Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 14. tbl. 78. árg._________________________________FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Erfiðleikar norskra sjómanna: Afborgun- um og vöxt- um frestað NORSKA stjórnin hefiir ákveðið, að sjómenn, sem nú eiga í erfíð- leikum vegna aflabrests og lítils kvóta, þurfi ekki nú um sinn að greiða afborganir og vexti af opinberum lánum með veði í húsi eða bát. Hefur þar með ver- ið komið til móts við eina helstu kröfu sjómanna og að auki verð- ur kvótanum deilt á fleiri skip en áður var fyrirhugað. Sagði frá þessu í norska blaðinu Aftenpost- en í fyrradag. Ríkisstjórnin hefur auk þessa til- kynnt, að innan hálfs mánaðar verði greint frá þeim aðgerðum, sem hún ætlar að grípa til vegna ástandsins í Norður-Noregi og raunar víðar. Sagði Svein Munkejord sjávarút- vegsráðherra, að þá yrði meðal annars ákveðið að deila kvótanum á fleiri skip, á 3.300 í stað 2.800, eins og sjómenn hafa krafist og hann gaf einnig ádrátt um, að ýsu- kvótinn yrði aukinn um 10-30% fyrir báta, sem eru undir 90 fetum og gerðir út fyrir norðan 62. breidd- arbaug. Munkejord lagði hins vegar áherslu á, að kvótinn ykist ekki um kíló þótt honum væri deilt á fleiri báta og hann sagði, að Norðmenn yrðu með öllum ráðum að byggja fiskstofnana upp aftur. Um það væri líka samstaða á Stórþinginu og almennur skilningur á því, að skipin væru allt of mörg. Sagði hann meðal annars stefnt að því, að þegar bátseigendur eða útgerð- arfélög yrðu gjaldþrota yrði við- komandi skipum lagt. Snjóleysi gerirstrikí reikninginn Snjóleysi í hlíðum Alpafjalla veld- ur því að keppendur í heims- bikarkeppninni í bruni, sem fram á að fara í Hahnenkamm-braut- inni í Kitzbúhl í Austurríki á laugardag, þurfa að fara tvær ferðir þar sem brautin er styttri en venjulega. Slíkt hefur ekki gerst áður í 24 ára sögu heims- bikarkeppninnar. Myndin gefur nokkra vísbendingu um vandann sem umsjónarmenn keppninnar þurfa að glíma við. Undanfarna tíu daga hafa þeir varið 1,17 milljón dala, 72 milljónum ísl. kr., til að flytja snjó á þyrlum í keppnisbrautina. Keuter Hermenn handtaka þjóðernissinnaðan Azera sem hafði ásamt fleirum ráðist á herbúðir og þannig reynt að komast yfir hergögn. Ungveijaland: Afsögn vegna hneykslismáls Búdapest. Reuter. JOZSEF Horvath, yfírmaður ungversku öryggislögreglunnar, sagði af sér í gær vegna upp- ljóstrana um að fylgst hefði verið náið með sljórnarandstöðunni þrátt fyrir umbætur á öðrum sviðum þjóðlífsins. Samband fijálsra demókrata, flokkur fyrrverandi andófsmanna, upplýsti fyrr í mánuðinum að inn- anríkisráðuneytið hefði látið njósna um stjórnarandstæðinga þrátt fyrir að slíkt hefði verið .bannað með nýrri stjórnarskrá. Einnig hafði Miklos Nemeth forsætisráðherra heitið því að slíkir siðir yrðu aflagð- ir. Boðað hefur verið að Istvan Hoivath innanríkisráðherra geri grein fyrir hneykslismáli þessu á þingi í dag. Sovéskur herforingi sem fluttur var særður frá Azerbajdzhan: Vopnaðar sveitir Azera ráðast á hermenn o g skriðdrekalestir 'Moskvu. Nikósíu. Reuter. YFIRMAÐUR í sovéska hernum sagði i viðtali