Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Við höfiim lifað um efiii fi*am Aukning á landsframleiðslu okk- ar íslendinga á síðasta áratug stenzt vel samanburð við fram- leiðsluaukningu annarra þjóða. Samkvæmt yfirliti, sem fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær var aukning á landsframleiðslu okkar á árabilinu 1980-1987 24,1% á sama tíma og hún var 29,4% hjá Japönum, en þeir eru nú á góðri leið með að verða ríkasta þjóð heims. Þessi aukning hjá okkur er mjög svipuð því, sem var hjá Norð- mönnum en mun meiri en hjá Svíum og Dönum. Það er því ljóst, að vandamál í efnahags- og atvinnulífi okkar á þessu árabili stafa ekki af því, að við höfum ekki framleitt nógu mikið. Hins vegar kemur í ljós, að einka- neyzla okkar og samneyzla hefur aukizt mun meira á þessu tímabili en t.d. hjá Japönum og Norður- landaþjóðunum. Japanir juku einka- neyzlu sína og samneyzlu töluvert minna en nam aukningu lands- framleiðslu en við jukum einka- neyzlu og samneyzlu margfalt meira. Bæði Svíar og Danir fylgdu sömu meginlínu og Japanir í þess- um efnum en Norðmenn voru hins vegar nær okkar háttalagi að því er varðar aukningu samneyzlu, enda hafa þeir átt við að etja áþekk vandamál og við. Á mæltu máli þýðir þetta, að við höfum lifað langt um efni fram og fjármagnað þá lífshætti með lántök- um. Af þeim lánum borgum við nú svo háa vexti, að vaxtagjöld ríkis- sjóðs hafa u.þ.b. tvöfaldast á einum áratug. Á þessu ári fara um 10% af tekjum ríkissjóðs til þess að borga vexti, sem jafngildir því, að hver íslendingur borgi um 40 þús- und krónur á ári í vexti af lánum ríkissjóðs. Þrátt fyrir þessar ógnvænlegu THOREAU • vissi einnig að náttúran hefur alltaf rétt fyrir sér, jafnvel þegar hún eyðir borg- um einsog Lissabon. Það var 1755. Þá skrifaði Voltaire eins konar opið bréf til guðs þarsem hann gagn- rýndi almættið og gremja hans fékk útrás. En mér vitanlega hefur aldr- ei borizt neitt svar. Það er kannski á leiðinni. Enginn hefur lýst náttúrunni betur en Herman Melville í Mobý Dick, þessari einstöku skáldsögu sem var langt á undan sínum tíma, enda höfundurinn týndur og tröllum gefinn þegar hann dó tveimur ára- tugum eftir útgáfuna. Þannig er einnig líf mannsins á jörðinni; mis- kunnarlaust. Og brautryðjandinn uppsker ekki það sem til er sáð; aðminnstakosti ekki fyrren hvalur- inn hvíti hefur tekið hann með sér inní þögn tímans; inní óguðlega þögn guðanna; þessa nístandi þögn undirdjúpanna sem fara sínu fram á hveiju sem gengur. Mobý Dick fjallar um jobsglímu mannsins við hvítan guð náttúrunn- ar; hvítan, segi ég því það skiptir máli og heill kafli bókarinnar er um þennan dularfulla lit „sem vekur hjá oss hugmynd um miskunnar- lausan tómleika og feikn alheims- ins“ og stígur uppaf öskrandi brimi í tröllskap hins mikla skáldkonungs sem lætur aldrei að sér hæða, nátt- úrunnar sjálfrar, eins og Melville kemst að orði. í þessu mikla riti hans ægir öllu saman einsog í síðari tíma heimildasögum; uppspuna og gallhörðum staðreyndum, vísindum (þóað hann segist ekki ætla að skrifa vísindarit) og umhverfíslýs- ingum þar sem maðurinn er ávallt í