Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 13
JCfíI lAM .T ÁU9AQU10ÚI4 aiQAjaV:'JOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 St 13 Við viljum að þú reynsluakir þessari bifreið! INNI í HLJÓMKVIÐUNNI Bókme.intir Jóhanna Kristjónsdóttir Carmen Laforet: Hljómkviðan ei- lífa Sigxirður Sigurmundsson frá Hvítárholti þýddi Höfundur þessarar bókar er fædd- ur í Barcelona 1921 og sendi frá sér þessa bók 1944 undir títlinum „Nada“. Á kápusíðu segir að sama ár hafi hún fengið merkustu bók- menntaverðlaun Spánar fyrir hana og hún hafi náð mikilli útbreiðslu um hinn spönskumælandi heim. Mér er ekki kunnugt um annað en þetta sé fyrsta bók Laforet sem hefur komið út á íslensku. Þetta er mikil og óvenjulega sögð saga. Unga stúlkan Andrea kemur til Barcelona og sest að á heimili fjölskyldu sinnar sem hún hefur ekki vitjað lengi. Þar býr gömul amma hennar, veikburða og skrítin, óbuguð en beygð af mótlæti og harðræði, frænka hennar Angustias, stjómsöm án þess að hafa á neinu stjóm og síst sjálfri sér; veit ekki hvort hún á að láta undan ófullnægðum líkam- legum þrám eða gefast guði sínum. Þar eru synirnir Román, listrænn og hæfileikaríkur sem allar stundir hefur haft eitthvert ægivald yfir konum og yngri bróðir hans Juan, skapbráður rugludallur sem mis- þyrmir einlægt Gloriu eiginkonu sinni vegna léttúðar hennar og ótryggðar. Skuggaleg vinnukona og hundur. Ungt barn Gloriu og Juan og eru þá upptaldar persónur húss- ins. Húsið og heimilið er í þvílíkri niðurníðslu að Andreu verður ekki um sel, en það sem er þó sýnu verra sú niðurníðsla er ekkert hjá því hvernig fjölskyldan er á sig komin. Myrkur og ógæfa grúfir yfír þessu heimili og öllum sem þar hafast við og hvort Andrea sleppur heil frá hlýtur að vera vafamál. Hún eignast vinkonu í skólanum Styrkir veittir til hreinsunar starfa Á FUNDI borgarráðs 30. apríl sl. var ákveðið að veita 500 þús. kr. til stuðnings ibúasamtökum og hverfafélögum í borginni vegna hreins- unar- og fegrunardaga sem fara fram í flestum hverfum borgarinnar nú í maímánuði. Stuðningurinn miðast við þátt- töku í kynningum og auglýsingum, grillveislu, leiktækjum og hljóðkerfi í tengslum við hreinsunardaga og hverfahátíðir. ' Óskir um stuðning þurfa að ber- ast til upplýsingafulltrúa Reykjavík- urborgar, Ölafs Jónssonar. (Fréttatilkynning) 110 K KBÁNl) II) leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Þrírétta glæsilegur matseðill Miðasala og borðapantanir í síma 687111. EKKf SÖMU OG t MYfiD er stærsta ógæfan eftir. Þetta er mögnuð saga um kúgun og niðurlægingu fjölskyldu. sem eitt sinn var virðuleg og sú niðurlæging verður ekki léttbærari þegar manni verður ljóst að hún er sprottin af þeirri eyðileggingarhvöt sem þau hafa í sér svo allt er að rotna innan frá. Þegar einhver ætlar að leita sér frelsunar er það dæmt til að mistak- ast. Þó er trúlegt að Andrea sleppi undir lokin, höfundur leyfir okkur að minnsta kosti að vona það. Persónurnar svo ógeðfelldar sem þær eru verða ákaflega skýrar og þær eru listilega gerðar af höfundi sínum og verða eftirminnilegar, sitja um kyrrt löngu eftir að lestri er lokið Bókin er ekki nægilega skilmerki- lega uppsett, samtöl lítt afmörkuð hver segir hvað og ekki alltaf ljóst hvar óbein ræða hefst eða samtöl enda. Þetta er lýti á bókinni og trufl- ar lesanda altjent við fyrsta lestur. Þýðing Sigurðar Sigurmundssonar er unnin af mikilli kostgæfni. Orða- röð er stundum óíslenskuleg en forði hans á íslensku er mikill og ég hef trú á að sagan skili sér. Það hefur dregist úr hömlu að geta um þessa bók og er það miður. Að henni er óumdeilanlegur fengur og þýðandi á lof skilið fyrir frumkvæðið. Hvað sagði Yoko Ono um stórsýninguna Rokkað á himnum? Sigurður Sigurmundsson Enu og bindur allar sínar ungu von- ir við þann vinskap og því verður það þungbært áfall þegar Ena virð- ist laðast að Roman, þessum spillta frænda hennar; kannski líka vegna þess að hún gerir það sjálf mjög gegn vilja sínum. Þegar Ángustias sem heldur heimilinu í greipum sér á ytra borði fer í klaustur hefur heimilið þá ekki losnað úr álögum? Það mætti halda það, en þá fyrst Volvo 940 er ríkulega útbúin lúxusbiffeið. Sem dæmi um staðalbúnað í Volvo 940 má nefna: 2.3 lítra 130 hestafla vél með beinni innspýtingu og fullkominni mengunarvörn, sjálfskiptingu, vökvastýri, læst drif, samlæsingu á hurðum, rafstýringu á rúðum og speglum, álfelgur, útvarp og segulband með fjórum hátölurum og innbyggðan barnabílstól í aftursæti sem ekki er fáanlegur í nokkurri annari bifreið en Volvo. Þetta eru áþreifanlegir hlutir, en þegar komið er að því að lýsa hvernig tilfinning það er að aka Volvo 940 mega orð sín lítils. Þess vegna viljum við bjóða þér í ógleymanlegan reynsluakstur - vertu velkomin(n)! VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst! BRIMB0RG FAXAFfil 8 - SÍMi 91 - 68 58 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.