við útvarpsstöð I Jerevan, höfnðborg Armeniu, að bardagar milli Azera og Armena væru að fara úr böndunum. „Við þessi skilyrði duga einungis harkalegar aðgerðir — átökin eru að snúast upp í borgarastyrjöld," sagði herforinginn, sem fluttur var óvígur frá Azerbajdzhan. Her- menn fengu í gær fyrirmæli um að grípa til vopna og skutu þeir Reuter á vopnaða Azera sem reyndu að ná fimm skriðdrekum á sitt vald í héraðinu Shamkor sem er norður af Nagorno-Karabak. „Ástandið er óþolandi og þess vegna hefur forysta varnarmálaráðu- neytisins, innanríkisráðuneytisins og [öryggislögreglunnarj KGB heimilað undirmönnum sínum að beita skot- vopnum,“ sagði í opinberri tilkynn- ingu sem lesin var í sovéska sjón- varpinu í gærkvöldi. Þar sagði að fram til þessa hefðu hermenn haldið aftur af sér en árásir „öfgasinnaðra glæpamanna" á sovéska hermenn og vopnabúr þeirra leiddu til þess að gefin hefði verið heimild' til að skjóta á vopnaða Armena og Azera. Átökin í Kákasuslýðveldum Sov- étríkjanna blossuðu upp fyrir viku en á mánudág ákváðu yfirvöld í Moskvu að senda 11.000 manna liðs- styrk á vettvang. Hægt hefur gengið að koma hermönnunum á áfangastað einkum vegna þess að vopnaðar sveitir Azera hafa komið fyrir vegar- tálmum við stærstu borgir í Az- erbajdzhan. . í gærmorgun fundust fjögur lík í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan, og er tala látinna nú a.m.k. komin upp í 60 í bardögum undanfarna viku. Málgagn Sovétstjórnarinnar, /z- vestíja, lýsti því í gær hvernig þús- undir Armena hefðu verið hraktar frá heimilum sínum með hrottalegum hætti. Þeim sem tregðuðust við var jafnvel hent út um glugga. Segir blaðið að Azerar hafi hreiðrað um sig í íbúðum Armena. Kveikt var í fjórum mönnum á járnbrautarstöð fyrir nokkrum dögum, að sögn blaðs- ins. Fréttastofan Tass segir að um það bil 7.000 Armenar hafi verið fluttir frá Bakú, flestir með ferju yfir Kaspíahaf til Krasnovodsk í Túrkmenistan. Þaðan flaug fólkið til Jerevan. Talsmaður Bandaríkjastjórnar lýsti á þriðjudag yfir skilningi á hern- aðaraðgerðum Sovétstjórnarinnar við aðstæður sem þessar. Ali Kha- meini, andlegur leiðtogi írana, hvatti Sovétstjórnina í gær til að taka ekki of harkalega á þjóðaólgunni í Kákas- uslöndunum. „Þarna er múhameðs- trú á ferðinni og hana er ekki hægt að kæfa,“ sagði Khameini. Kólombía: Vilja snúa við blaðinu Bogota. dpa. ÞAU boð bárust frá eiturlyQa- kóngum í Kólombíu í gær að þeir væru reiðubúnir að hætta smygli til annarra landa og hryðjuverkum ef stjórnvöld gæfu þeim kost á að snúa til hefðbundinna starfa í þjóð- félaginu. Carlos Lemos Simmonds, inn- anríkisráðherra Kólombíu, sagð- ist taka þessum skilaboðum með varúð en kvað þau sýna að eitur- lyfjasalar hefðu tapað stríðinu við stjórnvöld sem staðið hefur í fimm mánuði. Eiturlyfjasalar segjast nú reiðubúnir til að leysa upp vopnaðar hryðjuverkasveitir sínar, láta vopn af hendi og hætta kókaínframleiðslu. Lög- regla í Kólombíu segir ekki fylli- lega ljóst hvaða skilyrðUm þetta tilboð sé bundið. Átökin eru að snúast upp 1 borgarastyrjöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.