fyrirrúmi og miðþyngdarstað. En þó einkum staðreyndum. Án þeirra enginn skáldskapur; þjóðsagnir jafnmikilvægar og veruleiki. Sjálfur gleymdist höfundurinn inní eitt slíkt ævintýri; dauðann, þarsem hann varð eilífur; einsog hvalur- inn hvíti í undirdjúp- unum, þessi ógnlega skepna undir fölu líkklæði tímans. Og „æðið bandóða“, skipstjórinn ein- fætti, Akab, í glímunni miklu við finngálknið sem syndir um öll höf jarðarkringlunnar „eins og gullfisk- urinn litli í glerhnetti sínum“. Hvílík ósköp(!) Og sól nýsigin til viðar þarsem „gullna ennið lóðar heiðblámann“. Og milt ljósið deyjandi í hvítu kjöl- fari og háleitt viðburðarleysi ferðin •inní dauðann. Náttúran þekkir ekki umbun, sem er einskonar samkomulag; eða meðalmennska. Listin er ekki slíkt samkomulag; og raunar sízt af öllu. Þannig er ekki heldur neitt sam- komulag í náttúrunni, heldur átök miskunnarlausra andstæðna. Nið- urstaðan stríðandi sambúð í háska- legu umhverfi. Já, þannig er náttúr- an. Og líf okkar. Þannig er einnig eðli góðrar listar þótt hún leiti jafn- vægis einsog lögmálin í náttúrunni. Umbunarlaus vissi Melville um mikilvægi verks síns, það kemur fram í frásögninni oftar en einu sinni. Mætti jafnvel teljast mikil- læti; eða ofdramb. Grikkir trúðu því guðimir refsuðu fyrir slíkt yfir- læti en Melville hlotnaðist þvert á móti ódauðleiki fyrir oflæti sitt. Þannig sigrast listin jafnvel á guð- unum; einsog náttúran. Og hvitleikinn stígur uppaf öf- undsjúkum öldum úthafsins. Skáldið sættir sig við þetta stríðandi umhverfi listarinnar á sama hátt og við lögum okkur að náttúrulögmálum. Eigum ekki ann- ars kost þarsem andstæðurnar, átökin og stríðandi umhverfið em með þeim hætti sem höfundur Mobý Dicks lýsir sjálfur svo eftinninni- lega í vandaðri og skáldlegri þýð- ingu Júlíusar Havsteens sýslu- HELGI spjall staðreyndir halda alþingismenn áfram að taka ákvarðanir, sem þýða stöðugan hallarekstur ríkissjóðs og tilraunir til þess að skera niður opinber útgjöld mæta yfirleitt harðri andstöðu þeirra, sem niður- skurður snertir hveiju sinni. Á síðustu misserum hefur lands- framleiðsla minnkað eða staðið í stað en jafnvel þótt við náurrí því marki að auka hana á ný er ljóst, að þessi vandi verður ekki leystur með því einu. Þau lífskjör, sem við bjuggum við fyrir nokkrum árum voru augljóslega fölsk, eins og þess- ar tölur sýna og sú kjaraskerðing, sem orðið hefur á undanförnum árum er því fremur aðlögun að raunveruleikanum í efnahagslífi okkar. Slík aðlögun hefur hins veg- ar ekki orðið hjá hinu opinbera. Það eru stjórnmálamennirnir, ráðherrar og alþingismenn, sem bera ábyrgð á því. Þeir hafa leitað eftir því að stjórna landinu en þeir hafa enn ekki sýnt í verki þá hæfni, sem til þess þarf. Hér þarf að verða hugarfars- breyting. Hún þarf að verða bæði hjá alþingismönnum og kjósendum. Ef alþingismenn eru sannfærðir um, að endurkjör þeirra byggist á því, að þeir nái sem mestu fé út úr ríkissjóði og opinberum sjóðum fyrir viðkomandi kjördæmi, halda þeir fast við núverandi starfshætti. Finni þeir hins vegar þá kröfu frá kjósendum, að þeir leggi megin- áherzlu á spamað í opinberum