Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 100. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Shevardnadze varar við valdatöku sovésks Hitlers Bonn. Reuter. EDUARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, óttast að ólgan í landinu kunni að leiða til þess að harðstjóri á borð við Adolf Hitler brjót- ist þar til valda. Þetta kemur fram í viðtali við hann sem birtist í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag. Fyrirhyggju- semi í N-Kóreu Heimildarmenn í Seoul í Suður-Kóreu segja að yfirvöid í Norður-Kóreu láti nú byggja byrgi fyrir neðan einar 60 styttur af „hinum mikla leiðtoga lands- ins“, Kim II Sung. Þeim hefur sennilega verið hugsað til örlaga svipaðra styttna af öðrum kommúnistaleiðtogum, s.s. Nicolae Ceausescu í Rúmeníu og Enver Hoxa í Albaníu. Hugmyndin er að hægt verði að ýta á takka og þá opnist byrgi og stytturnar hverfi ofan í þau á sér- stökum lyftum. Hvort það muni bjarga þeim eða fyrirmynd þeirra frá tortím- ingu er svo aftur annað mál. í takt við tím- ann, hvað? Kelly Clarke, 14 ára, var vísað úr skóla í Masterson á Nýja-Sjálandi vegna þess að hún var talin vera skólasystkinum sínum „hættuleg fyrirmynd“. — Hún litaði hárið á sér Ijóst! Pólsk stjómmál í einum sófa Pólveijar, sem betur eru þekktir fyrir að drekka vodka en bjór, hafa stofnað flokk bjórdrykkjumanna. Flokkur pólskra vina bjórsins ætlar að berjast fyrir því að minnka neyslu á sterkum vínum. Flokkurinn, sem notar skamm- stöfunina PPPP, er einn 42ja smá- flokka sem ætla að láta til sín taka í pólskum stjórnmálum. Margir þeirra eru svokallaðir kanopowe-flokkar. Það nafn er dregið af pólska orðinu kanapka sem þýðir að komast fyrir í einum sófa. í stjórnmálalegum skilningi er merkingin yfirfærð á flokksfélag- ana! Andardráttur fyrir 100-kall Ibúar Mexíkó-borgar, sem eru umvafð- ir miklu mengunarskýi öllum stundum, geta bráðlega dregið andann Iéttar í súrefnisklefum sem fyrirhugað er að setja upp, að sögn breska dagblaðsins Independent. Mexíkanska umhverfis- hreyfingin hefur nýlega keypt 10 klefa þar sem fólk getur andað að sér súr- efni í 60 sekúndur fyrir um það bil hundrað islenskar krónur. Utanríkisráð- herrann fyrrver- andi spáir því að harðlínukomm- únisti hrifsi til sín völdin en kveðst ekki vita hver það verði. „En hver þekkti Hitler áður en hann komst til valda með því að notfæra sér ólgu ogóánægju á meðal almenn- ings?“ spyr hann. „Annar Hitler kann að bijótast til valda hér. Óþekktur maður kann allt í einu að birtast á vettvangi stjórnmálanna með þá stefnu að koma á lögum og reglu í landinu hvað sem það kostar.“ Shevardnadze sagði af sér embætti ut- anríkisráðherra í desember og varaði þá við hættunni á því að harðlínuöflin væru að búa sig undir að hrifsa til sín völdin. Hann segir í viðtalinu að Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, hafi aðeins þrjá til fjóra mánuði til að tryggja áfram- haldandi lýðræðisumbætur í landinu áður en harðlínuöflin láti til skarar skríða. Því fari fjarri að Gorbatsjov sé óhultur um líf sitt og öllum atkvæðamestu stjómmála- mönnum landsins, þar á meðal Borís Jeltsín, leiðtoga Rússlands, stafi mikil hætta af harðlínuöflunum. „Lýðræðis- sinnar verða að slá skjaldborg um lýðræð- ið,“ segir hann. Hann ítrekar ennfremur þá skoðun sína að yfirstjórn sovéska hers- ins hafi verið andvíg sameiningu Þýska- lands í fyrra og lagt til að gripið yrði til hernaðaraðgerða til að koma í veg fyrir hana. „Það hefði leitt til þriðju heimsstyij- aldarinnar," segir hann. Utanríkisráðherrann fyiTverandi segir ennfremur að hann kunni að sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna ef Javier Perez de Cuellar gefur ekki kost á sér áfram næstu fimm árin. „Ég ber mikla virðingu fyrir Perez de Cuellar. Ef hann ákveður að láta af emb- ætti og ég kem til álita skorast ég ekki undan því að taka við af honum,“ segir hann. í upphafi stjórnarsamstarfs: Yfírboróió siétt og íelit en ólga kraumar undirnióri mmmmtfnm VIDREISN 19 5 9 MANNLAIIS Hhús ImH, imúi í teiiít_________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.