Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 204. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dularfull fyrir- brigði á kornekrum: Prakkarar að verki? London. Reuter. RISASTÓRIR hringir og önnur tákn sem myndast hafa á kornekr- um í Bretlandi öðru hveiju í meira en áratug hafa valdið miklum heilabrotum . vísindamanna. Breskt dagblað skýrði frá því í gær að tveir prakkarar á sjötugs- aldri hefðu nú gengist við því að hafa búið hringina til en sérfræð- ingar rengdu þá frásögn. Blaðið Today sagði að mennirnir tveir, David Chorley og Doug Bow- er, væru „glaðværir svikahrappar á sjötugsaldri" og hefðu þeir notað fjal- ir, strengi og „furðulegt mælitæki sem fest var við hornaboltahúfu" við gerð hringanna sem verða til þegar stráin eru felld með skipulegum hætti. Blaðið segir að upp hafi kom- ist um hrekkinn er það fékk sérfræð- ing, Patrick Delgado, til að kanna hringa sem bragðarefirnir tveir höfðu búið til á akri í Kent. Hann úrskurðaði að „enginn mannlegur máttur“ hefði getað verið þarna að verki en er Chorley og Bower höfðu rætt við hann játaði sérfræðingurinn mistök sín. Síðar dró hann þau um- mæli til baka og benti á að sams konar fyrirbrigði hefðu sést í Kanada og víðar, varla hefðu áðurnefndir menn verið þar að verki. Miklum fjárhæðum hefur verið varið til rannsókna á fyrirbrigðunum og margar bækur ritaðar um þau. Sumir hafa talið að verur frá öðrum hnöttum hafí verið á ferð, aðrir hafa lagt fram hávísindalegar kenningar um sérstök veður- eða gróðurskilyrði er valdi hringamynduninni. ■ Reuter Rússar vara Georgíuforseta við Þúsundir manna söfnuðust saman í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í gær og lýstu yfir stuðningi við forseta landsins, Zviad Gamsakhurdia. Andstæð- ingar forsetans saka hann um einræðistilburði. Blóðugar deilur hafa einn- ig verið milli Georgíumanna og þjóðarbrots Osseta sem vilja sameinast þjóðbræðrum sínum í rússneska héraðinu Norður-Ossetíu. Rússneska þingið varaði Gamsakhurdia við í gær og sagði að mannréttindi væru ekki haldin í heiðri í Georgíu. Þótt Rússar virtu fullveldi Georgíu mættu þeir samkvæmt alþjóðalögum gagnrýna slíkt framferði. Sjá einnig fréttir á bls. 28-29. Utanríkisráðherrar EFTA: Fríverslun verði með fisk í EES Hclsinki. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FUNDI utanríkisráðherra aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) lauk í Helsinki í gær. Ákveðið var að ekki skyldi horfið frá kröfunni um fríverslun með sjávarafurðir í samningaviðræðum við Evrópubandalagið (EB) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Auk EES var einkum rætt um samskiptin við Eystrasaltsríkin og stöðu mála í GATT-viðræðunum um alþjóðaviðskipti og tollamál. Eldrid Nordbö, utanríkisráðherra Noregs, var spurð á fréttamanna- fundi hvort það væri enn krafa Norð- manna að fá að öllu leyti frjálsan markaðsaðgang fyrir fisk. Nordbö sagði það vera afstöðu EFTA að þetta atriði ætti að vera hluti ■ af heildarsamkomulaginu. Er hún var spurð hvort það gæti ekki orðið til þess að koma viðræðunum í sjálf- heldu sagðist hún ekki hafa áhuga á að standa í samningaviðræðum í gegnum fjölmiðla. Nordbö og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra voru einn- ig spurð hvort þau hefðu átt í tvíhliða viðræðum við Breta um sjávarút- vegsmál. Nordbö sagðist vilja taka það fram að ekki væri verið að semja við einstök ríki EB heldur _fram- kvæmdastjórn bandalagsins. Hins vegar ræddu menn við einstakar þjóðir til að fylgjast með hvað væri í deiglunni hjá þeim. Jón Baldvin sagði engar tvíhliða viðræður vera í gangi nú af hálfu íslendinga. Þeir hefðu hins vegar rætt við Ira áður en slitnaði upp úr viðræðunum við EB. Það væri líka vilji framkvæmda- stjórnar EB að rætt væri við hana en ekki einstök ríki. Belgrad, Haag. Reuter. ÚTGÖNGUBANNI var lýst yfir á átakasvæðunum í Króatíu í gær og gildir það frá kl. 23 að kvöldi til kl. 5 að morgni. Milan Brezak, aðstoðarinnanríkisráðherra Króatíu, skýrði frá því í gær að harðvít- ugir bardagar stæðu yfir annan daginn í röð við bæinn Kostajnica, sem er um 50 km suðaustur af Zagreb, höfuðborg lýðveldisins. Hann greindi einnig frá því að a.m.k. 58 Króatar hefðu látið lífið í átökum siðan vopnahléi var komið á að undirlagi Evrópubandalags- ins (EB) fyrir u.