rekstri, jafnvel þótt það þýði færri krónur í hvert kjördæmi, snúa þeir við blaðinu. Og þegar til lengri tíma er litið er það bæði kjósendum, byggðarlögum og þjóðinni allri til farsældar. Viðleitni Alþingis til þess að ná tökum á fjármálastjórn fram- kvæmdavaldsins er vissulega spor í rétta átt. Það er auðvitað fráleitt, að þingið samþykki heimildarlausar ákvarðanir ráðherra um fjárveiting- ar eftir á. Þvert á móti eiga ráð- herrar ekki að geta ráðstafað einni krónu án þess að heimild sé til þess frá Alþingi. Og því ber að fagna, að þróun mála á Alþingi stefnir í þá átt. manns: „En sjórinn er ekki ein- göngu óvinur mannsins, sem er honum vandalaus, heldur líka af- kvæmis síns. Hann er verri en persneski gestgjafinn, sem myrti gestina sína, því hann hlífir ekki skepnunum, sem hann sjálfur hefur út klakið. Eins og tryllt ljónynja, sem hrekst í frumskógunum og leggst á sína eigin hvolpa, þannig slöngvar særinn jafnvel stærstu hvölunum upp í klettana og skilur þar við þá innan um brakið úr brotn- um skipum. Engin miskunn, enginn máttur, nema eigin þróttur, stjórnar honum, frýsandi og fnæsandi eins og vígafákur, sem misst hefur ridd- ara sinn, æðir útsærinn stjórnlausi yfir hnöttinn okkar. Athugaðu slægð hafsins, hvernig hræðilegustu skepnur líða áfram undir yfirborðinu, oftast ósýnilegar og lymskulegar, faldar undir feg- ursta blæ bláa litarins. Taktu líka eftir Ijómanum djöfullega og feg- urðinni á mörgum miskunnarlaus- ustu dýraflokkunum, svo sem un- aðslega fögru vaxtarlagi margra tegunda af hákörlum. Loks skaltu íhuga allsheijarmannátið, sem á sér stað í sjónum: allar skepnur hans taka hver aðra sem bráð og eru í eilífu stríði, allt frá sköpun heims. Já, um þetta allt skaltu hugsa, og líttu svo á jörðina grænu, vinalegu og auðsveipu. Gerðu á þeim saman- burð, og finnur þú þá ekki til ein- kennilegrar hliðstæðu hjá þér sjálf- um? Því eins og þessi hræðilegi útsær lykur um meginlandið græna, þannig geymist í sálu mannsins eins konar eyland, einhver Tahiti, full friðar og gleði, en allt í kring umlukt af skelfingum lífsins, sem þekkjast aðeins að hálfu leyti. Guð varðveiti þig! Legg ekki út frá þess- ari eyju í fari þínu, því að þú getur aldrei snúið aftur.“ M. (meira næsta sunnudag) 4- 23 KOMA vaclavs hav- els, forseta Tékkóslóv- akíu, hingað til lands er eftirminnilegur við- burður, bæði vegna baráttu þessa manns fyrir frelsi og gegn kúgun og ofbeldi í heimalandi sínu svo og vegna þeirra átakanlegu atburða, sem orð- ið hafa í Tékkóslóvakíu hvað eftir annað á síðustu hálfri öld. Ekki er úr vegi að rifja upp af þessu tilefni lítillega þær umræður, sem fram fóru hér á landi vegna valdaráns kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Þær umræður sýna líka, hvers vegna krafan um uppgjör íslenzkra sósíalista við fortíðina er svo sterk og hvers vegna alls ekki hefur dregið úr henni eftir kattar- þvott á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins á dögunum. Fyrir 42 árum birtist í blaði Vökumanna í háskólanum grein eftir Ásgeir Pétursson, þáverandi laganemi og núverandi bæjar- fógeta í Kópavogi. Grein þessi gefur nokkra