Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 * Toshikatshu Endo: Gosbrunnur - verk í níu hlutum; Tré ,tjara og eldur, 1989. Á veggnum eru myndir eftir Mika Yositzawa. Breytileg lífssýn ________Myndlist Bragi Asgeirsson Það er senn liðin hálf önnur öld síðan japönsk áhrif ruddu sér rúms í vestrænni myndlist og auðguðu hana til muna. Einkum voru það impressjón- istarnir, sem hrifust af hinni ein- földu, lit- og línufögru list aust- ursins, en skyldra áhrifa sá fljót- lega einnig stað í listiðnaði. Hinn nýji efnaiðnaður sem kom í kjölfar iðnbyltingarinnar gerði myndlistarmönnum skyndilega kleift að nota sterka liti í miklu ríkara mæli en áður. Öldum saman höfðu sumir hinna sterkari lita verið svo dýrir í vinnslu, að málarar urðu að nálg- ast þá með ítrustu varúð og þannig séð þá á frumstæður efnaiðnaður ríkan þátt í dökka málverkinu, sem ríkt hafði fram til þessa. Það voru þannig ekki lista- mennirnir sjálfir, svo sem marg- ur heldur, sem skyndilega komu auga á sterku litina í litrófmu, heldur fengu þeir allt í einu gnótt litbrigða upp í hendumar, sem flestum þeirra hafði áður verið fyrirmunað að nálgast. Á svipuðum tíma uppgötvuðu þeir japönsku listina með sínum mjúka margslungna línuheimi, einföldu blæbrigðaríku litasam- spili, eða sterku andstæðum. Hefðbundnir japanskir verk- hættir þar sem sundmagalím var notað í litarefnið voru aðrir, og vafalítið var mun auðveldara að nálgast það, en hin kostnaðar- sömu efni vesturins. Það voru þannig ýmsir þættir verkhátta sem runnu saman á þessum árum og seinna ruddi hin efnafræðilega olíumálun vestursins sér til rúms í Japan og var iðkuð samhliða gömlu aðferðinni. Þetta er enn einn vitnisburður þess, hve myndlistarmenn hafa verið háðir breytilegum verk- háttum ásamt þróun efnaiðnað- arins, svo og hvemig ný efni hafa víkkað út skynsvið þeirra. Þetta er vert að athuga við skoðun sýningarinnar Japönsk nútimalist. Oskilgreind við- horf/breytileg lífssýn, sem um þessar mundir og fram til 25. gistir Kjarvalsstaði. Hvert sem við lítum blasa við rannsóknir og tilraunir í ólíkum efnum og aðskiljanlegum verk- háttum. í upphafi á maður bágt með að átta sig á myndverkunum því að maður skynjar svo sterk vest- ræn áhrif í þeim, en um leið og einkum við endurteknar heim- sóknir, uppgötvum við eitthvað framandi við þessi myndverk. Ekk alltaf svo mjög austurlenskt svo sem við þekkjum það, með- tökum og skynjum, en þó dálítið frábrugðið því sem við eigum að venjast. Seinna bætist það við að menn uppgötva óhjákvæmilega, að hugsunarháttur jappönsku lista- •mannanna og framsetning hug- mynda þeirra, er iðulega mun frábrugðnari því sem gerist í vestrinu en hin beina sjónræna reynsla. Japönsk lífssýn og menning er mun eldri og rótgrónari og stendur á sterkari hefðum en vestræn á liðnum öldum var mjög hægt þótt naumast sé hægt að tala um stöðnun. Mann- fjöldinn í austrinu gerði það að verkum að hóphyggjan var þar mun meiri og um leið var fram- þróunin hægari. Einstaklings- hyggjan í vestrænni heimspeki knúði menn til athafna og upp- stokkunar gilda á margfalt skemmri tíma en í austrinu. En á síðari tímum hefur mark- aðshyggjan tekið völdin í Japan svo sem víðar í austrinu og þjóð- félagið hefur tekið miklum stakkaskiptum á undraskömm- um tíma. Japanir hafa tileinkað sér vestræna lífshætti og þróun- in þar hefur síðustu áratugi ver- ið mjög keimlílk og í vestrinu með hraða firringu og ágengari í náttúruauðlindir. Það gerir um Ieið það að verk- um, að menn standa augliti til auglitis við mun skyldara ástand en ríkti áður fyrr, sem hefur óhjákvæmlega í för með sér að myndlistarmenn ólíkra þjóðar- heilda velta fýrir sér svipuðum vandamálum. Þetta hefur svo haft í för með sér, að þjóðimar leggja mikið áherslu á aukna samvinnu í list- um um leið og þær leitast við að glæða og efla eigin ímynd hver fyrir sig. Lítum einungis á samkeppnina á milli hinna leið- andi þjóða í myndlist og hvernig þær lyfta undir listsköpun innan- lands. Hér er þannig í senn komin aukin samvinna á alþjóðavett- vangi og harðnandi innbyrðis samkeppni. Enginn vill vera eft- irbátur annars