þ.b. viku. „Verið er að gera tilraunir til að einangra bæinn og eyðileggja hann gjörsamlega," sagði Brezak á fréttamannafundi. „En við höfum fulla stjórn á ástandinu - við mun- um ekki láta Kostajnica af hendi, hvað sem það kostar.“ I gær var enn barist um yfirráð yfir hrað- brautinni á milli Belgrad og Zagreb, sem skæruliðar Serba og sam- bandsherinn lokuðu í síðustu viku og einangruðu þar með austurhluta Króatíu. Fimm eftirlitsmenn á vegum EB, sem fylgjast eiga með því að vopna- hléið verði haldið, voru staddir á átakasvæðunum í gær og var það í fyrsta sinn sem eftirlitsmenn EB voru sendir þangað síðan bandalag- ið tók að sér friðargæsluhlutverk í Króatíu. Serbneskir skæruliðar í bænum Osijek, stærstu borginni í austurhluta lýðveldisins, sökuðu króatíska þjóðvarðliða um að gera árásir með sprengjuvörpum þrátt fyrir veru eftirlitsmannanna í bæn- um. Á friðarráðstefnu um Júgóslavíu, sem haldin var um helgina í Haag á vegum EB, sagði Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, að „miklar hörmungar blöstu við Evr- ópu vegna ástandsins í Júgóslavíu". „Þad hefði hörmulegar afleiðingar í föt* með sér fyrir Evrópu ef bar- dagarnir sem nú geisa halda áfram eða verða harðari, og einnig ef þeir færast til suðlægari lýðveldanna, en á því er greinilega mikil hætta,“ sagði Hurd. Mikil óánægja hefur gripið um sig á meðal serbneskra fréttamanna sem eru á móti kommúnistastjórn- inni í lýðveldinu vegna fréttaflutn- ings serbneskra fjölmiðla af þjóð- ernisátökunum í Króatíu. Sumir þeirra hafa hafið upp raust sína á götuhi Belgrad og reynt að koma sönnum fréttum til fólksins. „Við verðum að beijast fyrir fijálsum fjölmiðlum, því annars er hætta á Útgöngubann í Króatíu vegna harðnandi bardaga 58 Króatar sagðir hafa fallið fyrir Sérbum frá því að vopnahléið tók gildi Varðandi Eystrasaltsríkin sagði Pertti Salolainen, utanríkisráðherra Finna, að EFTA væri reiðubúið að hefja viðræður við þau um fram- tíðarsamskipti og myndi hann sem formaður EFTA kanna hvaða þarfir þessi ríki hefðu. Á grundvelli þeirrar könnunar yrði send nefnd til Eystra- saltsríkjanna sem myndi gera tillög- ur um hvaða aðgerða væri best að grípa til svo auka mætti efnahags- tengsl og viðskipti. Loks sagði hann það vera mat ráðherranna að mikilvægt væri að ljúka þeirri samningalotu GATT-við- ræðnanna, sem kennd er við Urugu- ay, fyrir áramót. Það myndi skapa nauðsynlegan ramma fyrir efna- hagssamstarf á alheimsgrundvelli sem m.a. væri mikilvægt til að auka hagvöxt í þróunarríkjunum. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Vopnaður Serbi í bænum Tenje í Króatíu mundar byssu sína, viðbú- inn árás króatískra þjóðvarðliða. að alræði komist aftur á í Serbíu," sagði Zoran Petrovic sjónvarps- fréttamaður fyrir framan 1.000 áheyrendur. „Stríðið er ekki í Kró- atíu, heldur hér heima og það er miklu alvarlegra - það er gegn kommúnistunum." Sjá ennfremur frétt á bls. 29. Norsku kosningarnar: Gro Harlem Brundtland Miðflokkur og SV sig- urvegarar Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. Bráða- birgðatölur í sveitar- stjórna- og fylkisþings- kosningun- um í Noregi í gær bentu til stórsigurs Miðflokksins og Sósíalíska vinstriflokksins (SV) er barist hafa gegn að- ild Noregs að EB og einnig gegn samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Ekki voru komnar tölur frá Ósló en Ijóst þótti hvert stefndi yfir allt landið. Spár í gærkvöldi gáfu Verkamannaflokki Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra 31,4% atkvæða sem merkir 6,4% tap frá síðustu sveitar- stjórnakosningum. Brundtland hefur ekki viljað flokkurinn tæki af skarið um afstöðuna til aðildar að EB fyrr en á næsta ári. Hægriflokkurinn var með 22% í spánni, tapar 1,7%, SV var spáð 12,5% sem er aukning um 6,8% og Miðflokkurinn var með 10,7%, aukning um 3,9%. Framfaraflokknum var spáð 8,1% fylgi en 1987 hlaut flokk- urinn 12,3%. Sjá ennfremur frétt á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.