hugmynd um þær umræður, sem fram fóru þá um atburðina í Austur- Evrópu, eins og eftirfarandi tilvitnanir í greinina sýna. Ásgeir Pétursson sagði þá m.a.: „Þegar er kommúnistar í Tékkóslóvakíu, sem eru í miklum minnihluta meðal þjóðar- innar, höfðu brotizt til valda í landinu, hófust þeir handa um að binda þjóð sína á klafann. Þeir komu á ritskoðun, heftu málfrelsi manna, fótum tróðu yfirhöfuð öll sjálfsögð mannréttindi, eins og þeirra er vandi alls staðar þar sem þeir ná völd- um. Þegar svo tékkneskir stúdentar og aðrir lýðræðissinnaðir menn ætluðu að sýna andúð sína á þessum aðgerðum og fóru í kröfugöngu, var lögregla kommún- ista látin sundra hópunum með vopna- valdi. Stúdentar og kennarar, sem ekki voru „trúaðir", voru miskunnarlaust rekn- ir frá háskólunum, sumir fangelsaðir, en aðrir reknir í nauðungarvinnu. Þegar svo þessi illu tíðindi spurðust til Norðurlandanna, höfðu stúdentar í þeim löndum forgöngu um að mótmæla ofbeld- inu og sendu jafnframt tékkneskum stúd- entum samúðarkveðjur sínar. íslenzkir stúdentar héldu tvo fundi, þar sem atburðimir í Tékkóslóvakíu voru ræddir, og voru þar bornar upp tillögur, sem gengu í þá átt, sem fyrr ræðir um, þ.e. að lýsa viðbjóði sínum á ofbeldisað- gerðum kommúnista og jafnframt lýst samúð með tékkneskum stúdentum og öðrum Tékkum vegna þrenginga þeirra. Þessar tillögur voru samþykktar með mikl- um meiri hluta atkvæða, en því miður eigi mótatkvæðalaust. íslenzkir kommúnistar sáu fyrir því. Þeir mættu á þessum fundum og héldu uppi einhveiju einstæðasta mál- þófi, sem um getur. Það skyldi maður ætla, að enginn vafi hafi verið á því, hvað til umræðu var á þessum fundum, það voru Tékkóslóvakíumálin fyrst og fremst, og það vissu kommúnistar auðvitað mæta vel. En samt fór það nú svo á þessum fundum, að kommúnistar minntust varla á Tékkóslóvakíu, nema þá helzt til þess að segja allar fregnir þaðan lognar. Þeir þvældu sem sé um allt milli himins og jarðar annað en það, sem til umræðu var, valdaránið í Tékkóslóvakíu. Skulu hér til fróðleiks rakin nokkur helztu atriðin úr ræðum þeirra kommún- ista (þeir héldu yfirleitt sömu ræðuna, aðeins með smávegis orðalagsbreyting- um). „Allar fregnir, sem berast frá Tékkó- slóvakíu, eru lognar, nema þær sem við fáum, og samkvæmt þeim er allt í góðu lagi í Tékkóslóvakíu. Það hafa verið gerð- ar smá-breytingar á stjóminni til þess að styrkja lýðræðið í landinu. íslenzkir stúd- entar ættu að sjá sóma sinn í því, að óska Tékkum til hamingju með breytinguna.“ Þetta var nú meining kommúnista um fréttahlið þessa máls. Hvílík blygðunarlaus lítilsvirðing á dómgréind manna! Skyldu þessir herrar halda, að ef þeim passar ekki vel tiltekin frétt, þá geti þeir kveðið hana niður með því einu að lýsa hana logna? Ónei, það er ekki nóg að æpa, i meðan þeir geta ekki leitt einhver skýr rök máli sínu til stuðnings, tekur að vonum enginn heilvita maður mark á þeim. „32 íslenzkir alþingismenn gerðust þjóðníðingar og seldu Bandaríkjamönnum landið, með því að samþykkja Keflavíkur- samninginn.