Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 24. tbl. 78. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Washington. Reuter. RICHARD Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti í gær tillögur um lokun herstöðva bæði í Bandaríkjunum og erlendis í sam- ræmi við þá ákvörðun stjórnvalda vestra að draga úr fjárframlögum til varnarmála. Gert er ráð fyrir því að 69 herstöðvum verði ýmist lokað eða dregið verulega úr umsvifum herliðsins þar. Reuter Samkvæmt tillögum Cheneys verður 14 herstöðvum erlendis lokað eða dregið úr mannafla. Hermenn í þremur herstöðvum á Bretlandi, m.a. Greenham Common-stöðinni, verða kallaðir heim og stöðvum á Ítalíu og í Vestur-Þýskalandi, Grikkiandi, Tyrklandi og Suður-Kóreu verður lokað. Þá verður dregið úr umsvifum Bandaríkjaflota á Bermúdaeyjum og mannafla fækkað í flotastöð einni á Filippseyjum. George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar sinnar fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir tveggja prósenta niðurskurði á framlögum til varnar- mála. Er búist við að þingmenn freisti þess að ná fram enn frekari sam- Þegar Erich Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir að hafa gengist undir uppskurð var hann umsvifalaust tekinn höndum. Honecker hefur verið ákærður fyrir landráð og gert er ráð fyrir að réttarhöld yfir honum hefjist í mars. Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands: Kosningar í mars og þjóð- stjórn eina úrræði ríkisins Austur-Berlín. Daily Telegraph. HANS Modrow, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, Iét svo ummælt í gær að verkföll, sljórn- leysi og hugarvíl væru að hrinda þjóðinni fram af hengiflugi. Eina leiðin til að tryggja tilvist ríkisins hefði verið að flýta kosningum og mynda þjóðstjórn. Mikil þátt- taka var í mótmælum í flestum stærstu borgum landsins í gær. Mest áberandi var krafan um sameinað Þýskaland. Eftir langar samningaviðræður á sunnudag náðist samkomulag milli bráðabirgðastjórnarinnar þar sem kommúnistar hafa haft meirihluta og stjórnarandstöðunnar. I því felst að frjálsum þingkosningum sem halda átti 6. maí verður flýtt til 18. mars. Sveitarstjórnakosningar verða haldnar 6. maí eins og áform- að var. Mynduð verður bráðabirgða- ríkisstjórn þar sem hver hinna stærri stjórnarandstöðuflokka fær einn ráðherra án ráðuneytis. Einn ráðherra ríkisstjórnarinnar verður viðstaddur hringborðsviðræðurnar sem fram hafa farið að undan- förnu. Stjórnarandstaðan féll frá þeirri kröfu sinni að núverandi ráð- herrar kommúnista segðu sig úr flokknum fram að kosningum. I ræðu á þingi Austur-Þýska- lands dró Modrow upp dökka mynd af ástandinu í landinu. Hann sagði að lög og regla hefðu víða hrunið, fólksflóttinn héldi áfram án afláts, verkamenn krefðust launahækkana þótt efnahagurinn versnaði stöðugt og pólitískar öfgar færðust í vöxt eins og fjölmargar sprengjuhótanir undanfarið sýndu. Við þessar að- stæður hefði ekki verið um annað að ræða en leita liðsinnis stjómar- andstöðunnar. Modrow hélt í gær til Moskvu til viðræðna við sovéska ráðamenn. Erich Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, var handtekinn í gær og verður hann ásamt nokkr- um samstarfsmönnum sínum dreg- inn fyrir rétt í mars sakaður um landráð. Honecker hefur verið í stofufangelsi frá því fyrir áramót. Fyrir þremur vikum gekkst hann undir uppskurð vegna krabbameins. Hann var handtekinn um leið og hann kom af spítalanum í gær. Læknir Honeckers sagði að hann væri of sjúkur til að þola réttar- höld. Árið 1935 tóku nasistar í Þýskalandi Honecker höndum, sök- uðu hann um að taka þátt í and- spyrnu kommúnista og dæmdu hann fyrir landráð. Hann sat í fang- elsi allt til stríðsloka árið 1945. drætti er fjárlagafrumvarpið verður