd að þeir séu tilbúnir til að liefja viðræður um kaup á saltsíld til Sovétríkjanna. Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, staðfesti þetta óg sagði að Sovétmenn hefðu tilkynnt síðdegis í gær að þeir væru nú til- búnir að hefja formlegar viðræður um saltsíldarkaup. Gunnar tók þó fram að ennþá á að viðræður myndu hefjast mjög hafi Síldarútvegsnefnd ekki getað fengið staðfest hvort gjaldeyris- heimild hafi fengist fyrir væntanleg- um kaupum en beðið hefur verið eft- ir slíkri staðfestingu frá sovéskum stjórnvöldum. Gunnar taldi þó líkur fljótlega. Gunnar sagði að af hálfu Síldarút- vegsnefndar hefði allt vei'ið gert sem unnt væri til að fá sovésk stjórnvöid til að veita umrætt gjaldeyrisleyfi sem allra fyrst, meðal annars með góðri aðstoð Tómasar Á. Tómasson- ar, sendiherra í Moskvu, og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar sagði að Halldór hefði Iagt sérstaka áherslu á skjóta afgreiðslu málsins er hann ræddi samskipti landanna við sovéska sjávarútvegs- ráðherrann í Moskvu í lok síðustu viku. í fyrra voru seldar til Sovétríkj- anna 150.000 tunnur af hausskorinni saltsíld. „Aukrang rekstrarum£rags ríkisins 2% að raimgildi“ Einar Oddur Kristjánssón segir launaskatt hækka um 31%, sem veki þá spurningu hvort eigi að leggja launaskatt á útflutningsgreinarnar EINAR Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands segir að þeir hjá VSI séu ákafiega uggandi yfir mörgu í fjárlagafrumvarpinu, en þeir eigj eftir að gaumgæfa það betur. „I fyrsta lagi er það aukning rekstr- arumfangs ríkisins, sem er a.m.k. 2% að raungildi, mælt á hefð- bundinn mælikvarða, sem er vísit- ala samncyslu," sagði Einar Odd- ur í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar Oddur segir að það sé stað- Tvö sendiráð í Brussel: Sendiherra NATO o g sendiherra EB ÁKVEÐIÐ hefúr verið að sendi- ráð Islands í Brussel verði tvö í framtíðinni og að annar íslenski sendiherrann verði fastafulltrúi hjá NATO, en hinn fari með mál- efni íslands og Evrópubandalags- ins, ásamt því að hann verði sendi- herra Islands í Belgíu og Lúxem- borg. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stefnt að því Alifuglasalan hætt starfsemi Keykjum, Mosfellsbæ. STJÓRN Alifuglasölunnar sf. í Mosfellsbæ, sem hafði um 90% kjúklingasölunnar á hendi, ákvað í gær að leggja starfsemi fyrir- tækisins þegar niður. Ástæða þess að starfsemi dreif- ingarstöðvarinnar hefur verið hætt er sú að ekki reyndist fyrir hendi samstarfsgrundvöllur eigenda fyrir- tækisins, og sú söluaukníng sem búist hafði verið við þegar fyrirtæk- ið var stofnað náðist ekki. J.M.G. að þessi breyting taki gildi frá 1. nóvember nk. og að Einar Bene- diktsson flytjist þá frá NATO yfir til EB, en Róbert Trausti Árnason taki við fastafulltrúaembættinu hjá NATO um sinn, en hann er þar varafastafulltrúi íslands. Síðar muni Sverrir Haukur Gunh- Iaugsson taka við því starfi af honum. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði ’þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær um tyískiptingu sendiráðsins í Brussel: „í áætlun um endurskipulagningu utanríkisráðuneytisins, sem- kynnt var í apríl, var gert ráð fyrir því að skipta sendiráðinu í Brussel, þannig að annars vegar yrði um fastafull- trúa hjá NATO að ræða, en hins vegar sendiherra sem sinnti sam- skiptunum við Evrópubandalagið í fullu starfi og væri auk þess sendi- herra íslands í Belgíu og Lúxem- borg. Það var ljóst að starfið í Brussel myndi vaxa mjög, þegar kæmi fram yfir mitt þetta ár. Það var reyndar strax eftir Oslóaryfirlýsinguna og eftir að þessi mikla vinna fór af stað í apríl við að undirbúa samnings- stöðu EFTA í viðræðunum við Evr- ópubandalagið, sem þetta lá fyrir. Á þessu hausti, þegar þær viðræður ná hámarki, verður álagið í Brussel mjög mikið og síðan fyrirsjáanlega allt næsta ár vegna samninganna sjálfra við EB.