“ Þetta var annað aðalatriðið hjá komm- únistum í umræðunum um ástandið í Tékkóslóvakíu! Nú, þá það, en úr því að kommúnistar nefna íslenzka alþingismenn þjóðníðinga fyrir að gera venjulegan milliríkjasamning um lendingarrétt fyrir flugvélar vinveittrar lýðræðisþjóðar, hvað á þá að kalla þá menn í Tékkóslóvakíu, sem hafa svikið frelsið og helgustu mann- réttindi af þjóð sinni, og sálufélaga þeirra hérlendis, sem réttlæta þessar aðgerðir? Samanburðurinn skapar tvímælalaust nokkra örðugleika við nafnagiftina, eða hvað finnst mönnum? „Bandaríkjamenn ætla að nota Marsh- all-áætlunina til þess að kúga undir sig Norðurálfuna.“ Þá var þetta enn eitt aðalatriðið í mál- flutningi kommúnista á fundum, þar sem rætt var um tillögur til samþykktar um að lýsa yfir samúð með tékkneskum stúd- entum í þrengingum þeirra. Það er sannar- lega ömurlegt hlutskipti kommúnista, ann- ars vegar að hlakka yfir því, að Tékkar skuli hafa verið sviptir frelsi sínu og full- veldi, en hins vegar að bölsótast yfir því, að Marshall-áætlunin virðist ætla að ná fram að ganga og þar með bjarga milljón- um manna frá hungri og skelfilegri neyð.“ Síðar í þessari grein, sem birt var í apríl 1948, sagði Ásgeir Pétursson: „Það er staðreynd, að kommúnistiskur minni- hlutaflokkur hefir sölsað undir sig völdin í Tékkóslóvakíu. Það er einnig staðreynd, að þessi sami flokkur fótum treður lýð- ræði og mannréttindi í landinu. Ennfremur er það staðreynd, að þessar aðgerðir hafa íslenzkir kommúnistar reynt að veija. Af þeirri afstöðu íslenzkra kommúnista verður auðvitað eigi dregin önnur ályktun en sú, að úr því að þeim finnst ofbeldið réttlætan- legt í Tékkóslóvakíu, þá mun þeim einnig finnast svo vera hér á okkar landi. Og þetta er einmitt kjami málsins. Hinir trú- uðu kommúnistar vilja umfram allt koma íslandi undir alheimsstjórn kommúnism- ans, og þá skiptir ekki máli í þeirra aug- um, hvaða aðferð er notuð til þess að svo megi verða. Það skyldi því enginn ætla, að það, sem gerzt hefir í Tékkóslóvakíu, geti ekki skeð á íslandi. Ef ekki er staðið vel á verðinum, getur farið á sama veg hér og í svo mörg- um löndum, sem í dag lúta einræðisstjórn kommúnista. Það stendur því nær, lýðræð- issinnaðir stúdentar, hvar sem við erum í flokki, að við leggðum á hilluna allt lítilfjör- legt dægurþras og tökum höndum saman um að halda áfram þeirri baráttu, sem félagar okkar í Tékkóslóvakíu hafa svo drengilega af stað komið, baráttunni gegn einræði og kommúnisma.“ Á MIÐSTJÓRNAR- fundi Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn var um síðustu helgi og ítarlega hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu, fóru fram miklar umræður um það, hvort gera ætti upp við fortíðina. Kjárni um- ræðnanna var ekki uppgjör við fortíðina, heldur hvort slíkt uppgjör ætti að fara fram. Niðurstaðan varð sú, að það skyldi ekki fara fram. Hið eina, sem Alþýðu- bandalagsmenn gerðu til þess að sýna ein- hveija viðleitni í þessa átt var einfaldlega að gera grein fyrir samskiptum Alþýðu- bandalagsins við kommúnistaflokkana í A-Evrópu eftir að Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjómmálaflokki í byij- un nóvember 1968. Ög það er út af fyrir sig virðingarvert, að upplýst hefur