né drukkna í menningu bræðralandanna. Vegna hinnar geigvænlegu mengunarhættu í heiminum hef- ur afturhvarfið til óspilltrar nátt- úrunnar stöðugt orðið ríkara meðal listamanna. Ekki þó þann- ig að menn séu að kortleggja útlínur landslagsins svo sem fyrmm, heldur taka þeir fyrir sjálf fyrirbæri náttúrannar og þau hughrif sem fersk og óspillt náttúran framkallar. Jafnframt beina þeir skeytum sínum að eyðingu hennar og vilja minna umheiminn á ljótleika þeirra at- hafna. Myndlistarmenn nútímans eru þannig komnir í vörn fyrir hönd náttúmnar, eru orðnir helstu bandamenn heilbrigðra náttúm- verndarsjónarmiða og segja hér frá eins og þeim einum er lagið. Á þessari sýningu virtist neysluþjóðfélagið á skýran hátt, hraðinn, vaxtarmátturinn eyð- ingin, bruninn en einnig fegurð í þessum þáttum form- og litræn samsetning og mjúkar línur, sem bera uppruna listamannanna vitni. „Hvernig Japanir hafa aðlag- ast vestrænum hugsunarhætti í listum kom greinilega fram á sýningunni „Japönsk framúr- stefna 1910-1970“ í Pompidou menningarmiðstöðinni í París árið 1986. Var í því tilefni gefin út vegleg sýningarskrá upp á tvö og hálft kíló (!), sem ég hef á milli handanna við þessa saman- tekt. Myndirnar í skránni sýna það svo ekki verður um villst að ný stílbrigði vora furðufljót að hasla sér völl í Japan og hér kemur fram að Japönum hefur verið það ljóst, að þeir áttu sjálfir ekkert nútíma myndmál og að þeir yrðu bókstaflega að taka á sig heljar- stökk frá fortíðinni inn í nút- ímann. hafna eldri gildum til hags fyrir hin nýju, ef allt þjóðfé- lagið vildi vera í takt við gjör- breytta heimsmynd og halda reisn sinni sem menningar- og forysturíki. Þeim var einnig snemma ljós þau sannindi, að allar framfarir á tímum tæknivæðingar byggj- ast öðru frernur á hugviti og líf- rænni sköpun og því verða þjóð- félögin að virkja listina vilji þau vera samtiga þróunni. En þrátt fyrir að eldri gildum væri hafn- að, þá var langt frá því að þjóða- reikennum væri varpað fyrir róða og þannig má sjá sterkar tilvisanir til fortíðarinnar jafnt í fijálsri óbundinni sköpun sem húsagerðarlist, listiðnaði og iðn- hönnun. Það er heilmikil lífs- reynsla, að fletta upp í þessari miklu sýningarskrá og hún kynn- ir ágætlega japanskt hugvit á öllum sviðum lífrænnar sköp- unar, og staðfestir um leið svo ekki verður um villst, að grunn- urinn að velmegnun Japans felst í þessari mörkuðu stefnu og heil- brigða hugsunarhætti. Japanir eiga ágæta nútíma- listamenn, sem vinna og starfa í vestrinu og er ég þeim vel kunn- ur frá sýningum í Evrópu. En hins vegar þekkir almenningur á Norðurlöndum lítið til þróunar- innar í Japan, og hefði verið æskilegt að þessi sýning hefði verið umfangsmeiri og borið meiri svip af almennri kynningu. í þessu formi er hún t.d. prýðileg viðbót við sýninguna í París 1986, en hún kemur þeim í opna skjöldu sem sáu hana ekki og þekkja einungis til japanskrar listar úr mikilli íjarlægð. Sýning- in er þannig fullgild fyrir innv- ígða, en sem slík ber hún óhjá- kvæmlega um leið fullmikinn keim af einhæfum listsögulegum vinnubrögðum. Þá er það til umhugsunar, að texti í annars ágætri sýningarskrá kynningar- sýningar japanskra núlista síð- ustu ára, sem gengur á milli Norðurlandanna, skuli vera á ensku. Hefur svip af því, að hún sé meira ætluð fræðimönnum en áhugasömum almennum sýning- argestum í þessum löndum. En hvernig sem á allt er litið, er mikilsvert að fá sýninguna hingað, þvi hvort sem skoðand- inn er með á nótunum eða ekki, gefst honum nokkur sýn inn á vettvang japanskra viðhorfa í núlistum. Og ber því að þakka framtakið. Þeir byggja á stálinu okkar - til framtíðar SINDRI -sterkur í verki A* ratuga reynsla okkar í stálinnflutningi ,og sérþekking á steypustáli fyrir íslenskar aöstæöur skilar sér til byggingaraðila í hörkusterku stáli (opinber staðall ASTM A/615 Grade 60) sem endist til framtíöar. Allur stállager innandyra. Sendum á staöinn (krani óþaríur). Hagstætt verö. Fáið ráð hjá fagmönnum okkar og leitið tilboða. BÓRGARTÚNI 31 SÍMI:62 72 22 • FAX: 62 30 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.