“ Utanríkisráðhei'ra sagði að það yrði ógerningur fyrir mann, sem yrði svo gjörsamlega upptekinn af slíkum samningum, að hafa einnig forstöðu fyrir séretöku sendiráði hjá NATO, sem einnig væri mikið starf. Þetta mál ætti sér því langan að- dragandá, en fæli ekki að sama skapi í sér mikinn kostnaðarauka, þar sem ekki yrði um fjölgun starfsmanna að ræða. „Jafnframt þessu er gert ráð fyr- ir því að draga úr starfsemi utanrík- isþjónustunnar á ýmsum öðrum stöðum og er það starf reyndar þeg- ar hafið, en um leið er lögð aukin áhersla á starfsemina í Binssel- Genf, auk þess sem nú er verið að undirbúa opnun sendiráðs í Japan,“ sagði Jón Baldvin. reynd að með þensluáformum ríkis- ins sé áfram verið að höggva í sama knérunn. „Ríkið er að þenjast út og taka meira til sín og þrengja þannig að og minnka möguleika hins veik- burða efnahagslífs," segir hann, „við óttumst líka að hallinn á ríkissjóði verði miklu meiri á næsta ári en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sem mun örugglega hafa þau áhrif að raunvextir fari hér hækkandi. Við getum út af fyrir sig tekið undir flest af því sem fjármálaráð- hen-a segir að sé stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í efnahags- og atvinnu- málum," segir Einar Oddur, „en ég held að menn hljóti að virða okkur það til vorkunar þó að við séum ekki alveg búnir að sannfærast um að þetta fjárlagafrumvarp muni vísa okkur þann veg. Við getum ekki alveg fundið þenn- an niðurskurð sem fjármálaráðherra segir að sé þarna," segir Einar Odd- ur. „Við getum ekki fengið það út að hann sé 4 milljarðar, eins og hald- ið er fram, heldur 2,7 milljarðar, miðað við þær verðlagsforsendur sem gengið er út frá í frumvaipinu. Þar af eru tæpar 700 milljónir til Lífeyris- sjóðs ríkisstarfsmanna, sem er jú sjóður sem ríkið ber ábyrgð á. Þarna er því aðeins um frestun á greiðslu að ræða, en ekki niðurskurð. Síðan eru 1.200 milljónir króna, sem sam- svaraendurgreiðslu söluskatts til sjávarútvegsins, en það er bara talnaleikur. Einar Oddur segir að þeir hjá VSÍ sjái ekki betur en að virðisaukaskattkeiTið feli í sér veru- lega hækkun, en þeir eigi eftir að reikna það dæmi betur. „Það eru fjölmargar spurningar sem vakna við fyrstu yfirferð þessa frumvaips. Til dæmis launaskattur hækkar um 31% og það kallar á þá spurningu hvort meiningin sé að hækka launaskatt, eða hvort leggja eigi launaskatt á sjávarútveginn og iðnaðinn núna. Jafnframt veltum við fyrir okkur launaforsendum fi-umvaipsins. í árs- byijun áre 1990 verða laun 7% hærri, en þau voru að meðaltali 1989. Okkur virðist sem gert sé ráð fyrir launabreytingum á næsta ári á bilinu 3,5% til 4%, miðað við allt árið. Það er engin innistæða fyrir þeirri hækk- un, hvorki hjá ríkinu né atvinnuveg- unum. Það sem við höfum áhyggjur af er þenslan sem áætlaðar launa- hækkanir eiga eftir að valda. Menn verða að fara að sjá alvöruna í þessu og að það er enginn grundvöllur fyr- ir einum eða neinum launahækkun- um á árinu 1990. Það sem skiptir máli fyrir þetta þjóðarbú er að það verður að ná niður nafnvöxtum. At- vinnureksturinn getur hrunið í hönd- unum á okkur á næstu mánuðum eða missenmi, ef við stoþppum ekki þessa þenslu. Það eru sömu hags- munirnir hjá launþegum sem at- vinnurekstrinum, því að það eru skammtímaáhrif vaxtanna sem ógna öllu,“ segir formaður VSÍ. Hafskipsmál: Kröfiir um frávísun lagðar fram HAFSKIPSMÁLIÐ var tekið fyr- ir í sakadómi Reykjavíkur í gær- morgun og lögðu verjendur fimm sakborninga fram kröfur uni að málinu verði vísáð frá. Veijendurnir óskuðu eftir að málflutningur færi fram um kröf- una og var ákveðið að hann hæfist klukkan 9 á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.