verið, að frá þeim tíma hafi Álþýðubandalagið einungis haldið uppi samskiptum við þau ríki í Austur-Evrópu, sem ekki tóku þátt í innrásinni í Prag 1968. Það a.m.k. skýr- ir að hluta hvers vegna fyrsti formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, sá hinn sami og hafði forystu um samþykkt miðstjórnarinnar að gera ekki upp við for- Fortíðin REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 17. febrúar tíðina fyrir 1968, var á sífelldum ferðalög- um í Rúmeníu á fyrstu formannsárum sínum! Eftir fundinn birtust viðtöl í Þjóðviljan- um við þá Ólaf Ragnar Grímsson, formann flokksins, og Steingrím J. Sigfússon, vara- formann flokksins, þar sem þeir gerðu upp við fortíðina, en það var einungis fortíðin frá 1968! Þetta er náttúrlega svo hlægi- legt, að varla er hægt að fara um þetta nokkrum orðum. Fortíðin, sem þessir menn þurfa að gera upp er' fortíð Sósíalista- flokksins og Kommúnistaflokksins. Og hvers vegna skyldu þessir menn ekki gera það? Væntanlega hefur Ólafur Ragnar Grímsson ekkert að fela í þessum efnum. Hann var í Framsóknarflokknum á þessum árum. Tilvitnanir í grein Ásgeirs Péturssonar fyrir 42 árum gefa yngra fólki nokkra hugmynd um það, hvers vegna krafan um uppgjör þessara manna við fortíðina er svo sterk. En fleira er hægt að tína til. Árið 1948 vildu kommúnistar á íslandi ekki standa að samþykktum til stuðnings Tékk- um og Slóvökum, sem þá voru kúgaðir af kommúnistum. Tæpum einum og hálf- um áratug seinna var hér á ferð fámennur hópur flóttamanna frá A-Þýzkalandi. Þetta fólk kom fram á fundi i' Reykjavík. Hatrið í röðum sósíalista á íslandi á því fólki, sem dirfðist að kjósa frelsið í vestri, var svo mikið á þessum árum, að kvöldið, sem fundurinn var haldinn, hafði Æsku- lýðsfylkingin, sem þá var hluti af Sósíal- istaflokknum, safnað liði í Tjamargötu 20, höfuðstöðvum flokksins, til þess að hleypa upp fundi þessara austur-þýzku flótta- manna! Á síðustu stundu komu boð frá æðstu stjórn Sósíalistaflokksins, þar sem innrás þessa liðs á fundinn var bönnuð. Á þessum árum var Þjóðviljinn að und- irbúa kaup á nýrri prentvél. Til þess að standa straum af þeim kostnaði var efnt til fjársöfnunar með happdrætti o.fl. En á fundi í Sósíalistafélagi Reykjavíkur á þess- um tíma skýrði einn helzti ijáröflunarmað- ur flokksins frá því, að ekkert af þessu fé færi til þess að borga kaupverð hinnar nýju prentvélar: „Við eigum megnið af þessu fé í gjaldeyri og viðbótina fáum við lánaða,“ sagði þessi slyngi fjármálamaður Sósíalistaflokksins. Hvaðan kom þessi gjaldeyrir og hvaðan komiánið? Á þessum sama fundi var upplýst, að hin nýja prentvél yrði keypt frá Svíþjóð en þá spurði einn fundarmanna: Hvað verður þá um dönsku pressuna? Þá kom sem sé í ljós, að sósíalistar á íslandi voru svo fjárhagslega öflugir úti í heimi, að þeir áttu um skeið tvær prentvélar í útlönd- um! Hvaðan ætli þessi fjárhagslegi styrk- leiki þeirra hafi komið?! Sósíalistafélagi Reykjavíkur var skipt niður í deildir - sellur - og voru regluleg- ir fundir haldnir í þessum deildum, þar sem áróðurslínu flokksins var komið á fram- færi við flokksmenn, sem síðan