Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 9. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 12. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Austur-þýska stjórnarandstaðan: Boði um stjórnar- þátttöku hafnað Austur-Berlín. Reuter. TVEIR stjómarandstöðuflokkar í Austur-Þýskalandi hafa vísað á bug tilboði Hans Modrows, forsætisráðherra landsins, um að þeir taki sæti í ríkisstjórn. Modrow hafði séð sig knúinn til að bjóða stjómarandstöð- unni slíkt eftir að upp komst að til stæði að endurreisa öryggislög- reglu landsins. Stjómarandstæðingar hafa brugðist ókvæða við þeim áformum. Tveir flokkar stjómarandstæð- inga, Jafnaðarmannaflokkurinn og Lýðræði strax!, hafa lýst því yfir að Rúmenía: Matvæla- aðstoð frá Frakklandi Búkarest. Reuter, dpa. ROLAND Dumas, utanríkisráð- herra Prakklands, ræddi í gær við fulltrúa hinnar nýju ríkis- stjórnar Rúmeníu. Er þetta í fyrsta skipti sem svo háttsettur vestrænn embættismaður ræðir við valdhafa þar frá því Ceaus- escu-hjónunum var steypt af stóli. Að viðræðunum loknum var skýrt frá því að stórfelld matvælaastoð yrði hafin. Menningarleg tengsl Frakka og Rúmena hafa lengi verið náin. Tunga Rúmena telst rómönsk að stofni til og franska er annað mál flestra landsmanna. Franskir fjölmiðlar hafa átt allgóðan aðgang að rúm- enskum heimildarmönnum og skýrðu t.a.m. fyrst frá því að vera kynni að byltingin í Rúmeníu hefði verið undirbúin. Ekki er vitað hvort Dumas vakti máls á vangaveltum þessum á fundinum. Sjá einnig „Áleitnar spurning- ar . . .“ á bls. 18. þeir muni ekki setjast í ríkisstjóm- ina. Talið er að flokkarnir óttist m.a. fylgistap ef þeir vinna nánar með kommúnistum en nú þegar er gert í hringborðsviðræðum. „í Austur-Þýskalandi, líkt og í vestri, eiga þegnarnir rétt á öryggi og vernd gegn pólitískum öfgum ... eiturlyfjaverslun og hryðjuverkum," sagði Modrow í ræðu á þingi lands- ins þegar hann brást við fréttum um að verið væri að endurreisa öryggis- lögregluna illræmdu. „Stasi“. Til stympinga kom milli fólks sem safnast hafði saman í gær fyrir framan þinghúsið í Austur-Berlín. Hart var deilt um afstöðuna til sam- eingar þýsku ríkjanna en lögregla lét átökin afskiptalaus. Reuter Míkhaíl S. Gorbatsjov og eiginkona hans, Raisa Maxímovna, við komu þeirra til Vilnius, höfúðborgar Litháen, í gær. Albanía: Ostaðfestar fréttir af mótmælum Vínarborg, Lundúnum. The Daily Telegraph. NEYÐARÁSTANDI hefúr verið lýst yfir í Shkoder, næststærstu borg Albaníu, vegna mótmæla sljórnarandstæðinga, að því er sagði í Politika, málgangi júgó- slavneska kommúnistaflokksins, í gær. Albania er lokað land og valdhafar þar eru þeir síðustu í A-Evrópu er sækja sljórnarhætti sína í smiðju til Jósefs Stalíns. í frétt blaðsins sagði að lögregla og hermenn héldu uppi gæslu í fjöl- mörgum bæjum og þorpum. Örygg- isgæsla hefði og verið hert í höfuð- borginni, Tirana. Albanía er öldung- is lokað land og þar starfa ekki aðr- ir erlendir fréttaritarar en kínver- skir. Austur-evrópskir sendimenn sem fréttaritari The Daily Telegraph ræddi við í síma frá Vínarborg sögð- ust ekki hafa fengið fregnir af mót- mælum í Shkoder. Talsmaður mann- réttindasamtakanna Amnesty Inter- national í Lundúnum sagði ljóst að ólga færi vaxandi í landinu. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sækir Litháa heim: Segir framtíð sína velta á unibótum og þjóðareiningu Vilnius. Reuter, dpa. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði í ávarpi er hann flutti í gær í Vilnius, höfúðborg Sovétlýðveld- isins Litháen, að framtíð hans væri undir því komin að Litháar segðu sig ekki úr sovéska ríkja- sambandinu. Slíkar aðskilnaðar- hugmyndir kynnu að leiða til átaka og gætu orsakað miklar Yöruskortur í Sovétríkjunum: Nýjar skömmtunaraðferð- ir innleiddar í stórborgum Moskvu. The Daily Telegraph. FERÐAFRELSI manna i Moskvu verður takmarkað sam- kvæmt sérstakri löggjöf sem öðlast gildi í næsta mánuði og í Leníngrad mun aðkomufólk ekki geta fest kaup á ýmsum nauðsyiýavarningi. Er þetta gert til að draga úr vöruskortin- um í þessum tveimur stærstu borgum Sovétríkjanna. Frá og með 1. febrúar verður neytendum í Leníngred skylt að sýna skilríki sín til að fá nauðsynja- varning keyptan. Verður hann af- hentur ef viðkomandi sýnir fram á að hann búi í borginni. Dag- blaðið Sovetskaja Rossíja skýrði frá þessum nýju skömmtunarað- ferðum og fylgdi fréttinni að mat- vælaskorturinn í Leníngrad hefði verið sérlega mikill um áramótin. Yfirvöld í tveimur stærstu borgum Sovétríkjanna vona að nýjar skömmtunaraðferðir geti dregið úr vöruskortinum. í Moskvu verður fólki aðeins hleypt inn í borgina gegn framvís- un sérstaks ferðaleyfis. Opinbera skýringin á þessu er sú að með þessu móti megi bæði fækka slys- um og draga úr mengun. Hins vegar hafa höfuðborgarbúar þrá- faldlega kvartað undan því að að- komufólk kaupi upp allan þann varning sem það komist yfir. hörmungar. Þing Lettlands sam- þykkti i gær að fjölflokkakerfi skyldi innleitt í lýðveldinu og fet- uðu Lettar þar með í fótspor Lit- háa. Gorbatsjov kom í þriggja daga heimsókn til Litháen í gærmorgun til viðræðna við ráðamenn kommún- ista en þeir hafa ákveðið að segja skilið við sovéska kommúnistaf lokk- inn og stofnað nýjan og óháðan f lokk. Gorbatsjov ræddi við almenn- ing er hann hafði lagt blómsveig að styttu af Lenín og svaraði spurning- um manna um stöðu lýðveldisins og framtíð þess. Hann sagði að vanga- veltur um hvort Litháen tilheyrði sovéska ríkjasambandinu eða ekki væru marklausar. Gorbatsjov hét því að fullt samráð yrði haft við íbúa Litháen. Hann varaði við öllum hug- myndum um aðskilnað og kvað af- leiðingarnar geta orðið óskaplegar. „Við höfum afráðið að feta þessa leið og það var ég sem ákvað að hún skyldi farin. Framtíð mín er tengd þessu vali. Sovétríkin eru sem skip. Við erum háð hvort öðru og við skul- um gæta þess að sökkva ekki sam- an.“ Um 200.000 manns fóru síðar um daginn í göngu um miðborg Vilnius og kröfðust sjálfstæðis en samtök stjórnarandstæðinga, Sajudis, skipu- lögðu mótmælin. „Við höfum sagt það sem við þurftum að segja og væntum svars frá Moskvu,“ sagði talsmaður Sajudis er mótmælunum lauk. Eftir ávarpið heimsótti Gorbatsjov verksmiðju eina og þar sagði hann að í stjórnarskrá Sovétríkjanna væri gert ráð fyrir því að einstök lýðveldi gætu sagt sig úr ríkjasambandinu. Skilyrðin fyrir slíkum aðskilnaði hefðu á hinn bóginn aldrei verið skilgreind. Sagði Gorbatsjov að þing Sovétríkjanna myndi brátt taka að huga að lagasetningu í þá veru en taka yrði tillit til fjölmargra þátta svo sem samgangna og varnarmála. Sjá frétt á bls. 18. Grænland: Kvartssala til Islands óhagkvæm Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. J0RGEN Skouborg, bæjarverk- fræðingur í Narssaq á Suður- Grænlandi, segir það ekki svara kostnaði að mylja kvarts og selja til vegagerðar á íslandi sökum mikils flutningskostnaðar. Að sögn Skouborgs eru farmgjöld með skipum Grænlandsverslunar of há til að kvartsvinnslan geti borið sig. íslendingar hafi sýnt áhuga á að fá kvarts til malbikunar og stofn- að hafi verið sérstakt fyrirtæki um vinnsluna í Narssaq en hún hafi þó ekki verið gefin upp á bátinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.