tekið til meðferðar. Sjá frétt á bls. 22. Azerar og Armenar: Ræðast við í Riga án Kremlveria Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR Azera og Armena hafa fallist á að hefja formlegar friðarviðræður nk. fimmtudag í borginni Riga i Lettlandi. Þjóð- fylkingar Eystrasaltslandanna þriggja verða sáttasemjarar í deil- unni en Moskvuvaldið á enga aðild að viðræðunum. Meðal annars verður rætt um þá ákvörðun sovéskra stjórnvalda að senda herlið til Azerbajdzhan, sam- kvæmt yfirlýsingu sem fulltrúar Armena og Azera hafa undirritað. Hins vegar á ekki að víkja að ágrein- ingi um héraðið Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan sem Armenar gera til- kall til. Nýstárleg staða er nú að koma upp fyrir sovésk yfirvöld í Sovétlýð- veldinu Moldavíu. íbúar borgarinnar Tiraspol, sem flestir eru Russar, hafa samþykkt að segja sig úr lögum við lýðveldið sjálft. Astæðan er sú að þeir vilja ekki eiga hlutdeild í þeirri þjóðernisvakningu sem á sér stað meðal Moldava eftir að frændur þeirra í Rúmeníu losnuðu undan harðstjórn Nicolae Ceausescus. Vaclav Havel á blaðamannafundi í Prag: Tékkóslóvakía ekki leng- ur aðgerðarlaus nýlenda Forsetinn segist ef til vill koma til Reykjavíkur Prag. Frá Birni Bjarnasyni blaðamanni Morgfunblaðsins. VACLAV HAVEL, forseti Tékkóslóvakíu, útilokar ekki að haiin verði í Reykjavík í febrúar, þegar leikrit hans verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu. Kom þetta fram í svari forsetans á blaðamannaiundi í Prag í gær, þegar mánuður var liðinn frá því að Havel var kjörinn for- seti. Hann sagðist vilja endurnýja sjálfstraust Tékka eftir niðurlæg- ingu undir stjórn kommúnista. Hann gaf til kynna að hann yrði e.t.v. í kjöri í forsetakosningum í sumar, en hann hefur hingað til svarað spurningu um það á neikvæðan hátt. Menn þurfa ekki að vera lengi Sænskur blaðamaður spurði t.d. í Prag til að átta sig á því að Vacl- av Havel er hetja hinnar friðsam- legu byltingar hér. Alls staðar eru myndir af honum og íbúarnir segj- ast hylla hann og elska. Blaðamannafundurinn fór fram á tékknesku en var þýddur samtím- is á ensku. Forsetinn var spurður um hin fjölbreyttustu mál, og svar- aði hann spurningum af hógVærð. hvers Havel krefðist af Svíum vegna framkomu þeirra í Þrjátíu ára stríðinu á 17. öld. Forsetinn sagðist vænta þess og hafa farið fram á að Svíar sýndu í verki að þeir iðruðust þess að hafa tekið ýmsa þjóðardýrgripi Tékka her- fangi í stríðinu. Havel talaði af mestum tilfinn- ingahita þegar hann sagðist vilja stuðla að því að Tékkar endur- heimtu sjálfstraust sitt og virðingu eftir að hafa verið „aðgerðarlaus nýlenda" í rúm 40 ár. Jafnframt væri nauðsynlegt að hefja forseta- embættið til nýs vegar eftir niður- lægingarskeið alræðisins. Blaðamaður Morgunblaðsins var hinn síðasti sem komst að á þessum klukkustundar langa fundi og spurði hvort Havel væri væntanleg- ur til Reykjavíkur á frumsýningu á leikriti hans Endurbyggingunni í Þjóðleikhúsinu. Sagðist forsetinn hafa „heyrt orðróm um þetta“, en ekkert væri ákveðið, þótt þetta væri líklegt. Michael Zantovsky, blaðafulltrúi forsetans, sagði að töluverðar líkur væru á því að Vaclav Havel. Havel yrði 18. febrúar á íslandi, þótt allt væri óráðið um það enn. Enginn sérstakur tilgangur virt- ist vera með þessum blaðamanna- fundi forsetans, annar en sá að gefa þjóðinni tækifæri til að hlýða á boðskap hans, en sjónvarpað var beint af fundinum. Sérfróðir aðilar gátu sér þess til að HaVel vildi sýna að hann væri með valdataum- ana í hendi sér eftir orðróm undan- farna daga um að félagar í öryggis- lögreglunni, sem leyst var upp fyrr í mánuðinum, undirbyggju valda- rán. Herstöðvum lokað í spamaðarskyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.