áttu að breiða boðskapinn út. Á fundi í einni þess- ara deilda Sósíalistafélags Reykjavíkur snemma á sjöunda áratugnum var mættur einn þeirra íslendinga, sem þá stundaði nám í Austur-Þýzkalandi. Hann spurði fyrst, hvort óhætt væri að tala opið á fund- inum og fékk þau svör að svo væri. Þá upplýsti þessi ungi íslenzki námsmaður, að árið áður hefði skort fé til þess að standa straum af dvalarkostnaði þeirra fjölmörgu íslendinga, sem þá voru við nám í Austur-Þyzkalandi. Þess vegna hefði sérstakt fjárframlag verið tékið inn á fjár- lög austur-þýzka ríkisins að upphæð 180 þúsund austur-þýzk mörk, sem að vísu væri ekki auðkennt sem slíkt, til þess að standa undir kostnaði við starfsemi Sósíal- istaflokksins íslenzka í Austur-Þýzkalandi, þ.e. við dvalarkostnað þeirra ungu íslend- inga, sem Sósíalistaflokkurinn hafði valið til þess að stunda nám þar. Raunar skýrði þessi íslendingur frá því á fundinum, að hann legði stund á ýmislegt fleira en hið formlega nám sitt. Hann upplýsti jafnframt á þessum fundi í einni deild Sósíalistafélags Reykjavíkur, að þeir forystumenn sósíalista á íslandi, sem væru í mestum metum meðal ráða- Morgunblaðið/Bjami manna í Austur-Þýzkalandi, væru Einar Olgeirsson, Magnús Kjartansson og Ingi R. Helgason. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um samskipti Sósíalistaflokksins, forvera Al- þýðubandalagsins, við kommúnistaflokk- ana í Austur-Evrópu, sem eru þess eðlis, að það er óhjákvæmilegt, að núverandi forystumenn Álþýðubandalagsins upplýsi hvað þarna var að gerast. Að hve miklu leyti var starfsemi sósíalista hér fjármögn- uð með beinum og óbeinum fjárframlögum frá kommúnistaflokkunum í Austur-Evr- ópu? Hvemig var persónulegum tengslum forystumanna flokksins hér háttað við for- ystu flokkanna fyrir austan járntjald. Hvaða umræður fóru fram á milli þessara manna um íslenzk málefni? Uppgjör við fortíðina frá 1968 er ekki nóg! Uppgjör við fortíðina fyrir 1968 þarf að fara fram, opið og hreinskilið. Undan þessu geta for- ystumenn Alþýðubandalagsins ekki vikizt. Þeir verða að gera hreint fyrir sínum dyr- um. Það ætti að verða þeim nokkur hvatning til þess að gera það, að þess verður áreið- anlega ekki langt að bíða, að skjalasöfn kommúnistaflokkanna í þessum löndum verða aðgengileg fyrir sagnfræðinga. Þá verður áreiðanlega ýmislegt fróðlegt, sem kemur fram í dagsljósið um tengsl komm- únista hér við kommúnista þar. Vilja Al- þýðubandalagsmenn bíða eftir því? ÞAÐ ER EKKINÓG með, að ályktun miðstjómarfundar Alþýðubandalags- ins hafí verið sann- kallaður * kattar- þvottur, heldur héldu formaður og varaformaður Alþýðubandalagsins þeim kattarþvotti áfram í Þjóðviljanum fyrir. nokkrum dögum. Þannig sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Þjóðviljann sl. miðvikudag: „Alþýðubandalagið hefur aldrei í sögu sinni sem formlegur stjóm- málaflokkur síðan 1968 haft nein sam- skipti við kommúnistaflokka þeirra landa, sem réðust inn í Tékkóslóvakíu og út- iýmdu lýðræðisbyltingunni, sem kennd var við vorið í Prag. Frá 1968-1975 hafði flokkurinn mjög takmörkuð .samskipti við nokkra jafnaðarmannaflokka og sósíalista- flokka í Vestur-Evrópu auk fáeinna til- vika, þegar samskipti vom við kommún- istaflokkana í Rúmeníu og Júgóslavíu og ítalska kommúnistaflokkinn ... Það er ekki nema mjög lítill hluti þess fólks, sem starfar í Alþýðubandalaginu eða kýs flokk- inn, sem var þátttakandi í störfum Sósíal- istaflokksins eða Kommúnistaflokksins, sem var við lýði fyrir hálfri öld.“ Þessi tilraun Ólafs Ragnars til þess að gera upp við fortíð flokks síns er náttúr- lega hreinn aumingjaskapur. Hún er áþekk því, ef kommúnistaflokkarnir í Austur- Évrópu, sem hafa nýlega skipt um nafn, tækju upp á því að segja, að þeir bæru enga ábyrgð á fortíðinni! Og ef þetta er svona einfalt mál innan Alþýðubandalags- ins, hvers vegna þær hatrömmu deilur um ályktun miðstjómarfundarins sem urðu um sl. helgi? Hitt er svo annað mál að það er sjálf- sagt að taka Ólaf Ragnar á orðinu og óska eftir frekari upplýsingum um Rúm- eníutengsl Alþýðubandalagsins eftir 1968. Hvað fóru forystumenn Alþýðubandalags- ins margar ferðir til Rúmeníu? Hveijir og hvenær? Hverra erinda? Hveijir þeirra sóttu flokksþing rúmenska kommúnista- flokksins? Hversu margir þeirra sóttu sum- ardvalarstaði hinnar kommúnísku yfír- stéttar í Rúmeníu og hvenær og í boði hverra? Það væri ágæt byijun að fá svar við þessum spurningum. Steingrímur J. Sigfússon víkur að tillögu Birtingarmanna í Þjóðviljanum sama dag og segir: „Fjórmenningamir gáfu í skyn, að Alþýðubandalagið hefði eitthvað að fela í sambandi við kerfið fyrir austan og það er sögufölsun, sem ég vil alls ekki taka þátt í.“ í tilefni af þessum orðum varafor- manns Alþýðubandalagsins skal enn spurt: Hafí Alþýðubandalagið ekkert að fela, hvers vegna þá þessar deilur á miðstjórnar- fundinum? Hvers vegna eru upplýsingarn- ar ekki lagðar á borðið? Hvers vegna upp- lýsa Ólafur Ragnar og Steingrímur J. Sig- fússon þjóðina ekki um tengsl Sósíalista- flokksins, forvera Alþýðubandalagsins, við Austur-Evrópu? Það er svo rétt að taka undir það með Steingrími J. Sigfússyni, að fleiri íslenzkir stjómmálaflokkar þurfa að gera hreint íýnir sínum dyram varðandi tengslin við Áustur-Evrópu. Hann sagði m.a.: „Fram- sóknarflokkurinn hefur til skamms tíma haft samband við svonefnda mið- og bændaflokka í Austur-Evrópu m.a. í Rúm- eníu...“ Þetta er rétt og nú er kominn tími til að Framsóknarflokkurinn leggi spilin á borðið varðandi samskiptin við Rúmeníu, Búlgaríu og raunar Austur- Þýzkaland einnig hér fyrr á áram. Kattarþvott- ur Ólafs Ragnars og Steingríms „Þá upplýsti þessi ungi íslenzki námsmaður, að árið áður hefði skort fé til þess að standa straum af dvalarkostnaði þeirra fjölmörgu Islendinga, sem þá voru við nám í Austur-Þyzka- landi. Þess vegna hefði sérstakt fjárframlag verið tekið inn á fjárlög austur-þýzka ríkisins að upp- hæð 180 þúsund austur-þýzk mörk, sem að vísu væri ekki auð- kennt sem slíkt, til þess að standa undir kostnaði við starfsemi Sósíal- istaflokksins íslenzka í Aust- ur-Þýzkalandi, þ.e. við dvalar- kostnað þeirra ungu Islendinga, sem Sósíalista- flokkurinn hafði valið til þess að stunda nám þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.